Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Page 20
24
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001
Tilvera DV
Skilia sátt
Julia Roberts ræddi í fyrsta skipti
opinberlega ura sambandsslit sín og
Benjamin Bratt í þætti David Letter-
man nú í vikunni.
Á meðal þess sem hún hafði að
segja er að þvert á þaö sem slúður-
blöðin hafa haldið fram þá hafi sam-
bandsslitin farið fram í mesta bróð-
emi. Hún bætti við að hún og Bratt
séu góðir vinir í dag.
Vangaveltur um ástæður fyrir þess-
um óvæntu endalokum hafa verið
ýmsar. Bratt á að hafa gefist upp á að
lokka Roberts að altarinu, þau hafi
verið of upptekin af vinnunni og að
Julia hafi verið að dúllast með George
Clooney. Allt er þetta víðs fjarri raun-
veruleikanum, segir Julia.
Alvöru hetja
Leikarinn góðkunni, Harrison
Ford, sýndi þaö í vikunni að hann er
ekki bara fær um að drýgja hetjudáö-
ir á hvíta tjaldinu. Síðastliðinn þriðju-
dag tók hann þátt í leit að 13 ára göml-
um skáta sem villst hafði í útilegu í
Yellow Stone þjóðgarðinum í Banda-
rikjunum.
Eftir að drengurinn hafði verið
týndur í eina rigninganótt í stutt-
ermabol, stuttbuxum og sandölum fór
björgunarlið til leitar. Ford kom með
eigin þyrlu og sveimaði yfir svæðinu
sem leitað var á. Þegar drengurinn
fannst kom þyrlan hans Ford að góð-
um notum þar sem hún var notuð til
að flytja strákinn.
Destiny’s
barbídúkkur
Nú eru í burðarliönum áætlanir
um að fara að klóna stúlkurnar úr
_ gellusveitinni Destiny’s Child. Ekki er
~um raunverulega klónun að ræða
heldur einungis afsteypur úr plasti,
s.s. Destiny’s barbídúkkur. Hægt
verður að fá alls kyns aukahluti,
þ.á.m. kjólana glæsilegu sem þær
klæddust á Grammy-verðlaunahátíð-
inni í ár.
Annars eru þær stöllurnar í raun-
. veruleikanum aðtaka upp lög fyrir
jóladisk sem kemur út í nóvember.
Þær ætla einnig að taka þátt í jóla-
þætti NBC-sjónvarpstöðvarinnar.
Herratískan 2002:
Ermalaust, klassískt
og jafnvel gegnsætt
Röndóttar skyrtur, rauðir ermalausir bolir, leður-
jakkar og jafnvel hálsmen eru meöal þess sem verð-
ur i tisku næsta sumar fyrir karlmennina. Tísku-
hús á borð við Christan Dior, Kenzo og Paul &
Joe kynntu herralínur sínar með glæsilegum
tískusýningum í París um síðustu mánaða-
mót og þar mátti sjá margs konar strauma
og stefnur. Fatahönnuöimir sem áttu heið-
urinn af fatnaðinum sem sýndur var að
þessu sinni komu víðs vegar að, til að
mynda frá Japan, Belgíu, Danmörku,
Bretlandi og auðvitað heimalandinu,
Frakklandi.
Fjölbreytni var allsráðandi eins og svo
oft áður og það þarf því enginn að óttast um að finna
ekkert til að vera í næsta sumar. Skyrturnar voru í
alla vega litum og sniðum, til dæmis röndótt-
ar, gegnsæjar, ermalausar og fagurlega
skreyttar með fuglamynstrum. Jakkaföt-
in og leðurjakkinn eru alltaf klassísk og
það eina sem breytist eru litimir og
sniðin. Einnig mátti sjá ýmiss konar
fylgihluti fyrir herramennina eins húf-
ur, belti og hálsmen. Hér á síðunni gef-
ur að líta nokkur sýnishom af vor- og
sumartískunni fyrir karlmennina 2002.
-MA
Glæsilegur herrafatnaður
Herrafatnaðurinn frá breska
hönnuöinum Oswald
Boateng varglæsi
legur eins og
|nr | \ sést á þess-
ari mynd.
Svart og klassiskt
Jakkafötin eru alltaf klassísk, og hjá
hinum japanska Masatomo eru þau
svört meö bleikri tölu.
&
7
- §
Hermannablær
Fatnaöur Sophie
Albou haföi yfir sér
hermannablæ og
kannski aö ein-
hverjir hermenn
fari aö ráöi hennar
og breyti til frá hin-
um heföbunda her-
mannafatnaöi.
Leöurog
belti í stíl
Leöurjakkar
eru alltaf vin-
sælir hjá karl-
mönnunum og
næsta sumar
er um aö gera
aö fá sér fallegt
belti í stíl.
Gegnsæjar skyrtur
Fatahönnuöurinn Hedi Slimane var
fulltrúi Christan Dior í París þetta
sumariö og hjá henni mátti til aö
mynda sjá gegnsæjar skyrtur.
Fjölbreytlleg hönnun
Hönnun danska fatahönnuöarins Roy Krejberg, sem er einn þeirra sem
hanna fyrir Kenzo, var mjög fjölbreytt aö þessu sinni.
Rautt, svart og ermalaust
Rauöir ermalausir bolir og svartar
buxur eru meöal þess sem Belginn
Dirk Schonberger leggur fram fyrir
karimennina næsta sumar.