Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Blaðsíða 8
Viðskipti______________________________________________
Umsjón: Viðskiptablaðið
Heimslistinn var til umræðu á Hlutabréfarabbi íslandsbanka og DV:
Yfirburða markaðsstaða
og sterkt vörumerki
- forsenda þess að fyrirtæki teljist frábært, segir Friðrik Magnússon
DV-MYND BRINK
Fjárfestar þurfa að finna sér aðferð sem hentar
„ Yfirleitt gefa hlutabréf vel af sér ef þeim er haldiö í mörg ár. Þaö getur veriö erfitt aö horfa upp á iækkanir og margir gef-
ast þá upp, sem oftast er röng ákvöröun, “ sagöi Friörik Magnússon á Hlutabréfarabbi íslandsbanka og DV í gærkvöld.
Hlutabréfarabb íslandsbanka -
Eignastýringar og DV fór fram í þriðja
sinn í gærkvöld. Friðrik Magnússon,
deildarstjóri Eignastýringar, hélt er-
indi sem hann kallaði Heimslistann -
nokkur fyrirtæki á fínu verði. Friðrik
Qallaði meðal annars um hvaö það er
sem gerir fyrirtæki frábært og rakti
muninn á frábærum fyrirtækjum og
öðrum fyrirtækjum.
„Skoðun fjárfesta á því hvað telst
vera frábært fyrirtæki er misjöfn.
Hinn frægi fjármálamaður, Warren
Buffet, segir að frábært fyrirtæki sé
það fyrirtæki sem heldur áfram að
vera frábært fyrirtæki næstu 25 tO 30
árin. Skilgreining hans er sú að frá-
bært fyrirtæki sé félag með yfirburða
markaðsstöðu, og sem er með það
sterkt vörumerki að erfitt sé að líkja
eftir því. Félagið þarf að hafa sterka
stöðu sem er ólíklegt að breytist i ná-
inni framtíð. Fyrirtæki í þeirri stöðu
hlýtur að vera frábært og ef hagnaður
fyrirtækisins vex ár frá ári ætti það að
vera góður fjárfestingarkostur.
Jim Huguet, sem skrifaði bókina
Great companies - Great returns, skil-
greinir frábært fyrirtæki sem það fé-
lag sem hann vOdi kaupa núna og eiga
til eilífðar. Þannig má segja að munur-
inn á frábæru fyrirtæki og öðrum
felist í því að þú vOt eiga hlutabréfið
tO eilífðar í því fyrrnefnda," segir
Friðrik.
Er þetta þá ekki spurning um fjár-
festingaraðferð eóa stíl sem hver og
einn þarf að velja?
„Buffet og Huguet eru dæmigerðir
langtímafjárfestar sem kaupa fyrir-
tæki en ekki hlutabréf. Þeir kaupa til
þess að eiga og selja ekki þó svo verð-
ið hækki verulega. Fólk verður að
gera sér grein fyrir því hvaða fjárfest-
ingaraðferð hentar þvi best eða er
skynsamleg. Yfirleitt gefa hlutabréf
vel af sér ef þeim er haldið í mörg ár.
Það getur veriö erfitt að horfa upp á
lækkanir og margir gefast þá upp, en
það er yfirleitt rangt að gera.“
Er ekki erfitt aó finna svo frábœrt
fyrirtœki sem er þess virði að eiga til
margra ára?
„Það krefst vinnu og aftur vinnu að
greina fyrirtæki til að fjárfesta í. Þeg-
ar velja á nokkur fyrirtæki er hægt að
setja upp ákveðin skOyrði varðandi
rekstur, stjómun, þjónustu og margt
fleira. Menn geta samt aldrei verið ör-
uggir með það sem þeir velja því um-
hverfí fyrirtækisins eða stjórnun get-
ur tekið breytingum."
Hver eru bestu fyrirtœkin aö þínu
mati og er óhœtt að kaupa í þeim
núna?
„Fyrirtæki sem að minu mati eru
alveg frábær eru meðal annars Pfizer
(PFE), General Electric (GE), Johnson
& Johnson (JNJ), International
Business Machine (IBM), Sun
Microsystems (SUNW), Citigroup (C).
ÖO þessi fyrirtæki eru á ágætu verði
núna, að mínu mati em þau rétt verð-
lögð, hvorki of hátt eða allt of lágt met-
in.“
Hverjar eru horfurnar í Bandaríkj-
unum og er skynsamlegt að fjárfesta
núna?
„Bandaríkjamarkaður hefur átt
erfitt uppdráttar frá því á síðasta ári.
Fjárfestingar fyrirtækja eru í lág-
marki, það hægir á hagvexti og dregur
úr hagnaði fyrirtækja. Af þessum sök-
um hefur bandaríski seðlabankinn
lækkað vexti sex sinnum, samtals um
2.75%, - þannig að þeir eru 3.75% um
þessar mundir. Vonir standa tO að
bandarískt efnahagslíf taki við sér
undir lok ársins og þar sem hluta-
bréfaverð byggist á væntingum ætti
verðiö að hækka tveimur tO þremur
mánuðum síðar. í þessu ljósi ætti að
vera góður tími tO að fjárfesta á næstu
vikum og mánuðum," segir Friðrik
Magnússon, deildarstjóri Eignastýr-
ingar. -aþ
Hlutabréfamarkaöurinn:
Ekki að vænta snöggs viðsnúnings
Bók vikunnar:
Grundvallaratriði virðisfjárfestinga
Greining íslandsbanka segir að
markaðsaðstæður á hlutabréfamarkaði
hafi verið erfiðar það sem af er ári og
að mati Greiningar ISB er ekki að
vænta snöggs viðsnúnings í flæði inn á
hlutabréfamarkað á næstu mánuðum.
í Morgunkomi íslandsbanka í gær
segir Greining íslandsbanka að eftir
miklar lækkanir á hlutabréfaverði sé
það mat Greiningar að mörg kauptæki-
færi sé að finna á innlendum hluta-
bréfamarkaði samkvæmt hefðbundn-
um verðmatsmælikvörðum. Bent er á
að hátt vaxtastig er nú þegar almennt
innifalið í gengi á markaði. TO viðbót-
ar sé í mörgum tOvOcum innifalið auk-
ið áhættuálag vegna þeirrar óvissu
sem ríkir um framvindu í efnahags-
málum hér á landi á næstu mánuðum.
„Fari svo að spár gangi eftir um að
verðbólga faOi tOtölulega hratt á næsta
ári, að minnkandi viðskiptahaOi dragi
úr þrýstingi á krónuna og að sæmOeg-
ur friður haldist á vinnumarkaði, að
ekki sé minnst á hugsanlegar skatta-
lækkanir á fyrirtæki og erlendar fjár-
NÝ NÁM
/'www.ttsi.is
TÖLVUTÆKNISKÓLI
ÍSLANDS
festingar muni aukast á næstunni, ætti
það almennt að segja til sín í hluta-
bréfaverði," segir í Morgunkomi ís-
landsbanka. Aö mati Gremingar ís-
landsbanka er þess að vænta að línur
taki að skýrast betur varðandi framan-
greinda þætti undir lok árs eða í byrj-
un þess næsta.
Þrátt fyrir þetta telur Greining ís-
landsbanka ekki að búast megi við
snöggum viðsnúningi á hlutabréfa-
markaðinum. Bent er á að kaup enda-
fjárfesta hafa dregist saman frá fyrra
ári, t.d. hafa nettó kaup lifeyrissjóða á
innlendum hlutabréfum dregist saman
og þá hafa verðbréfasjóðir verið að
minnka mjög stöður sínar í innlendum
hlutabréfum. í öðm lagi má búast við
að margir fjárfestar em í biðstöðu,
m.a. vegna fyrirhugaðra útboða og
einkavæðingar á Landssímanum og
Landsbankanum. í þriðja lagi setur
minnkað aðgengi að lánsfjármagni,
hátt vaxtastig, mikO verðbólga og
þrýstingur á gengi krónunnar fjárfest-
um skorður í fjármögnun.
Næsta Hluta-
bréfarabb
Næstkomandi
flmmtudagskvöld, 19.
júlí, mun Sigurður B.
Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri íslands-
banka - Eignastýringar,
fjalla um „stööutöku“ - tOraun til að
hagnast um 30 til 100% á hverju ári.
Sem fyrr fer Hlutabréfarabbið fram
í Garðheimum í Mjódd, hefst klukkan
20 og aOir em velkomnir.
Bók vikunnar að
mati Hluta-
bréfarabbs íslands-
banka og DV er
Value Investing:
From Graham to
Buffett and Beyond
eftir Bruce C. N.
Greenwald (rit-
stjóra), Michael
Van Biema, Paul D. Sonkin og Judd
Kahn. Greenwald þykir einn af leið-
andi höfundum um virðisfjárfestingar
í hlutabréfum. í bókinni er fjaOað um
grundvaUaratriði virðisfjárfestinga,
einu fjárfestingaraðferðarinnar sem
hefur sannað sig stöðugt yfir langt
tímabil. Einnig er í bókinni farið yfir
ferU og aðferðir Warren Buffet, Mich-
ael Price, Mario GabeUi og fleiri ár-
angursríka viröisfjárfesta. Bókin fæst
á Amazon.com.
Hlutabréfaleikur
íslandsbanka og DV
Hiutabréfaleikur íslandsbanka og DV fer fram á hverjum
föstudegi fram til 3. ágúst nk. Svara þarf einni spurningu í
hvert sinn og tengist hún því umræðuefni sem var á
Hlutabréfarabbinu kvöldið áður.
Safna þarf saman a.m.k þremur af svörunum og senda til DV
í umslagi merktu „DV - Hlutabréfaleikur - Þverholti 11 - 105
Reykjavík“.
Þrír heppnir þátttakendur verða dregnir út þann 9. ágúst og
fær hver um sig 20 þúsund króna inneign í Astra-heimssafninu
sem fjárfestir í alþjóðlegum hlutabréfum og hefur skilað 16,8%
ávöxtun sl. 12 mánuði.
Hvað er arðsemi eigin fjár?
a. □ Ávöxtun á það fé sem fjárfest er í hlutabréfum
b. □ Ávöxtun á það fé sem bundið er í fyrirtæki
C. □ Ávöxtun eigin hlutabréfa sem fyrirtækið á
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001
I>V
B
mm
■llI
HEILDARVIÐSKIPTI 2.118 m.kr.
Hlutabréf 327 m. kr.
Ríkisvíxlar 577 m. kr.
MEST VIÐSKIPTI
0 Olíufélagið 108 m. kr.
: Flugleiðir 81 m. kr.
} íslandsbanki 31 m. kr.
MESTA HÆKKUN
I O Sjóvá-Almennar 2,3 %
: O Búnaðarbanki 2,3 %
: ©Íslandssími 1,8 %
; MESTA LÆKKUN
: O Líftæknisjóöurinn 16,7 %
©Opin kerfi 6,1%
©Alþýðubankinn 5,2 %
ÚRVALSVÍSITALAN 1.048 stig
- Breyting O 0,3 % I
Frábær fyrirtæki
Félag með yfirburða markaðsstöðu
og sterkt vörumerki hefur aOa burði
til að teljast „frábært fyrirtæki."
Staða þess verður að vera sterk og litl-
ar líkur á breytingum í náinni fram-
tíð. Þannig skilgreinir Warren Buffet
hugtakið „frábært fyrirtæki."
Tólf skilyrði
Bandaríski
ráðgjafinn Jim
Huguet þróaði
sína eigin fjár-
festingarað-
ferð. Hún felst í
að íjárfesta í
þeim fyrirtækj-
um sem best
eru rekin í
Bandarikjunum. Samkvæmt aðferð
Huguets verður fyrirtækið að uppfyOa
tólf fyrirfram sett skilyrði. Þau eru
eftirfarandi; fyrirtækið verður að
vera hátt skrifað meðal sérfræðinga í
stjórnun, höfuðstöðvar verða að vera í
Bandaríkjunum, það þarf að vera
skráð á markaði, markaðsvirði 15
miOjarðar doUara, það þarf að vera 50
ára gamalt, starfa á ótrúlegum mark-
aði, vera verndað fyrirtæki þar sem
fólk er verðmætasta auðlind fyrirtæk-
isins, það þarf að búa yfir hágæða
stjórnun, skOa frábærri ávöxtun, 40%
tekna/hagnaðar eru á alþjóðlegum
mörkuðum og að endingu þarf fyrir-
tækið að líta á breytingar sem tæki-
færi.
Fyrirtæki á góðu verði
Fyrirtækið Pfizer er dæmi um frá-
bært fyrirtæki á góðu verði. Fyrirtæk-
ið var stofnað árið 1849 í Brooklyn,
New York. Hjá Pfizer er mest úrvaí
lyfja í heiminum. HeOdartekjur árið
2000 námu tæplega 30 miUjörðum doU-
ara. Fyrirtækið hefur verið mjög vel
rekið í rúman áratug, tekjur og hagn-
aður hafa aukist með hverju árinu.
Arðsemi hefur verið há, 25% að með-
altali, síðastliðin 13 ár. Hagnaður á
síðasta ári var 3.7 miUjarðar dala og
jókst hagnaður á hlut um 24%, sem er
með þvi hæsta þegar stærri lyfjafyrir-
tæki eru annars vegar.
Önnur frábær fyrirtæki á ágætu
verði eru General Electric (GE), John-
son & Johnson (JNJ) , International
Business Machine (IBM), Sun
Microsystems (SUNW), Citigroup (C),
Microsoft (MSFT), Eli LiUy and
Company (LLY) og American Express
(AXP).
13.07.2001 kl. 9.15
KAUP SALA
B^lpoHar 102,460 102,990
EaislPund 143,670 144,400
l*IÍKan. dollar 66,740 67,150
i ~ Dónsk kr. 11,7430 11,8070
btdNorskkr 10,9870 11,0480
fiuSsænsk kr. 9,4630 9,5160
HHfI. mark 14,6960 14,7843
1 S'Fra. franki 13,3208 13,4008
| Bolg. franki 2,1661 2,1791
KS Svlss. frankl 57,7500 58,0700
EShoII. gyllini 39,6507 39,8890
™Þýskt mark 44,6760 44,9444
M llt líra 0,04513 0,04540
' V Aust. sch. 6,3501 6,3882
1 'Port. escudo 0,4358 0,4385
Q. Jspá. peseti 0,5252 0,5283
| 9 Jjap. yen 0,82540 0,83030
M " 'i' lírskt pund 110,948 111,614
SDR 127,9000 128,6600
^ECU 87,3786 87,9037