Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Side 17
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 17 Helgarblað Er kald- hæðnin dauð? - hinir hræðilegu atburðir í Bandaríkjunum hafa haft mikil áhrif á fólk um allan heim 11. sept. I I 2001 Amerískir spjallþáttastjórnend- ur eru hættir að gera grín að for- setanum, myndasöguhöfundar hafa breytt imynd forsetans frá fá- vísum strák og margir pistlahöf- undar hafa gefið út yfirlýsingar um endalok kaldhæðninnar. Hún er í dag talin óviðeigandi og jafn- vel svik við föðurlandið. „Öld kaldhæðninnar er lokið,“ sagði rit- stjóri Vanity Fair og margir hafa tekið undir þau orð, meðal annars Newsweek og Times. Þessi hugarfarsbreyting, sem hlýtur að vera tímabundin, hefur haft mikil áhrif á störf mynda- söguhöfúnda sem hafa frá 11. sept- ember reynt aö finna hinn rétta tón í myndasögum sínum. í myndasögu Wassermanns, sem birtist hér í DV eftir atburðina, var skuggamynd af tvíburaturnun- um með dagsetningunni á þeim. Endurhæföar fyllibyttur Richard Leiby fjallar um „dauða“ kaldhæðninnar í grein í Washington Post. Fyrirsögnin hljómar eitthvað á þessa leið: „En í alvöru..." og undirfyrirsögnin segir: „Spekingar segja að kald- hæðnin sé dauð. Ekki hlæja“. Leiby segir að margir fyndnir þáttastjórnendur séu augljóslega hræddir við að vera fyndnir og til þeirra komi bara alvarlegir gestir tO að ræða um aðalmálið. Að hluta til segir Leiby að þetta sé af virð- ingu fyrir fórnarlömbunum en einnig telur hann að þetta sé sprottið af skömm. „Ertu að leita að einhverju til að taka alvarlega? Byrjaðu á hinu illa,“ segir Roger Rosenblatt í Time tímaritinu. önnur tímarit hafa fetað í fótsport Time og einnig innblöð margra dagblaða sem hingað til hafa verið galgopa- leg. Leiby segir að oft hljómi þess- ir fjölmiðlar eins og endurhæfðar fyllibyttur. Er Hómer óamerískur? Kaldhæðni hefur verið áberandi í vestrænum skemmtanaiðnaði síðustu árin og varnarþing hennar í Bandaríkjunum er Saturday Night Live. Leiby segir að kald- hæðni endurspegli kjarna amer- ískra gilda. Það hafi tekið áratugi aö þróa hana og stöðu hennar verði ekki breytt á nokkrum vik- um. „Þetta er hluti af sálum okk- ar,“ segir Leiby. „Reynið að sann- færa mann, sem hefur á hverjum sunnudegi síðustu árin horft á Simpsons, um að það sé rangt að gera grín að samfélaginu. Myndu hinir nýju varömenn dæma Hómer Simpson... óamerískan?" Og Mo Rocca, talsmaður The Daily Show, er sammála Leiby. „Ég held að tíma kaldhæðni varð- andi sjálfsmorðárás á sex þúsund borgara sé lokið,“ segir Rocca, „en það var aldrei fyndið - það var alltaf nokkuð óvinsælt." „Við erum antikristur pólitískr- ar rétthugsunar," segir Michael Ramirez hjá Los Angeles Times. „Okkar hlutverk er að vera ekki viðkvæmir. Okkar hlutverk er að vera hugvekjandi. Maður hefur átta sekúndur til að ná athygli les- andans og litið af smáatriðum til að nota í táknfræðinnni." -sm fo afsláttur af ÖLLUM VÖRUM frá föstudegi til sunnudags i (Afslátturinn kemur aukalega ofan á tilboðsverð.) > AFMÆLfS- P HAPPDRÆTTI: — Laugar- og sunnudag. r Veglegir vinningar á 'jg klukkustundarfresti frákl. 14-17. 10 ára afmœli 1. október eru liðin 10 ár frá því Gróðurvörur ehf., móðurfyrirtæki Garðheima voru stofnaðar. Það gerðist við eigendaskipti á verslunar- og heildsöluhluta Sölufélags Garðyrkjumanna sem þá var 51 árs gamalt. Á rúmlega 60 árum hefur fyrirtækið þróast úr lítilli verslunareiningu með aðaláherslu á þjónustu við bændur, í stórt nútíma „garden center" sem jafnast á við það sem best gerist í þessari þjónustu í heiminum í dag. Myndarleg afmælistilboð út um alla búb Dæmi: • í garðyrkjudeild: Haustplöntuker, poftaplöntusKreytingar, laukar, o.fl. • I bióma- og gjafavörudeild: Blómvendir og skreytingar, haustþurrskreytingar o.rl. • í véia- og garövörudeild: GarSljós, moltukassar o.fl. • Sælkerahorn: Allar Pataksvörur ó sérstöku tilboðsveröi o.fl.. • Baövöruhorn: Ókeypis innpökkun ó baðbombum og baövörum. • Sérstök kynning ó nuddolíunum Venus, Mars o.fl. Strákar oa stelpur! * Strákar og stelpur fá gjarir kl. 15, láog 17. • Besta afmaelismyndin; komiS og teikniS afmælismynd fyrir GarSheima. Laukur vikunnar er páskalilja: TiLBOÐSVERÐ: 10 stk. á 380,- (-10%) Gugguráð: Páskaliljur eru einn af fyrstu vorboðunum og sívinsælar. Páskaliljur eru fjölærar og þær henta vel í sumarbústaðalönd vegna þess að mýs og kindur vilja þær ekki! Munið topp 10 standinn: Allir laukar á 275,- (- 10%) Viöskiptavinir athugiö: Laugardaginn 29. lokum við kl. 19.00 vegna árshátíðar starfsfólks. GARÐHEIMAR Heimur skemmtilegra hugmynda og hluta Stekkjarbakka 6 • Mjódd • Simi: 540 33 00 • Fax: 540 33 01 • Veffang: www.gardheimar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.