Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Síða 9
9
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001
I>V
Fréttir
Garðshorn:
Hryllingsmyndatré, eldrunni
og sorglegur sýprus
Helga Hauksdóttir garðyrkju-
fræðingur heldur áfran í þessum
pistli að fylgja köllun sinni og fræða
garðeigendur og áhugamenn um
gróður um skemmtilegar og spenn-
andi trjáplöntur.
Krullaöar greinar og blöð
Tröllahesli (Corylus avellana
‘Contorta’) er skrýtinn og skemmti-
legur runni. Sérkenni hans eru
krullaðar greinar og blöð. Á sumrin
er hann mjög sérkennilegur, grófur
og hálfdraugaiegur útlits. Dökk-
græn blöðin vindast upp og að hluta
utan um greinarnar. Til þess að
tröllahesli njóti sín sem best er upp-
lagt að planta sumarblómum i öll-
um regnbogans litum í kringum
hann eða plöntum með fmlegu lautl,
grá- eða rauðleitu, sem draga fram
sérkenni hans. Eftir lauífall er hann
jafnvel enn skemmtilegri útlits því
þá nýtur lögun greinanna sín best.
Margir kannast eflaust við
skringilegar brúnar greinar sem
minna á tappatogara og eru stund-
um i blómaskreytingum eða fylgja
með afskornum blómum. Það eru
greinar tröllaheslisins. Tröllaheslið
er fallegast á vorin þegar gulbrúnir
blómreklar skreyta greinarnar og
gefa þeim flnlegt yfirbragð.
Afbrigðið Contorta er mjög fal-
legt. Það er marggreinótt og fæst
bæði sem runni eða ágrætt á stofn.
Reynslan sýnir að tröllahesli get-
ur lifað við suðurvegg en það vex
hægt. Best er að rækta það í garð-
skála eða óupphituðu gróðurhúsi.
Einnig má nýta grein og grein i
skreytingar eftir því sem plantan
vex. Tröllaheslið þarf næringarrík-
an jarðveg og er skuggþolið.
Þarf sólríkan stað
Þyrnieldrunni (Chaenomeles
Þyrnieldrunni
Dafnar best á sótríkum staö og
blómstrar rauö á vorin.
Tröllahersli
Sérkenni hans eru kruiiaöar greinar
og biöö.
japonica) er litli bróðir stóra
eldrunna (Chaenomeles speciosa)
sem stundum er einfaldlega kallað-
ur eldrunni.
Stóri bróðir er skálaplanta hér á
landi en sá litli er villt tegund og
væntanlega harðgerðari. Þyrni-
eldrunninn verður ekki nema um
einn metri á hæð. Snemma á vorin
ber hann falleg rauð blóm sem eru
um 2,5 cm í þvermál. Erlendis ber
hann ávöxt sem likist peru í útliti
en er harður og súr á bragðið.
Ávöxturinn er ekki vinsæll til átu,
hann þykir fallegur og ágætur í
sultu.
Til að þyrnieldrunni dafni vel
þarf hann sólríkan stað og hann get-
Alaskasýprus
Smágreinarnar hanga lóörétt frá grein-
unum og toppurinn slútir til hliöar.
Svínasnitsel á margs konar verði:
Munar 800 kr. á kílói
Kona nokkur benti DV á
sérkennilegan verðmun á
svínasnitseli. Hún
hafði keypt þrjár
pakkningar, allar
frá sama framleið-
andanum en á mjög
mismunandi kíló-
verði, eða kr. 999,
1.299 og 1.799. Þó voru
tvær þeirra keyptar
samtímis í sömu versl-
uninni.
Allt frá Ferskum
kjötvörum
Svínasnitselið, sem um
ræðir, er allt framleitt af
Ferskum kjötvörum. Sam-
kvæmt innihaldslýsingu á
pökkunum er það allt 1.
flokkur úr læri. Ein pakkn-
ingin er merkt Góðum
kaupum. Hún er keypt í 10-
11 í Stykkishólmi. Pökkun-
ardagurinn er 2. júlí og
kílóverðið 999 krónur.
Tvær pakkninganna eru merktar
Óðals og þær eru báðar keyptar í
Bónus, Hafnarfirði, þann 6. júli.
Pökkunardagur annarrar er 3. júlí
Þrennskonar kílóverö á samskonar kjöti
Tveir eru úr Bónus, einn úr 10-11 í Stykkishólmi.
og kílóverðið á henni er 1.799. Hinni
er pakkað þann 6. júlí og kílóverðið
er 1.299. Þess ber að geta að á kjöt-
inu i Bónus er veittur 10% afsláttur
við kassann.
Það eldra dýr-
ara en
það ferskara
Þetta er ótrúleg-
ur verðmunur á
sams konar vöru.
Fyrir utan það er
þrennt sem vekur
athygli. í fyrsta
lagi að tvær pakkn-
inganna skuli fást
i á sama stað á
S sama tíma með
fjögur hundruð
króna verðmuni á
kilói. í öðru lagi
að kjötið sem er
nær því að komast
á síðasta neyslu-
dag (7. júlí - dag-
inn eftir að kaupin
eru gerð) skuli
vera dýrara en
það ferskara. í
þriðja lagi er það
þónokkuð merkilegt að ódýrasta
kjötið skuli vera utan af landi, þar
sem verðlag er yfirleitt óhagstæðara
en i stórborginni. -Gun
Anægður með sykur-
lausan mjólkurmat
Ungur Isfirðingur hafði samband
við neytendasíðu DV. Hann þjáist af
sykursýki og vildi koma því á fram-
færi hversu ánægður hann væri
með framleiðslu Mjólkursamsöl-
unnar á sykurlausum mjólkurmat,
svo sem jógúrti með kíví, skyr.is
með vaniúu og AB-mjólk. „Þetta er
meiri háttar vara og mér finnst fyr-
irtækið eiga hrós skilið fyrir þessa
vöru.
Það er ekki alltaf létt fyrir okkur
sykursjúka að finna matvæli við
okkar hæfl og því fögnum við
hverri nýrri tegund sem framleidd
er án sykurs," sagði hann.
ur verið skemmtileg viðbót við
garðaflóruna, fyrir þá sem hafa
gaman af að gera tilraunir.
Eins og handleggir á balierínu
Alaskasýprus (Chamaecyparis
nootkatensis „Pendula") er svipmik-
ið tré. Hann er sígrænn eins og ann-
ar sýprusviður. Greinarnar eru
bogalaga, greinaendarnir vísa fyrst
upp en síðan niður eins og hand-
leggir á ballerínu. Smágreinarnar
hanga lóðrétt frá greinunum og
toppurinn slútir til hliðar. Þetta gef-
ur trénu glæsilegt útlit en sérkenni-
lega sorglegt yfirbragð sem nýtur
sín best eftir því sem tréð verður
stærra. Ekki er vitað hversu hátt
Alaskasýprus getur orðið hér á
landi en samkvæmt fagbókum eru
þessi tré á nokkrum stöðum á land-
inu. Erlendis er tréð hægvaxta en
verður stórt með tímanum.
Alaskasýprus þarf besta staðinn i
norðurhluta garðsins eða skjólgóðan
stað í skugga og vetrarskýlingu að
minnsta kosti fyrstu árin. Hann þarf
næringarríkan og djúpan jarðveg.
Næst honum skal planta lágvöxnum
gróðri þvi Alaskasýprus fer best að
tróna yfir aðrar plöntur. -Kip
I einum grænum
Þeir sem búa svo vel að eiga
rabarbara í garðinum eða frystinum
geta búið til frábæran eftirrétt í ein-
um grænum hvelli. Rétturinn heitir
einmitt í einum grænum og er ætl-
aður fyrir 3-10 manns.
200 gr smjör, brætt
11/2 kg rabarbari í bitum
1 bolli sykur
1/4 bolli hveiti
3 bollar ókrydduð brauðmylsna
Hitið ofninn í 200° C. Blandið sam-
an hveiti og sykri. Penslið botninn á
eldfóstu móti með bræddu smjöri.
Stráið úr einum bolla af brauð-
mylsnu yfir, þá 1/2 bolla af sykur-
blöndu og svo helmingnum af rabar-
baranum. Stráið siðan aftur einum
bolla af brauðmylsnu yfir, örlitlu
smjöri, þá sykurblöndu og því sem
eftir er af rabarbaranum. Stráið af-
gangi brauðmylsnunnar yfir og loks
sykurblöndu. Dreifið smjörinu sem
eftir er ofan á. Bakið neðarlega í ofn-
inum í um það bil 45 mínútur.
Kælið. Berið fram volgt með þeyttum
rjóma og eða ís. Ef notaður er rabar-
bari sem hefur frosið má nota
vökvann með rabarbaranum.
Heimild: Rabarbari
Útg. Osta og smjörsalan
3ja DYRA
HÁnOGLÁGT DRIF
Meðaleyðsla 8,01
2.080.000,-
Húsbréf
Innlausn
húsbréfa
Frá og með 15. júlí 2001 hefst innlausn
á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1991
3. flokki 1991
1. flokki 1992
2. flokki 1992
1. flokki 1993
3. flokki 1993
1. flokki 1994
1. flokki 1995
1. flokki 1996
2. flokki 1996
3. flokki 1996
38. útdráttur
35. útdráttur
34. útdráttur
33. útdráttur
29. útdráttur
27. útdráttur
26. útdráttur
23. útdráttur
20. útdráttur
20. útdráttur
20. útdráttur
Innlausnarverðió er að finna i Morgunblaðinu
föstudaginn 13. júlí.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúóalánasjóði, i bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og Liggja þar einnig
frammi uppLýsingar um útdregin húsbréf.
íbúðalánasjóður
Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800