Alþýðublaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 1. marz 1969 3 svars í umræðum þeim, sem fóru fram á Alþingi fyrr í vikunni um efna- hagsmál, beindi ég mikilvægri spurn ingu til forustumanna Alþýðubanda- lagsins. Eg sagði, að eftir því mundi verða tekið, hvort þeir svöruðu henni eða ekki. Þeir gáfu engin skýr svör. Eg hef orðið var við, að eftir því hefur verið tekið. Þess vegna ætla ég að skýra hér stutt- lega frá því, um hvað var spurt, og ítreka, að skýrt svar er æskilegt. Allir, sem fylgjast með rnálefn- um Austur-Evrópulandanna, vita, að þar hafa kornið fram nýjar kenn ingar um, hvernig skipa eigi efna- hagsmálum í löndum sósíalismans. Srefna sú, sem enn ntótar að mestu efnahngsmál í Sovétríkjunum og fylgiríki þeirra í Austur-Evrópu tóku upp að sovézkri fyrirmynd, grundvallast á sem altækustum áætlunarbúskap, sem er stjórnað frá einni miðstöð, en verðlagi öllu og kaupgjaldi er stjórnað af ríkinu. Fyrirtækin eiga að hlýða nákværn- lega fyrirframgerðum áætlunum, en hvorki keppa hvert við annað né heldur leitast við að öðlast ágóða. Ymsir hagfræðingar, fyrirtækjafor- Atómstarf Við Atómvísindastofnun Norður- landa (NORDTTA) kann að verða kostur , á rannsóknaraðstöðu fyrir einn íslenzkan eðlisfræðing á næsta sumri. Rannsóknaraðstöðu fylgir styrkur til eins árs dvalar við stofn- unina. Starfsemi stofnunarinnar er öll á fræðilega sviðinu í atómvisindum, öreindafræði, stjarneðlisfræði, af- stæðiskenningu og fastefnafræði. Umsóknareyðublöð fást í mennta-^ málaráðuneytinu og skal umsókn- um skilað þangað fyrir 15. apríl n.k. Umsækjendur skulu hafa lokið há- skólaprófi í fræðilegri eðlisfræði, og skal staðfest afrit prófskírteinis fylgja umsókn ásamt upplýsingum um námsferil og störf. Fyrir íslending Þann 28. janúar s.l. var stofnað félag til styrktar mannfræðirann- sóknum á Islendingum og her það nafnið Islenzka mannfræðifélagið. I stjórn félagsins voru kosnir: Dr. Jens O. P. Pálsson, mannfræðingur, formaður, dr. Guðmundur Eggerts- son, erfðafræðingur, ritari, Ottó A. Michelsen, forstjóri, gjaldkeri og Bjarni Bjarnason, kennari og dr. Jóhann Axelsson, lífeðlisfræðingur, meðstjórnendur. Endurskoðendur félagsreikninga voru kosnir: Indriði Indriðason, ættfræðingur og Ottó Björnsson, tölfræðingur. stjórar og stjórnmálamenn í Aust- ur-Evrópu hafa á undanförnum ár- um gagnrýnt þetta efnahagskerfi. Þau hafa stungið upp á hreytingum í þá átt, að stórlega verði dregið úr heildarstjórn þjóðarbúskaparins af hálfu ríkiSvaldsins, fyrirtækjun- um væri fengið aukið sjálfstæði til þess að ráða, hvað og hvernig þau framleiða, þau skuli fá aukið sjálf- stæði til þess að ráða verðlagi á vörum sínum, keppa hvert við ann- að og fá að halda a.m.k. hluta þess ágóða, sem þau öðlast, og láta starfs- menn fvrirtækisins njóta þess í hækkuðum launum, ef um ágóða er að ræða. I Sovétríkjunum sjálfum hafa ver- ið gerðnr á nokkrum sviðum at- vinnulífsins tilraunir i þessa átt. Þær eru rnjög umdeildar. Hinir æðstu valdhafar í Moskvu virðast enn vera fylgjandi gamla kerfinu. Hin nvja ríkisstjórn í Tékkóslóvakíu tók hins vegar um það ákvörðun, undir forustu hins kunna vara- forsætisráðherra stns, prófessors Ota Siks, að taka upp þessa nýju stefnu í öllu atvinnu- og viðskiptalífi sín'u, jafnhliða því, sem þeir juku á lýð- ræði í landintt. Mikill meirihluti vestrænna fréttaskýrenda er þéirrar skoðunar, að skýringin á hernámi Sovétríkjanna á Tékkóslóvakíu sé sú, að stjórn Sovétríkjanna hafi vilj- að koma í veg fyrir hvort tveggja, aukið lýðræði í Tékkóslóvakíu og ekki síður liitt, að eitt sósíaHstiskt ríki gerbreytti í raun og veru efna- hagskerfi síriu. Spurning mín til leiðtoga Alþýðu- bandalagsins var mjög einföld. Hún var sú, hvora stefnuna þeir teldu réttari, þá, sem mótar efnahagskerf- ið í Sovétríkjunum að langmestu Fundur um kennslu sex ára barna Rvík — KB. Næstkomandi laugardag gengst félag Kennslutækni fyrir almenn- um fundi um skólagöngu sex ára barna. Er þetta fyrsti fundurinn af fjórum, sem félagið hyggst halda á næstunni um skólamál. Fundurinn á laugardaginn verður haldinn í Hagaskólanum og hefst kl. 14,30 síðdegis. Frummælendur verða frú Valborg Sigurðardóttir skólastjóri' og Flögni F.gilsson skóla- sjóri, en síðan verða frjálsar umræð- ur. Flinir fundirnir þrír verða haldn- ir 12. marz, 26. marz og 29. marz og verður riánar skýrt frá efni þcirra hér í blaðinu síðar. HMMiTABgm Bridge á laugardaginn Spilað verður britlge í Ingólfscafé n.k. laugardag 1. marz kl. 14 eftir hádegi. Gengiff inn frá Ingóífsstræti. Stjórnandi verður aff! vanda Guðmundur Kr. Sigurffsson. L GYLH Þ. GfSLASON leyti og valdhafarnir í Möskvu fylgja, eða hina, sem valdhafar Tékkóslóvakíu ætluðu að taka upp og verið er að gera merkilegar til- raunir með í Sóvétríkjunum sjálf- um. AHir rnenn, sem um efnahagsmál hugsa, hljóta að hafa skoðun á þessu. Leiðtogar Alþýðubandalags- ins þurfa ekki arinað en segja: Við teljum það efnahagskerfi, sem mót- ar atvinnu- og viðskiptalíf Sovétríkj- anna að mestu, vera bétra en hifta nýju stefnu, sem oft er nefnd „endurskoðunarstefna", eða við telj- um kerfi það, sem valdhafar Tékkó- slóvakíu ætluðu að taka upp, betra en hið gamla kerfi Ráðstjórnar- ríkjanna. Ég vona, að það teljist ekki til- ætlunarsemi, að þeir skýri íslenzk- um almeriningi- frá skoðunum sín- um í þessu efni. Biafra-söfnun Reykjavík — ST.S. ísiendingar hafa hegar lagt nokkuff af mörkum til líknar sveltandi fólki í Biafra, ,.en okk ar lilutur þarf aff verða enn stærri til aff mega teljast sæmi legur,“ eins og herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, sagði á fundi sem haldinn var með frétta- mönnum í t'lefni af víðtækri Blafrasöfnun, sem ná mun tak marki sínu 15. og 1G. marz næst komandi, en bá er ætlunin aff heimsækja sem flestar fjöl- skyldur á Iandinu og gefa þeim tækifæri til að Iegg.ia fram fé, svo fleiri Blafrabúar megi halda Iífi. Dánartalan í Blafra í síðasta mán- uði var um hálf milfjón og var svipuð mánuðina þar á undan. Í Biafra er nú áætlað, að séu um 7 milljónir manna á svæði, sem ekki er stærra en fimmti híuti Islands. Mikið af fólki þessu er flóttafólk og um 90% þess híður bráður hung- urdauði, ef ekkert verður að gert. Ríkisstjórn Islands hefur tekið að sér að greiða þann óhjákVæmilega kostnað, sem verður við söfnunar- starfið hér, þannig að framlög fólks renna óskipt til málstaðarins. Söfn- unarfénu verður varið til kaupa á skreið, en í henni eru þau næring- arefni, sem Biafrabúa skortir hvað mest. Framkvæmdanefnd söfnunarinnnr skipa eftirtaldir: Olafur ffigilssón, lögfræðingur, Pétur Sveinbjarnar- umferðarfulltrúi, frú Hrefna Tyries, sr. Jón Bjarman, æskulýðsfulltrúi og Sigurbjörn Einarsson biskup. Framkvæmdastjóri verður Sigmund- ur Böðvarsson lögfræðinguV. Aðset- ur söfnunarinnar er að Hverfisgöttt 4 í Rcykjavík, sími 22-710. Aukning hjá Loftleiðum Farþegaflukningar Loftlsiðá í áæ'tlunarflugt jukust um 1.9% árið, sem leið, miðað við fár- þegatölu ársins 1967- Fluttir voru 179.375 farþegar árið 1968. j áætlunarflugi, en 176024 far- þegar árið 1967. Vöruflutningar jukust, á sama tíma um 23% og póstflutningar um 30%. Sæfanýtingin' 68-9%. var lakari en áður, en þó góð, miðað við sætanýtingu annarra flugfélaga á sömu flugleiðum. Miki.ð sætaframboð, eða 7-2%. sætanýtingu en fyrr, en liins vegar mun félagið hafa hald'ð fýrri hundraðshluta sínum um. 3.4% af heildarfluitnirigum fár- þega á flugleiðunum yfir Norð ur-Atlantshafið árið 1968. Útvegsbanki íslands opnar f DAG NÝTT ÚTSBtí að Grensásvegi 12 Ú'wegsbanka íslands er ánægjuefni aff geta tilkynnt íbúuni. fyrir- tækjum og starfsfólki þeirra í grennd við Grensásveg, aff í dag, laugardag, kl. 9.30, opnar bankinn útibú aff Grensásvegi 12. Útibúiff mun annast öll venjuleg bankaviffskipti, auk gjaldeyris- viffskipta.. Útvegsbankinn býður þar hina viðúrkenndu GÍRÓ-þjón. ustu. Vér leggjum álierzlu á góffa þjónusáu við fasta viffskiptavini ú ibúsins, og bjóffum yöur velkomin í hið nýja útibú. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.