Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2001, Side 15
14
MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2001
MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2001
27
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Röng stefha
Svo virðist sem stjórnendur Seðlabankans neiti að
horfast í augu við staðreyndir. Stefna bankans í peninga-
málum er röng og skiptir engu hversu oft stjórnendur
bankans berja höfðinu við steininn í örvæntingarfullri
leit sinni að réttlætingu hárra vaxta.
Ef svo fer sem horfir mun Seðlabankinn vinna stór-
kostlegt efnahagslegt tjón - skemmdarverk sem erfitt
verður að lagfæra.
Eitt nöturlegasta hlutskipti sem hægt er að hugsa sér
er að takast illa upp í vandasömu en mikilvægu verkefni
- svo hrapallega að sagan komist ekki hjá að fella sinn
harða dóm. Þetta er enn nöturlegra ef margt í fortíðinni
hefur tekist vel og jafnvel frábærlega.
Seðlabankinn hefur á síðustu árum beitt skynsemi
við stjórnun peningamála og með stefnu sinni lagt einn
af hornsteinum þeirrar efnahagslegu velmegunar sem
við íslendingar höfum fengið að njóta. Aðhaldssöm pen-
ingamálastefna er oftar en ekki til eftirbreytni. En á síð-
ustu misserum virðist sem bankinn hafi misst fótanna
vegna inngróinnar íhaldssemi. Með inngripi á gjaldeyr-
ismarkaði reyndi Seðlabankinn að halda verðgildi
krónunnar háu gagnvart öðrum gjaldmiðlum, alltof
lengi. Afleiðingin var sú að viðskiptahallinn varð meiri
en ella og staða útflutningsfyrirtækja verri. Skellurinn
af falli krónunnar var því meiri en nauðsynlegt var og
fall krónunnar varð meira en efni stóðu til. Þannig
magnast hagsveiflurnar ef ekki er haldið á málum í takt
við raunveruleikann.
Seðlabankinn og stjórnendur hans standa nú í svipuð-
um sporum og þegar þeir reyndu að verja krónuna falli,
þó öll efnahagsleg og skynsemisrök mæltu með nokkurri
lækkun. Lækki bankinn ekki stýrivexti umtalsvert í
nokkrum skrefum á næstu vikum og mánuðum er hætt-
an sú að efnahagslegur samdráttur blasi við.
Vandi stjórnenda Seðlabankans er sá hve þeir einblína
á eftirspurnarhlið efnahagslífsins og skynja ekki mikil-
vægi framboðs í baráttu sinni gegn verðbólgu. Sigurður
B. Stefánsson, framkvæmdastjóri eignastýringar hjá ís-
landsbanka, ritaði harðorða grein í Morgunblaðið síðast-
liðinn fimmtudag þar sem hann bendir á að málflutning-
ur Seðlabankans sé í beinni þversögn við athafnir banda-
ríska seðlabankans þar sem „megináhersla er lögð á að
viðhalda framleiöniaukningu og tekjum þegar hægir á
hagvexti víðast hvar í heiminum“. Sigurður B. Stefáns-
son segist ekki geta að því gert en „að aftan að honum
læðist sú tilfinning að ekki sé aðeins verið að reyna að
kæfa verðbólgu heldur einnig allan kraft úr þjóðarbú-
skapnum sjálfum um leið“.
Seðlabankinn getur ekki barist gegn staðreyndum sem
við blasa en spurningin er sú hvort haldið verði áfram
að berja höfðinu við steininn þangað til skaðinn er orð-
inn of mikill til að vaxtalækkun skili einhverju. En við
hverju er að búast þegar sérfræðingar bankans neita að
viðurkenna að minnkandi hagnaður og jafnvel umtals-
vert tap af rekstri fyrirtækja sé ekki mælikvarði á minni
þenslu?
Eftir skynsamlega stefnu i peningamálum síðustu ár
að flestu leyti virðist því miður sem stjórnendur Seðla-
bankans séu fastir í glerhýsi þar sem efnahagslegar stað-
reyndir skipta litlu. Er það sá dómur sem þeir sækjast
eftir þegar fram líða stundir?
Óli Björn Kárason
I>V
Skoðun
í örum vexti
Kjallari
Sigurrós
Þorgrímsdóttir
bæjarfulltrúi
unni var því að auka fram-
boð af byggingarhæfum lóð-
um, bæði fyrir íbúðir og at-
vinnurekstur.
Eins og sjá má á íbúafjölg-
uninni og atvinnuuppbygg-
ingunni hefur þessi stefnu-
breyting bæjarstjórnar náð
fram aö ganga. Samhliða
hinni öru uppbyggingu hefur
verið hugað að eldri hverfum
bæjarins, eldri götur verið
endurgerðar og fegraðar,
göngustígar lagðir og nýtt
fráveitukerfi lagt.
„Nauðsynlegt var að bœjarbúum
fjölgaði verulega og laða þurfti fyrir-
tæki í bœinn til að leggja grunn að
auknum tekjum. “ - Frá Kópavogi.
Kópavogshreppur fékk
kaupstaðarréttindi 11. maí
1955 og þá var íbúatalan
um 3.500 en nú mun hún
vera um 24 þúsund. Ekk-
ert bæjarfélag hefur því
byggst upp með sama
hraða og Kópavogur.
Fjölgun íbúa hefur orðið
einna mest síðan 1990 þeg-
ar Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur tóku
við meirihlutastarfi i bæj-
arstjórn Kópavogs. Á þess-
um ellefú árum má segja
að orðið hafi bylting í bænum enda
ber fjölgun íbúanna þess vitni en
þeim hefur fjölgað úr 16 í 24 þúsund
eða um 50% á þessu tímabili.
Breytingin á bænum
Árið 1990 var sett fram metnaðar-
full stefna varðandi uppbyggingu í
bænum sem leitt hefur til þess að bú-
setuskilyrði í Kópavogi hafa breyst
mjög til batnaðar. Stefnubreytingin
var ekki auðvelt verk. Nauðsynlegt
var að bæjarbúum fjölgaði verulega
og laða þurfti fyrirtæki í bæinn til að
leggja grunn að auknum tekjum.
Veigamikill þáttur í stefnubreyting-
Fjölgun þjónustustofnana
Bæjarstjórn Kópavogs telur eitt
brýnasta verkefni sitt aö veita íbúum
bæjarins sem besta þjónustu og þvi
er nauðsynlegt að bygging þjónustu-
stofnana sé í takt við fjölgunina.
Samhliða svo mikilli fjölgun íbúa
hefur því verið nauðsynlegt að
byggja upp þjónustu, s.s. skóla og
leikskóla. Kópavogur var fyrsta
sveitarfélagið til að einsetja grunn-
skóla sína og því hefur mikil upp-
bygging verið í nýjum grunnskólum.
Leikskólum hefur fjölgað um
helming á þessum ellefu árum úr sjö
i fjórtán. Nú í haust mun enn
einn nýr leikskóli í Sölum taka
til starfa og þegar er hafinn
undirbúningur að byggingu
annars leikskóla i Sölunum sem
opnar næsta vor. Jafnframt er
verið að stækka eldri leikskóla
bæjarins. Mikil gróska hefur
verið í uppbyggingu iþrótta-
mannvirkja í bænum. Nú er
verið að byggja fjölnota íþrótta-
hús við hliðina á íþróttahúsinu
í Smáranum sem tekið verður í
notkun næsta vor. Jafnframt er
hafínn undirbúningur að bygg-
ingu sundlaugar og íþróttahúss
í Sölunum og verið er að endur-
gera golfvöllinn.
Blómlegt menningarlíf
Samhliða þróun og uppbygg-
ingu aðstöðu fyrir íbúa í starfi og
leik hefur verið forgangsverkefni
bæjarstjómarinnar að búa til um-
gjörð fyrir sífellt auðugra mannlíf.
Tvö reisuleg menningarmusteri hafa
verið reist af bæjarfélaginu. Lista-
safn Kópavogs, Gerðarsafn, var opn-
að i april 1994. Síðan safnið tók til
starfa hafa þar verið haldnar hátt á
annað hundrað myndlistarsýningar
af ýmsu tagi. Fjölmargir tónleikar,
bókmenntakynningar og önnur
menningarstarfsemi hefur ennfrem-
ur farið þar fram.
Um áramótin 1998-1999 var tekinn
í notkun sérhannaður tónlistarsalur
sem ber nafnið Salurinn en hann er
í fyrsta áfanga Menningarmiðstöðar-
innar. Það er fyrsti og eini sérhann-
aði tónlistarsalurinn á landinu. Þrátt
fyrir að Salurinn sé nú aðeins
að hefja sitt þriðja starfsár
hafa tónleikar þar þegar skipt
hundruðum. Segja má að með
tilkomu þessa glæsilega tón-
listarhúss þar sem boðið er
upp á fjölskrúðuga og spenn-
andi tónleikaskrá hefur tón-
listarlíf, ekki bara í Kópavogi
heldur á landsvísu, vaxið og
dafnað til muna.
Nú er verið að byggja seinni
áfanga Menningarmiðstöðvar-
innar og mun Bókasafn Kópa-
vogs og Náttúrufræðistofa
Kópavogs fá þar aðstöðu en
fyrirhugaö er að þessi hluti
hússins verði opnaður næsta
vor.
Björt framtíð
Fyrir fjörutíu og sex árum þegar
Kópavogur fékk kaupstaðarréttindi
voru örfá hús í bænum en nú þegar
við erum að stlga inn í nýja öld er
Kópavogur annað stærsta sveitarfé-
lag landsins. Uppbyggingin hefur
tekist vel fram að þessu og fjárhagur
sveitaiíélagsins hefur verið að batna.
- Framtíðin er því björt í Kópavogi.
Sigurrós Þorgrímsdóttir
Hófleysa er falls furða
„Hóflega drukkið vín gleður manns-
ins hjarta," stendur í Helgri bók, en
þau fomu sannindi virðast seint ætla
að komast innfyrir höfuðskeljarnar á
íslendingum. Hérlendar drykkjuvenjur
sverja sig mjög í ætt við hættina, sem
forfeðurnir á víkingaöld tömdu sér, og
birtast hvað greinilegast í vikulegum
miðborgaruppákomum í Reykjavík og
árlegum drykkjuhátíðum um verslun-
armannahelgina víða um land. í síö-
ustu viku var Spurningu dagsins hér í
blaðinu beint til sex unglinga: „Hvað
er þér minnisstæðast það sem af er
sumri?" Einn þeirra vildi greinilega
sýnast töff og svaraði: „Fjögurra daga
fyllirí á Eldborg, það var geggjað stuð,
að mig minnir."
Þó minni unga töffarans væri
brigðult, svaraði hann spurningunni í
þeirri vissu að það vitnaði um karl-
mennsku að drekka frá sér ráö og
rænu. Gott ef ekki sönn manndóms-
raun! Sennilega var unglingurinn samt
þannig á sig kominn, að hann hafði
litla eða enga vitneskju um ofbeldið,
nauðganirnar og subbulega umgengn-
ina á staðnum. Nema stuðið hafi verið
fólgið i þvílíkum uppákomum?
Saga bindindishreyfingarinnar
Bindindishreyfingin á íslandi hefur
haldið uppi linnulausri baráttu gegn
áfengisbölinu í ríflega öld með hörmu-
lega rýrum árangri, ef dæma má af
ástandinu þessa stundina. Stórstúka
íslands var stofnuð árið 1886, en
fyrsta stúkan (ísafold nr. 1) tók til
starfa á Akureyri 1884. Markmiðið
var að koma á algeru bindindi á
áfenga drykki og berjast á kristOegum
grundvelli fyrir bræðralagi, réttlæti
og friði meðal einstaklinga og þjóða.
1 öndverðu lét hreyfingin mjög til
sín taka og var brautryðjandi í félags-
og menningarmálum, reisti meðal
annars samkomuhús viða um land og
átti frumkvæði að stofnun ýmissa
þjóðþrifafyrirtækja, svosem Dýra-
verndunarfélags íslands, Leikfélags
Reykjavíkur og Elliheimilisins
Grundar. Sömuleiðis gaf hún út
barnablaðið Æskuna frá
1897. Hún Stóð að þjúúmai-
kvæðagreiðslu árið 1908,
sem leiddi til þess að lög um
áfengisbann tóku gildi 1912,
en algert bann komst á 1915.
Árið 1922 var hinsvegar
samþykkt undanþága frá
áfengisbanninu og heimilað-
ur innflutningur á léttum
vínum frá Spáni, meðþví
Spánverjar hótuðu að öðrum
kosti að setja innflutnings-
toll á íslenskan saltfisk.
Áfengisbannið var endan-
lega afnumið með lögum 1935 að und-
angenginni þjóðaratkvæðagreiðslu
1933. Með þeirri gerð var endi bund-
inn á víðtæka landabruggun sem
stunduð hafði verið um land allt.
Skipt um hest í miðri á
Nú berast þær fregnir að Stórstúka
íslands hafi verið lögð niður, enda
hefur endurnýjun verið lítil, félagar
einungis um þúsund talsins og flestir
á aldrinum 60-70 ára. Við hlutverki
hennar tekur að norskri fyrirmynd
IOGT (Alþjóðaregla góðtemplara) sem
stofnuð var í Bandaríkjunum 1851. í
hinni nýju hreyfingu er áfengisbind-
indi eftir sem áður skilyrði fyrir að-
ild, en stefnumiðum hefur í ýmsum
greinum verið breytt. Til dæmis er
áfengislaust samfélag talið óraunhæft
markmið. Stofnuð verða lítil félög
sem ekki verða í stúkuformi, en
nokkrar stúkur munu einnig halda
áfram að starfa. Ætlunin mun vera að
stofna til félagsmálaskóla og heilsu-
klúbba æskunnar, halda áfram að
efna til bindindismóta í Galtalækjar-
skógi og fá til liðs við hreyfinguna
bæði einstaklinga og önnur samtök
sem starfa að góðum málum.
Hafa nokkrir tugir aðila þeg-
ar lýst sig reiðubúna að
koma til liðs við hreyfmg-
una.
Það munu meðal annars
hafa verið fjárhagsörðug-
leikar sem ollu þessum um-
skiptum, ekki síst mikið tap
á útgáfu Æskunnar og
Smells. Skuldimar nema um
50 milljónum króna, en
hreyfíngin nýtur ríkisstyrks
og sömuleiðis er nokkur
hagnaður af rekstri bingós.
Fyrrum stórtemplari (1980-90) Hilmar
Jónsson lýsti yfir því hér í blaðinu í
síðustu viku að bindindishreyfingin
væri dauð. „Þú mátt hafa það eftir
mér að ég tel að um sjálfsmorð sé að
ræða.“ Þeim svigurmælum tekur
hinn nýi leiðtogi, Helgi Seljan, með
jafnaðargeði. íslenskt samfélag hefur
tekiö stökkbreytingu á liðinni öld og
þess vart að vænta, að ríflega aldar-
gamlir starfshættir henti nútímanum,
enda komin til sögunnar önnur mikil-
væg samtök sem með auðsæjum ár-
angri sinna áfengisvandanum.
Hitt verður eftir sem áður virðing-
arvert verkefni að leitast við að vekja
ungu kynslóðina til vitundar um
hætturnar sem áfengisneysla býr fólki
sem ekki kann sér hóf. Hvemig kenna
beri mönnum hófsemd er afturámóti
vandi sem væntanlega mun íþyngja
hverri nýrri kynslóð. Menn gleyma
því gjarna í hita baráttunnar, að í
brúðkaupinu í Kana breytti Kristur
vatni í vín. Það gerði hann til að brúð-
kaupsgestir mættu gleðjast við hóf-
samlega drukkið vín. Þá kristilegu
dygð eiga íslendingar enn ólærða.
Sigurður A. Magnússon
„Bindindishreyfingin á íslandi hefur haldið uppi linnu-
lausri baráttu gegn áfengisbölinu í ríflega öld með hörmu-
lega rýrum árangrí, ef dæma má af ástandinu þessa stund-
ina. “ - IOGT með blaðamanafund í jólamánuði síðasta árs.
RÚV er íhaldssöm
stpfrmn
„Mér finnst sjálf-
um næsta furðulegt
að lesa hugleiðingar
á þann veg, að ég sé
að verða einn helsti
talsmaður ríkis-
rekstrar á útvarpi.
Stangast það að
minnsta kosti all rækilega á við
það, sem Jón Ásgeir Sigurðsson, for-
maður starfsmannasamtaka RÚV,
hélt fram á málþingi um fjölmiðla
fyrir nokkru í Háskóla Islands þeg-
ar hann leitaðist við að sýna fram á
einstaka óvild mína í garð RÚV.
RÚV er stofnun sem lifir og hrærist
í samtímanum og ætti að taka mik-
ið mið af honum í öllu tilliti. Það
hefur þó reynst erfiðara að laga
starfsemi RÚV að nútímaháttum en
skólakerfið, sem flestir hefðu þó
talið mun íhaldssamara í eðli sínu.“
Björn Bjarnason menntamálaráöherra
á heimasíöu sinni.
Vestfirðingum fer
ekki vörnin
„Það er ekki á ísa-
flrði að sjá, að hér sé
nein stöðnun. Hvert
sem litið er blasir
við uppbygging af
einhveiju tagi...
Hvað framtíðin ber í
skauti sér vitum við
að sjálfsögðu ekki. Ég er þó þannig
skapi farin að ég vil stefna á sókn
og áframhaldandi þróun - enda
Vestfirðingur í mér. Mér finnst það
ekki fara Vestfirðingum að hrekjast
í vöm, enda er sóknin auðvitað
besta vörnin."
Óiína Þorvaröardöttir í viötali
í Bæjarins besta.
Spurt og svarað_____Eru Islendingar komnir fram úr sjálfiim sér í byggingu verslunarhúsnœðis?
Bima Bjamadóttir,
bœjarfulltrúi i Kópavogi
Eflir verslun og
auðgar mannlíf
„Það hefur sýnt sig að þar sem
verslunarmiðstöðvar eru byggðar
- hvar sem er á landinu - verða
þær til þess að efla verslun og auðga mannlíf. Gler-
ártorg á Akureyri er gott dæmi um þetta. Vissulega
felst áhætta í byggingu Smáralindar en slika áhættu
er alltaf nauðsynlegt að taka svo hlutirnir þróist en
staðni ekki. Smáralind býður upp á ýmsa möguleika
við afþreyingu og sýningarhald og ég ætla svo sann-
arlega að vona að verslunarmiðstöðin verði til þess
að styrkja Kópavog. Sérstaklega mun hún gagnast
vel íbúum í byggðunum sunnan Reykjavíkur þar
sem íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu hefur verið
einna mest á undanfómum misserum."
Sigmundur E. Ófeigsson,
framkvæmdastjóri Matbœjar
Við erum
neysluþjóð
„í verslunarfermetrum á hvem
íbúa landsins erum við íslending-
ar komnir langt fram úr ná-
grannaþjóðum okkar og því emm við svo sannar-
lega komnir fram úr sjálfum okkur. Ein skýringin
á þessu er sú að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hef-
ur fjölgað ört á síðustu áram en fækkað á lands-
byggðinni. Því hefur verslunar- og skrifstofuhús-
næði verið byggt á höfuðborgarsvæðinu í takt við
þessa þróun. Eftir situr vannýtt húsnæði víðs veg-
ar um land. Allir ætla að taka þátt í veislunni fyr-
ir sunnan - en hver eftirköst þessarar þróunar
verða ætla ég ekki að spá um. Minni á að við ís-
lendingar eram neysluþjóð."
Finnur Ámason,
framkvœmdastjóri Hagkaupa
Eðlileg
þróun
„Tilkoma Smáralindar er að
mínu mati eðlileg þróun í versl-
unarháttum landsmanna. Auðvit-
að mun tilkoma þessarar verslunarmiðstöðvar taka
i markaðinn en eftir tvö til þrjú ár má ætla að harrn
verði kominn í sama jafnvægi. Með Smáralind bjóð-
ast neytendum ýmsir spennandi valkostir, svo sem
ýmsar nýjar verslanir og við hjá Hagkaupum mun-
um opna nýja verslun sem verður rúmlega 10 þús-
und fm að flatarmáli eða tvöfalt stærri en okkar
stærsta verslun er í dag. Meðal neytenda tel ég að
það sé að myndast stemning fyrir Smáralind - enda
er byggingin nú að taka á sig endanlega mynd og
ekki er nema rúmur mánuður í opnunardag."
Ólafur Hauksson,
sérfrœdingur í almannatengslum
Ber ekki
Smáralind
„Með Smáralind eykst versl-
unarrými um 10 til 12% og
Smáralindarmenn segja sjálfir
að þeir þurfi 5 milljónir viðskiptavina á ári til
að dæmið gangi upp.
Þetta er langt umfram það sém markaðurinn
ber og þýðir mikla erfiðleika fyrir smásöluversl-
anir, sérstaklega þó minni verslanir og þær sem
eru dreifðar.
Kringlan og Smáralind munu kannski komast
best frá þessu vegna sérstöðu sinnar.
Það mun taka 5 til 10 ár þar til verslunin verð-
ur aftur komin í jafnvægi."
Orkubú Vestf jarða
og ríkisvaldið
Þegar Alþingi fjallaöi um
Orkubú Vestfjaröa sl. vetur
lögðust þingmenn Vinstri-
hreyfingarinnar - græns
framboðs eindregið gegn
því að rekstrarformi þess
yrði breytt í hlutafélag. Öll-
um mátti vera ljóst að meg-
in tilgangurinn með hluta-
félagavæðingunni var sá að
gefa ríkisvaldinu tækifæri
til að þvinga einstök sveit-
arfélög til að láta eignar-
hlut sinn i orkubúinu upp í
skuldir vegna félagslega
íbúðarkerfisins.
Alþingi setti lögin
Félagsíbúðirnar voru liður í opin-
berri stefnu stjórnvalda í húsnæðis-
málum. Ríkisvaldið, sveitarfélög, líf-
eyrissjóðir og aðilar vinnumarkaðar-
ins sameinuðust um að hrinda þeirri
stefnu í framkvæmd víða um land.
Það var Alþingi sem setti lögin og
ákvað einhliða hvar ábyrgðin ætti
að liggja. Sveitarfélögin gerðu ekki
annað en taka við því verkefni sem
Alþingi ákvað að fela þeim.
Þrátt fyrir miklar auðlindir í Vest-
firðingafjórðungi hefur stefna stjórn-
valda í nýtingu þeirra verið Vestfirð-
ingum andsnúin. Fólk hefur flutt í
burtu, útsvarsgjaldendum hefur
fækkað og fjárhagur sveitarfélag-
anna þrengst. íbúðimar sem byggð-
ar voru af bjartsýni og trú á stað-
fasta stefnu stjórnvalda standa nú
margar tómar.
ar ríkisins við undirskrift
samkomulagsins um hluta-
félagavæðinguna 7. febrúar
sl. í bréfinu frá 23. ágúst
stendur:,„Með vísan til of-
angreinds gera fjármálaráð-
herra fyrir hönd ríkissjóðs
og iðnaðarráðherra, að
höfðu samráði við félags-
málaráðherra, svohljóðandi
kauptilboð i hlut sveitarfé-
lagsins í Orkubúi Vest-
fjarða hf. ...“. Síðan eru
taldir upp skilmálamir. Nú
er ekki aðeins krafist
skuldajöfnunar gjaldfallinna krafna
íbúðalánasjóðs, heldur einnig upp-
gjörs á lánum sem eru í fullum skU-
um. Auk þess er gerð krafa um fulla
greiðslu dráttarvaxta.
Venja hefur verið að leita samn-
inga um slíkt. Innheimt eru lán sem
íbúðalánasjóður hefur þegar afskrif-
að. Ekki er boðið til viðræðna um
málið og ógerlegt að líta öðru vísi á
en svo að um beina þvingun sé að
ræða. Tilboðið er undirritað af ráðu-
neytisstjórum fjármála- og iðnaðar-
ráðuneytis. Bréfinu lýkur svona: „...
hreppur skal eigi síðar en kl. 16
þriðjudaginn 25. september 2001 til-
kynna fjármálaráðuneyti með skrif-
legum hætti, ef gengið er að tilboði
þessu."
Verjiö Orkubúiö
Vestfirðingum bar enga nauðsyn
til að breyta Orkubúinu í hlutafélag.
Jón Bjarnason
þingmabur
Vinstrihreyfingarinnar
- græns frambobs.
Enda virtist meirihluti íbúanna vera
því afar andvígur. Þaö gat að
óbreyttu malaö íbúunum gull. Sleppi
Vestfirðingar höndum af Orkubúinu
og láti það í hendur ríkisvalds sem
allt gefur falt, er eins líklegt að þaö
verði innan skamms komiö til fjar-
lægra eigenda, jafnvel erlendra.em
einungis hugsa um skammtíma
gróða og eigin hag. Orkuauðlindin
mun þá flæða óhindrað út úr fjórð-
ungnum án þess að íbúarnir njóti
þar nokkurs.
Á hroki ríkisins sér engln tak-
mörk?
Samband íslenskra sveitarfélaga
virðist sofa þyrnirósarsvefni og snýr
blindu auga aö fjárhagsvanda sveit-
arfélaganna vegna félagslega íbúðar-
kerfisins. Maður skyldi þó ætla að
þau ættu hér að ganga fram fyrir
skjöldu og berjast fyrir hag þessara
sveitarfélaga, umbjóðenda sinna. Að
vísu snertir þetta mál lítið stærstu
sveitarfélögin og er þess vegna ef til
vill ekki áhugavert.
Mikilvægt er að íbúar Vestfjarða
standi saman, verji Orkubúið og
krefjist þess að vandi félagslega hús-
næðiskerfisins verði leystur með
samræmdum aðgerðum fyrir öll
sveitarfélög á landinu. í því efni ber
ríkisvaldið fulla ábyrgð. Hrokafullri
framkomu ríkisvaldsins gagnvart
Vestfirðingum virðast engin tak-
mörk sett.
Jón Bjarnason
Lausn álandsvísu
Sveitarfélögin á Vestfjörðum eru
ekki þau einu á landinu sem eiga í
fjárhagsvandræðum. Viða um land
standa sveitarfélög höllum fæti Qár-
hagslega. Félagslega íbúöakerfið á
drjúgan þátt i vanda þeirra.
Félagsmálaráðherra gat þess á Al-
þingi í vetur að skipuð hafi verið
nefnd til að móta tillögur um hvem-
ig ætti að leysa fjárþörf félagslega
íbúðarkerfisins. I máli ráðherrans
kom fram að tekið yrði með sam-
ræmdum hætti á þeim málum fyrir
allt landið - ekki búin til nein „sér-
vestfirsk" leið. Nefndin skilaði í vor
minnisblaði til ráðherra. Aö svo
búnu virðist hún hafa sofnað
Þvlngunartilboö ríkisvaldslns
Þann 3. ágúst sl. sendi ríkisvaldið
sveitarfélögunum á Vestfjöröum til-
boð sitt i orkubúið.
Þar er vísað til einhliða yfirlýsing-
„Sleppi Vestfirðingar höndum af Orkubúinu og láti það í
hendur ríkisvalds sem allt gefur falt, er eins líklegt að
það verði innan skamms komið til fjarlægra eigenda,
jafnvél erlendra, sem einungis hugsa um skammtima
gróða og eigin hag. “
E_
£ Smáralind í Kópavogi, sem veröur 63 þús. fermetrar, verður opnuð 10. október nk.