Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2001, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2001, Page 9
9 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2001 X>V____________________________________________________________________________________________Menning Það er ekki heiglum hent að ráð- ast til atlögu við óperuformið og ekki að ófyrirsynju sem mörg tón- skáld geyma sér það þar til þau hafa viðað að sér reynslu og þekk- ingu með öðrum einfaldari skrif- um. Á laugardagskvöldið sl. var frumsýnd í Dráttarbrautinni gömlu í Keflavík ný islensk ópera, Z Ástarsaga, eftir Sigurð Sævars- son, flutt af félögum í Norðurópi. Sigurður færist hér mikið í fang, semur ekki aðeins tónlistina held- ur líbrettóið líka en það er byggt á samnefndri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur. Útkoman varð mónótónsk og rislítil tónlist og handrit þó að eitt og annað væri vel gert og má þar nefna ágæta frammistöðu söngkvennanna þriggja, Ingveldar Ýrar Jónsdóttur, Jóhönnu Linnet og Bryndísar Jónsdóttur, og hljómsveitarinnar sem skipuð var fimm hljómborðs- leikurum. Z Ástarsaga er líklega sú bók Vigdísar Grímsdóttur sem verst er til þess fallin að semja upp úr óp- erulíbrettó. Sagan hefur litla dramatíska framvindu og byggist að mestu á hugleiðingum og minn- ingum dauðvona konu. í óperu- handriti Sigurðar stíga persónum- ar þrjár fram til skiptis og syngja einar um hugleiöingar sínar með- an hinar hlusta og engin raunveru- leg átök eiga sér stað fyrr en í lok- in að Z hittir Önnu sem segir henni að hún sé að deyja. Fyrir áhorfanda sem ekki var búinn að lesa bókina hefði verið erfitt að átta sig á um hvað verkið fjallaði og er hér því ekki um sjálfstætt handrit að ræða sem getur staðið óháð bókinni heldur er brotum úr bókinni raðaö saman á nokkuð til- viljanakenndan hátt. Úr verður handrit sem er allsendis ófært um að bera uppi heila óperu og kemur sögu Vigdísar illa til skila. Óperan hófst á snotru upphafs- stefi í píanói, og í byrjun virtist tónlistin ætla að verða fallega tregafull eins og ljúfur söngleikur. En fljótlega fór að. gæta einhæfni sem jókst þegar á leið, og nánast má segja að litlar eða engar breyt- ingar hafi orðið frá einum þætti til annars. Eflaust hefur verið ætlun höfundar að mynda með þrástefj- um og síendurteknum hljómum hið sérstaka andrúmsloft doða og tímaleysis þegar setið er yfir veik- um ættingja (sbr. viðtal við höf. í efnisskrá) og er hugmyndin áhuga- verð sem slík, en hér skorti eitt- hvað í þrástefm og endurtekning- arnar til þess að þær yrðu ekki leiöigjamar. Annað vakti einnig furðu þegar liða tók á hversu lítill munur var á resítatífunum annars vegar og aríunum hins vegar, en á löngum köflum hljómaði óperan eins og eitt langt resitatif. Útkom- an í heild bar því reynsluleysi höf- undar sterkt. vitni. Söngkonurnar þrjár sungu allar mjög fallega og leikur hljómsveit- arinnar var með ágætum með hinn örugga píanista Jónas Sen í farar- broddi. Flytjendur létu ekkert á sig fá þó að vél til hliðar við sviðið tæki að ýlfra fljótlega eftir að óper- an byrjaði og linnti ekki látum í næstum tvo heila þætti þar til starfsmaður að lokum þaggaði nið- ur i henni. Leikstjórinn Helga Vala Helgadóttir hefur sjálfsagt reynt sitt besta til að skapa dramatískt andrúmsloft milli persónanna, en stöður þeirra voru mjög statískar sem hjálpaði ekki upp á tilbreyt- ingarleysið sem almennt sveif yfir óperunni. Kannski má segja að samræmis hafi gætt varðandi end- urtekningar og kyrrstöðu milli ólíkra þátta hennar en hér skorti alveg neistann í tónlistina til að gera kyrrstöðuna áhugaverða. Ekki verður þó annað en tekið ofan fyrir þeim bræðrum, Jóhanni Smára og Sigurði og félögum þeirra í Norðurópi, fyrir að hafa ráðist í þessar óperuuppfærslur þó að þessi væri síður lukkuð en hin fyrri. Verður fróðlegt að sjá DV-MYND BRINK hvemig starf þeirra þróast í fram- tíðinni. Hrafnhildur Hagalín Z Ástarsaga, ópera eftir Sigurð Sævars- son, byggö á samnefndri skáldsögu Vig- dlsar Grímsdóttur, sýnd í Óperuveislu í Reykjanesbæ í gömlu Dráttarbrautinni í Keflavík. Leikmynd: Jóhann Smári Sæv- arsson. Ljós: Halldór Örn Óskarsson. Hljómsveitarstjóri: Siguröur Sævarsson. Leikstjóri: Helga Vala Helgadóttir. Söngvara vantar Æfingar heflast hjá Söngsveitinni Fílharmóníu í næstu viku eftir óvenju stutt sumarleyfi þar sem kórinn fór í söngferðalag til Ungverjalands og Sló- veníu í lok júní. í Búdapest hélt Söngsveitin tónleika í Matthíasarkirkj- unni og í kirkjunni í Eger þar sem sungið var við guðsþjónustu og fluttir tónleikar að henni lokinni. í Slóveníu var Söngsveitin þátttakandi í menning- arhátíðinni Imago Slóvenía og hélt tón- leika bæði i Píran, ævafornri borg við Adríahafið, og í Fransiskanakirkjunni i Lljúbliana. í haust mun Söngsveitin halda tónleika og bjóða landsmönnum að hlýða á hluta efnisskrárinnar úr ferðinni. Á aðventutónleikum í desember í Langholtskirkju flytur Söngsveitin kirkjuleg verk af ýmsu tagi, bæði er- lend og íslensk frá ýmsum tímum. Ein- söngvari verður Sigrún Hjálmtýsdóttir. Aðalverkefni vetrarins er Messa heilagrar Sesselju, verndardýrlings tónlistarinnar, eftir Joseph Haydn. Hún verður flutt í mars i Langholts- kirkju. Ekki er fullljóst hvenær verkið var samið en líkur eru leiddar að því að það hafi verið á bilinu 1766-1773 og að tilefnið hafl verið ráðning Haydns í starf kantors í kastala Esterházy. Fjór- ir einsöngvarar taka þátt í flutningnum með kómum ásamt hljómsveit. Stjórn- andi Söngsveitarinnar er Bemharður Wilkinson og píanóleikari Guðríður St. Sigurðardóttir. Raddþjálfun annast El- ísabet Erlingsdóttir. Æfingar Söngsveitarinnar eru á mánudags- og miðvikudagskvöldum I Melaskóla og verður sú fyrsta þeirra á miðvikudagskvöldið kemur, 5. septem- ber, kl. 20. Laus pláss em í öllum rödd- um og era upplýsingar veittar í sima kórsins 898 5290. skoli olafs gauks Innritun er hafin í síma flokka er í boði, bæði 588 -3730. Fjölbreytt nám fyrir alla aldurs- Hægt er að fá leigða heimagítara. Kr. 2.500 á önn. byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér. ©588-3730 Innritun daglega kl. 14-17 VISA Sendum vandaðan upplýsingabækling SÓL hf. • Ferðaskrifstofan iréft - § Sérferð Visa korthafa Þrjár nætur í höfuðborg Portúgals og 4 nætur á sólarströnd. Sól býður til skemmtilegrar dvalar í Lissabon sem oft hefur verið nefnd San Francisco Evrópu. Dvalið verður á nýju og stórglæsilegu íbúðahóteli Sólar í Albufeira, Paraiso de Albufeira. kr. á mann í tvíbýlí með sköttum Skoðunarferðir greiðast sérstaklega. Grensásvegi 22 • Sími 5450 900 • www.sol.is ■heitar feröir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.