Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Side 11
11
FÖSTUDAGUR 13. JÚLt 2001_____________________________________________________________________________________________
py__________________^ Útlönd
Munu líklega brjóta ABM-samninginn innan mánaða:
Bandaríkjamenn flýta
Samkvæmt minnisblaði sem ut-
anríkisráðuneyti Bandaríkjanna
sendi til sendiráða úti um allan
heim munu Bandaríkin brjóta
ABM-samninginn innan mánaða,
ekki margra ára. ABM-samningur-
inn var gerður við Sovétmenn árið
1972 og leggur hann blátt bann við
þróun eldflaugavarnakerfis.
Aðstoðarvarnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, Paul Wolfowitz,
sagði vopnasölunefnd Öldunga-
deildar þingsins í gær að Pentagon
hygðist hefja byggingu eldflauga-
varna á nokkrum stöðum í apríl
næstkomandi. í upphafi verða gerð-
ar þar tilraunir en reiknað er með
að starfsemi eldflaugavarnakerfis
fylgi þar í kjölfarið. Að sögn Wol-
fowitz verður einungis tímaspurs-
mál hvenær þróun tilraunanna leið-
ir til áreksturs við takmarkanir og
bönn ABM-samningsins. „Slíkur at-
burður mun líklega verða Innan
mánaða, ekki ára,“ segir hann.
Bush mælir fyrir eldflaugavörnum
George Walker Bush Bandaríkjaforseti talar fyrir eldflaugavarnakerfi. Stjórn
hans ætlar aö hraöa þróun kerfisins. ABM-samningurinn verður ekki látinn
standa í vegi fyrir því.
Hershöfðinginn Ronald Kadish, yf-
irmaður eldflaugavarnadeildar her-
málaráðuneytisins Pentagons, hefur
lagt tii að eldflaugavarnatilraunir
muni í upphafi fara fram í Alaska.
Hann segir að þar geti frá upphafl
verið staðsettar 10 gagneldflaugar.
Talið er að Bandaríkjamenn muni
reyna að fá einhvers konar sam-
þykkt Rússa við tiiraununum. Don-
ald Rumsfeld varnarmálaráðherra
sagði fréttamönnum á miðvikudag
að þeir myndu „setjast niður með
Rússunum á skynsamlegan og fag-
mannlegan hátt“. Þá bætti hann því
við að Bandaríkin ætluðu sér ekki
að brjóta ABM-samninginn. Það
stangast hins vegar á við minnis-
blöðin sem send voru tU sendiráða
Bandaríkjanna úti um allan heim í
gær. Tilraunir með leysigeisla á lofti
sem gætu skotið niður eldflaugar
gætu hafist árið 2003. Varnir á jörðu
niðri gætu verið tilbúnar 2004, segir
í minnisblaðinu.
lain Duncan Smlth
Er óvænt meö næstmest fylgi, á
undan Kenneth Clarke.
Portillo enn
efstur
Michael Portillo fékk flest at-
kvæði í endurtekinni fyrstu umferð
í leiðtogavali íhaldsflokksins
breska. Endurtaka varð fyrstu um-
ferðina þar sem tveir neðstu fram-
bjóðendurnir voru jafnir að atkvæð-
um. Neðsti frambjóðandinn dettur
út í hverri umferð. Michael Ancram
varð í gær að bíta í það súra epli að
detta út. Hann bar sig vel og sagðist
frekar hafa viljað berjast og tapa en
að berjast ekki.
Á eftir PortiUo kom Iain Duncan
Smith sem óvænt hefur náð næst-
mestu fylgi á undan Evrópusinnan-
um Kenneth Clarke. Bilið miUi
þeirra og PortiUo minnkaði í um-
ferðinni í gær. Næsta umferð er í
næstu viku og er talið nokkuð ör-
uggt að þá muni David Davis detta
út. Frambjóðendurnir eru nú upp-
teknir við að krækja í atkvæði
Ancrams fyrir næstu umferð.
Vetur á suðurhveli
Nýsjálenski fjárhiröirinn Michael Nicholl rekur hér hóp af nýsjáienskum rollum yfir freöna nýsjátenska jörö í Cardrona-
dalnum á Suðureyju nú í vikunni. Á meöan íslendingar nýta hvern einasta sólargeisla sem býöst þessa dagana þá
hefur rakt loft og frosthörkur undanfarna daga þakið gróöur meö nýútsprungnum frostrósum á Nýja-Sjálandi.
Vetur konungur ræöur nú ríkjum á suöurhveli jaröar og hefur hitastig á Nýja-Sjálandi náö allt niöur í -8 gráöur á
Celsíus undanfarna daga.
Gary Condlt
Barnaöi lærlinginn. Ekki opinberiega
grunaöur af lögreglu um hvarf hans.
Lærlingurinn var
með barni
Rannsakendur í máli týnda lær-
lingsins Chöndru Levy hafa upplýs-
ingar um að hún hafi verið ólétt
þegar hún hvarf. Faðirinn var þing-
maöurinn Gary Condit.
Lögreglan hefur upplýsingamar
frá félögum Levy. Hún var lærling-
ur Condits áður en hún hvarf þann
30. apríl síðastliðinn. Condit hefur
viðurkennt að hafa átt i ástarsam-
bandi við hana. Umfangsmikil leit
varð gerð í yfirgefnum byggingum í
næsta nágrenni við heimili Levy í
gær. Lögreglan fór með hunda sem
þefnæmir eru fyrir líkum. Þá rann-
sakaði lögreglan gögn úr húsleit
sem gerð var á heimili þingmanns-
ins. Einn blóðdropi fannst í baðher-
berginu, ekki er vitað hvers. Lög-
regla segir Condit þingmann ekki
grunaðan í málinu.
Vopnahlé heldur
Þessir tveir makedónsku drengir
feröast áhyggjulausir í sumarsólinni.
Friðarviðræður
í gang á ný
Sérlegur sendifulltrúi Evrópu-
sambandsins í málefnum Makedón-
íu, Francois Leotard, sagði að skrið-
ur væri kominn á viöræður póli-
tiskra fulltrúa minnihluta Albana
og fulltrúa meirihluta Slava í
Makedóníu. Viðræðurnar hafa ver-
ið fastar undanfama daga vegna óá-
sættanlegra krafna Albana um
breytingar á stjómarskrá landsins
til að rétta hlut þeirra í landinu.
Miðlunartillaga Leotard og James
Pardew, sendifulltrúa Bandaríkj-
anna, virðist hafa brúað bilið milli
deiluaðila að einhverju leyti.
Vopnahlé sem sett var á seinustu
viku heldur enn. Þó fréttist af ein-
hverjum skærum milli Makedóníu-
hers og albanskra skæruliða í nótt.
Einn makedónskur hermaður
særðist í skærunum.
Sverðmaður
skotinn til bana
Skytta í lögreglunni í Liverpool,
Englandi, skaut í gærkvöldi mann
til bana eftir að hann hafði gengið
berserksgang veifandi sverði í fjöl-
förnu hverfi í borginni.
Meira en þrjátíu lögreglumenn
vom kallaðir til að stöðva mann-
inni, sem samkvæmt fréttum var
íklæddur náttfötum og var æstur og
líklegur til að beita ofbeldi. Eftir að
hafa reynt að tala manninn til var
reynt aö afvopna hann með því að
t j r tl (i . . ■ i i í j i
beita einhvers konar piparúða, án
árangurs.
Lögregla sá þann kost vænstan að
gera manninn, sem var á fertugs-
aldri, óvirkan með byssukúlu. Hann
var siðar úrskurðaður látinn við
komu á spítala. Lögregla yfirheyrði
fólk í nágrenninu eftir atburðinn.
Samkvæmt talsmanni lögreglunnar
í Liverpool er þetta í fyrsta skipti
sem hún fellir sakamann með
byssuskoti.
.i i n jíisfc 't ujjl i liii í:j
'itmn
pub ■ shmmtistaður
Skemmtistaður Akureyri
Stjörnudansleikur
laugardagskvöld
Hljómsveitin BSG
Björgvin Halldórs
Sigríður Beinteins
Gretar Örvars
Kristján Gretar
Kristinn Svavars
t';