Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2001, Blaðsíða 6
ÞRIDJUDAGUR 21. AGÚST 2001 Fréttir I>V Heilbrigðisnefnd og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands: Enn hörð átök um tjáningarfrelsi - heilbrigðisnefnd beinir spjótum sínum að framkvæmdastjóranum Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur krafið Matthías Garðarsson, fram- kvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, skriflegra skýringa vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali við DV 25. maí sl. Nefndin hef- ur tekið málið upp á tveimur síðustu fundum sínum eftir að viðtalið birt- ist. Þá hefur hún boðað fram- kvæmdastjórann á fund þótt hann sé í veikindaleyfi þar til í haust. í fund- argerð nefndarinnar er bókað án frekari skýringa að hann hafi ekki mætt á fundinn. Nefndin ákvað að ít- reka fyrrnefnd bréf tO hans. Annað var fært í „trúnaðarmálabók," að því er fram kemur í fundargerð. Þessi krafa nefndarinnar á hend- ur framkvæmdastjóra Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands er nýr kafli í langri baráttusögu er varðar tján- ingarfrelsi heilbrigðisfulltrúanna á Suðurlandi í fjölmiðlum. Upphafið má rekja til þess er campylobacter gaus upp árið 1999. Heilbrigðisfulltrúarnir fóru þá í eft- irlitsferð að kjúklingabúinu að Ás- mundsstöðum, þar sem mest mæld- ist 80 prósent campylobacter í kjúklingum. Upplýsingar úr skýrslu heilbrigðisfulltrúanna, sem send var fjölmörgum stofhunum, fóru í fjölmiðla. I kjölfarið máttu fulltrú- arnir sæta lögreglurannsókn, auk þess sem heilbrigðisnefhdin bað umhverfisráðuneytið að athuga starfshætti þeirra. Niðurstöður urðu þær að heilbrigðisfulltrúarnir reyndust hafa farið rétt að í einu og öllu varðandi samskipti við fjöl- miðla.Heilbrigðisnefnd fékk einnig ráðgjafarstofuna KPMG til að gera úttekt á starfsemi heilbrigðiseftir- m Seinnl hálfleikur Langvinnur málarekstur heilbrigöisnefndar Suöurlands á hendur heilbrigöis- fulltrúum var hafinn þegar DV birti viötal viö Birgi Þóröarson um umgengni á Suðurlandi vegna átaksverkfnisins „Fegurri sveitir 2000". í kjölfar þess vib- tals hófst „seinni hálfleikur" sem stendur enn. litsins, auk þess sem nefndin hefur verið með sérstakan lögfræðing í málinu. Seinni hálfleikur hófst með því að DV tók viðtal við Birgi Þórðarson heilbrigðisfulltrúa í tengslum við átaksverkefni landbúnaðarráðherra „Fegurri sveitir 2000". Birgir hvatti þá m.a. fólk til að taka sig á og ræddi þátt heilbrigðiseftirlitsins í átakinu. Heilbrigðisnefhdin gagn- rýndi að hann hefði veitt viðtalið án samráðs við Matthias Garðarsson, framkvæmdastjóra heilbrigðiseftir- litsins. Óskaði nefndin „skýringa Birgis Þórðarsonar á tilurð um- ræddrar fréttar". í kjölfarið fjallaði nefndin um málið á hverjum ein- asta fundi og bókaði um síendur- teknar bréfaskriftir til heilbrigðis- Matthías Spjótin beinast nú að honum. fulltrúans og kröfur sínar um skýringar frá honum. Loks sá heilbrigðisfulltrú- inn þann kost einan í stöðunni að leita til stéttar- félags sins og lög- BiiT-ir manns þess um Leitaöi til stétt- aðstoð vegna arfélags og lög- „stöðugs áreitis" fræöings. nefndarinnar. í viðtali við DV 25. maí sl. lýsti Matthías Garðarsson framkvæmda- stjóri yfir fullum stuðningi við Birgi Þórðarson i þessu umrædda máli. Það varð til þess að heilbrigðis- nefndin beindi spjótum sínum að honum með ítrekuðum kröfum um skriflegar skýringar á umræddu viðtali. DV hafði samband við Heimi Haf- steinsson, formann heilbrigðis- nefndar, til að spyrja hann um þetta mál. Heimir kvaðst ekki ræða þetta frekar við blaðamann DV og skellti svo tvivegis á. Varaformaður nefnd- arinnar, Svanborg Egilsdóttir, vís- aði DV á Heimi þegar haft var sam- band við hana. -JSS Átakafundur hjá stjórn Sjómannasambandsins: Konráð gekk á dyr - formaður SR segir hann haettan „Konráð gekk af fundi og til- kynnti okkur sem eftir sátum að hann myndi sjá okkur á næsta sjómannasam- bandsþingi. Það er ekki fyrr en eftir rúmlega ár þannig að ég lít ~ Konráð svo á að hann sé Alfreðsson. hættur í stjórn Sjómannasambands- ins," segir Jónas Garðarsson, gjald- keri Sjómannasambands íslands og formaður Sjómannafélags Reykja- víkur, sem segist líta svo á að Kon- ráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjaröar, hafi hætt sem varaformaður Sjómannasam- bandsins á fundi sambandsstjórnar- innar sl. föstudag. Frá því í vor hefur andað köldu milli formanna sjómannafélaganna í Reykjavik og í Eyjafirði. Eyfirö- ingarnir voru ekki samstiga öðrum félögum þegar gripið var til aðgerða í kjölfar lagasetningar á sjómenn og í kjölfarið viðhaföi Jónas Garðars- son stór orð um Eyfirðingana og sagði þá m.a. hafa svikist undan merkjum. í kjölfarið lýsti Konráð yfir að framkvæmdastjórn Sjó- mannasambandsins væri óstarfhæf og hann hefur fyrir hönd Eyjafjarð- arfélagsins margkrafist afsökunar- beiðni frá Reykvíkingunum. „Ég gekk út af fundinum eftir smáorðasennu inni í stjórninni, en ég þarf að ná stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar saman áður en ég get farið að ræða þetta mál að ráði í Jónas Garðarsson. fjölmiðlum," seg- ir Konráð. Hann segir að fleiri en þeir Jónas hafi tekið til máls á fundinum og tjáö sig um deiluefnið. „Ég get þó sagt að ég skil ekki hvernig Jónas getur fundiö það út að ég sé hættur sem varformaður Sjómannasam- bandsins sem er fjarstæða, Ég hef ekki sagt mig úr sambandsstjórn- inni og ekki sagt af mér varafo- mennsku. Ég er enn þá þarna inni, það er morgunljóst að það hefur engin breyting orðið á því. Málið er hins vegar mjög alvarlegt og þær ásakan- ir sem Sjómannafélag Reykjavíkur hefur borið á hendur mér og Sjó- mannafélagi Eyjafjarðar eru þess eðlis að við sættum okkur ekkert við þær og ætlum ekki að sitja und- ir þeim," segir Konráð. „Ég ætla ekki að biðjast afsökun- ar á því að hafa álit á því að þeir gengu úr skaftinu í kjarasamning- unum og drógu samningsumboð sitt til baka frá Sjómannasambandinu. Ég held reyndar að margir fleiri hafi sama álit á þvi og ég en hafi viljað tjá sig um það," segir Jónas. Hann sagði aðspurður hvort hann hefði stuðning innan stjórnar Sjó- mannasambandsins að þetta mál komi Sjómannasambandinu ná- kvæmlega ekkert við. „Þetta eru engar deilur innan sjómannasam- bandsins," segir Jónas. -gk Kynnisferðir sf. hafa starfaö án ferðaskrifstofuleyfis: Sóttu um leyfi að tilskipun ráðuneytis - eftir að ábendingar höfðu borist frá samkeppnisaðila Kynnisferðir sf. hafa sótt um ferða- skrifstofuleyfi til samgönguráðuneyt- isins, að kröfu hins síðarnefnda. Það var keppinautur ferðaskrifstofunnar sem vakti athygli ráðuneytisins á aö þær væru reknar án ferðaskrifstofu- leyfis eða ferða- skipuleggjendaleyf- is. Ábendingin leiddi til þess að ráðuneytið skrifaði Kynnisferðum og tilkynnti að ferða- skrifstofunni bæri Leyfisleysi Kynnisferðir sf. hafa starfað án ferðaskrifstofuleyfis en hafa nú sótt um leyfi skv. tilskipun sam- gönguráðuneytisins. að sækja um slíkt leyfi samkvæmt lögum. Að sögn Guðbjargar Ársælsdóttur hjá samgönguráðuneytinu er nú beðið eftir mati á því hversu háa trygg- ingu ferðaskrifstofan þurfi að hafa til að hægt sé að gefa leyfið út. Það var í byrjun þessa árs sem Allrahanda ehf. gerði fyrirspurn til samgönguráðuneytisins um hvorf Kynnisferðir sf. væru með ferða- skrifstofuleyfi. I kjölfarið fylgdu bréfaskriftir milli ráðuneytisins og Kynnisferða þar sem í ljós kom að þær voru ekki meö tilskilin leyfi að mati ráðuneytisins. I skýringum forsvarsmanna Kynnisferða kom fram að ferða- skrifstofan væri sameignarfélag fimm félaga sem öll væru með ferða- skrifstofuleyfi, þ.e. Flugleiða, Ferða- skrifstofu íslands, Samvinnuferða Landsýnar, Ferða- skrifstofu BSÍ og Ferðaskrifstofunnar Atlantik. Þvi væri litið svo á að Kynn- isferðir hefðu í raun fimm ferðaskrif- stofuleyfi til að byggja ábyrgðir sín- ar á. Frá stofnun fyrirtækisins 1968 hefði það verið skilningur sam- gönguráðuneytisins að leyfi eigenda nægöi fyrir ábyrgö- um. Guðbjörg sagði við DV að upp- runalega hefði ráðuneytið litið svo á að um væri að ræða kynnisferðir of- angreindra ferðaskrifstofa sem allar hefðu verið með leyfi. Síðan hefði fyrirtækið aukiö starfsemina, orðið sjálfstæðara en áður og fengið sér- staka kennitölu. í tímans rás hefði það tekið þeim breytingum að lög- fræðingur ráðuneytisins hefði talið að því bæri að sækja um leyfi. „Það má kannski segja að 1999, þegar síðasta breytingin varð á ferðamálalögunum, hefðum við átt að taka við okkur og benda þeim á að þær þyrftu leyfi," sagði Guð- björg. „En þær gengu strax í að sækja um þegar ráðuneytið hafði bent þeim á að það bæri þeim að gera samkvæmt gildandi lögum." -JSS Heiti potturinn Umsjón: Birgir Guðmundsson „Kauði" fundinn? Sjónvarpið sýndi á sunnudagskvöld þátt úr þáttaröðinni „Fréttir aldarinn- ar"og var fjallað um Geirfmnsmálið. Ólafur Jóhannesson, þáverandi dóms- málaráðherra, fiutti ¦ fræga ræðu á Al- þingi og sneri vörn í sókn, en mjög hafði verið sótt að honum og hann ásakaður um að hafa ] haft óeðlileg afskipti' af rannsókn Geir- finnsmálsins. í ræðu sinni minntist Ólafur á „kauða" í fyrsta sinn, og sagð- ist hann hafa grun um hver sá væri: „það væri ekkert slæmt að leiða þann kauða fram í dagsljósið, hann hefði kannski eitthvað á samviskunni", sagði Ólafur og leit upp í blaðamannastúk- una í Alþingishúsinu. Eins og greini- lega kom fram á myndskeiði í þættin- um á sunnudagskvöld sátu þar þá tveir ungir þingfréttamenn, þeir Davíð Oddsson og Alfreð Þorsteinsson. Munu þeir hafa orðið mjög undrandi á þessu en skýringin kom fljótlega í ljós, því þingpallar höföu fyllst og fólk því troðið sér inn í blaðamannastúkuna. Þegar þeir félagar Alfreð og Davíð fara að skíma í kringum sig kom í ljós að tollvörðurinn frægi, Kristján Péturs- son, stóð fyrir aftan þá en hann hafði beitt sér mjög í Geirfinnsmálinu. Telja menn að þar hafi verið komin skýring- in á augnagotum dómsmálaráðherra ... Krækjur 1 pottinum hafa orðið talsverðar um- ræður um klámið á Netinu í kjölfar frétta af heimasíðunni hjá Bleiku og bláu og raunar fleiri síðum lika. Aug- ljóst er að frétta- flutningurinn af þessu klámefni hef- ur vakið meiri at- hygli á því en nokk- uð annað því fullyrt er að heimsóknum á heimasíðu Bleiks og blás hafi fjölgað gríð- arlega eftir fréttirnar í útvarpinu og fyrstu dagana á eftir hafi þessar heim- sóknir orðið um 30 þúsund talsins. í ljósi tals um „klámkrækjur" á vefsiðum velta menn nú fyrir sér hentugu orði yfir þær þá hljóðrænu krækjur sem RÚV setti á heimasíðu Bleiks og blás... Menningarfulltrúi Það er alltaf líf og fjór í menning- arpólitíkinni á Akureyri og nú er far- in af stað umræða um hver kunni að verða næsti menningarfuUtrúi Akur- eyrarbæjar en ljóst .—^^^^------1 þykir að Ingólfur Ármannsson, nú- |i.;.'y2^ verandi menningar-1 .^'; fulltrúi, muni hætta fyrir aldurs sakir um eða upp úr ára- mótum. Helgi Vil- berg, skólastjóri' Myndlistarskólans á Akureyri, skrifar mikla grein um þetta mál á vefsíðu sína akureyri.to fyrir skömmu og þar telur hann likur á að í það minnsta tveir menn muni sækjast eftir stöð- unni, en það eru Þröstur Ásmunds- son, sem er formaður menningar- málanefndar bæjarins, og svo hins vegar Þórgnýr Dýrfjörð sem er menningarsinnaður framkvæmda- stjóri búsetu- og öldrunardeildar bæj- arins... Himnagrátur Það var fátt sem spillti góða skap- inu hjá Reykvíkingum á menning- arnótt og fæstir létu veörið eða smá- vægileg tæknileg at- riði slá sig út af lag- inu. Þannig lýsti Ingibjörg Sólrún því yfir að samsöngurinn með Garðari Cortes hefði verið hápunktur kvöldsins þrátt fyrir smávægilega óþekkt í hátalarakerfmu. Einn pottverja heyrði annan borgarfulltrúa tala um að Jafnvel himnarnir grétu af gleði", en nokkur rigning var á stundum. Þessi síðasta orðræða er raunar fengi að láni frá Helga Hjörvar sem lýsti í útvarp hátíðahöldum á Þingvöllum 1944 og mátti vegna stríðsins ekki segja hvernig veðrið var ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.