Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2001, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 21. AGUST 2001 Leigja sex sláturhús Starfshópur sem skipaður var af landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssyni, vegna rekstrarerfið- leika sumra sláturleyfishafa í ná- lægð sauðfjárslátrunar þann 1. ' ~*"' ágúst sl., hefur skilað sinni greinar- gerð. Hópnum var falið að gera til- lögur um fjármögnun birgða og lækkun vaxtakostnaðar og tryggja öllum framleiðendum slátrun fyrir sitt fé og leita leiða til flutningsjöfn- unar framleiðenda sem þurfa að sækja slátrun um langan veg. Slát- urleyfishafar bíða einkum eftir til- lögum starfshópsins um fjármögnun á afurðagreiðslum til sauðfjár- bænda. Bændasamtökin leggjast ekki gegn áframhaldandi greiðslustöðv- un Kjötumboðsins (áður Goða), en fyrirtækið hefur farið fram á þriggja mánaða framlengingu. Samningar hafa náðst við Kjöt- <*i umboðið um leigu á sex sláturhús- um, á Hvammstanga, Borgarnesi, Búðardal, Breiðdalsvík, Hornafiröi og á Fossvöllum, til eins árs og standa fjögur kaupfélög að þeim samningi, þ.e. Kaupfélag Héraðs- búa, Kaupfélag Austur-Skaftfell- inga, Kaupfélag Vestur-Húnvetn- inga og Kaupfélag Borgfirðinga. Dalamönnum hefur verið boðin þátttaka að samningnum á sömu kjörum. Vonir standa til að með samningnum sé þeirri óvissu sem hefur ríkt um sauðfjárslátrun á þessu hausti verið eytt og hún geti farið fram á eðlilegum tíma. -GG Áburðarverksmið j an: Reksturinn stendur ekki undir sér „Það verður að grípa til aðgerða eins og þessara vegna þess að rekst- urinn stendur ekki undir sér," segir Haraldur Haraldsson, stjórnarfor- maður Áburðarverksmiðjunnar, um uppsagnir tæplega 40 starfsmanna verksmiðjunnar af um 60 sem þar ,,^ hafa stárfað að undanfórnu. Til- kynnt var um uppsagnirnar í gær. „Við förum úr einkorna fram- leiðslu yfir í fjölkorna og því breyt- ist ýmislegt, s.s. að rafmagnsnotkun minnkar verulega, Reksturinn hef- ur verið verulega erfiður en fram- leiðslumagnið er allt of litið til að mæta öllum þeim kostnaði sem framleiðslunni fylgir," segir Harald- ur. Hann segir að efnaverksmiðja fyrirtækisins verði lögð niður. „Samkvæmt þeim áætlunum sem við vinnum eftir á fyrirtækið að komast á gott ról og það er um að gera að grípa í taumana áður en það er orðið of seint," segir Haraldur. -gk LÖMBIN ÞAGNA ÞÁ! I Glerkistan sligaði dv-mynd einar j. Byggingarkrani sem notaöur er viö byggingu húsnæöis Háskólans í Reykjavík gafst upp í gær þar sem veriö var aö hífa upp glerkistu. Einn fótur kranans gafsig og hann lagöist á húsiö meö þeim afleiðingum ab nokkrar skemmdir urðu. Ekki verða þó tafir við skólaþygginguna af þeim sökum. Feögar sem leitað var að á hálendinu fundust í morgunsárið: Voru fegnir að sjá okkur - segir Hólmgeir Sigurgeirsson björgunarsveitarmaður sem fann mennina Feðgar sem leitað hafði verið að frá því síðari hluta dags í gær fundust skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. Það var bíll frá Hjálparsveit skáta i Reykjadal í S- Þingeyjarsýslu sem keyrði fram á bil mannanna við kofann Slakka við Hraunárdalsslakka sunnan við Kiðagil, en mennirnir höfðu hafst við í skálanum í nokkurn tíma þar sem jeppabíll þeirra var orðinn olíulítill. Mennirnir, sem eru frá Húsa- vík, virðast hafa farið nokkuð víða í ferð sinni um austanvert hálendið, en þeir ætluðu að vera komnir heim til sín á sunnudags- kvöld. Þegar það dróst að þeir skiluðu sér var farið að grennslast fyrir um ferðir þeirra og kom þá m.a. í ljós að þeir höfðu verið í Öskju og ætluðu sér að fara Gæsa- vatnaleiö. Björgunarsveitarmenn úr Mý- vatnssveit fóru að svipast um eft- ir mönnunum síðari hluta dags í gær og þá var einnig farið frá bænum Svartárkoti í Bárðardal. Um kvöldmatarleytið í gær fóru fjórir menn úr Reykjadal til leitar og það voru þeir sem fundu menn- ina í morgunsárið. „Við leituðum í alla nótt, keyrð- um alla hugsanlega slóða sem voru á okkar leið í myrkrinu en það var farið að birta og við vor- um eiginlega á heimleið þegar okkur datt í hug að koma við í þessum kofa sem mennirnir voru í. Þeir urðu ansi fegnir, orðnir svangir og olíulitlir. Við töppuð- um olíu á bíl þeirra og þeir eru á sínum bíl hérna fyrir aftan okkur á heimleið," sagði Hólmgeir Sigur- geirsson í samtali við DV snemma í morgun, en von var á mönnun- um til byggða um miðjan morgun- inn. Feðganir sem um ræðir vildu ekki ræða við DV, en þess má geta að til stóð að hefja allsherjarleit að þeim í morgunsárið. -gk Friðrik Þór, aðstandandi fórnarlambs úr Skerjaf jarðarflugslysinu: Ráðherra bauð mútur Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra og Jón Ólafur Skarphéöinsson og Friðrik Þór Guðmundsson hafa átt fundi upp á síðkastið og í kjöl- farið hefur ráðherra ritað rannsóknarnefnd fiugslysa bréf og beðið hana að skoða björgunarmál eftir flugslysið í Skerjafirðinum betur auk þess sem starfshópar hafa verið skipaðir til frekari athugunar. Friðrik segir að í síðustu viku hafi ráðherra boðið að skipaður yrði starfshópur til að skoða björgunar- Frlðrik Þór Guömundsson - gífurleg vonbrigði aðgerðirnar og ráðherra hafi einnig boðist til að taka þátt í kostnaði við rannsókn sem Friðrik og Jón Ólafur eru að láta breska sérfræðinga gera á málinu. „Hann vildi að öllu öðru yrði hent út af borðinu og menn myndu eftirleiðis halda friðinn í fjölmiðlum. Það átti sem sagt að dæla í okkur peningi en bara skoða björgunaraðgerðirnar og svo áttum við bara að þegja og vera góð- ir," segir Friðrik Þór. - Þið ætlið sem sagt ekki að þiggja þann fjárstuðning sem ráðherra reif- aði? „Fémútur ráðherrans voru ein- göngu settar fram til þess að aðeins björgunaraðgerðirnar yrðu skoðaöar og væntanlega hugsaði ráðherra til þess að björgunaraðgerðirnar á papp- írnum lúta ekki að Flugmálastjórn heldur að slökkviliði sveitarfélaga - þ.e.a.s. ekki að hans „beibíum". Það er ekki hægt að þiggja einhverja pen- inga til að skoða björgunaraðgerðir sem nota bene eru sennilega það eina í málinu sem liggur nokkurn veginn á hreinu." -BÞ Njarðvík: Eldur í stór- um togara Lið Brunavarna Suðurnesja var kallað að Skipasmíðastöð Njarðvík- ur klukkan 8.40 í morgun, en þar hafði komið upp eldur i skuttogar- anum Haraldi Böðvarssyni frá Akranesi. Togarinn var inni í stóru húsi skipasmíðastöðvarinnar og þegar slökkviliðið kom á vettvang var mjög mikill reykur í húsinu, svo mikili reykur að menn töluðu um að rétt hefði sést i stefni skipsins. Þegar DV fór i prentun var slökkvi- starf að hefjast fyrir alvöru, en reyndar ekki ljóst hvort um mikinn eld var að ræða í skipinu. -gk Vaxvél of- hitnaði Litlu munaði að eldur yrði laus í Umbúðaverksmiðjunni við Héðins- götu í Reykjavík i nótt þegar vaxvél ofhitnaði, en eldur náði ekki að brjótast út. Vélin fer sjálfvirkt í gang á næt- urnar og hitar vax sem notað er við umbúðaframleiðsluna. Eitthvað fór úrskeiðis og fylltist húsið af reyk, og olía sem var nærri var orðin ansi heit þegar slökkviliðið kom á vett- vang og gerði þær ráðstafanir sem gera þurfti til að koma málum í eðli- legt horf. -gk Samgönguráðherra: Sorgleg viðbrögð Sturla Böðvars- son samgönguráð- herra hafnaði al- farið ásökunum Friðriks Þórs Guð- mundssonar í sam- tali við DV í morg- un. „Þetta eru sorg- leg viðbrögð. Ég hef átt samtöl við Friðrik Þór og Jón Ólaf og tilgangur þeirra samtala hefur verið að reyna að lægja öldur sem af minni hálfu eru trúnaðar- mál. Ég hlýt að visa því alfarið á bug sem þarna er sagt og það hefur aldrei hvarflað að mér að umræða um þessi mál yrði þögguð niður. Ég hef lýst mig reiðubúinn til að koma til móts við þessa aðila og hef að öðru leyti unnið að því að tryggja sem vandaðasta efnismeðferð þessa máls," sagði Sturla. Ráðherra sagöi að ásakanir um að pólitík tengdist viðbrögðum hans væru ekki svaraverðar. Hann harm- aði einfaldlega viðbrögð Friðriks Þórs við nýjustu aðgerðum ráðu- neytisins. -BÞ Sturia Böövarsson. Rafkaup Armula 24 • simi 585 2S00 lleihudýnur tsérflokki! Svefn&heilsa ^rHEu!LINNARVe^ Reykavik581 2233 Akureyn 461 1150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.