Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Page 28
FRETTASKOTID
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Verðbólga í 9,1%
- aðhaldssemi er lykilatriði, telur Pétur H. Blöndal
Þjóðhagsstofnun gaf út endur-
skoðaða og kolsvarta skýrslu um
framvinduna í þjóðarbúskapnum á
þessu ári. Þar segir að verðlagshorf-
ur hafi versnað til muna að undan-
fómu. Nú er talið að verðbólga gæti
orðið 9,1% frá upphafi til loka þessa
árs og 6,5% milíi áranna 2000 og
2001. Verulega hægir þó á verðbólgu-
hraðanum eftir því sem á árið líður
og á næsta ári er reiknað með 3,5%
verðbólgu frá upphafi til loka árs.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, segir erfitt að setja
einhvem sérstakan lit á þessa spá. í
henni séu bæði dökkar og ljósar
hliðar. „Aðalatriði er að það eru
horfur á að umsvif í þjóðarbúinu og
vöxtur útgjalda og hagvaxtar verði
mun hægari á þessu og næsta ári.“
„Skýrslan er því miður í sam-
ræmi við það sem maður gat búist
við. Það er alltaf að staðfestast betur
að mikil og margvíslegt mistök hafa
verið gerð í hagstjórninni undanfar-
in ár. Þetta hefur leitt okkur í þá
stöðu sem ekki þýðir lengur að af-
neita. Menn lentu út á kantinn á ár-
unum 1998 og 1999 og nú eru vagn-
k> inn kominn með önnur hjólin útaf.
Það þýðir ekkert fyrir bílstjórann,
sem var mjög hróðugur af sínum
Proskaþjálfar:
Þokast
Annar fundur launanefndar sveit-
arfélaga og þroskaþjálfa var haldinn í
gær. Að sögn Guðnýjar Stefánsdóttur
gætir nokkurrar bjartsýni eftir fund-
inn. Guðný segir hins vegar að við-
ræður þroskaþjálfa við Reykjavíkur-
borg þokist ekkert. „Því miður var
enginn árangur af þeim fundi og lítið
tilefni til bjartsýni," sagði Guðný í
samtali við DV í morgun. 43 þroska-
þjálfar hjá Reykjavíkurborg hafa ver-
ið í verkfalli frá 18. maí sl.
m Þroskaþjálfar efna í dag til útifund-
ar við Þvottalaugamar í Laugardal. Á
fundinum, sem hefst kl. 17, verða flutt
ávörp og listamenn koma fram. -aþ
Féll 30 metra
Mikil mildi þykir að ekki urðu slys
á mönnum þegar byggingarkrani við
Vatnsfellsvirkjun féll á annan bygg-
ingarkrana í gærkvöld. Einn maður
var innanborðs í krananum þegar
óhappið varð og féll hann 30 metra og
hafnaði ofan í skurði. Maðurinn hlaut
mar við fallið en slapp að öðru leyti
við meiðsl. Annar virkjunarstarfs-
maður náði að forða sér undan á
hlaupum. Kraninn gjöreyðilagðist við
fallið en tildrög óhappsins eru ókunn.
Liklegt er þó talið að undirstöður hafi
gefið sig. Lögregla og Vinnueftirlit
ríkisins hafa málið til rannsóknar.
-aþ
Guöjón Arnar Pétur H. Blöndal.
Kristjánsson.
akstri á meðan
allt lék í lyndi, að kenna nú farþeg-
unum í aftursætinu um útafakstur-
inn.“ segir Steingrímur J. Sigfússon
formaður VG. „Mér sýnist þetta
þýða að það megi ganga vel það sem
eftir er ársins til að verðbólgan nái
því að vera innan við tíu prósent."
„Það eru margar vísbendingar til
þess að kostnaður fari hækkandi og
þar af leiðandi muni verðbólgan
fylgja með. Ég hef mestar þó mestar
áhyggjur af skuldum fólks. Heimilin
eru verulega skuldsett. Aukin verð-
bólga eykur greiðslubyrgði fólks og
þetta er því mikið áhyggjuefni. Þá er
útgerðin líka verulega skuldsett svo
afleiðingamar geta orðið slæmar.
Við verðum auðvitað að vona að
þetta verði tímabundið ástand," seg-
ir Gpðjón Amar Kristjánsson, þing-
maður Frjálslyndaflokksins.
Pétur H. Blöndal þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, segir að þetta sé
skammtímaskot út af gengisfelling-
unni. „Hún er að mínu mati of mik-
il þó það kunni að vera að þetta yf-
irskot festist í sessi vegna sálfræði-
Stelngrímur J.
Sigfússon. Friojonsson.
legra áhrifa. Van-
traust fólks verði meira en efni
standa til. Það getur því verið að of
lágt gengi festist í sessi og valdi
skammtíma verðbólgu. Það sem ég
hef heyrt af forsendum um við-
skiptahalla, þá sé ég ekki annað en
að Hann eigi að hjaðna af sjálfu sér.
Honum er ekki lengur haldið uppi
með ríkisábyrgð og sá hluti þjóðar-
innar sem eytt hefur gífurlega mik-
ið um efni fram er í því núna að
borga niður skuldir. Hann er bara
búinn með kvótann sinn og hefur
ekki lengur veð eða ábyrgðir til að
halda áfram að auka skuldir með
kaupum á jeppum eða öðru slíku. í
því sambandi þarf að benda á að nú
fara að aukast kröfur um ábyrgðar-
menn og uppáskriftir. Ég vara skyn-
sama íslendinga við að skrifa upp á
fjárhagsskuldbindingar í þessari
stöðu. Sama hvað á dynur. Ég sé
hinsvegar engar forsendur til ann-
ars en að staðan ætti að batna á
næsta ári,“ segir Pétur H. Blöndal. -
Sjá nánar bls. 8
- HKr.
Ferðamálastjóri um Reykjavík:
Brestir í ferða
málaímynd
Magnús Oddsson.
Magnús Oddsson
ferðamálastjóri seg-
ir að brestir séu að
koma í þá ímynd ís-
lands, og þá eink-
um Reykjavíkur, að
hér sé öruggt fyrir
ferðamenn að
koma. Þar vísar
hann til frétta,
einkum frá liðinni
helgi, þar sem m.a. var ráðist á ferða-
menn frá Suður-Ameríku. Magnús
segir reyndar ekki skipta máli hvort
fréttir um ofbeldi snúist um öryggi
innlendra borgara eða erlendra gesta
- meginmálið sé að sú ímynd sem ís-
lendingar hafa talið sig geta haldið
fram um öruggt land sé ekki sú sama
og áður var. Ferðamenn vilji ekki
heimsækja lönd þar sem þeir efast
um eigið öryggi.
Inga Jóna Þórð-
ardóttir borgarfull-
trúi segist hafa
heyrt gagnrýni frá
fólki í ferðaþjón-
ustu að miðborg
Reykjavíkur sé
ekki eins hrein og
menn vildu hafa
hana. „Morgnarnir
eru ekki eins fallegir og áður var.“
„Meginatriðið er að við eigum að
tryggja öryggi fólks,“ sagði Inga Jóna
„Aðalsmerki okkar hefur verið að
við höfum talið okkur óhætt hvenær
sem er, mér finnst miður ef það er að
breytast. Við verðum að skoða hvað
er til ráða,“ sagði Inga Jóna. Ekki
náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gisladótt-
ur borgarstjóra. -Ótt
Inga Jóna
Þórðardóttir.
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001
Engar blöörur!
Barn með blöðru fær ekki inngöngu í Hallgrímskirkju.
Hallgrímskirk j a:
Blöðrur á bannlista
Bannað var að fara með gasblöðrur
inn í Hallgrímskirkju á þjóðhátíðar-
daginn, 17. júní. Var ákvörðun um
þetta tekin af ótta kirkjuvarða og
presta við að böm myndu sleppa blöðr-
unum inni í kirkjusalnum og þær
svífa upp í rjáfur. Þangað eru 25 metr-
ar.
„Þá heíðum við þurft að taka fram
loftbyssuna og skjóta blöðrumar nið-
ur. Það er ekki við hæfi að vera með
skotvopn í kirkjum," sagði Kristján
Þór Sverrisson kirkjuvörður sem stóð
vaktina á 17. júní. „Hingað komu um
3000 manns á þjóðhátíðardaginn og
menn geta gert sér í hugarlund hvem-
ig ástandið hefði orðið ef aðeins brot af
þessum fjölda hefði misst blöðrumar
upp í loft. Það hefúr að vísu aldrei
gerst hér en við sáum þetta fyrir,“
sagði Kristján Þór kirkjuvörður.
Fyrir bragðið gripu margir foreldr-
ar til þess ráðs að geyma blöðrar
bama sinna í barnavögnum og kerrum
á meðan á kirkjuheimsókn stóð og í
nokkrum tilvikum var blöðmnum
stolið:
„Dóttir mín brast í grát þegar við
komum út úr kirkjunni og henni varð
Ijóst að blaðran var á burt. Við þurft-
um að ganga aftur niður í bæ og kaupa
aðra.“ -EIR
Rafmagnað kvennahlaup á Vestfjörðum:
Hárið stóð allt út i loftið
Átján konur, sem þreyttu kvenna-
hlaupið á Patreksfirði 16. júni, stóðu
allt í einu frammi fyrir þeirri stað-
reynd að hárið á þeim öllum stóð
stíft út i loftið. Var hlaupið þá rétt
hálfnað:
„Við vorum eins og teiknimynda-
fígúrur og gátum vart hlaupið fyrir
hlátri. Við hófum hlaupið í góðu
veðri við saumastofuna Strönd með
stefnuna á Amarbílaá. Allt i einu
skall á okkur skúr og í framhaldinu
stóð hárið á okkur í allar áttir. Fyrir
tilviljun erum við allar stuttklipptar,
annars hefðum við litið út eins og
geimverur," sagði Silja Björg Jó-
Kvennahlaupskonur gátu
vart hlauplð fyrir hlátri.
hannsdóttir em var í hlaupahópi
vestfirsku kvennanna.
Ari Trausti Guðmundsson veður-
fréttamaður segir fyrirbærið það
sama og þegar fólk nuddar ull við
greiðu og myndar við það rafmagn.
Stöðurafmagn myndast í loftinu
vegna mikilla hræringa sem verða
við myndun skúraskýsins sem var
yfir konunum og sjálfar eru konurn-
ar rafmagnaðar þar sem þær hlaupa
margar hverjar í fötum úr gerviefn-
um: „Þegar þessum rafhleðslum lýst-
ur svo saman lyftist það sem léttast
er - hárið,“ sagði Ari Trausti.
„Þetta veðurfar hélt áfram því dag-
inn eftir sá ég að tíkin min stóð með
feldinn stífan út í loftið. Það var eins
og henni hefði verið stungið í sam-
band,“ sagði Silja Björg, hlaupakona
á Patreksfirði. -EIR
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36 • sími 588 1560
Kemísk WC
/ frá 10.900
Grensásvegi 3
s: 533 1414