Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001
DV
Fréttir
Þyngd refsinga í nauðgunarmálum hefur tvöfaldast hér á landi síðasta áratug:
Nauðgunardómar eru
næstþyngstir á íslandi
- sé miðað við Norðurlönd - „meðaldómur“ er 2 ár en var 1 ár árið 1990
Árið 1994 skrifaði Hjörtur 0. Aðal-
steinsson héraðsdómari grein þar
sem fram kom að um þær mundir
hefði refsing í hefðhundnum nauðg-
unarmálum verið 18 mánaða fang-
elsi. Fjórum árum áöurj eða í byrjun
tíunda áratugarins, skrifaði Jónatan
Þórmundsson lagaprófessor einnig
grein um nauðgunarmál sem fjaliaöi
meðal annars um að meðaltalslengd
dóma í slíkum málum á þeim tíma
hefði verið enn lægri - 12 mánaða
fangelsi.
í dag, árið 2001, er meðallengd
refsidóma i nauðgunarmálum 24
mánuðir. Þyngd nauðgunardóma á
íslandi hefur því tvöfaldast á síðasta
áratug. Islendingar kveða að meðal-
tali upp næstþyngstu nauðgunar-
dóma á Norðurlöndum. í Danmörku
fá menn 9-24 mánaða fangelsi fyrir
nauðgun, í Finnlandi 18 mánuöi, í
Noregi 16-24 mánaða fangelsi en
Svíar kveða greinilega upp þyngstu
nauðgunardómana. Þar fá menn
30-78 mánaða fangelsi fyrir nauðg-
anir.
Einn áttundi af
refsirammanum
í nauðgunarmálum á íslandi er at-
hyglisvert að refsiramminn (há-
markið) er 16 ára fangelsi. Einn átt-
unda er þvi í raun verið að nýta af
hámarkinu í hefðbundnum nauðg-
unarmálum. í fíkniefnamálum - svo
dæmi sé tekið - horfír nýtingin á
refsirammanum öðruvísi við. Þar
hefur ekki mátt dæma menn til
lengri refsinga en 10 ára fangelsis.
Þarna er e.t.v. erfiðara að fínna með-
almál. En það er hægt að taka dæmi
- nýlega voru tveir ungir menn -
burðardýr svokölluð - dæmdir i 5
ára fangelsi hvor fyrir að flytja inn
Þyngd fangelsisdóma 155
fyrír nauögun á 78
70 Noröuríöndum
60 ....
50.....
40
nokkur kíló af amfetamíni. Fangels-
isrefsingin var meira að segja stytt
þar sem tafír höfðu orðið á málinu.
En helmingur refsirammans var
nýttur og á síðustu misserum hafa
dómarar hiklaust verið að dæma
menn í 6, 7 eða 8 ára fangelsi fyrir
alvarleg fíkniefnabrot. Dómarar eru
því að komast „upp i þakið“. Nýver-
ið voru svo samþykkt lög á Alþingi
sem gengin eru í gildi þar sem
refsiramminn í fikniefnamálum er
hækkaður i 12 ár.
4 ár algengt í alvarlegustu
málunum
Sólbaðsstofuræninginn svokall-
aði á þyngsta nauðgunardóminn.
Þar var hins vegar um að ræða
fjölda af alvarlegum afhrotum, lang-
an sakaferil og margt fleira. En
næstþyngstu dómarnir eru eftir því
sem DV kemst næst 4ra ára fangels-
isdómar.
Þar var annars vegar um að ræða
mann sem réðst á tvær konur sömu
nóttina á og við Hverfisgötu og
nauðgaði þeim báðum. í hitt skiptið
var um að ræða ungan mann sem
sat fyrir stúlku fyrir utan íþrótta-
hús, grímuklæddur, vopnaður hnífi.
Hann nauðgaði stúlkunni, hótaði
henni með hnífnum og hvarf svo á
braut. Þetta var fyrsta DNA-málið
hér á landi.
í upphafi tiunda áratugarins fékk
maður þriggja og hálfs árs fangelsi
fyrir að nauðga konu. Þar var um ít-
rekunaráhrif að ræða - sakboming-
urinn var nýsloppinn út úr fangelsi.
Hann hafði verið að afplána nauðg-
unardóm og hafði ekki verið innan
við sólarhring úti í frelsinu þegar
hann lét til skarar skríða og framdi
aðra nauðgun. Árið 1995 fékk maður
þriggja ára fangelsisdóm fyrir að
nauðga og fótbrjóta sambýliskonu
sína eftir að hafa elt hana.
Steinunn Guðbjartsdóttir, réttar-
gæslumaður fórnarlambsins í hinu
umtalaða Helgafellsmáli, kveðst
hafa orðið fyrir vonbrigðum með
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.
„Almennt séð finnst mér dómar í
kynferðisbrotamálum vera of vægir.
Þá finnst mér bætur sem fómar-
lömbum eru dæmdar vera of lágar,“
segir Steinunn.
„Að mínu mati er nauðsynlegt að
senda skýr skilaboð út í þjóðfélagið
í þessum málaflokki. Það gerum við
ekki öðruvísi en að þyngja þessa
dóma.“
I niðurstöðu dómsins í
Helgafellsmálinu, sem er eitthvert
allra hrottalegasta nauðgunarmál
í nýlega upp kveðnu nauðgun-
armáli, sem talið er með þeim
allra grófustu, fékk maður 3ja ára
fangelsi fyrir að nauðga og ganga
í skrokk á 17 ára sambýliskonu í
sumarbústað. Stúlkan hafði við-
urkennt fyrir honum að hafa ver-
ið með öðrum manni þegar hann
var í fangelsi. Á eitt ber þó að líta
í því sambandi að hér var um
hegningarauka að ræða þar sem
verið var, samkvæmt lögum, að
taka tillit til annars dóms. Hefði
hann ekki verið dæmdur með þá
eru miklar líkur á að héraðsdóm-
ur hefði kveðið upp 4ra ára fang-
elsi yfir manninum í nauðgunar-
málinu. Maðurinn er nú að af-
plána samtals 4ra ára og 3ja mán-
aða fangelsisdóm fyrir bæði mál-
síðari ára, kom fram að nauðgarinn
hefði engar málsbætur. Engu að
síður var ákærði, Kristinn Óskars-
son, sem kunnugt er dæmdur til
þriggja ára fangelsisvistar, þrátt
fyrir að hegningarlög heimili allt að
16 ára fangelsi fyrir það að þröngva
manni til samræðis.
Bjóst þú við þessari niðurstöðu
héraðsdóms?
„Ég gerði mér vonir um þyngri
dóm. Ég vonast til að Hæstiréttur
leiðrétti þennan dóm og bind miklar
vonir við að svo verði,“ segir
Steinunn.
Sjá nánar ítarlega úttekt í
Helgarblaði DV á morgun.
-þor
m.
_______________-Ótt
Vonaðist eftir þyngri dómi
- segir réttargæslumaður fórnarlambsins
Sjálfbær Grímsey:
Vindar nýttir
til vetnis-
framleiðslu
Iðnaðarráðherra
hefur skipað nefnd
sem á að meta með
hvaða hætti unnt er
að koma á sjálfbæru
orkusamfélagi í
Grímsey. Hún á að
gera ítarlega grein
fyrir hagkvæmni við-
komandi kosta út frá
umhverfislegum,
tæknilegum og fiár-
hagslegum forsendum og skila tillögum
fyrir miðjan febrúar 2002. Hjálmar V.
Ámason alþingismaður leiðir
nefndina.
Sjálfbært orkusamfélag er samfélag
sem þarf ekki að flytja inn orkugjafa
heldur verður hann til á staðnum.
Hjálmar segir að mikil orka sé til stað-
ar í og við Grímsey, spumingin sé
hvort sé hægt að nýta hana og hvemig.
Vindar og hafstraumar gætu t.d.
framleitt rafmagn sem aftur byggi til
vetni:
„Grímsey er gamall gígtappi og það
mætti einnig skoða möguleika á jarð-
varmadælingu. Það er þama næg orka,
spumingin er um hagkvæmni og
möguleika á að nýta hana. Grímsey
hefur þá sérstöðu að öll orkan sem þar
er notuð er framleidd með olíu, þ.e.
innflutt orka sem er mjög mengandi.
Hún kostar til húshitunar og almennr-
ar notkunar um 17 miiljónir króna á
ári í 100 manna samfélagi. Verkefnið er
því ákveðin ögrun en einnig spennandi
að koma á sjálfbæru orkusamfélagi
norður við heimskautsbaug. Slíkt
mundi vekja alþjóðlega eftirtekt," segir
Hjálmar V. Ámason. -GG
Hjálmar V.
Arnason.
Var skipað að fjarlægja plastfilmur af rúðum í bíl sínum:
Tveggja daga
fangavist yfirvofandi
- sýkna í sams konar máli hefur engin áhrif, segir Þórður Njálsson
DV-MYND NJÖRÐUR
Tukthúsiö bíöur
Þóröur Njálsson fékk fyrirskipun um að fjariægja
plastfilmur af framrúöum í bíl sínum. Viö þaö er
hann ekki sáttur.
„Lögreglan stöðvaði mig í Breið-
holtinu en hún hafði tekið eftir að
ég er með plastfilmu á rúðum bíls-
ins. Mér var skipað að fjarlægja
filmumar því ólöglegt væri að hafa
þær í bílrúðum við framsæti. Ég
spurði hvers vegna þær væru ólög-
legar og þeir sögðu að ef bíllinn
lenti í vatni væri ekki hægt að
brjóta rúðumar til að komast út,“
segir Þórður Njálsson, íbúi í Þor-
lákshöfn.
Hann kveðst hafa spurt lögregl-
una hvernig væri með farþega í aft-
ursætum. Ætti það fólk að drukkna
vegna þess að þar má hafa filmur í
gluggum. „Þeir svöruðu því ekki og
ég benti þeim á að filmurnar væru
frekar öryggistæki. Ef rúðan brotn-
aði þá fengju farþegar ekki glerbrot-
in yfir sig og í sól og snjóbirtu veitti
filman vöm. Hún byrgir ekki útsýn
á nokkurn hátt,“ segir Þórður.
I kjölfar þess að hann var stöðv-
aður fékk hann sektarboð auk þess
sem lögregla setti endurskoðunar-
miða á bifreið hans vegna filmunn-
ar. „Skoðunarmaðurinn hló að
þessu enda bíllinn nýskoðaður án
athugasemda. Mér var hins vegar
bent á að samkvæmt reglugerð væri
þetta ekki löglegt og ábending var
sett í skoðunarvottorðið," segir
Þórður.
Hann kveðst áður hafa verið
stöðvaður við umferðareftirlit og þá
engar athugasemdir gerð-
ar. Þórður hefur enn ekki
greitt sektina. „Nú er búið
að hóta að setja mig inn i
tvo daga vegna þessa
máls. Ég hyggst ekki
borga þessa sekt. Einkum
vegna þess að maður, sem
var tekinn á Akranesi, fór
með sitt mál fyrir dóm.
Dómarinn úrskurðaði
manninn sýknan á þeim
forsendmn að plastfilman
byrgði ekki útsýni. Eftir
þennan úrskurð hafði ég
samband við lögregluna í
Reykjavík og óskaði eftir
að mitt mál yrði tekið til
baka á forsendum dóms-
ins. Þar fékk ég þau svör
að dómurinn á Skaganum
breytti engu í mínu máli,“
segir Þórður Njálsson sem
bíður þess nú að fara aust-
ur yfir Ölfusá á „Lítið
Hraun“, eins og hann orð-
ar það, til að afplána sekt
sína fyrir að hafa plast-
filmu á bílrúðum.
Hildur Briem hjá Lög-
reglustjóraembættinu í
Reykjavik sagði að emb-
ættið tjáöi sig ekki um einstök mál.
„Þeir sem fá sektarboð frá embætt-
inu er frjálst að koma mótmælum á
framfæri. Sektartilkynning er boð
um að ljúka máli með sátt, eins og
kemur fram á sektarmiðanum," seg-
ir Hildur Briem.
-NH/aþ
Sameinuð stofnun
Árni Þór Sigurðs-
son, formaður skipu-
lags- og byggingar-
nefndar Reykjavík-
urborgar, segir að
með sameiningu
embætta byggingar-
fulltrúa og Borgar-
skipulags muni
stofnunin heyra beint undir borgar-
stjóra. Afgreiðslu á tillögu meirihlut-
ans var frestað í fyrradag. - Frétta-
blaðið greindi frá.
Læknar semja
Meirihluti sjúkrahúslækna sam-
þykktu samning Læknafélags íslands
við ríkið í gærkvöld. Samningurinn
gildir til febrúarloka á næsta ári
vegna þess að verið er að endurskoða
uppbyggingu launa lækna.
Andstaða við inngöngu
Náttúruverndarsamtök um allan
heim hafa lýst yfir áhyggjum sínum
yfir væntanlegri inngöngu Islands inn
i Alþjóöa hvalveiðiráðið eftir tíu daga.
Áhyggjurnar beinast að því að ísland
mun ekki gangast undir ákvarðanir
sem teknar voru fyrir inngöngu ís-
lands í ráðið. - Stöð tvö greindi frá.
Samþykktu málefnasamning
Framsóknarflokkur og Skagafjarð-
arlisti samþykktu málefnasamning
um meirihlutasamstarf flokkanna í
sveitarstjórn Skagafjarðar I gærkvöld.
Samningur um löggæslu
Haraldur Johann-
essen ríkislögreglu-
stjóri, Vegagerðin og
lögreglustjóramir í
Reykjavik, Borgar-
nesi og á Akranesi
hafa undirritað
samning um að
vinna sameiginlega
að því að halda uppi öflugri löggæslu
á Vesturlandsvegi.
4,3 til Suðurlands
Samkvæmt samantekt Atvinnuþró-
unarsjóðs Suðurlands um fjárhagsleg-
an stuðning við sunnlenskt atvinnulíf
á áranum 1996-2000 kemur í ljós að
AÞS, Byggðastofnun og fleiri stofnan-
ir hafa veitt landshlutanum styrki og
lán fyrir rúmlega 4,3 milljarða króna
á núvirði.
Starfsmönnum fjölgað
Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir
að í ljósi umræðu um flugöryggi á síð-
asta ári og í ljósi tilmæla samgöngu-
ráðherra verði nýtt skipulag og aukið
eftirlit með flugumferð milli lands og
Eyja um komandi verslunarmanna-
helgi. - Mbl. 'greindi frá.
Þorskstofninn að hrynja
Einar Júlíusson, dósent við Sjávar-
útvegsdeild Háskólans á Akureyri,
segir að Hafrannsóknarstofnun ofmeti
þorskstofninn. Hann segir að stofninn
sé að hruni kominn. - RÚV greindi
frá.
Nýjar íslenskar kartöflur
Fyrstu íslensku kartöflunar á þessu
sumri komu í verslanir Hagkaups á
höfuðborgarsvæöinu I dag. Magnið er
takmarkað til að byrja með og aðeins
um 1 tonn kemur í fyrstu frá Sóleyjar-
bakka i Hrunamannahreppi og mun
kílóið kosta 349 krónur.
Óánægja með naglaskatt
Sigurður Helgason
hjá Umferðarráði tel-
ur að það sé ekki far-
sælt að setja skatt á
nagladekk til að
minnka notkun
þeirra í umferðinni
eins og borgin
áformar. Hugmyndin
geti verið aðför að umferðaröryggi
líkt og að setja aukaskatt á bílbelti.
-HKr