Alþýðublaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 8
Á ŒD^DÍP Duglegur veiðimaður Þetta er hann félagi Nikolai Chupin, einn af beztu loðdýra- veiðimönnum fyrirtækisins Bratsk í Sovétríkjunum, en fyrirtækið það aflar loðfelda og vinnur úr þeim klæði og fleiri vörur. Á myndinni ler félagi Nikolai að koma með nokkur þeirra •skinna er hann aflaði á síðasta veiðitímabili, en alls drap !hann 60 merði og 150 íkorna. Það er því dýrmætur farmur sem hann félagi Nikolai er j ntsð í fanginu; skinn sem í framtíðinni eiga eftii’ að ylja ríkum hefðarfrúm á kroppnum. eða hvað? — Ég kom hér með smábilía handa þér Snati, en ég sé að þú hef- ur fengið þér bita nú þegar ... m Anna óa*abelgns* ÚTVARP 06 SJONVARP Vetrarkvöld sjónvarpsins Jón Múli Árnason lætur sér ekki nægja að slá í gegn í útvarpinu, heldur leggur hann sjónvarpið að fótum sér el'nnig, eins og fram hefur komið á Haust- og Vetrar- kvöldum sjónvarpsins nokk- ur haust- og vetrarkvöld að undanförnu. í kvöld kynnir hann svo atrið' í einu Vetr- arkvöldinu til, sem 'hefst stundvíslega klukkan 20.25 í sjónvarpinu. í stuttu símtali við Jón í ^ gær, skýrði hann okkur frá þe m atriðum er framreidd verða í kvöld: — Söngkonan Þórunn ÓI- afsdóttir, sem fræg varð fyr- Vr söng sjnn í Nitouche á Akureyri, syngur lög úr Ni- touch. Hilmir Jóhannesson úr Borgarnesi, mjólkurfræð- ingur 'Og höfundur „Slátur- hússins Hraðar hendur", syng ur vísur úr nýju stykki sem þe'r Borgnesingar eru að æva og gott ef þeir fara ekki af s'tað með það nú um helg- 'ina. Ég þori ekki að hengja xnig upp á hvað það heitir, gott ef það heitir ekki „Það er aldrei að vita“ .... Síðan ;koma félagarnir Arn ar Jónsson, Sigmundur Örn Arngrímþson 'og Daníel Wil- liamsson og dansa línudans. Mér fannst þetta mjög fynd- 'ið og hló mikið. Loks kemur Þorgrímur Ein arsson og dansar við vinkonu sína hana Rikku. Rikka vann í hraðfrystihúsá úti á landi, en varð atvinnu.laus og kom því hingað til að dansa við Þorgrím. —• Áhorfendur í sjónvarpssal í kvöld verða starfsmenn sjón varpsins ásamt gestum þeirra. Hann lyfti glasi og _ sagði: „Áfengisvarnarmál eru ágæt. Skál fyrir þeim.“ í þessum uniræðum um ein- ingu Berlínar finnst mér allir aöilar lemja liausnum við MÚRINN. „Daglegt lít" í þætti Árna Gunnarsson- <ar, „Daglegti líf“, sem hefst í útvarpinu kl. 19.30 í kvöld, koma fram 4 foryslumenn í kaupmannastéttinni og ræða um verðálagninguna Einnig ræða þeir um sexmanna nefndina og níumannanefnd- ina og skýra frá sínum sjón- armiðum varðandi störf þess- ara nefnda. Kvöldsölumálið og frjálsi innf lutningurinn ikoma líka til umræðu og verður fróðlegt að hlýða á skoðanir þessara manna. Soffía Lóren £r Co ÞaS gekk ekki svo lítið á þeg- ar henni Soffíu Lóren tókst að eignast afkvæmi. Heimspressan fór af stað og barnið og for- 'eldrarnir voru pressuð sundur og saman. Aðdáendum Soffíu til ánægju og léttis virðiat seml leikkonunni og syni líði vel og ®Ut ætli að ganga þeim í !hag- inn og til að undirstrika það, birtum við hér mynd af Soffíu Lóren og eignimanni hennar Carlo Ponti, en þessi mynd var tekin tfyrir skömmu er þau fluttu aftur til Ítalíu að lokn- um barnsburði leikkonunnar. Sonurinn Carlo Ponti yngri sézt raunar ekki á myndinni, en við 'höfum fyrir satt að ‘hann liggi dúðaður í sæti á milli hjónanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.