Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2001, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2001 Fréttir Frjálsar fiskveiðar við ísland kvaddar með neyðarblysum: Aðgerðir stjórn- valda hörmulegar - segir Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður DV-MYNDIR GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Róið í frelsi Ólafur Ragnarsson heldur í róöur sem frjáts fiskimaöur viö íslandsstrendur en segist nú veröa aö leggja bátnum til aö vernda fiskistofnana. Einar Oddur Kristjánsson, annar tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, seg- ist líta á gildistöku kvótasetningarlaga á smábáta 1. sepem- ber sem óskaplega ógæfu af hendi stjómvalda. Að kvöldi síð- asta fostudags söfnuðust smábáta- sjómenn á Vestfjörðum saman hver á sínum stað og skutu upp neyðar- flugeldum í tilefni þess að nýtt fisk- veiðiár gekk í garð fyrsta septem- ber. Á Flateyri söfnuðust smábáta- menn saman og var nokkur fjöldi þorpsbúa mættur til að sýna þeim samstöðu vegna nýrra laga sem tal- in eru draga verulega úr mögleikum þessara litlu báta til að komast af og er nokkur uggur meðal íbúanna sem byggja afkomu sína nær ein- vörðunga á afla smábátanna. Einar Oddur Kristjánsson alþing- ismaður var meðal þeirra sem fylgd- ust með aðgerðum sjómannanna á Flateyri. Hann hefur sem kunnugt er boðað harða andstöðu við þessar nýju reglur og hefur sakað sjávarút- vegsráðherra um að svíkja sam- komulag sem samtök smábátaeig- enda gerðu við ríkisvaldið. „Það er verið að kveðja þá von sem var búin til með því samkomu- lagi sem við gerðum 1996 og hefur verið eini vaxtarbroddurinn í út- gerð hér um slóðir og ég lít á þetta sem óskaplega ógæfu af hendi stjórnvalda að hafa orðið til þess að drepa þetta. Ég stend heils hugar með byggðunum héma sem eiga allt sitt undir þessu. Okkar hugsun með þessu samkomulagi var aö með því gæfum við þeim lífsvon og það sýndi sig að það gekk eftir og að við hefðum gert rétt. Ég harma enn og aftur að stjómvöld hafi með aðgerö- um sínum verið að eyðileggja það,“ sagði Einar Oddur þar sem hann fylgdist með neyðarblysum smá- bátamanna á Flateyri í tilefni fisk- veiðiáramóta. Rothögg fyrir okkur Ólafi Ragnarssyni, skipstjóra á Popparanum ÍS, leist ekki vel á út- litið fyrir þessar útgerðir. „Við erum að kveðja síðustu frjálsu fiskveiðamar við íslands- strendur. Þessar nýju reglur um kvótasetningu á ýsu og steinbít em rothögg fyrir okkur á smábátunum. Ég sé ekki fram á annað en að ég muni tapa húsinu mínu og bátnum og eftir stend ég sem stórskuldugur og gjaldþrota öreigi með bagga sem ég næ aldrei að vinna mig út úr eft- ir að ríkisvaldið hefur slegið mig af. Á nýliðnu fiskveiðiári fiskaði ég lið- lega 40 tonn af ýsu og 70 tonn af steinbít, auk þess sem ég fiskaði 120 tonn af þorski. Nú má ég veiða um 30 tonn af þorski og ekki eitt einasta kíló af ýsu og steinbít. Ég mun að sjáifsögðu fiska þessi tonn en eftir að meðaflinn hverfur sé ég ekki fram á að geta leigt eitt einsta tonn af þorski því það stendur ekki und- ir sér án hinna tegundanna. Ég er ekkert einn um þessa stöðu. Það er fjöldi báta i sömu sporum enda er þegar farið að draga saman seglin og fækka fólki,“ segir Ólafur og er verulega svartsýnn á framhaldið. Nokkur hluti ýsuaflans hefur ver- ið smærri ýsa en vegna þess að hún hefur verið utan kvóta hafa sjó- menn séð sér akk i því að koma með hana að landi og gera úr henni verð- mæti. Hendum ýsu og steinbít „Það liggur alveg ljóst fyrir að ég mun henda bæði ýsu og steinbít sem ég fæ og það verður gaman að sjá hvemig fiskifræðingar meta það þegar ýsuveiðar nánast leggjast af á Vestfjarðamiðum. Kvótakerfið átti að vera vemdarstefna til að byggja upp. Það hefur mistekist hrapallega enda kemur hver skerðingin á fæt- ur annarri en hins vegar hefur tek- ist bærilega að vemda nokkrar út- valdar útgerðir og það er kannski tilgangur kerfisins. Það er augljóst að það verður að stýra fiskveiðum en að setja 6 tonna bát undir sama hatt og þúsund tonna togara er alveg út í hött og við komumst ekki að hérna á grunnslóðinni fyrir þessum ryksuguskipum. Það er stunduð mikil rányrkja á miðunum en það er ekki gert með krókabátum," seg- ir Ólafur og var heitt í hamsi. Þó bindur hann vonir við að einhverjir þingmenn muni reyna að sporna við því sem í uppsiglingu er og nefn- ir í því sambandi yfirlýsingar Ein- ars Ódds Kristjánssonar og Kristins H. Gunnarssonar og vísar til þess að sjávarútvegsráðherra sé þekktur að því að skipta um skoðun. Neyðarblys á lofti Smábátasjómenn á Vestfjöröum skutu upp neyöarblysum til aö minna á stööu sína þegar nýtt fiskveiöiár gekk í garö. Hestamenn hittast DV, SKAGAFIRDI:' Hinir árlegu hestadagar, sem hestamannafélögin í Ólafsfirði, Siglufirði og austanverðum Skaga- firði (Svaði) standa fyrir, voru haldnir fyrir skömmu. Safnast var saman í Fljótunum þar sem félagar í Hestamannafélaginu Svaða höfðu komið upp ágætri aðstöðu fyrir hrossin en mannskapurinn hafði Sólgarðaskóla til umráða. Þarna komu liðlega 100 hross og fóru um 70 manns í reiðtúrinn á laugardeg- inum þegar farin var skoðunarferð fram Flókadalinn undir leiðsögn heimamanna. Þorvaldur Gestsson, formaður Svaða, sagðist telja að hestadagarn- ir hefðu tekist vel, veðrið var frá- bært þessa helgi og létt yfir mann- skapnum. Dagamir náöu hámarki á laugardagskvöldiö með grillveislu sem yfir eitt hundraö manns mættu í. Þar voru einnig skemmtiatriði sem Svaða-félagar sáu um. Tilgang- ur þessarar samkomu er að hesta- menn af þessu svæði hittist og kynnist án þess að sérstök keppni sé háð. -ÖÞ DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON Frá hestadögunum Fljótin skörtuöu sínu fegursta þegar fólk var aö gera klárt til heimferöar á lokadegi hestadaganna. Á innfelldu myndinni er Þorvaldur á Krossi meö barnabörnin Fríöu Rún og Þorvald Inga á hestadögunum í Fljótunum. Umsjón: Birgir Guömundsson „Come back“ hjá Birgi í pottinum hafa menn verið að ræða um hið mikla „come back“ hjá Birgi ísleifi Gunnarssyni í hlutverki seðlabanka- stjóra og for- manns banka- stjómar bank- ans. Telja menn að hann hafi tæplega verið jafn flott ur og valds mannslegui fyrr - ekki einu sinni á ráðherraár- um sínum - og því sé greinilegt að honum henti betur að vera valda- mikill embættismaður en pólitíkus. Hins vegar er því ekki að neita að þær raddir heyrast líka sem eru mjög óánægðar með Birgi og telja þrjósku hans við að lækka vexti til marks um að maðurinn sé óalandi og óferjandi. í þeim kreðsum heitir hann einfaldlega: „Maðurinn sem tapaði borginni"! ... Pirraðir á VG í pottinum heyrist nú að tals- verður pirringur sé í gangi hjá að- ildarflokkum Reykjavikurlistans, ekki síst út í Vinstri græna vegna þess að menn óttast að sam- komulag náist ekki um að bera fram sameiginlegan lista undir for- ustu Ingi- bjargar Sól- rúnar Gísla- dóttur. Bæði framsóknarmenn og samfylkingar- menn tala um að þeim þyki Vinstri grænir draga lappirnar og að sumra mati til þess að skapa sér sterkari stöðu í samningsviðræðun- um. Slíkt hefur fallið í grýttan jarð- veg ýmissa flokkshesta og eru nú farnar að heyrast raddir á ný inn- an beggja flokka sem hvetja til þess að Framsóknarflokkur og Samfylk- ing hætti þessum eltingaleik og bjóði fram i eigin nafni... Nýr forstjóri Kaupáss? Einn helsti samkvæmisleikur manna sem gerst þekkja til í við- skiptalífinu hefur að undanfórnu verið sá að geta sér til um hver verði ráðinn næsti fram- kvæmdastjóri Kaupáss. Sem kunnugt er kunngerði Þorsteinn Pálsson það snemmsumars að hann.va á forum ekki hefur verið upplýst enn hver taki við starfmu. Til sögunnar hafa þó verið nefndir þeir Thomas Möller, sem er einn af helstu stjómendum OLÍS, og Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, sem hefur þó opinber- lega þvertekið fyrir að vera á for- um frá kjötinu ... Telja Ómar hlutdrægan Ómar Ragnarsson fréttamaður hefur flutt manna mest fréttir af virkjunarmálum i Ríkissjónvarp- inu og reykvískir framsóknarmenn spyrja á vef- síðu sinni, Hriflu.is, hvort menn telji Ómar sýna hlutleysi í umflöllun sinni. Því er skemmst frá að segja að Ómar er ekki talinn óvilhallur fréttamaður af framsókn- armönnum, því 72% þeirra tæplega 300 framsóknarmanna sem greitt hafa atkvæði á vefnum segja hann ekki hlutlausan. Um 28% hins veg- ar telja hann sýna hlutleysi í fréttaflutningi sínum ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.