Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Page 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FOSTUDAGUR 13. JULI 2001 Skagafjörður: Snorri Björn látinn fara > Nýr meirihluti Framsóknarflokks- ins og Skagafjarðarlistans í sveitar- stjórn Skagafjarðar varð til í gær- kvöldi, en upp úr meirihlutasamstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins slitnaði í síðustu viku Snorri Björn Slgurðsson. vegna agremings um sameiningu orkufyrirtækja og hvort selja ætti Rafveitu Sauðár- króks. Nýi meirihlut- inn ákvað að Snorri Bjöm Sig- urðsson sveitarstjóri hætti störfum. „Ég er búinn að vera bæjarstjóri á , Sauðárkróki og síðar sveitarstjóri í Skagafirði í 15 ár og þetta er orðinn ágætur tími og ég held að þetta sé orð- ið ágætt. Það liggur í eðli þessa starfs að við breytingar á meirihluta getur staða eins og þessi ávallt komið upp,“ sagði Snorri Bjöm, fráfarandi sveitar- stjóri, í morgun. Herdís Sæmundardóttir, Framsókn- arflokki, verður forseti sveitarstjórn- ar og Snorri Styrkársson formaður byggðarráðs. Ekki hefur verið látið uppi um hver muni taka við starfi sveitarstjóra. -gk Glæpur og refsing Helgarblað DV birtir á morgun ít- arlega úttekt á dómnum yfir Helga- fellsnauðgaranum, sem vakið hefur gríðarlega hörð viðbrögð í samfélag- inu. Fjallað veröur um nauðgarann, glæpinn, eðli dómsins og eftirmál hans og víða leitað fanga í þeim efn- um. Sturla Geirsson, forstjóri Lyfja- verslunar íslands og maður vikunn- ar í viðskiptalífi landsmanna, er í hressilegu helgarviðtali. Fjallað er -j um sögufrægar útihátíðir á Islandi, varpað fréttaljósi á erfiðleika Goða og ferðamennsku og formúlunni gerð góð skil, svo nokkuð sé nefnt af fjölbreyttu efni blaðsins. Umtöluð könnun ASÍ fyrir landbúnaðarráðuneytið: Þrjár tegundir hækkuðu í verði 10% meðallækkun fullyrða talsmenn SVÞ Könnun sem ASi gerði fyrir nefnd á vegum landbúnaðarráðu- neytisins um verðþróun á grænmeti hefur vakið mikla athygli en þar kom fram að þrátt fyrir almenna lækkun hafi verð á grænmeti ekki í öllum tilfellum lækkað og í sumum tilfellum hækkaði verðið, á lauk, eggaldinum og spínati, eftir niður- fellingu tolla í síöasta mánuði. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra taldi þetta hneyksli í samtali við DV í gær og því vekur það at- hygli að ráðherra virðist í Morgun- blaðinu í dag telja hugsanlegt að niðurstöður könnunar Alþýðusam- bandsins fyrir ráðuneyti hans kunni aö vera villandi. Emil Karls- son hjá Samtökum verslunar og þjónustu segir að smásöluverð grænmetis hafi að meðaltali lækkað um 10% eftir tollabreytinguna og gefur skýringu á hækkun tveggja grænmetisflokka, eggaldins og Guöni Ágústsson. lauks. Segir hann þessa flokka ekki hafa verið tollaða fyrir tollaniöur- fellinguna þrátt fyrir heimild til þess vegna sér- stakra ákvæða í EES-samningum og eggaldin og laukur hafi síðan hækkað í inn- Afnám KrtRunctUtðUa ekki vcrð: Þetta er hneyksli “ »icgir l;ut<lbumið;irrurtJu'iT.« kaupum eftir 15. júní vegna árstíð- arbundinna sveiflna. Emil segir það hafa verið mikið kappsmál hjá verslunum innan vébanda SVÞ að halda niðri verði á grænmeti og að láta tollalækkanir skila sér, ekki síst eftir umræöuna að undanfórnu, og því harmi samtökin yfirlýsingar Guðna Ágústssonar um verslunina. Emil vísar sérstakleg til þess að ráðherra virðist ávallt reiðubúinn til að skella skuldinni á verslunina Frétt DV í gær Mikil og hörð viðbrögö víða. þegar hækkanir eru annars vegar. „Okkur þykir þetta vera ómaklegt og kannski sýna að ráðherrann hef- ur ekki fullan skilning á því sem hann er að segja,“ segir Emil. -BG Alþjóðlegt andrúmsloft í Hafnarfjarðarhöfn: Russar lifga upp á mannlífið Það er mikið líf í Hafnarfjarðar- höfn þessa dagana og þar fiöldi skipa, flest rússneskir togarar sem hafa verið á úthafsrækjuveiðum á Reykjaneshrygg skammt utan ís- lensku fiskveiðilögsögunnar. Þrátt fyrir að viðleguplássið í höfninni hafi verið aukið í fyrra sem svarar þremur togurum komast ekki allir togaramir þar fyrir og t.d. lá einn þeirra fyrir akkerum í gær vegna skorts á viðlegurými en 10 við bryggju. Rússarnir hafa nýlokið við að veiða þann kvóta sem Rússum var úthlutað þar samkvæmt sam- komulagi þar um. Auk þess lágu þar Rússarnir koma Fimm hundruð rússar hafa verið aö sækja bjórkrárnar í Hafnarfiröi og lífgað verulega upp á mannlífiö þar. tvö flutningaskip, annað þeirra þýskt sem kom með vertíðarbátana níu sem voru smíðaðir í Kína. Þeir liggja allir í Hafnarfiarðarhöfn og bíða þess að Siglingastofnun gefi út haffærniskírteini. Um borð í rúss- nesku skipunum eru um 500 menn sem hafa verið að sækja bjórkrárn- ar í Hafnarfirði og lífgað verulega upp á mannlífið þar. Hafnarfiarðarhöfn hefur í auknu mæli verið að taka við Reykjavíkur- höfn sem ákjósanlegasta löndunar- höfnin, bæði fyrir erlend skip sem og íslensk, og t.d. landa togarar Samherja þar iðulega. -GG Öndverðarnes: Skipverja bjargað DV-MYND BG Lappi sjóhundur Það eru ekki bara menn sem sækja sjóinn á smákænum á Pollinum á Akureyri. Lappi er áhugasamur sjóhundur og fer iöulega með eigendum sínum út þegar þeir renna fyrir fisk. Eins og sjá má naut Lappi þess líka í gær að horfa á bæinn utan af Pollinum, enda er hann fagur frá því sjónarhorni. Mannbjörg varð þegar MB Gógó SH-67 sökk um þrjár sjómílur vestsuö- vestur frá Öndverðarnesi snemma í morgun. Skömmu fyrir hálffimm í morgun tilkynnti MB Bára að mikill reykur sæist á sjónum á svæði skammt frá Öndverðarnesi. Tilkynningaskyldan kannaöi strax hvaða bátar væru á svæðinu. Ekki náðist samband við Gógó sem síðast var vitað um nærri staðnum þar sem reykurinn sást stíga upp. Skömmu síðar tilkynntu flugvélar í yfirílugi að þær heyrðu í neyðarsendi. Bátar á svæðinu voru kallaðir til leitar og jafnframt voru varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Skömmu fyrir klukkan fimm barst til- kynning frá Grindvíkingi um að þeir sæju björgunarbát á sjónum og skömmu síðar var neyðarflugeldi skotið upp. Tuttugu mínútum síðar barst önnur tilkynning frá Grindvík- ingi um að þeir hefðu bjargað eina . skipverjanum af MB Gógó og væri hann heill á húfi. Báturinn var illa brunninn og sökk skömmu síðar. Grindvíkingur var væntanlegur með manninn til Ólafsvíkur í morgun. -aþ Mokloðnuveiði Mjög góð loðnuveiði hefur verið undanfarna daga og er veiðisvæðið ís- landsmegin við miðlínu miUi íslands og Grænlands norður af Vestfiörðum. Kristinn Snæbjömsson, skipstjóri á Súlunni EA, sagði i morgun að skipin væru fljót að fylla sig. „Viö erum á landleið með fullfermi sem við feng- um á skömmum tíma og þetta er þriðji túrinn á einni viku sem er mjög gott“ sagði Kristinn. Hann sagði það ekki verra að mjög gott verð fæst fyrir loðnuna, eða 7.500 til 8.000 krónur fyrir tonnið, en verðið á síðustu viku var lengi um 4.500. Heildarveiðin á vertíðinni var í gær um 70 þúsund tonn. -gk Landsmótið hafið: íbúatala mun fimmfaldast Talið er að um 5 þúsund manns hafi verið komin austur á Hérað í gærkvöldi vegna Landsmóts ung- mennafélaganna sem þar fer fram, en á Egilsstöðum búa liðlega 2.000 manns. Skráðir keppendur eru um 1.500. í morgun var þar sólarlaust en 10 stiga hiti, en veðurspá gerði ráð fyrir sól og blíöu. Straumur fólks var austur í gær langt fram á nótt og eru öll gistipláss að verða þéttsetin og víða mátti sjá tjöld utan skipulagðra svæða. Tals- menn mótsins gera ráð fyrir að um 10.000 manns muni sækja mótið. Til viðbótar landsmóti fer fram torfæru- keppni í nágrenni Egilsstaða sem mun enn fremur draga að fólk. -GG Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.