Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2001, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2001, Qupperneq 13
13 MANUDAGUR 3. SEPTEMBER 2001 x>v Menning Af áreiðanleika minninga Um árabil hefur sá sem þetta skrifar talað fyrir nauðsyn þess að koma á gagnkvæmum myndlist- artengslum við íslend- ingabyggðirnar í Kanada; bæði sýna íslenska mynd- list þar vestra og fá verk eftir markverðustu lista- menn frænda okkar, svo og einnig verk kanadískra frumbyggja, til sýninga á íslandi. í viðræðum sem ég átti við forsvarsmenn helstu listasafna í Kanada, bæði í íslendingabyggðum og annars staðar, lýstu allir viðmælendur mínir yfir miklum áhuga á nánum myndlistarlegum sam- skiptum. Hins vegar var þrautin þyngri að vekja áhuga á slíkum samskipt- um hjá áhrifamönnum í íslenskum listastofntm- um, sem töldu vísast brýnna að koma íslenskri myndlist á svonefndan heimsmarkað en að rækta tengsl við einhverja G.N. Louise Jonasson: „Banner with Lance" útnára i Kanada. Verk hennar eru vandlega uppbyggð, margræð og uppfull með vísunum íjarðfræði, fornleifafræði, ættfræði, erfðafræði, Það kemur mér því ekki á óvart að sýning á verk- um íslensk-kanadísku listakonunnar G.N. Louise Jonasson, sem nú hangir uppi í mið- rými Kjarvalsstaða, skuli vera hingað komin fyrir frumkvæði Kanadamanna, nánar til- tekið Manitoba-fylkis. Þeir kosta flutning- inn, útgáfu á vandaðri sýningarskrá og klykkja út með því að gefa íslensku þjóðinni hluta verkanna. Nú stendur upp á okkur að endurgjalda þessa heimsókn af viðlíka rausn, t.d. með því að senda listasafninu í Winnipeg íslensk verk til sýningar og gjafar. I aldingarði menningarfræðanna G.N. Louise Jonasson er listakona með gríðarmikla menntun og reynslu. Áður en hún hóf myndlistarnám nam hún trúar- bragðafræði og mannfræði, er auk þess með háskólamenntun i fæðingarhjálp. Ásamt með myndlist sinni hefur hún unnið sem myndstjóri á menningartímariti, bókasafns- fræðingur, ljósmyndari, sýningarstjóri og fyrirlesari. Hér er því ekki um að ræða lista- mann sem vinnur út frá forsendum efnivið- arins, óheftra kennda eða óstýriláts hugar- sögu og sáifræði. flugs, heldur mjög svo meðvitaðan verka- mann í aldingarði menningarfræðanna. Verk hennar eru vandlega uppbyggð, margræð og uppfull með vísunum í jarð- fræði, fornleifafræði, ættfræði, erfðafræði, sögu og sálfræði, þannig að ekki dugir minna en kandídatsritgerð í menningarvís- indum til að gera þau aðgengileg áhorfend- um. Á sýningunni eru tvær myndraðir, „Ey“ og „Minningar um ey“, plús stakt verk í öðr- um dúr, og eru þau öll tilbrigði um þær hug- myndir sem Louise Jonasson gerir sér um hina íslensku arfleifð sína. Þótt hún nefni verkin „minningar", eru þau í raun tilbún- ingur, því listakonan hafði ekki komið til ís- lands þegar hún gerði þau. Sem leiðir hug- ann að áreiðanleika minninganna; eru þær ekki brotakennt samsafn smámynda sem við sjálf veljum og dubbum upp í þá „fortíð“ sem okkur hugnast best? Gulltöflur Þessar „minningar' til hugmyndarinnar sínar, sem taka m.a. um frum-eyjuna, ís- lenskra lifnaðarhátta í fortíð og nútíð og einkalegra tákna, málar, ristir og mótar listakonan á spónaplötur sem hún „fyrnir" með ýmsum aðferðum. Áhorfandinn er því í sporum fornleifafræðingsins sem uppálagt er aö glöggva sig á þeirri siðmenningu sem að þessum nútíma „gulltöflum" stendur, sjá ljóð Stephans G. í sýningarskránni. Hér er vissulega vélað um með öörum hætti en við eigum að venjast. Og áhugavert að sjá viðleitni listakonunnar til að skapa sér merkingarbæra mýtu úr þessari fjarlægu íslensku arfleifð, jafnvel þótt hún skynji á endanum að veruleikinn að baki mýtunnar verði ekki brotinn til mergjar með góðu móti. Það sem kannski stendur henni mest fyrir þrifum er þurrlegur frásagnarmátinn, áhugaleysi um tæknilega náttúru þeirra fjöl- mörgu miðla sem hún er með undir í hverju verki. Þetta gerir verkin helst til einsleit innbyrðis og óspennandi fyrir augað. Aðalsteinn Ingólfsson Minningar um ey stendur til 9. september. Kjarvals- staöir eru opnir alla daga kl. 10-17 en til ki. 19 á miöv. Óperuhátíð blásin af Óperuunnendur í Kaupmannahöfn eru margir og jafnan er fullbókað jafnvel löngu fyrir fram á allar óperusýningar í Konunglega leikhúsinu þar sem hinn ungi Kasper Holten ræður rikjum. Því sáu nokkrir aðilar undir forystu óperusöngvarans Brians Dans sér leik á'borði og boðuðu mikla óperuhátíð í borginni í lok ágúst og byrjun september. Þeir leigðu geysistórt húsnæði, eins konar „laugardals- höll“, réðu hljómsveit, hljómsveitarstjóra, kór og einsöngvara erlendis frá, aðallega frá Ital- íu, buðu ungum söngvurum að koma og syngja fyrir í því skyni að velja nokkra úr hópnum til að syngja með hinum heimsfrægu útlendingum og boðuðu átta sýningar á Tosca og Rigoletto auk galakvölds, alls 54 þúsund miða. Það fyrsta sem tortryggni vakti var hve fáir ungir söngvarar reyndust hafa áhuga á að syngja með heimssöngvurunum en þó fékkst að lokum tilskilinn fjöldi til að taka þátt í flutningnum. Næst spurðu óánægjuraddirnar hvar í heiminum söngvararnir væru frægir sem ráðnir höfðu verið og framkvæmdaaðilar svöruðu snúðugt að alveg væri þetta týpískt fyrir Dani, þeir þekktu enga söngvara nema Pavarotti! Svo kvisaðist að styrktaraðilar vildu ekki láta nafns síns getið - þvert ofan i það sem venja er til. Einnig það þótti tor- tryggilegt. Síöan rann upp morgunninn eftir gala- kvöldið sem hátíðin hófst á og dagljóst varð af gagnrýninni að þar höfðu fáir kunnað al- mennilega til verka - og alls ekki fram- kvæmdaaðilamir. Allt vantaði sem við átti að éta. Fáir söngvaramir stóðu sig þokkalega - um einn var sagt að þó að öndin bærðist í vit- .gnshaóq Bmsa J 11‘líStó1 um hans hefði röddin hans dáið fyrir þó nokkrum árum! - og sagt var að hver hinna flmm sinfóníuhljómsveita sem Kaupmanna- höfn státar af hefði getað spilað Fílharmoníu- mannsgaman hljómsveit Rómaborgar út af sviðinu. Þá var framkvæmdaaðilum nóg boðið og þeir blésu hátíðina af - enda hafði fátt eitt selst af þessum 54 þúsund miðum... Voru þá borgarbúar ekki eins hungraðir í óperu og ætla mátti? Eða lætur fólk ekki bjóða sér hvað sem er? Haugur á borðinu Hef tekið eftir því að jafna safnast fyrir lít- ið bókasafn á náttborðinu mínu uppi i Grafar- vogi. Þaö þykir mér gott. Og fátt er eyðilegra en autt náttborð, strokið og hreint. Náttborð eiga að geyma hauga af bókum; ólíkum, mis- þykkum, misgóðum. Svona slatta af heimsins meiningum. Var rækilega minntur á þetta eitt síðkveld- ið á þessu síðsumri. Kominn berrassaður upp í beddann og þess albúinn að opna galdur lít- illar bókar á borðinu góða, reyndar ljóðabók- £ir, mjög þunnrar. En oft veltir lítil... eins og máltækið segir. Og haldiöi ekki að haugurinn hafi henst í gólflð og lá við að samfelldur barnaskarinn vaknaði í stafrófsröð hinumeg- in við þilið. Dynk, dynk, dynk. Þarna lá safnið í gólfinu, reyfarar, ljóða- bækur, þungar skáldsögur og tímarit, að ógleymdum litlu kompunum mínum sem ég fylli af renningum hugans meö þéttri og smá- gerri skrift minni þegar andinn er í hverfinu. Fór að hugsa um það hvað bækur eru manni mikils virði þegar ég settist þarna á naktar hækjur mér og byrjaði að stafla þeim aftur upp á nóttina. Og sá þama eina af ástæð- um þess að íslendingar vilja fremur eiga bæk- ur en fá þær að láni. Þarna voru skáldsögur sem ég hafði komist þokkalega af stað með um vorið, en gefist upp á og ætlað betri tíma. Dá- lagleg sekt ef lánuð væri. Og hálfnaðar ljóða- bækur, varla opnaðir reyfarar. Léttilega krumpuð tímarit. Margar bækur eru nefnilega lokaðri en þær sýnast vera. Sumar opnast algerlega og eru auðlesnar, aðrar geta pirrað mann svo dögum skiptir, allt þar til þær opnast ekki einasta heldur opna augu manns. Enn aðrar eru alltaf að loka á mann, þurfa hvíldar við. Þá eru þær til sem opnast aldrei. Og loks þær sem henta ekki nema á vissum tímum. Því er gott að hafa haug á borðinu. Bara að hann sé vel staflaður. -SER Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Merkir íslendingar Það var ekki leiðin- legt að vera íslending- ur í Danmörku í ágústmánuði. í fyrsta lagi var íslenskum kvikmyndum sem þar voru sýndar afskap- lega hlýlega tekið og af alvöru. Ekki veit ég hvemig aðsóknin var að íslensku kvik- myndahátíðinni sem hidin var í Kaup- mannahöfn og víðar, en umsagnir voru góðar um Úngfrúna góðu og Húsið og 101 Reykjavík. Baltasar Kormákur laðaði alla leið til íslands blaðamenn allra helstu Kaupmannahafnar- blaðanna sem höfðu smekk bæði fyrir einkar áhugaverðu útliti hans og því sem hann hafði að segja. Gaman. Svo komu Norðurljós Einars Kárasonar út í danskri þýðingu og umsagnir um þau í helstu blöðum yfirleitt afar vinsamlegar og vits- munalegar. Síðast en ekki síst kom svo Vespertine út og Björk breiddi sig yfir heilsíður blaðanna sem eru helmingi stærri að ummáli en við eigum að venjast. Og umsagnirnar voru svo fallegar að maður viknaði ... að maður minnist nú ekki á myndirnar af henni. Galdrakerling „Eins og rúnir á tungunni," var fyrirsögn gagnrýninnar í Politiken - og er þá vísað til íslensks framburðar Bjarkar á enskunni sem afmarkar hvert hljóð fyrir sig og gefur því sjálfstætt líf. „Þetta er plata persónulegra um- mæla,“ segir enn fremur, „ástarjátningar í iðu líflegra, músíkalskra atriða ... en einnig al- menn tjáning á þörf manneskjunnar fyrir dýpt og samhengi. Sviðsett í tónlist sem leitar jafnt til himins og inn á við ..." „Alveg síðan Debut kom út 1993 hefur Björk heillað og undrað alþjóðlegan aðdáendahóp sinn með víðu tónsviði og óviðjafnanlegri rödd,“ segir Weekendavisen. „Helsta einkenni hennar eru óútreiknanlegar en tilfinningalega hárréttar sveiflur milli hins gamalvitra og hins bamslega, hins ástríðufulla og hins hljóðláta, hins kraftmikla og hins viðkvæma.“ Hann segir líka síðar í umsögninni réttilega að Björk sé göldrótt og hrósar henni fyrir þann ótrúlega þroska sem tónlist hennar hafi tekið síðan hún sprakk út sem sjálfstæður listamaður. „Það er enginn fyrir ofan eða við hliðina á þessum frjálsa íslendingi sem án nokkurrar áreynslu eyðir leiðinlegum skilum milli popps og fínnar tónlistar, milli ryþmískrar tónlistar og „komposisjóntónlist- ar“. Af orðum gagnrýnenda má glöggt finna að Björk er einhver frumlegasti og merkasti tón- listarmaður sem veröldin á um þessar mund- ir, og hún skammast sín ekkert fyrir að vera af þessari fjarlægu eyju. Þvert á móti hefur hún notað uppruna sinn til að ítreka sérstöðu sina - til dæmis með framburðinum á ensku sem verður eins og rúnir á tungu hennar. Barnabækur á uppleið Harry Potter lagði línumar með því að láta tilnefna sig til virðulegra bókmenntaverð- launa, og nú er barnabókin The Amber Spyglass eftir Philip Pullman í hópi úr- valsbóka fyrir sjálf Booker-verð- launin. Eins og glöggir lesendur hafa áttað sig á er þetta lokabindi af þríleik Pullmans um ævintýrahetjuna Lýru, en fyrsta bindið kom út í íslenskri þýðingu Önnu Heiðu Pálsdóttur fyrir síðustu jól undir nafninu Gyllti áttavitinn. Hún hlaut gífurlega góðar viðtökur hér á landi eins og annars staðar. íslendingar voru fljótir að átta sig á hvaðan vindurinn blési í sambandi við barnabækur því Andri Snær hlaut íslensku bókmennta- verðlaunin fyrir Söguna af bláa hnettinum i fyrra! ‘ííjc ^aið/ia iiaaJaxuoii! gO .qqu ntii iiiyabiisi rimn :ut 5.-0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.