Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2001, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2001 Fréttir I>V Óviðunandi umgengni umhverfis náttúruperluna Goðafoss: Löðrandi í mannasaur Umgengni feröamanna sem koma að Goðafossi er með ólík- indum. Mannasaur og salernis- pappír er um alla móa beggja vegna fossins. Maður sem hafði samband við DV, kvaöst hafa ver- ið á ferð við fossinn ásamt barna- barni sínu. Hann hafði ljóta sögu að segja: „Við ætluðum að hyggja að berjum í móunum við fossinn,“ sagði hann. „Mér brá heldur betur við þá sjón sem mætti mér. Þarna var allt löðrandi í mannaskít og salernispappír. Þetta var um allt.“ Á Fosshóli við Goðafoss er veit- ingarekstur og verslun. Þar eru salerni, en þau virðast ekki anna þeim straumi ferðamanna sem leggja leið sína að fossinum. Hólmfríður Eiriksdóttir, sem rekur veitingaaðstöðuna á Foss- hóli, kannaðist við lýsingu ferða- langsins. „Þegar skemmtiferða- skipin stoppa á Akureyri þá eru - í móunum báðum megin viö fossinn Náttúruperla Umgengni feröamanna í nágrenninu viö Goöafoss er meö ólíkindum. að koma hingað 15-20 rútur á einu bretti,“ sagði hún. „Þá hefur fólk- ið svo lítinn tíma aö það getur ekki staöið í löngum biðröðum við salernin. Þá grípur það til annarra ráða.“ Kvenfélag Ljósavatnshrepps hefur séð um aö þrífa svæöið í kringum fossinn og sinnt því af miklum myndarskap. „Við förum vikulega og þrífum planið og göngustígana," sagöi Kristin Sig- urðardóttir á Ingjaldsstöðum, for- maður kvenfélagsins. „En við get- um ekki með nokkru lifandi móti farið að tína upp eftir fólk sem gengur þarna örna sinna. Þaö vantar sárlega fleiri salerni á staðinn. Þarna er óskaplega mikil umferð og salernisaðstaðan virð- ist hvergi anna þörfum ferðafólks- ins.“ Ekki náðist í fulltrúa Ferða- málaráðs né oddvita Ljósavatns- hrepps vegna málsins í gær. -JSS Kræfir innbrotsþjófar: Voru að safna upp í fíkni- efnaskuldir Tveir karlmenn voru um helgina úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarð- hald i Héraðsdómi Reykjavíkur en mennimir hafa viðurkennt á annan tug innbrota á höfuðborgarsvæðinu sem þeir hafa framið að undanfómu og hefur mikið þýfi fundist heima hjá öðmm þeirra. Við yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur kom fram að þeir eru mjög skuldugir innan fikniefnaheimsins og var ætlun þeirra að greiða þær skuld- ir með þýfinu eða andvirði þess ef þeim tækist að selja það. Innan fikni- efnaheimsins komast menn ekki upp með að standa ekki í skilum og dæmi um að svokallaðir handrukkarar séu gerðir út til að lemja á mönnum fyrir skuldir sem em nokkur þúsund krón- ur. Þýfið sem mennirnir tveir vom með í fóram sínum er hins vegar nokkurra milljóna króna virði og með því mesta sem lögreglan hefur fundið í einu. Þar vora m.a. um 10 dýrar tölvur, ljósrit- unarvélar og skotvopn, svo eitthvað sé nefnt af þýfinu. -gk Frá ísafjaröarhöfn. ísafjörður: Innbrot í bát Brotist var inn í bátinn Baldur Áma RE-102 í ísafjarðarhöfn um helg- ina og talið að úr bátnum hefði verið stolið lyfjum og einhverju fleiru, auk þess sem skemmdir voru unnar. Lögreglan á ísafirði vildi litið segja um málið i gær annað en það að það væri í rannsókn. Tveir drengir vora handteknir og yfirheyrðir vegna máls- ins en þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum. -gk Reykjanesbær: Fjölmenni á Ljósahátíð Mikið fjölmenni var á Ljósahátíð í Reykjanesbæ um helgina og telur lögreglan að 10-12 þúsund manns hafi safnast saman í miðbænum. Allt fór vel fram en nokkur ölvun var í bænum þegar leið á nóttina án þess að til stórvandræða kæmi af þeim sökum. -gk Stórt Ólfusárhlaup dv-mynd njörður helgason Sex hundruð manns voru í viöbragösstööu á Ölfusárbrú á laugardag þegar ræst var í 11. Brúarhlaupiö á Selfossi. Keppt var í nokkrum flokkum og keppnin hörö sem endranær. Heldur færri tóku þátt aö þessu sinni en í fyrra, líklega hefur veöriö eitthvaö spilaö þar inn í. Skiptar skoðanir um úrskurð Skipulagsstofnunar: Finnst menn taka mikla áhættu - segir Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur „Ég tel hinn jákvæða úrskurð vegna álvers í Reyðarfirði auka stórlega lík- umar á því að virkjað verði við Kára- hnjúka enda er ljóst að álverið þarf mikla orku og ég sé ekki hvaðan hún ætti að koma nema farið verði í virkj- unarframkvæmdirnar fyrir austan," segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann segir Lands- virkjun vera að leggja lokahönd á kæra vegna úrskurðar Skipulagsstofn- unar um Kárahnjúkavirkjun enda renni skilafrestur út á miðnætti á mið- vikudag. Aðspurður um undirbúnings- vinnu Landsvirkjunar fyrir austan segir hann hana eingöngu felast í rannsóknum, meðal annars á Héraðs- flóa. Vegagerðin hafi hins vegar flýtt fyrirhuguðum vega- og brúarfram- kvæmdum í Fljótsdal. Má ekki mikið út af bera „Ég hafði reiknað með stífari skil- yröum í úrskurði skipulagsstjóra vegna álversins. Mér finnst menn taka mikla áhættu," segir Hjörleifur Gutt- ormsson náttúrufræðingur en vill engu spá um hvort úrskurðurinn verði kærður. Mengunin er honum of- arlega í huga: „Það dylst engum að þessi APH-efni, sem þama á að losa vegna rafskautaverksmiðjunnar, eru mjög varhugaverð. Rafskautaverk- smiðjan var mjög falin í matsskýrsl- unni þannig að erfitt var að átta sig á henni. Að mínu viti hefði átt að meta hana sérstaklega. Það er lokað alger- lega á búsetu innan svokallaðs þynn- ingarsvæðis en þéttbýlið á Reyðarfirði er í innan við eins kílómetra fjarlægð frá því. Það má því ekki mikið út af bera til að fólk sé í haettu." Hjörleifur telur einnig félagslega þáttinn stórlega vanmetinn og dregur mjög í efa að mannlífið verði jafn gott fyrir austan og nú, ef af þessum stór- iðjufamkvæmdum verði. Hann hefur enga trú á að Kárahnjúkavirkjun verði að veruleika. „Það væri mjög skrýtið ef virkjun sem hefur fengið margfalda falleinkunn hjá sama aðila og hefur fleytt þessu stóriðjuveri fram á að verða framkvæmd. Ég vona sann- arlega að svo verði ekki,“ segir Hjör- leifur. Kærur vegna Kárahnjúka „Það er líklegt að þessi úrskurður skipulagsstjóra um álverið komi til úr- skurðar umhverfisráðherra og því get ég ekkert tjáö mig um hann á þessu stigi. Allt sem ég segði yrði skoðað sem úrskurður af minni hálfu,“ segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. Hún segir allmargar kærar komnar inn vegna úrskurðar Skipulagsstofn- unar um Kárahnjúkavirkjun og búast megi við fleiri. Samkvæmt lögunum kveðst hún hafa átta vikur til að fjalla um þær. -Gun. mSESSSm. Una María formaöur Una María Ósk- arsdóttir var kosin formaður Landssam- bands framsóknar- kvenna á þingi landssambandsins sem haldið var að Bakkaflöt í Skaga- firði um helgina. Síðbúin ákæra Maður, sem sakaður er um að hafa otað hnífi að lögreglumönnum á Bíldudal í maí árið 1999, var ekki ákærður fyrr en í júlí á þessu ári. í Héraðsdómi var því frestað að veita honum refsingu fyrir athæfið héldi hann almennt skilorð. Hámarksrefs- ing fyrir athæfi eins og það sem mað- urinn var kærður fyrir er 6 ára fang- elsi en m.a. vegna þess að ákæran var ekki gefin út fyrr en rúmlega tveimur árum eftir verknaðinn var refsingu hans frestað. Eldur í Funa Kælikerfi í sorppressu sorp- brennslustöðvarinnar Funa á ísafirði ofhitnaði í fyrrinótt með þeim afleið- ingum að eldur kom upp. Slökkviliðið á ísafirði kom fljótt á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eidinn. Skemmdir urðu ekki miklar. Bretinn ótrúverðugur Breti, sem handtekinn var með 6 kg af hassi í farangri sínum á Keflavík- urflugvelli í júlí, hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Maðurinn hélt alltaf fram sakleysi sínu og sagðist ekki hafa vitað um fikniefnin í far- angri sínum. Dómnum þótti fram- burður mannsins hins vegar ekki trú- verðugur og dæmdi hann því til fang- elsisvistar. Tapið meira en spáð var Tap Lyfjaverslunar fslands nam 32 m. kr. á fyrri hluta þessa árs en í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 32 m. kr. á sama tíma. Spá fjármálafyrir- tækja gerði ráð fyrir 8 milljóna króna tapi nú. Lyfjaverslun íslands hf. er stærsta lyfjafyrirtæki á íslandi, með um 54% markaðshlutdeild í dreifingu lyfja. 600 á biðlista Riflega 600 manns eru á biðlista eftir fé- lagslegu íbúðarhús- næði í Reykjavík. Lára Bjömsdóttir, fé- lagsmálastjóri borg- arinnar, segir að menn súpi nú seyðið af því að búið sé að leggja niður félagslega kerfið. Færri en áður komist gegnum greiðslumat, vextir hafi hækkað og mönnum sé gert erfiðara fyrir en áður. Morgun- blaðið sagði frá. Enginn með 5 réttar Enginn var með allar fimm tölurn- ar réttar í laugardagslottóinu um helgina en potturinn var fiórfaldur. í honum voru um 13 milljónir fyrir fimm tölur réttar og er þess að vænta að um næstu helgi, þegar potturinn verður fimmfaldur, verði fyrsti vinn- ingur um 20 milljónir króna. Árekstur á Selfossi Harður árekstur varð milli tveggja bíla á Selfossi í gær. Ekki urðu slys á fólki en eignatjón varð mikið. Óhapp- ið átti sér stað á aðalgötu bæjarins. -gk/Gun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.