Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Page 8
8 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 Útlönd REUTER-MYND í flóttamannabúöum Búist er viö aö börn og konur fái aö koma yfir iandamæri Pakistans frá Afganistan á næstu dögum. Landamærin lík- lega opnuð fyrir börnum og konum „Við heyrum að möguleiki sé á að landamærin verði opnuð fyrir börn- um, konum og eldra fólki einhvem allra næstu daga,“ sagði Þórir Guð- mundsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, sem nú er við störf í Pakistan. Þar fer fram mikill und- irbúningur til að taka á móti hund- ruðum þúsunda, jafnvel milljónum flóttamanna frá Afganistan. Þeir flýja land sitt vegna ótta við yfirvof- andi striðsátök. Þá eru matarbirgð- ir mjög af skornum skammti í land- inu, þar sem vetur eru harðir. Fófk- ið er því einnig að flýja hungurvof- una sem sveimar yfir því þegar vet- urinn gengur í garö. Þórir sagði að flugvélar með hjálpargögn tækju nú að streyma til Pakistan. „Við vitum mjög lítið um ástand- ið í Afganistan,“ sagði Þórir. „Þó höfum við fregnir af því að í suður- hluta landsins sé mjög mikið af fólki farið út úr borgunum og gisti í þorpum í kringum þær. Þetta er fólk sem óttast árásir. Hins vegar er ekki mjög mikill þrýstingur á landa- mærin sem stendur. En menn eru mjög hræddir og uggandi um fram- haldið." Liðsmenn Osama á leið til Bosníu AUt að sjötíu menn sem tengjast hryðjuverkamanninum Osama bin Laden búa sig undir aö yfirgefa Afganistan og halda til Bosníu þar sem þeir telja sig óhulta, að því er innanríkisráðherra sambands- stjórnar múslíma og Króata í Bosn- íu sagði í gær. Ráðherrann sagði að í Bosníu væru yfirvöld tilbúin að góma þá sem reyndu að leita skjóls þar og að þegar hefði verið haft samband við sveitir SÞ og NATO í landinu. REUTER-MYND Blóm og kertl í Sviss Syrgjendur lögöu blóm og kerti viö þinghúsiö í Zug í Sviss til aö minn- ast þeirra 14 sem þar voru myrtir. Svissneski morð- inginn var vand- ræðagemlingur Maðurinn sem skaut 14 embættis- menn héraðsstjómarinnar í Zug í Sviss til bana f gær var þrætugjam vandræðagemlingur sem hafði áður komist í kast við lögin og dúsaö í vinnubúðum, að því er lögregla til- kynnti í gær. Þessi verstu fjöldamorö í sögu Sviss minntu landsmenn óþyrmi- lega á það í gær að land þeirra er ekki ónæmt fyrir glórulausu of- beldi. Yfirvöld hafa í kjölfar þessara voðaverka ákveðið að heröa alla ör- yggisgæslu. DV Talibanar neita enn að framselja Osama bin Laden: Sérsveitir komn- ar til Afganistans Bandarískar og breskar sérsveitir eru komnar til Afganistans og byrj- aðar að kanna landið, að því er bandarískur embættismaður sagði í gær. Embættismaðurinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði að aðgerðir sérsveitanna væru undir- búningur undir hugsanlegar hern- aðaraðgerðir. Hann vísaði hins veg- ar á bug fréttum þess efnis að sér- sveitirnar, sem komu til Afganist- ans fyrir nokkrum dögum, einbeittu sér að því að finna Osama bin Laden, sem talinn er hafa skipulagt hryðjuverkin í New York og Was- hington 11. september. Bandaríska landvamaráðuneytið neitaði að tjá sig um ferðir sérsveit- anna og pakistanskir embættis- menn sögðu að þeim hefði ekki ver- iö greint frá aögerðum af hálfu Bandaríkjanna, aö sögn sjónvarps- stöðvarinnar CNN. REUTER-MYND Vinir talibana Pakistanskur snáöi heldur á leik- fangabyssu á fjöldafundi til stuön- ings talibönum í Afganistan. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær að hefðbundnar her- sveitir kynnu, eða kynnu ekki, að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn afgönskum hersveitum ef talibana- stjórnin neitar að framselja bin Laden. Sendinefnd háttsettra klerka og hershöfðingja frá Pakistan tókst ekki að telja talibana á að framselja bin Laden og afstýra þar með árás bandaríska hersins. Pakistanska sendinefndin sneri aftur heim sið- degis í gær eftir fund með helstu ráðamönnum i Afganistan. Að sögn eins klerksins i sendi- nefndinni varð ferðin til þess að efla skilning á þeim sjónarmiðum sem uppi eru. Bush forseti sagði að ekki kæmi til greina að semja við talibana um framsal bin Ladens. REUTER-MYND Slökkviliösmaöur kvaddur hinstu kveðju Fjölskylda og vinir slökkviliösmannsins Gerards Schrangs, sem týndi lífi í hryöjuverkaárásinni á World Trade Center í New York, fylgja kistu hans úr kirkju góöa hiröisins í Holbrook í New York. Schrang var lagöur til hinstu hvílu í gær. Bænir og mótmæli á árs- afmæli uppreisnarinnar Arabar um öll Mið-Austurlönd minntust þess í gær að ár er nú lið- ið frá því uppreisn Palestínumanna gegn hemámi ísraela hófst. Ársaf- mælisins var minnst með bæna- haldi, mótmælaaðgerðum og þriggja mínútna þögn í viröingarskyni við þá 595 Palestínumenn sem hafa lát- ið lífið í átökunum. „Allahu akbar, eða guö er mest- ur,“ heyrðist úr hátölurum bæna- húsa múslíma í gær, tveimur dög- um eftir að ísraelar og Palestínu- menn sömdu um vopnahlé. Mikil spenna var á Vesturbakk- anum eftir að tVeir Palestínumenn féllu og tólf særðust í átökum við ísraelska hermenn. Utan Vesturbakkans og Gaza minntust Palestínumenn afmælis- ins með því að flykkjast út á götur þar sem þeir brenndu brúður og strengdu þess heit að halda áfram baráttunni. REUTER-MYND Riffli miðað á motmælendur Israelskur hermaöur miöar riffli sín- um á palestínska grjótkastara í Vest- urbakkaborginni Hebron þar sem ársafmælis uppreisnar Palestínu- manna var minnst í gær. í sunnanverðu Líbanon gengu um þrjú þúsund manns, margir hverjir með riffla, um flóttamannabúðurn- ar Ain El-Hilweh. Mótmælendurnir brenndu brúður af Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, og líkan af skriðdreka með fána helsta stuðn- ingsmanns ísraels, Bandaríkjanna. Margir flóttmannanna, sem hafa hírst í búðunum við illan kost í allt að hálfa öld, sögðu að uppreisn Palestínumanna væri þeirra eina von, að vísu veik, um að endur- heimta föðurland sitt. Mohammad Husein Fadlallah sjeik, fyrrum andlegur leiðtogi Hiz- bollah-skæruliðasamtakanna, hvatti Palestínumenn til að halda upp- reisn sinni áfram og knýja þjóðir heims til að viðurkenna kröfur þeirra. í Sýrlandi var safnað fé til styrkt- ar uppreisninni í mótmælagöngum sem þar voru farnar. Nyrup krefst hollustu Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, krafðist þess á fundi með fulltrúum inn- flytjenda á fimmtu- dag að innflytjendur til landsins yrðu látn- ir sverja dönsku stjórnarskránni hollustu sína. Inn- flytjendur höfðu farið fram á vernd gegn áreitni í kjölfar hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum. Aukin áfengissala Danir hafa aldrei keypt jafnmikið af áfengi sunnan landamæranna að Þýskalandi og þessi misserin. Danskir áfengisframleiðendur segja aukninguna 25 prósent. Hægriflokkurinn stærstur Hægriflokkurinn i Noregi hefur nú farið fram úr Verkamanna- flokknum og er orðinn stærsti flokkur landsins, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun. Ekki trúlegar skýringar Rannsókn hefur enn ekki leitt í ljós orsakir sprengingarinnar sem varð 29 manns að bana í efnaverk- smiðju í Toulouse í Frakklandi fyr- ir viku. Sérfræðingar segja að skýr- ingar yfirvalda séu ekki trúlegar. Ekki sé ljóst hvaðan orkan kom sem þurfti til að valda sprengingu í ammoníaksnítratinu, að sögn franska blaðsins Le Monde. Blaðakona handtekin Bresk blaðakona, sem starfar fyr- ir Sunday Express, var handtekin 1 Afganistan í gær. Afgönsk yfirvöld segja að hún hafi komið ólöglega inn í landið. ákærður enn Carla Del Ponte, að- alsaksóknari stríðs- glæpadómstóls Sam- einuðu þjóðanna i Haag, lagði fram frek- ari ákærur á hendur Slobodan Milosevic, fyrrum Júgóslaviu- forseta. Nýju ákærurnar varða stríðsglæpi framda í Króatíu. Kenndi flugræningjum Alsírskur flugmaður, sem var handtekinn í Bretlandi í síðustu viku, kenndi fjórum flugræningj- anna sem stóðu fyrir hryðjuverkun- um 11. september að fljúga. Þetta kom fram fyrir rétti í London í gær þar sem fjallað var um framsal mannsins til Bandarikjanna. leiður Silvio Berlus- coni, forsætisráð- herra Ítalíu, sagði í gær að hann væri leiður yfir því ef orð hans um yfir- burði vestrænnar menningar gagn- vart íslam hefðu hneykslað einhverja. Hann sagði að orð sín hefðu verið slitin úr sam- hengi og rangtúlkuð. Karadzic andar rólega Radovan Karadzic, fyrrurn leið- togi Bosníu-Serba og ákærður stríðsglæpamaður, verður líklega ekki handtekinn í bráð vegna þess að öll spjót beinast að hryðjuverka- manninum Osama bin Laden. Berluscom Milosevic

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.