Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Qupperneq 18
18
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001
Helgarblað
Jónas Sen
Carreras, eftir á að hyggja
Jónas Sen
skrifar
Jón Kr. Ólafsson var handgenginn mörgum þekktum listamönnum
Hér heldur hann á innrömmuðum platta með áritun frá Svavari heitnum
Gests en plattinn er meðal kjörgripa í safni Jóns.
söng vió jaröarfarir. Hvernig fór þaó
saman?
„Það var einhvern tímann sagt að
við Sigurður heitinn Ólafsson vær-
um þeir einu sem færu beint af
skemmtistöðunum yfir í kirkjuna
til að syngja. Það er rétt, ég hef
sungið talsvert við jarðarfarir. Sá
þáttur í mínu sönglifi hófst í ágúst
1966 og það er saga á bak.við hvern-
ig það atvikaðist.
Það byrjaði þannig að kunningi
minn hér á Bíldudal bað mig að
syngja eitt lag við útför. Ég tók
þessu fjarri. Hann lét sig ekki og
var sífellt að ámálga þetta við mig
og endirinn varð sá að ég sagðist
skyldu syngja eitt lag en hann tæki
afleiðingunum. Mér er þetta mjög
minnisstætt því organistinn var
ekki hér á staðnum og því ekkert
hægt að æfa sig. Ég mætti svo í
kirkjuna tímanlega fyrir athöfn og
náttúrlega kvíðinn og farinn að
dauðsjá eftir að hafa tekið þetta í
mál. í kirkjunni hitti ég organist-
ann og hann sagði: Nú, já, ert þú
ungi maðurinn sem ætlar að syngja
einsöng hér í dag? Við fórum svo
yfir lagið og svo söng ég þetta og
komst klakklaust frá þvi, að sögn
þeirra sem þarna voru.
Eftir þetta söng ég talsvert við út-
farir, einkum hér fyrir vestan,
einnig þrívegis í höfuðborginni, m.
a. í Dómkirkjunni yflr nafna mín-
um séra
Jóni
Jafnvígur á
sálma og
dægurlög
,Syng meðan einhver vill hlusta,“ segir Jón Kr. Ólafsson,
söngvari, safnstjóri og fjöllistamaður á Bíldudal.
Þann 17. júní árið 2000
var formlega opnað á
Bíldudal safn sem tengist
söng og tónlistarflutningi
síðustu áratugina. Það
hlaut nafnið Mélódíur
minninganna og er eign
hins kunna söngvara Jóns
Kr. Ólafssonar og á heimili
hans. Raunar má segja að
heimilið sé allt eitt safn um
allt sem tengist músík. Það
hafði staðið til um tíma að
heimsækja Jón Kr. og fá
við hann viðtal. Það kom
loksins til framkvæmdar
nú síðla sumars. Frétta-
maður lagði leið sína að
húsinu Reynimel og þar var
söngvarinn úti við að
hengja upp auglýsingu á
húsið um að safnið vœri
opið. Að fá viðtal var auð-
sótt mál enda fjölmiðla-
menn ekki tíðir gestir á
Bildudal.
„En þú er heppinn, drengur
minn, að koma í dag því á morgun
fer ég til Reykjavíkurog verð á suð-
vesturhorriinu í nokkra daga, á m.
a. að syngja á sveitaballi fyrir aust-
an fjall," sagði Jón.
Byrjaði að syngja í kirkjunni
Fyrst spyr ég Jón hvernig hann
hafi ánetjast söngnum.
„Það er einföld skýring á því.
Hér var þegar ég var að alast upp
prestur sem hét Jón Kr. ísfeld og ég
tel að hann hafi verið einn af mestu
æskulýðsleiðtogum sem ísland hef-
ur átt. Þá fóru allir krakkar hér í
sunnudagaskólann til séra Jóns og
þar var heilmikill söngur. Svo fór
ég í kirkjukórinn hér á Bíldudal
þegar ég hafði aldur til, það var
einmitt fermingarárið mitt 1954.“
Og svo byrjaröu í poppinu?
„Já, það var árið 1962 sem ég ásamt
þremur ungum mönnum hér á Bíldu-
dal stofnaði hljómsveitina Facon og
hún starfaði óslitið til ársins 1969.
Þetta voru ágæt ár þvi hljómsveitin
varð vinsæl og verulega eftirsótt.
Þannig spiluðum við í félagsheimil-
inu Birkimel hérna á Barðaströnd-
inni aðra hverja helgi í tvö sumur og
það var alltaf húsfyllir.
Einnig fórum talsvert um landið og
spiluðum á dansleikjum eins og tíðk-
aðist hjá hljómsveitum á þessum
árum, við fengum yfirleitt mjög góða
aðsókn.
Áður en Facon hætti var tekin upp
fjögurra laga plata með hljómsveit-
inni sem Svavar Gests gaf út. Á plöt-
unni var lagið Ég er frjáls sem varð
mjög vinsælt og mikið spilað í út-
varpinu. Þetta lag (Pétur Bjarnason,
þá kennari en siðar fræðslustjóri og
varaþingmaður, samdi bæði lag og
texta) hefur lifað með þjóðinni þessi
liðlega þrjátíu ár sem liðin eru og
ýmsir hafa spreytt sig á að syngja
það.
Þetta lag kom mér verulega á fram-
færi sem söngvara því eftir að hljóm-
sveitin Facon hætti fór ég að vera í
Reykjavík tíma og tíma og söng þá
með nokkrum hljómsveitum."
Meö hverjum helst?
„Mest með hljómsveit Jóns Sig-
urðssonar sem var fastráðin á Hótel
Borg. Einnig með hljómsveit Hauks
Morthens og það varð upphafið að
vinskap okkar. Haukur var alveg
sérstakt ljúfmenni að vinna með.
Ég lærði mikið af honum og tel að
ég hafi verið sérlega heppinn að fá
að kynnast honum og hans ágætu
konu, Ragnheiði Magnúsdóttur.
Svo hef ég verið að syngja með
ýmsum kórum og hljómsveitum í
gegnum árin, jafnvel eina til tvær
helgar og stundum er maður kallað-
ur upp fyrirvaralaust og beðinn að
syngja 1-2 lög við margvísleg tæki-
færi. En mig langar að geta þess að
ég söng inn á hljómplötu árið 1983
sem SG-hljómplötur gáfu út og svo
sendi ég frá mér safndisk 1997 þar
sem eru öll þau lög sem ég hafði
sungið inn á plötur og tvö til viðbót-
ar. Þessi diskur er ekki í verslunum
heldur aðeins til sölu hjá mér.“
Þess má geta að Jón er enn að
syngja því nú í lok ágúst söng hann
ásamt Þuríði Sigurðardóttur með
hljómsveit Bjarna Sigurðssonar á
svoköllluðu Bjarnaballi í félags-
heimilinu Aratungu þar sem var
húsfyllir og hörkustemning eins og
hún gerðist best á sveitaböllunum í
gamla daga. Raunar hefur nú verið
ákveðið að þessi dansleikur verði
árviss viðburður.
Jafnvígur á sálma
og dægurlög
Nú ert þú einn af fáum dœgur-
lagasöngvurum sem hafa sungiö ein-
Mér urðu á mistök þegar ég skrifaði
um tónleika José Carreras í Laugar-
dalshöllinni fyrir stuttu síðan. Ég
sagði að tónleikarnir hefðu verið full-
komlega skipulagðir, sem var aldeilis
ekki rairnin. Biðröð sem náði næstum
því út í Blómaval skapaðist á undan
tónleikunum vegna þess að aðeins
tveir miðaverðir voru látnir sinna öll-
um fjöldanum. Má teljast mikil heppni
að það var ekki rigning eða jafnvel
óveður. í þokkabót ákváðu tónleika-
haldarar aðeins tveimur sólarhringum
áður að breyta sætaskipaninni með
því að selja 250 miða til viðbótar og
mörgum sætum var því raðað á annan
veg en það sem upphaflega hafði verið
gert ráð fyrir. Á undan tónleikunum
reikuðu margir örvilnaðir áheyrendur
um salinn 1 leit að sætunum sínum, og
sumum, sem höfðu keypt sér pláss til-
tölulega miðsvæðis, var vísað út í
hom. Því miður varð ég ekki var við
þetta enda með boðsmiða á besta stað
og þar sem ég kom tiltölulega snemma
sá ég ekki nema hluta biðraðarinnar.
Sú stéttaskipting sem ríkir í ís-
lensku þjóðfélagi kom berlega í ljós á
tónleikunum. Framarlega fyrir miðju
sat ríka fólkið, þeir sem hafa efni á að
kaupa sér miða á tuttugu og fimm þús-
und krónur. Aftar sat fólk sem er ekki
alveg eins efnað og gat bara keypt sér
miða á tíu eða tólf þúsund kall. Og fá-
tæka fólkið, sem líka elskar fagra tón-
list, gat ekki einu sinni farið á tónleik-
ana. Tónlistarkennarar, sem launa-
nefnd sveitarfélaganna neitar að semja
við, voru víðs fjarri. Kannski var þó
þarna einn og einn sem hafði keypt sér
miða á raðgreiðslu.
Fólkið sem sat í hliðarrýminu sá
ekki neitt né heyrði, nema á skjá og úr
hátölurum. Þá hefði verið betra að
vera heima og hlusta bara á geisladisk,
það hefði a.m.k. kostað minna. Mér er
sagt að Carreras hafi hljómað afleit-
lega þama úti í homi, enda verður
Laugardalshöllinni seint breytt í al-
mennilegt tónleikahús með míkrófón-
um og hátölurum. Þar sem ég sat með
greifum og barónum hljómaði söngur-
inn hins vegar ágætlega, enda fer ég
ekki ofan af því að þetta vom frábærir
tónleikar. Carreras er stórkostlegur
listamaður, og þó rödd hans sé ekki
eins silkimjúk og áður skiptir það
engu máli. Hann býr yfir miklu list-
rænu innsæi og túikun hans var sér-
lega áhrifarík. Söngurinn var fremur
hóflegur fyrst en magnaðist jafnt og
þétt eins og i góðri spennumynd.
Lófatakið var í samræmi við það, því
hærra sem heyrðist í Carreras heyrð-
ist hærra í áheyrendum.
Diddú byijaði hins vegar á toppnum
og hélt sér þar alla tónleikana. Það var
því hrópað húrra á eftir hveiju atriði
með henni og hún átti það fyllilega
skilið. Áheyrendur héldu líka með
henni og eiginlega má segja að það hafl
skapast svona „áfram ísland" stemn-
ing á tónleikunum. Eins og á landsleik
þar sem íþróttamennimir vora í fln-
um fótum og sungu í stað þess að
sparka í bolta.
Reyndar er það svo að sumir söngv-
arar, sérstaklega tenórar, era miklu
fremur íþróttamenn en listamenn.
Einn og einn tenór heldur greinilega
að það dugi að hafa sterka rödd og
vera nægilega montinn í fjölmiðlum til
að falla í kramið hjá fjöldanum. Því
miður er nokkuð til í því, alltént virð-
ist það vera tryggt að ef tenór baular
nógu hátt klappa áheyr-
endur jafnhátt á móti. Á
slíkum augnablikum er
eins og listræn fegurð og
skáldlegt innsæi skipti
engu máli.
Ég varð var við þetta
viðhorf áður en Carreras
kom hingað til lands.
Einn kollegi minn sagð-
ist ekki ætla að fara í
Laugardalshöllina vegna
þess að tónleikar með
Carreras NÚNA væru
eins og ef Elisabet
Taylor myndi dansa
súludans NÚNA. Röddin
væri ekki eins mögnuð og í gamla
daga, og þá gæti ekki verið neitt varið
í tónleikana. Samkvæmt þessu má
ætla að tenórar séu eins og fatafellur
sem era sjálfkrafa dæmdar úr leik eft-
ir ákveðinn aldur. Eða eins og ein-
hverjir brundhrútar sem er lógað þeg-
ar þeir gera ekki sitt gagn lengur.
Én tónlistarflutningur snýst um
meira en bara hávaða og hraða. Tón-
leikar geta verið opinberun, þeir geta
komið fólki til að hugsa, birt manni
nýja sýn á veruleikann og jafnvel opn-
að dyr inn í guðlega veröld. í rauninni
er mjög einföld leið til að greina á milli
hvort tónlistarflutningur sé listrænn
eða bara vel skipulagður hávaði. Ef
manni fmnst tónlistin yndislega falleg
sem verið er að flytja, þá er túlkunin
eins og hún á að vera. En ef maður dá-
ist eingöngu að því hve hljóðfæraleik-
arinn sé flinkur eða söngvarinn með
glæsilega rödd er sennilegt að viðkom-
andi listamanni hafi ekki tekist að
miðla listrænni sýn tónskáldsins til
áheyrandans. Hann er bara að upp-
hefja sjálfan sig á kostnað tónlistarinn-
ar.
Carreras flutti unaðslega fagra tón-
list á tónleikunum, a.m.k. varð ég
bergnuminn af mörgu sem ég heyrði.
Það er því niðurstaða mín að hann sé
sannur listamaður og miklu meira en
bara einhver sterabaulari. Tónleikarn-
ir hans vora hins vegar ekki vel skipu-
lagðir og okkur vantar tilfmnanlega al-
mennilegt tónleikahús. Laugardals-
höllin er í rauninni ekki annað en risa-
stór bílskúr og það er ekki menningar-
þjóð sæmandi að bjóða framúrskar-
andi listafólki og tónlistarunnendum
upp á slíka aðstöðu.
Jónas Sen