Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 Helgarblað______________________________________________________________________________________DV Út úr myrkri geðveikinnar 9R n \ . " - \A' 'n \ , mfsm&í DV-MYND HILMAR PÓR Hilmar Haröarson Hilmar þjáist af ofsóknargeöklofa og hefur átt erfiöa ævi. Fyrir tæpum áratug sturlaöist hann og stakk fööur sinn meö skærum en var eftir þaö vistaöur á Sogni þar sem hann komst í kynni viö ný geöiyf. Nú hefur Hilmar öölast tilgang í lífinu og þakkar þaö ekki síst Klúþþnum Geysi. „Þaö eru heilmargir þar sem hafa öðlast trú á sjálfa sig og lært aö nota styrkleika sína til þess aö bæta upp sína veikleika, “ segir Hilmar. Viö Hilmar byrjum á að tala um hversu mjög umræðan um geðveiki og geðsjúka hefur aukist hin síðari ár. Hilmar er til dæmis spurður um bók- ina Englar alheimsins þar sem hann ætti að þekkja umfjöllunarefhið öðrum betur. „Mér fannst myndin góð og eftir því sem ég þekki til þá er hún góð lýsing þess sem áhorfandi sér, þó að enginn geti komist inn í hug geðveiks manns nema hann sjálfur. Ég el í brjósti þann draum að það verði einhver góður penni afturbata af schizophreniu og geti lýst þessum heimi.“ Stakk föður sinn með skærum Hilmar segist hafa fundið fyrir geð- rænum veikindum strax sem bam. Við tíu ára aldur fór hann að glima við svefntruflanir og þunglyndi og varð auk þess fyrir einelti í skóla. Þó að honum liði stöðugt verr var vanlíðan hans ekki rannsökuð sérstaklega en fyrst fór hann til geðlæknis þegar hann var um 18 ára og fékk þunglynd- islyf. Þar fékk hann enga beina sjúk- dómsgreiningu en sú sjúkdómsgrein- ing sem hann gekk lengst undir var Neurotic Depression (þunglyndi og kvíði). „Leiðin lá hægt og bitandi niður á við,“ segir Hilmar þegar hann rifjar upp þessi ár vanlíðunar. „Mér tókst að klára iönnám og settist í stærðfræði í Háskólanum. Þá var ég hreinlega orð- inn of veikur til að læra. Síðan var ég að reyna af veikum burðum að vinna næstu árin en það gekk á ýmsu i því.“ - Geturðu lýst líðan þinni á þessum árum? „Ég var kvíðinn, óvirkur og fram- takslaus. Svaf illa og óreglulega. Reyndi að stunda vinnu eins og flestir aðrir en réð ekki við það - ár eftir ár eftir ár, það braut mig niður. Síðan svipti bróðir minn sig lífí og ýmis at- vik urðu til þess að ég brotnaði alveg saman árið 1988 og lokaði mig inni frá því snemma í ágúst og fram í nóvem- berlok." Hilmar bjó einn þegar þetta var og hann segir að það sé auðvelt að ein- angra sig við þær aðstæður. Aðspurð- ur hvort hann hafi getað talað við sína nánustu um það hvemig honum leið segir hann að móðir hans hafi vitað að hann var þunglyndur en faðir hans hafi ekki skilið að hann væri veikur fyrr en löngu seinna. Þetta niðurbrot endaði inni á geðdeild þar sem Hilmar hresstist heldur en ekki leið á löngu þar til allt fór aftur í sama farið. „Ofsakvíði heijaði á mig í tvö ár. Svo í júlilok 1992 sturlaðist ég fremur hratt og í brjálseminni stakk ég pabba minn með skærum. Ég var þá fluttur af lögreglunni inn á geðdeild." Manstu hvað leiddi tU þess að þú stakkst föður þinn? „I rauninni man ég ekki eftir atvik- inu sem slíku, þó að ég vefengi ekki að það hafi gerst. Að öðra leyti er það eina sem ég vU segja um það að það var ekki hrein tUvUjun að það var fað- ir minn en ekki einhver annar. Sam- komulagið var ekki gott.“ Hilmar segist líka mega teljast hepp- inn að faðir hans slasaðist ekki meira en hann gerði. Dulin skilaboð úr sjónvarpl Á geðdeUdinni var lífið enginn dans á rósum. „Ég held að þeir sem þá unnu þar hafi ekki áttað sig á því hversu alvar- legt ástandið var,“ segir HUmar. „Ég veittist að lækni sem var þar á nætur- vakt og var þá sóttur af lögreglunni aftur og settur í þrjátiu daga gæslu- varðhald í Síðumúlanum. Eftir það tók við nauðungarvist á geðdeUdinni þar sem mér var m.a. uppálagt að taka lyf. Mér leið Ula af lyfjunum, fór að neita að taka þau, var vísað burt og fór að leigja úti í bæ.“ Á þessu tímabUi, þegar Hilmar ráf- aði um bæinn, féU dómur í líkamsárás- armálinu og hann var dæmdur tU ör- yggisgæslu á réttargeðdeild. Þar var hins vegar ekki laust pláss og hann átti í nokkrum útistöðum við umhverf- ið vegna þess að hann var aftur orðinn raglaður. Það hafði verið tekin um það ákvöröun á geðdeUdinni að hann ætti ekki lengur heima þar inni. Þegar þú segir að þú sturlist - hvað felst í því? „Ég hætti að gera greinarmun á ímyndun og raunveruleika, fæ rang- hugmyndir og ofskynjanir og fer út í það sem má kaUa á íslensku „nýfræða- smíð“- en þá finn ég upp eitthvað sem er alveg út í hött. Ég taldi mig lesa hugsanir fólks en hluti af þeim hugar- heimi sem ég var í var að ég átti að halda þessum hæfileika mínum leynd- um. Ég las líka aUs konar dulin skUa- boð úr sjónvarpi, blöðum og umhverf- inu almennt sem voru sérstaklega ætl- uð mér.“ Þegar HUmar er spurður hvort hann muni eftir þessu - hvort hann muni hvemig það er að trúa einhveiju sem er ekki raunverulegt, segir hann að hann muni heilmikið, þó ekki öU smáatriði. TU skamms tíma sé stærsta vandamálið það að tUveran gengur ekki upp. Það geti svo leitt tU árekstra og áUs kyns vandræöa. En rofaði aldrei tU? „Það komu tímabU þar sem raun- veruleikatengslin styrktust, en þau vora stutt. Frá því í nóvember 1992 bjó ég í leiguherbergi úti í bæ en sú vist endaði með slagsmálum við leigusal- ann. Upp úr áramótum 1993 var ég meira og minna raglaður." Gjörbylting geðlyfjanna Hilmar hafði um þessar mundú ver- ið greindur aðsóknargeðklofi og fékk „Hver hefói trúað því fyrir tveimur úrum aö ég œtti eftir að fara á fund hjá fjárlaga- nefnd og opna umrœðu meó stuttum fyrirlestri á ráö- stefnu? Ekki ég. Nú er ég til- búinn að koma fram til þess aö draga fram þetta algeng- asta leyndarmál þjóðarinnar, geðsjúkdóma, meðal annars vegna þess hve breytingin á mínu lífi er ótrúleg. Ég vil segja fólki að það er von. Ég hef reynt sjálfsvíg og eftir reynslu mína vil ég meina að það geti borgað sig að gefa framtíðinni tœkifœri. “ Þetta segir Hilmar Harðarson, rúmlega fertugur Reykvíking- ur, sem hefur strítt við geð- klofa frá barnsaldri. Hann hefur nú öðlast ótrúlegan bata sem hann þakkar rétt- um geðlyfjum og klúbbnum fíeysi. að lokum pláss á Sogni. Þar komst hann aftur niður á jörðina. „Ég vU meina að geðlyfin séu gervifótur geð- sjúklingsins," segir Hilmar og kímir. „Það vUdi svo heppUega tU að ég lenti hjá Grétari Sigurbergssyni, lækni á Sogni. Hann hann lét ekki duga að setja mig á lyf sem nægðu tU að halda mér rólegum heldur hélt áfram að reyna þar tU hann fann það sem virk- aði vel. Lyfjunum fylgdi engin vanlíð- an og Grétar fann líka handa mér lyf sem virkuðu á kvíðann. Þá varð gjör- bylting á mínu lífi.“ Hilmar var orðinn 36 ára gamaU þegar honum fór í fyrsta skipti á æv- inni að líða vel. Hann hafði dvalið í rúm tvö ár á Sogni og var kominn á réttu lyfin. En var ekki erfitt að fara að fóta sig í samfélaginu aftur? „Þegar ég var leystur út hafði það verið vel undirbúið. Ég fékk íbúð og var svo heppinn að fjölskylda mín þjappaði sér frekar um mig en að hafna mér, en höfnun er algeng þegar fólk sturlast. Jafnvei pabbi hafði skUið að veUúndi mín voru ekki eitthvað sem ég gerði mér upp.“ Kraftaverkaklúbburínn Geysir Hilmar segist hafa verið mikið einn heima þangað tU hann fór að starfa með Klúbbnum Geysi. Hann gerði þó líka í því að fara og heimsækja að- standendur sína - tU að styrkja tengsl- in og viðhalda þeim. Það hýmar yfir Hilmari þegar Klúbburinn Geysir berst í tal. „Ég fylgdist með því þegar verið var að setja hann á laggimar og markmið- ið var strax að Geysir yrði eftir for- skrift Fountain House í Ameríku. Klúbburinn Geysir er vettvangur fyrir fólk sem á eða hefur átt við geðræn veikindi að stríða. Geysir er hvorki meðferðarstofhun né endurhæfingar- stofnun heldur brú mUli stofnunar og samfélags. Meðal annars miðum við að því að koma þeim í vinnu sem era fær- ir um slfkt. Meðlimir félagsins vinna að málefnum sem varða félagsmenn og aðra geðsjúka. AUir vinna saman og enginn setur sig ofar öörum félags- mönnum. Það er engin starfsmanna- kaffistofa og framkvæmdastjórinn hef- ur ekki einu sinni skrifstofu," segir Hilmar og hlær. „Beygðu einstakling undir aga, eftir það þurfa aðrir aö stjóma honum; kenndu einstaklingi sjálfsaga og hann stjómar sér sjálfúr upp frá því,“ segir HUmar sposkur þegar hann talar um kraftaverkastarfið í Geysi. „Það era heUmargir þar sem hafa öðlast trú á sjálfa sig og lært að nota styrkleika sína tU þess að bæta upp sína veik- leika. Andrúmsloftið sem við höfum reynt að skapa er hið sama og er á góð- um vinnustað eða í góðu félagi." Hilmar ætlar að halda sig við Klúbb- inn Geysi á næstunni og hann segist hafa áhuga á þvi að taka upp þráðinn aftur og fara í stærðfræði í Háskólan- um. Framtíðin er björt. -þhs Sa/a K-lykils Kiwanishreyfingarinnar hefst á mánudaginn og nær hámarki á K-deginum næstkomandi laugardag. Aö þessu sinni mun söfnunarféö renna aö stærstum hluta til Klúbbsins Geysis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.