Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Side 11
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 11 Skoðun Næstu tvo timana talaði hún um prósentur þess í milli sem hún sagði hjartnæmar sögur af öldruðum ætt- ingjum sínum sem lifað höfðu á bón- björgum síðustu ár ævi sinnar. Sumir þeirra dóu úr hungri á gamalmenna- hælum víða um land. Svo var að skilja að allt væri þetta vegna þess að frjálsir lífeyrissjóðir voru ekki komn- ir til sögunnar. „Alls staðar má sjá harmleiki hinna öldruðu og fátæku. Amma dó úr hungri,“ sagði Tóta og brá hendi að hvarmi. Hjónin hálf- skömmuðust sín fyrir skeytingarleysi sitt því þau þekktu engan aldraðan sem var dáinn eða um það bil að deyja úr hungri. Þau ákváðu því að sam- sinna Tótu og kinkuðu ákaft kolli við hverja harmsögu. Klukkuna vantaði fimm mínútur í ellefu þegar Tóta hafði lokið yfirferð- inni. Hún lagði nokkur blöð fyrir framan hjónin til undirskriftar. Kon- an spurði hvort öruggt væri að pen- ingarnir myndu ávaxta sig þannig að ein milljón yrði að mörgun. Tóta sýndi þeim útreikninga á 10 blöðum þar sem hvergi var mínus að finna heldur eintóma plúsa. „Þetta mun skila ykkur gríðarlegri ávöxtun. Ég býð ykkur áhyggjulaust ævikvöld fyrir smá- aura,“ sagði hún og ítekaði að einung- is væri um að ræða örfá prósent af launum. Plús og mínus Hjónin voru í miklu tilfinningalegu uppnámi þegar þau titrandi höndum undirrituðu skjölin sem áttu að bjarga þeim frá hungri og kulda. Tóta sópaði saman skjölunum í snatri og tók tösk- una. Hann spurði hvort hún hefði ekki samband aftur til að láta vita af ávöxtuninni en hún svaraði engu. „Gætirðu komið í kaffi eftir ár og við höldum svolítið upp á ávöxtun- ina?“ spuröi maðurinn Tótu trygg- ingasala. Hún gaf ekkert út á það en sagðist verða að flýta sér. Hjónin brostu hvort til annars og féllust í faðma, fullviss um að þau hefðu stigið eitt sitt stærsta gæfuspor á lífsleiðinni. í loftinu var væg ilm- vatnslykt sem minnti á Tótu. Hann giskaði á að það væri Chanel númer 5. Ári síðar fengu þau yfirlit frá frjálsa lifeyrissjóðnum sem greindi frá þvi að þau hefðu greitt tugi þús- unda. Á blaðinu var fjöldi mínusa og niðurstöðutölur bentu til þess að þau ættu minna inni hjá frelsinu en þau höfðu reitt af hendi. Maðurinn reyndi að ná sambandi við Tótu til að fá hana á fund heim tO þeirra til að tala um mínus en án ár- angurs. Tóta tryggingasali virtist horfin af yfirborði jarðar og aðeins stóð eftir í huga hans óljós minning um seiðandi rödd sem talaði um plúsa og sveltandi gamal- menni. látið verði til skarar skríða á allra næstu dögum. Donald Rumsfeld Hvað sem öðru líður gerði George W. Bush heiminum, og þar með sjálfum sér, mestan greiða með því að bíða sem lengst með að grípa til vopna gegn Afgönum. landvarnaráðherra sagði um miðja vikuna að ekki yrði um að ræða allsherjarinnrás, eins og D- dags innrásina í Frakkland í heimsstyrjöldinni síðari. Stríðið yrði langvinnt, gæti jafnvel staðið yflr í mörg ár. Aðstoðarlandvarna- ráðherrann Paul D. Wolfowitz, harðlínumaður eins og ráðherr- ann sjálfur, sagði eitthvað á þá leið að þeir sem væntu skjótra að- gerða ættu að endurskoða hug sinn. Ýmsir eru þegar farnir að spyrja sig, og aðra, hvort bandarísk stjórnvöld hafi yfírleitt einhverja áætlun um hernað gegn hryðju- verkamönnum í handraðanum. Einn virtasti dálkahöfundur bandaríska dagblaðsins The New York Times, R. W. Apple Jr, velti því fyrir sér í blaði sínu á fimmtu- dag. í grein hans kom fram að margir áhrifamenn í Washington, svo sem þingmenn og sérfræðing- ar í öryggismálum, væru farnir að efast um að svo væri. Ýmsir hafa þó velt þvi fyrir sér hvort sú óvissa sem virðist ríkja sé hluti áætlunar um að dyljast fyrir óvin- inum. Hvað sem öðru líður gerði Geor- ge W. Bush heiminum, og þar með sjálfum sér, mestan greiða með því að bíða sem lengst með að grípa til vopna gegn Afgönum. Og hann mætti hafa í huga að frá því Alex- ander mikli réðst inn í Afganistan fyrir meira en tvö þúsund árum hefur enginn erlendur her farið þar með sigur af hólmi. Skógerðarævintýri Þorsteinn Eggertsson textahöf- undur er trúlega sá maður sem á hvað flesta texta við íslensk dægur- lög. Þeir eru að minnsta kosti ekki margir sem eiga að baki glæsilegri feril á þessu sviði en hann. Sumir textanna eru hrein snilld en aðrir eru lakari, eins og gengur þegar um hálfgerða færibandavinnu er að ræða. Einhverju sinni samdi Þor- steinn texta við lagið „City of New Orleans" sem Arlo Guthrie gerði vinsælt á sínum tíma. í íslenskri þýðingu Þorsteins hét lagið Siðasta sjóferðin. Mér hefur aldrei þótt þessi texti með stærri málsigrum Þorsteins, en í textanum var raunar fólgin hálfgerö gestaþraut, því í hverri línu mátti finna heiti á einu eða tveimur vinsælum íslenskum dægurlögum, samanber t.d. þessa minnisstæðu hendingu: „Gvend á Eyrinni og Róda raunamœdda/hitti ég þar en kokkurinn hét Stína stuó". Merkilegt viðlag í vikunni mátti heyra þetta ágæta lag leikið í útvarpinu og þar sem ég var á ferð i bílnum mínum rifjaðist það upp fyrir mér hve vinsælt það var hér í eina tíð. Þetta var held ég daginn sem endurskoðunarnefndin skilaði af sér, eða kannski daginn eftir. í öllu falli voru mér ofarlega í huga þau tíðindi að menn vildu nú setja 350-500 miljónir á ári í það hjálpa sjávarbyggðum til að hætta í sjávarútvegi og taka upp einhverja aðra iðju. Þegar ég ók um og hugs- aði um þessar miklu tillögur fannst mér allt í einu eins og viðlag Þor- steins Eggertssonar í Síðustu sjó- ferðinni hefði vel getað fylgt með niðurstöðuskýrslu meirihlutans, sem eins konar viðauki. „Ég hef aldrei vitaö aóra eins sjóferö / ekkert okkar haföi vit á sjó / nei, ég vildi miklu heldur vinna í skógerö / því af sjómennskunni fengið hef ég nóg. “ Hafi mér þótt Þorsteinn einhvern tíma hafa kveðið betur, þá skipti ég um skoðun þegar ég hlustaði á við- lagið og setti það í þetta nýja sam- hengi. Tilfellið er að í þessum hend- ingum felst í raun kjarninn í þeirri pólitík sem boðuð er í byggðamál- um næstu árin og áratugina, ef þau sjónarmið sem meirihlutinn í end- urskoðunarnefndinni boðar verða ofan á. Þar er jú verið að boða enn aukna kvótasamþjöppun og ýmis- legt er raunar gert til að hvetja til hennar. Á finu máli heitir þetta að hagræðingarkrafan sé aukin. Þeir sem eftir sitja þá kvótalausir hafa greinilega ekkert vit haft á sjó - ekki kvótasjómennsku í það minnsta. Lausnin sem endurskoð- unarnefndin kemur með felst einmitt í því að menn fari að vinna í skógerð, eða einhverju skógerðarí- gildi. Ný framtíðarsýn Og það er einmitt þetta skó- gerðarævintýri - eða byggðabreyt- ing - sem er innbyggð í tillögur end- urskoðunarnefndarinnar sem vekur ýmsar spurningar. Tillögurnar sjálf- ar fela það í sér, sem til þessa hefur raunar verið talsvert mikið feimnis- mál, að yfirvöld í landinu viður- kenna að sjávarútvegur muni ekki standa undir þeirri byggð sem nú er við sjávarsíðuna. Þvert á móti sé ljóst að annað þurfi að koma til ef við ætlum að halda þessum sjávar- plássum í byggð. Það er m.ö.o. ekki lengur hluti af framtiðarsýninni að fólk sem býr við sjávarsíðuna geti lifað af sjósókn og úrvinnslu sjávar- afla. Auðvitað verði áfram mörg störf i þeirri grein, en færri en áður og á mun færri stöðum. Hver á aö deila út? Hins vegar á fólkið að gera eitt- hvað annað - vinna i skógerð - og það er einmitt þetta „eitthvað" sem hlýtur að valda þeim sem hafa búið og vilja búa í þessum sjávarbyggð- um nokkrum ugg. 350-500 milljónir á ári er vissulega mikið fé og þetta kemur væntanlega til viðbótar því fé sem áður hefur verið eyrnamerkt til byggðamála. Skatturinn sem felst í auðlindagjaldinu leggst fyrst og fremst á landsbyggðina og því hafa menn talið réttlætanlegt að „skila“ einhverju af þessu fé aftur til baka. En hver á að skila því til baka og hvernig? Um það segir fátt í skýrslu meirihluta endurskoðunarnefndar- innar, sem kannski er ekki von því slíkar spurningar falla utan verk- sviðs hennar. Engu að síður leggur nefndin til skiptingu milli ráðu- neyta hvað varðar þessa útdeilingu, sem gefur okkur forsmekkinn af þeim deilum og vandkvæðum sem útdeilding svona upphæðar hefur í för með sér. Það segir í skýrslunni að sú uppbygging sem menn sjá fyr- ir sér á landsbyggðinni sé raunar ekki öll í „skógerð" heldur eru nefndar til sögunnar systurnar þrjár, ferðaþjónusta, fiskirækt og upplýsingatækni. Þessar þrjár eru raunar gamlir kunningjar lands- byggðarfólks því áður hefur verið gripið til þeirra við hátíðleg tæki- færi og þeim haldið á lofti sem hin- um miklu lausnurum landsbyggðar. Ferskust systranna Upplýsingatækni er þeirra systra ferskust, enda vita fæstir nákvæm- lega hvað í því hugtaki felst. En það að byggja upp upplýsingatækni i stað aflagðra frystihúsa og fiskverk- unarstöðva er eflaust meira en að segja það, auk þess sem gaman væri að sjá þann mann sem myndi treysta sér til að fara út í Hrísey eða Ólafsfjörð og tala þar um fjar- vinnslu eða upplýsingatækni í mannkynsfrelsunartón. Ekki kæmi á óvart þótt hrækt yrði á slíka post- ula. Enda liggja tölvumar úr síð- ustu fjarvinnsluævintýrum á þess- um stöðum enn „tómar við kajann“! Það er heldur ekki traustvekjandi að lýsa því yfir í einu orðinu að sjávarútvegurinn verði að hverfa úr þorpunum til að hann standast hin kapítalisku lögmál markaðar og samþjöppunar, en segja svo í hinu orðinu að upplýsingatækniiðnaður- inn geti tekið við á einhverjum öðr- um forsendum - væntanlega ríkis- styrktum. Sérstaklega ekki þegar menn eru í miðju kafi í því að einkavæða Landssímann og dreifi- kerfið, sem margir hafa kallað lífæð upplýsingatækninnar! Stórt skref kallar á skýr svör En endurskoðunarnefndin er ekki að finna upp samþjöppunina í sjávarútvegi. Nefndin er einfaldlega að viðurkenna að hún sé til staðar og aö nauðsynlegt sé að hún haldi áfram. Segja má að það sé virðing- arvert af nefndinni að reyna að leggja kalt mat á stöðuna og viður- kenna staðreyndir. Þannig geta menn jú betur tekist á við framtíð- ina. En þá er heldur ekki nóg að benda á systurnar góðu upplýsinga- tæki, ferðaþjónustu og fiskirækt og segja almennum orðum að þær muni leysa allan vanda. Til þess hafa menn tekið of stórt skref þegar þeir viðurkenna að sjávarútvegur muni ekki standa undir búsetu í sjávarbyggðum og ákveða á grund- velli þess að hagræðingarkrafan skuli aukin til muna. Slíkt kallar á skýr svör um hvernig menn sjá fyr- ir sér framhaldið. Stórtækar til- færslur fjármuna til að endurhanna atvinnulíf og strúktúrinn í byggð- um landsins og samfélaginu öllu eru auðvitað ekki fyrir fram dæmd- ar til að mistakast. En þær eru vandmeðfarnar og stóra hættan er að menn veki upp gamla drauga pólitískra kommisara, hreppapóli- tíkur og smáskammtalækninga, sem á endanum verða til þess að krafa fólksins verður ekki eingöngu um að vinna í skógerð - heldur að vinna í skógerð á höfuðborgarsvæð- inu. Auk þess sem gaman vœri að sjá þann mann sem myndi treysta sér til að fara út í Hrísey eða Ólafsfjörð og tala um fjarvinnslu eða upplýs- ingatœkni í mannkyns- frelsunartón. Ekki kœmi á óvart þótt hrœkt yrði á slíka postula. Enda liggja tölvumar úr síðustu fjar- vinnsluœvintýrum á þessum stöðum enn „tómar við kajann“! m§3?§2'}

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.