Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2001, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2001, Side 22
34 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára__________________________________ Jóna Bjarnadóttir, Hlíf 1, Torfnesi, ísafirði. Kristín Stefánsdóttir, Hnappavöllum 4, A.-Skaftafellss. 85 ára__________________________________ Davíö Stefánsson, Fossum, V.-Skaftafellssýslu. Maja Bjarnason, Hlíðarvegi 45, Siglufiröi. Sólveig Guðmundsdóttir, Fellsmúla 11, Reykjavík. 75 ára__________________________________ Kristjana Þorgilsdóttir, Efstasundi 11, Reykjavík. Sigríður Þ. Helgadóttir, Háaleitisbraut 48, Reykjavík. 70 ára__________________________________ HaukurJónsson, Rauöalæk 61, Reykjavík. Sigríður Árnadóttir, Austurvegi 1, Þórshöfn. 60 ára__________________________________ Gunnar Torfason, Hjallabraut 5, Hafnarfirði Már Ásgeirsson, starfsmaður Gatnamálastjóra, Ljósheimum 6, Reykjavík. Unnur Halldórsdóttir, Kumbaravogi, Stokkseyri.! tilefni af afmælinu taka Unnur og eiginmaður hennar, Kristján Friðbergsson, á móti gestum í Básnum, Efstalandi í Ölfusi, á milli klukkan 17 og 19. 50 ára__________________________________ Bjarni Bergþórsson, Hjarðarhlíö, S.-Múlasýslu. Björn Ólafsson, Vesturbergi 140, Reykjavík. Dóra Steinunn Jóhannesdóttir, Hlíðarhjalla 70, Kópavogi. Hildur Guðmundsdóttir, Lindarbraut 25, Seltjarnarnesi. íris Dungal, Sævangi 50, Hafnarfirði. Kristín Gunnarsdóttir, Lindarbraut 41, Seltjarnarnesi. Unnur Guðjónsdóttir, Vallargötu 31, Sandgerði. Af því tilefni taka hún og eiginmaður hennar, Sverrir Jónsson, á móti ættingjum og vinum laugardaginn 8. . 20.00 í Samkomuhúsinu 40 ára_______________________ Carola Ida Köhler, Fjarðarási 12, Reykjavík. Kristín Lára Ragnarsdóttir, Vættaborgum 123, Reykjavík. Sif Svavarsdóttir, Fagrahjalla 74, Kópavogi. Vilhjáimur Matthíasson, Gullengi 29, Reykjavík. Þuríður Ragnarsdóttir, Sandholti 15, Ólafsvík. september kl Sandgeröi. Persónuleg, alhliöa útfararþjónusta. Sv«rrir Einarsson Bryndís útfararstjóri Vaibjarnardóttir útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhliö35- Slml 581 3300 allan sólarhringlnn. www.Utforin.is Smáauglýsingar visir.is MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2001 DV Oddný Kristjánsdóttir Oddný Kristjánsdóttir húsfreyja, Ferjunesi í Villingaholtshreppi í Ár- nessýslu, er níræð í dag. Starfsferill Oddný fæddist að Minna-Mosfelli í Mosfellssveit og ólst þar upp til 1919 er hún flutti til Hafnarfjarðar með foreldrum sínum. Árið 1922 flutti fjölskyldan að Forsæti í Vill- ingaholtshreppi þar sem foreldrar hennar bjuggu síðan. Oddný giftist að Ferjunesi í Vill- ingaholtshreppi þar sem hún hefur búið síðan. Hún hefur starfað með Kvenfélagi Villingaholtshrepps í fjölda ára og var formaður félagsins í fimmtán ár og núverandi heiðurs- félagi. Samhliða bústörfum á sveita- heimili hefur Oddný fengist við ljóðagerö og ritað í blöð og tímarit. Ljóðabók hennar, Bar eg orð saman, kom út hjá Bókrún hf. 1989. í tilefni afmælisins verður gefin út bók með úrvali úr ljóðum Odd- nýjar. Fjölskylda Oddný giftist 2.5. 1934 Ásmundi Eiríkssyni, f. 20.5. 1908, bónda í Ferjunesi. Foreldrar hans voru Ei- ríkur Guðmundsson, f. á Reykjum á Skeiðum, 15.11. 1861, d. í Ferjunesi 9.2. 1957, bóndi í Ferjunesi, og Ing- veldur Jónsdóttir, f. í Útverkum á Skeiðum 28.6. 1875, d. 29.11. 1910. Oddný og Ásmundur eiga þrjá syni sem allir eru búsettir i Ferju- nesi. Þeir eru Eiríkur bóndi, f. 10.9. 1934; Kristján bóndi, f. 23.5. 1937, kvæntur Aðalheiði Alfonsdóttur, húsíreyju. Þeirra böm eru ; Oddný, Helga, Ásmundur, Eiríkur Steinn og Benedikt Hans og barnabörnin eru þrjú. Ingjaldur vörubílstjóri, f. 7.5. 1944, sambýliskona hans er Kristín Ólafsdóttir matráðskona. Þeirra börn eru: Margrét Ósk, Ólaf- ur, Oddný Ása og Ásmundur. Systkini Oddnýjar: Oddný, f. 20.6. 1897, d. 9.7. 1907; Margrét, f. 12.2. 1899, d. 15.10. 1968, gift Jakobi Sig- urðssyni en þau bjuggu lengst af í Keflavík; Einar, f. 25.8. 1901, d. 21..2. 1991, b. í Vatnsholti, var kvæntur Ingveldi Jónsdóttur; Kristin, f. 10.4. 1904, d. 6.6. 1999, húsmóðir í Hafnar- firði, var gift Óskari Lárusi Steins- syni kennara; Sigurjón, f. 25.1. 1908, d. 11.9.1990, b. í Forsæti, var kvænt- ur Kristínu Ketilsdóttur; Vigdís, f. 23.6. 1913, húsmóðir á Selfossi, gift Þórði Jónssyni; Gestur Mosdal, f. 27.8. 1919, b. í Forsæti, kvæntur Helgu Þórarinsdóttur. Foreldrar Oddnýjar voru Kristján Jónsson, f. 6.8. 1866, d. 9.11.1949, b. i Forsæti, og María Einarsdóttir, f. 13.8. 1872, d. 13.6. 1964, húsfreyja. Ætt Kristján var sonur Jóns, b. í Unn- arholti í Hrunamannahreppi, Odds- sonar, í Austurhlíð í Eystrihreppi, Jónssonar. Móðir Kristjáns var Margrét, systir Ingveldar, ömmu Eiríks Ein- arssonar alþingismanns, langömmu Þorgeirs Gestssonar læknis, föður læknanna Guðmundar, Gests og Ei- ríks, og langömmu Steinþórs Gests- sonar, fyrrv. alþingismanns, foður Gests skattstjóra. Ingveldur var einnig langamma Ragnhildar, ömmu Páls Lýðssonar, stjórnarfor- manns Sláturfélags Suðurlands, og langamma Helgu, móður Benedikts hrl., Einars, forstjóra Sjóvár-Al- mennra, og Ingimundar arkitekts Sveinssona. Margrét var dóttir Ein- ars, b. í Laxárdal í Eystrihreppi, Jónssonar, ættföður Laxárdalsætt- arinnar. Móðir Margrétar var Mar- grét, systir Vigdísar, langömmu lögfræðings föður Guðna knatt- spyrnumanns. Móðir Vigdisar var Kristbjörg, systir Jóns, langafa Valdimars, langafa Þrastar Árna- sonar skákmeistara. Systir Krist- bjargar var Sólveig, langamma Sig- urgeirs, afa Þorkels Sigurlaugsson- ar, fjármálastjóra Eimskipafélags- ins. Kristbjörg var dóttir Gott- sveins, b. í Steinsholti, Jónssonar, og Kristínar Magnúsdóttur, b. i Steinsholti og ættföður Hörgs- holtsættarinnar, Jónssonar, langafa Jóns, langafa Vigdisar, móður Harð- ar Sigurgestssonar, forstjóra Eim- skipafélags íslands. Oddný eyðir deginum með fjöl- skyldu sinni. Kristins, kaupmanns í Geysi, afa Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs. Margrét var dóttir Stein- dórs, b. í Auðsholti í Ölfusi, og ætt- föður Auðsholtsættarinnar, Sæ- mundssonar. María var dóttir Einars, b. í Hell- isholtum í Hrunamannahreppi, Jó- hannssonar, b. í Efra-Langholti. Móðir Maríu var Vigdís Einars- dóttir, b. á Helgastöðum í Biskups- tungum, Hafliðasonar, bróður Ei- ríks í Vorsabæ, langafa Guðmundar frá Miðdal, föður Errós, Einars leir- kerasmiðs og Ara Trausta jarðfræð- ings. Eiríkur var einnig langafi Sig- ríðar hjúkrunarkonu, móður Vig- dísar forseta. Þá var Eirikur langafl Sigriðar, móður Bergs Guðnasonar Björk G. Pétursdóttir sjúkraliöi Björk G. Pétursdóttir sjúkra- liði, Álfaskeiði 89, Hafnarfirði, er sextug í dag. Fjölskylda Björk er fædd í Vestmanna- eyjum. Eiginmaður hennar er Kjartan Bjöm Guðmundsson, f. 20.1. 1941, á Siglufirði, lögreglumaður í Hafnarfirði. Þau gengu í hjónaband 20.1. 1962. Böm Bjarkar og Kjartans em: 1) Pétur Rúnar, f. 19.12.1961, nemi í Danmörku, sambýliskona Dagmar Þórisdóttir, f. 25.12. 1970, nemi i landslagsarkitektúr, þeirra sonur er Hafsteinn, f. 2.1. 1999; 2) Jónina Kristín, f. 25.9. 1963, garðyrkjumaður, hennar synir em Kjartan Bjöm Tómasson, f. 12.10. 1997, og Bjarki Rúnar Tómasson, f. 16.9. 1999; Erlingur Birgir, f. 5.11. 1964, tölvari hjá Skýrr, maki Dagbjört Bjarna- dóttir, f. 17.6. 1963, dagmóðir í Hafnarfirði, þeirra synir eru ísak, f. 21.7. 1987, Aron, f. 22.10,1991, og Enok, f. 17.2. 1999. Systkini Bjarkar em: 1) Stefán, f. 30.9.1943, sjómaður í Ólafsvík; 2) Sveinn Ingi, f. 29.5. 1945, starfsmaður hjá ísal í Straumsvík; 3) Hallgerður, f. 13.1. 1948, innrit- unarfulltrúi hjá íjölskyidu-þjón- ustu í Miðgarði í Grafarvogi; 4) Helga Sigurborg f. 18.8. 1951, húsmóðir á Akranesi. Foreldrar Bjarkar voru Sigrún Magnúsdóttir, f. 23.5. 1920, d. 17.4. 1981, verkakona 1 Vestmanna- eyjum og Pétur Stefánsson, f. 1.5. 1918, d. 24.11. 1993, lögregluvarð- stjóri í Vestmannaeyjum til ársins 1970, eftir það heilbrigðisfulltrúi í Vestmanneyjum til 1973. Hann var húsvörður í Fjölbrautaskólanum i Garðbæ í 16 ár. Ragnheiður Guðmunda Björnsdóttir húsmóöir Ragnheiður Guð- munda Björnsdóttir, Jaðarsbraut 23, Akra- nesi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ragnheiður er fædd í Göngustaðakoti í Svarfaðardal og ólst þar upp til átta ára aldurs. Eftir það bjó hún á Bæ í Steingríms- firði. Ragnheiður gekk í Alþýðu- skólann á Laugum í Þingeyjar- sýslu og Kvennaskólann á Löngumýri í Skagafirði. Hún vann við fiskvinnslu og í þjónustustörfum, lengst af á Sjúkrahúsi Akraness í 21 ár. Fjölskylda Maður Ragnheiðar frá 1954 er Skarphéðinn Árnason, f. 31.3. 1924, starfaði lengst af sem sjómaður. Foreldrar hans voru Þuríður Guðmunds- dóttir og Ámi Andrés- son, sjómaður, Akra- nesi. Þau eru bæði látin. Börn Ragnheiðar og Skarphéðins eru: 1) Sigurbjörn, f. 4.12. 1948, Drangsnesi; 2) Sigrún Bima, f. 1.8. 1950, Drangsnesi; 3) Aðalheiður, f. 2.8. 1957, Drangsnesi. Foreldrar Ragnheiðar voru Bjöm Guðmundsson, búfræðing- ur, bóndi og smiður, f. 25.9. 1903, d. 27.1. 1980, og Sigrún E. Björnsdóttir húsmóðir, f. 28.2. 1899, d. 13.12. 1983. Þau bjuggu lengst af á Bæ i Steingrímsfirði en síðustu æviár sín bjuggu þau á Akranesi. Merkir íslendingar______________________________ Siguröur Guðmundsson Sigurður Guðmundsson skólameistari var fæddur 3. ágúst 1878 á Æsustöðum í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu. Foreldar hans voru Guömundur Erlendsson, hreppstjóri á Æsustöðum og i Mjóadal, og kona hans, Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir, hreppstjóra á Reykjum á Reykjabraut, Sigurðssonar Sigurður tók stúdentspróf í Reykjavík árið 1902 og meistarapróf í norrænum fræðum við háskólann í Kaupmannahöfn átta árum seinna. Siguröur kenndi við MR og kennaraskólann. Hann gerðist síðan skólameistari Gagnfræðaskóla Akureyrar, siðar MA árið 1939. Meðal rita sem Sigurður skrifaði eru Ágrip af fomíslenskri bókmenntasögu og Heiðnar hugvekjur og mannaminni. Sigurður skrifaði einnig margar ritgerðir. Til að mynda Matthías áttræður í Skimi, 1916, Læknakviður Bjarna Thorarensens í Samtíð og sögu III og Líðan og ljóðagerð Bjarna Thorarensen á Möðruvöllum, í sama rit. Eiginkona Sigurðar var Halldóra Ólafsdóttir, prests í Kálfholti, Finnssonar og konu hans, Þórunnar Ólafsdóttur. Sigurður og Halldóra eignuðust sex böm. Eitt þeirra lést aðeins nokkurra mánaða gamalt. Sigurður Guðmundsson lést 10. nóvember árið 1949. Allt til alls ►I550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.