Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2001, Blaðsíða 24
28 ÞRIDJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 Tilvera I>V 1 1 f i ft Kvöldganga í Viðey í kvöld, þriðjudaginn 21. ágúst, verður farið í næstsíðustu kvöldgönguna í Viðey í sumar. Farið verður um vesturenda eyjunnar sem hefur að geyma listaverk Richards Serra, merks myndhöggvara frá Ameríku. Er verk hans voru sett niður á sínum tíma fundust steinar með áletrunum á frá því búið var á eynni á 19. öTd, en Jónas Hallgrímsson hafði á sínum tíma skrifað að eyjan hefði þannig steina að geyma. Aður en í gönguna er haldið verður farið með ferju frá Sundahöfn kl. 19.30 og hefst sjálf gangan í eynni við Viðeyjarkirkju. Ekkert gjald er tekið fyrir leiðsögnina, en hins vegar er ferjutollur, aðeins 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Fólk er beðið um að búa sig vel ef tir veðri og er brýnt að vera í góðum skóm. Klassík SUMARTONLEIKAR I LISTASAFNI SIGURJONS OLAFSSONAR A næstsíöustu sumartónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 21. ágúst nk. klukkan 20.30, koma fram þau Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari og Jón Sigurösson píanóleikari. Þau munu leika Rómönsu eftir Robert Schumann, Fagottssónötu eftir Ríkarð Örn Pálsson, Sonatensatz eftir Mikhail Glinka, Rapsódíu fyrir fagott eftir Willson Osborne og verkið La Muerte del Angel eftir Astor Piazzolla. Myndlist ANDLEGT FOÐUR FRA FÆREYJUM Sýning á steinþrykksblöðum frá Grafiska Verkstaðnum í Listasavni Foroya í Þórshöfn Færeyjum, var opnað í sal félagsins íslensk grafík á menningarnótt í Reykjavík í Hafn- arhúsinu. Sýnendur eru listamenn- irnir Bárður Jákupsson, Rannvá Kunoy, Olivur við Neyst, Torbjarn 01- sen, Kári Svensson og Hansina Iver- sen frá Færeyjum, Paul Anker Bech, Jesper Christiansen og Per Kirkeby frá Danmörkuog Roj Friberg frá Sví- þjóð.Sýningin stendur til 9. september og er opin frá klukkan 14 til 18 fimmtudaga til sunnudaga. HREINN FRIÐFINNSSON SÝNIR í UOSAKUn j HAFNARFIRÐI Mynlistarsýning Hreins Friöfinnssonar, Eltthvað hvítt, eitthvab svart og eitthvaö hvorki hvítt né svart stendur nú yflr í Ljósaklifi í Hafnarfirði. Sýningin er opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 til 18 til 3. september. Aðgangur er ókeypis. HELGI ÞORGILS í BORGARNESI Um þessar mundir stendur yfir sýning Helga Þorgils í Listasafni Borgarness sem ber yfirskriftina Landslag. Þar sýnir listamaðurinn I fyrsta skipti á sínum ferli landslagsmyndir einvöröungu og er myndefniö einkum sótt til náttúrufegurðar Borgarfjaröar og Dala. Listasafn Borgarness er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnabraut 4-6, Borgarnesi, og verður sýningin opin a sama tíma og safnið, þriðjudaga- og fimmtudaga frá kl. 13-20 en alla aðra daga frá kl. 13 til 18, fram til 25. ágúst en aö þeim tíma liðnum er lokaö um helgar. Sýningin stendur til 7. september. Olsen Olsen á Broadway Upprennandi Olsen-bræöur Þessir ungu menn sátu hugfangnir á fremsta bekk og nutu tónlistarinnar. Þaö fylgir ekki sögunni hvort þeir eru bræöur en kannski eiga þeir ein- hvern tíma eftir aö troöa upp sjálfir meö kassagítar aö vopni. Bíógagnrýni Olsen-bræðurnir dönsku heilluðu gesti skemmtistaðarins Broadway upp úr skónum um helgina. Bræð- urnir knáu, sem sigruðu glæsilega í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva um árið með laginu Fly on the wings of love, héldu tvenna tón- leika í borginni og var fullt út úr dyrum i bæði skiptin og stemningin eftir því. Áhorfendur voru á öllum aldri, allt frá börnum til gamal- menna. Húsmæður á besta aldri voru þó sérstaklega áberandi í áhorfendahópnum enda eiga hjartaknúsararnir auðvelt með að töfra þær með söngvum sinum. Sam-bíóin - Kiss of the Dragon -^- -fc Kínversk ofurlögga í París SJá nánar: Lífiö eftir vlnnu á Vísi.is Á síðustu árum hafa Jackie Chan og Jet Li tekið við af Steven Seagal og Jean Claude Van Damme sem of- urhetjur slagsmálanna og er ástæð- an fyrst og fremst þeirra útfærsla á austurlenskum sjálfsvarnaríþrótt- um þar sem þeir nánast gera atrið- in að ballett. Þeir félagar Chan og Li eru þó sama marki brenndir og Seagal og Van Damme að of mikið er um endurtekningar að ræða í myndum þeirra. Til að losna út úr viðjum vanans hóf Jackie Chan far- sælt samstarf við Chris Tucker sem sjá má í Rush Hour myndunum tveimur og Jet Li færði sig til Frakklands þar sem Luc Besson tók honum opnum örmum og saman unnu þeir handritið að Kiss of the Dragon, sérlega líflegri og oft á tíð- um skemmtilegri slagsmálamynd þar sem allt raunsæi er látið liggja milli hluta og eingöngu hugsaö um að hafa hraðann sem mestan, stíl- færa slagsmálatriði og gera stóran greinarmun á því góða og hinu Ula. Segja má að Kiss of the Dragon sé í útfærslu byggð upp eins og teikni- mynd í anda Supermans og Bat- mans, svo einhverjar ofurhetjur teiknimyndanna sé nefndar. Við höfum ofurherjuna, kínverskan lög- regluþjón, Liu (Jet Li), sem kemur Kínversk lögga í París Jet Li sýnir hvaö í honum býr í vel útfæröri slagsmálamynd. til Parísar til að aðstoða frönsku lögregluna við að leysa sakamál sem tengist Kína. 1 París kemur í ljós að versti óvinurinn er franski lögregluforinginn, Richard, (Tchéky Karyo) sem er miskunnarlaust fól (þó aldrei komi almennilega í ljós af hverju hann hefur snúið sér að glæpum í stað þess að sinna lög- reglustörfum) og hefur hann aila frönsku lögregluna á bak við sig. Og þar sem Liu getur reynst honum Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. hættulegur þá er ekki sökum að spyrja að hann er hundeltur um aila París og áður en yfir lýkur er hann búinn að fækka lögreglunni í París að minnsta kosti um helming. Skemmtangildi Kiss of the Dragon felst í hinum fjölmörgu slagsmálaatriðum sem krydduð eru með húmor sem stundum er nokkuð dökkur. Dæmi um góðan húmor og listilega vel útfært bardagaatriði er þegar Liu ræðst til inngöngu á lög- reglustöðina í París og lendir óvænt í sal þar sem um þrjátiu franskir lögreglumenn eru i júdókennslu. Að sjálfsögðu liggja þeir allir í valnum þegar Liu hefur lokið sér af. Þetta atriði og önnur álika gera það að verkum að Kiss of the Dragon er bíóferðarinnar virði. Á móti kemur væmin saga um góðu melluna sem kínverska löggan vorkennir og bjargar hann henni og barni hennar úr klónum á Richard. Sú ágæta leik- kona Bridget Fonda á ekki góðan dag í þessu litlausa hlutverki. Lelkstjórl: Chris Nahon. Handrlt: Robert Mark Kamen og Luc Besson, eftir hug- mynd Jet Lis. Kvikmyndataka: Thierry Arbocast. Tónlist: Craig Armstrong. Aöal- hlutverk: Jet Li, Bridget Fonda og Tchéky Karyo.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.