Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Page 29
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 37 DV Helgarblað Hörður Geirsson axlar vélbyssu úr flaki Fairy Battle-vélarinnar iöangra á 20 árum um fjöllin í nágrenni Akureyrar til að leita aö flugvélinni. Myndina son björgunarsveitarmaöur sem hefur veriö hægri hönd Haröar viö þaö mikla starf m síöan hefur veriö unniö viö björgun muna og líkamsleifa af jöklinum. hafa margt sem vitnar um þá alúð og þrautseigju sem hann og félagar hans hafa sýnt við rannsókn máls- ins. Úr greipum jökulsins Það er sérkennileg tilfinning að skoða sýninguna á Minjasafni Ak- ureyrar. Sýningargestur finnur mjög sterkt nálægð þeirra fjögurra manna sem létu lífið í slysinu. Flug- maðurinn Arthur Round var frá Nýja-Sjálandi og hafði dvalist á ís- landi um hríð og átti islenska unn- ustu, Siggu. Örlögin höguðu því þannig að Arthur var í raun að leysa félaga sinn og vin, Tom Rob- son, af i þessum leiðangri sem reyndist verða hans síðasti. Það varð síðan Robson sem giftist Siggu, unnustu Arthurs, og fLutti með henni til Suður-Afríku þar sem hún lést fyrir fáum árum. Hinir þrír sem fórust með vélinni voru Bretar og hétu Hopkins, Garret og Talbot og ættingjar þeirra komu til íslands sumarið 2000 þegar minninarathöfn fór fram í Fossvogi og áttu varla orð til að lýsa þakklæti sínu í garð þeirra sem hafa lagt svo mikið á sig til þess að koma leifum ætttingjanna í vígða mold. í glerskápum má sjá persónulega muni eins og tannbursta, rakvélar, veski og stígvél sem sennilega hafa verið í eigu flugstjórans. í veskinu leynast íslenskir smápeningar sem reynast vera beyglaðir og bera þar vott um hin hrikalegu öfl sem eru að verki þegar flugvélin skellur á jöklinum. Það þarf mikið högg til þess beygla smápeninga. Sagan sem þessir hlutir segja okkur er ekki sögð háum rómi en hún er skýr og átakanleg. Þarna er lítið fréttahefti með myndum gefið út á stríðsárun- um og sýnir breska flugherinn að leik og starfi á Akureyri. Þar leyn- ast myndir af Arthur Round flug- stjóra þar sem hann bregður á leik með félögum sínum i nágrenni Kaldaöarness. Á myndunum er hann í stígvélunum sem nú standa þurr og skorpin í skápnum eftir ís- kalt faðmlag jökulsins i nærri sex- tíu ár. Þarna eru líka beyglaðar vélbyss- ur og varahlutir úr flugvélinni sem næstum því þarf sérfræðinga eða flugáhugamenn til að bera kennsl á. Þótt umræddur jökull skríði nánast ekkert til virðist hver einasti hlutur vera mölbrotinn eftir öll þessi ár. Hörður segir okkur að hið sama eigi við um þær líkamsleifar sem jökull- inn skilar nú þegar hann er að ná svipaðri þykkt og á stríðsárunum. Þar er fátt um heillega hluti. Hörður og félagar hans strekktu loðnunót yfir svæðið til þess að halda saman líkamsleifum sem koma upp úr isnum og ekki síður til að flýta fyrir bráðnun en nótin er svört og þykk eins og klæði yfir þennan hljóða grafreit hátt yfir mannabyggðum á nafnlausum smá- jökli. Fréttir úr víðri veröld Daginn áður en okkur ber að garði fóru félagar úr Súlum ásamt Herði og fleirum síðustu ferð sum- arsins upp að staðnum og í ljós kom að bráðnunin hafði orðið meiri en menn þorðu að spá fyrir og enn meira fannst bæði af líkamsleifum og munum af ýmsu tagi. Hörður sýnir okkur tómt seðla- veski sem fannst í þessum leiðangri og það er sérkennileg tilfinning að handleika það enn blautt og kalt eft- ir hina tryggu varðveislu jökulsins. Þarna má einnig sjá þykka möppu með 250 fréttum viðs vegar að úr heiminum sem allar snúast um fund flaksins og það björgunar- og varðveislustarf sem fylgt hefur í kjölfarið. Við gluggum í fréttir úr þekktum breskum stórblöðum og reynum að ráða í arabískt og ví- etnamskt letur sem einnig skýra frá þessu. Myndaspjöld á veggnum skrásetja söguna í myndum og texta og ber vott þeirri alúð sem lögð hef- ur veriö í þetta verkefni. Hörður segir að helgin sem nú er að líða sé síðasta sýningarhelgin að sinni en líklegt verði að fleiri muni af jöklinum eigi eftir að bera fyrir augu safngesta. Enn bráðnar ísinn uppi á fjöllunum og stöðugt meira af braki og munum birtist ofan jarðar. Hörður telur líklegt að í lok næsta sumars komi stór hluti flaksins í ljós. Hann hefur reyndar sett saman formúlu sem vinnur úr upplýsing- um frá sjálfvirkri veðurathugunar- stöð á Öxnadalsheiöi og tekur til greina hæðarmun og fleiri breytur og með þessu forriti getur Hörður reiknað út hve mikil bráðnun á sér stað upp á jöklinum og þarf þess vegna ekki að fara upp sérstaklega til þess að gá að því. Jökullinn hefur þynnst um margra metra. Tveir metrar bráðn- uðu sumarið 2000 og einn og hálfur metri hvarf í sumar. Rafvirki með flugdellu Þótt Hörður sé meistari í rafvirkj- un hefur hann starfaö á Minjasafn- inu á Akureyri undanfarin 14 ár. Hann er heiilaður af fortíðinni og flest sem lýtur að gömlum ljósmynd- um og tæknihliðum varðveislu Hann gekk í Flugsögufélag Akur- eyrar og hefur starfað með því æ síðan. Hann segist fljótlega hafa val- ið sér sem sérsvið innan flugsög- unnar ferðir þýskra flugvéla við ís- land og til íslands á stríðsárunum. „Það má eiginlega segja að aðrir hafi verið búnir að taka að sér önn- ur svið sem tengjast stríðsárunum svo ég sökkti mér ofan í þetta og hefi upplýsingar um 600 ferðir þýskra flugvéla hingað. Frægasta ferðin var þegar Þjóðverjar sökktu E1 Grillo á Seyðisfirði sem segja má að hafi verið eina skipulega sprengjuárás þeirra hér. Sumar ferðir þeirra eru þekktari en aðrar en í flestum tilvikum virð- ast þeir hafa verið að forðast Banda- menn og halda sig utan alfaraleiða án sérstakra erinda.“ Hörður verst allra spurninga um það hvort hann viti um fleiri leynd- armál í flugsögunni lík þeim sem birtast í fundi breska flaksins. Hann viðurkennir þó að vitað sé um nokkur afar áhugaverð þýsk flug- vélaflök einkum á sjávarbotni fyrir austan og norðan land. Á miklu dýpi er myrkur og súrefnisleysi sem tryggir að flök varðveitast mun bet- ur en á landi. Meira vill hann ekki segja. Útskúfaður Ijósmyndari Hörður Geirsson hefur aldrei lært að fljúga. Hann hefur samt af- skaplega mikinn áhuga á flugvélum og það má segja að flug og ljósmynd- ir hafi verið helstu áhugamál frá þeim dögum þegar hann sleit barns- skónum á Akureyri. „Ljósmyndun hefur verið mér áhugamál siðan ég man eftir mér. Ég eignaðist fyrstu vélina 12 ára garnall," segir Hörður. Hörður var alltaf með myndavél- ina með sér hvert sem hann fór og tók meðal annars mikið af myndum af næturlífmu á Akureyri. Þessi iðja hans náði hámarki þegar hann seldi timaritinu Séð og heyrt myndaseríu sem hann tók á fyrstu útihátíðinni Halló Akureyri. Þar sáust skuggahliðar slíkra hátíða betur en oft áður og mörgum brá nokkuð í brún. Krakkar ældu á göt- urnar eða pissuðu á búðarþröskulda og eiturlyfjasalar seldu vöru sína opinskátt. „Síðan hefur enginn þorað að kaupa af mér myndir," segir Hörður og hlær. „Ég var eiginlega bannfærður." Hörður á ekki langt að sækja ljós- myndadelluna því afi hans Hörður og afabræður, Vigfús og Eðvard Sig- urgeirssynir, voru frægir frum- kvöðlar i ljósmyndun og kvikmynd- un á íslandi og griðarlega merkt safn heimilda varðveitt um íslenskt þjóðlíf og samfélag í myndum þeirra. Sorgin knýr dyra Um líkt leyti og Hörður fann flug- vélina sem hann hafði leitað að í nærri tuttugu ár knúði sorgin dyra á heimili hans. Eiginkona hans, Hulda Björg Stefánsdóttir, veiktist af krabbameini og í hönd fór mikil barátta við erfiðan sjúkdóm. „Hún var búin að vera mikið veik í um það bil tvö ár. Hún var svo í geislameðferðum fyrr á þessu ári, en sú orrusta tapaðist." Hörður og Hulda eignuðust fjóra syni og þrír þeirra lifa. „Maður heldur í vonina eins lengi og hægt er þótt maður geri sér auðvitað grein fyrir því að ástandið fer versnandi. Ég horfi á þetta út frá þeirri lífs- skoðun og þeim gildum sem við vor- um bæði sammála um. Við trúðum bæði á líf eftir þetta og þótt það geri hlutina ekkert sársaukaminni þá markar það samt aðkomu manns að dauðanum. Þetta ár hefur verið mjög erfitt fyrir mig,“ segir Hörður. Hann og Hulda misstu fyrsta barn sitt nýfætt árið 1985 og tóku þá þátt i að stofna samtök um sorg og sorgarviðbrögð á Akureyri. Hörður segist ekki enn hafa farið á fund hjá samtökunum eftir fráfall Huldu, segist þekkja það starf mjög vel en minnist á fjölskyldu sína og Qöl- skyldu Huldu sem hafa veitt honum og drengjunum þremur mikinn stuðning á þessum erfiðu tímum. Það vakti nokkra athygli í okkar litla landi þegar Hulda féll frá að amma hennar og nafna, Hulda Gísladóttir sem var í raun uppeldis- móðir hennar líka, lést daginn áður en fósturdóttir hennar og barna- barn kvaddi þennan heim, daginn eftir að hafa heimsótt nöfnu sína í hinsta sinn að sjúkrabeði hennar heima til að kveðja hana. í þýska hernum í fyrra lífi Hörður segist aldrei hafa efast um að líf sé eftir þetta sem við nú lifum og einnig að við höfum lifað áður. Hann segist eiga minningar úr fyrri lífum. „Ég man eftir mér sem þýskum orrustuflugmanni í seinni heims- styrjöldinni. Ég brann inni í flugvél- inni sem ég flaug. Kannski er það þess vegna sem ég er svona flug- veikur alltaf. Þetta hefur fylgt mér alla tíð. Það tók mig samt langan tima að átta mig á því að ég byggi yfir minning- um úr fyrri lífum. Þetta birtist í mörgum smáum hlutum. Ég kallaði t.d. mömmu alltaf Múttí sem er þýskt gælunafn. Ég var einu sinni að horfa á sjónvarpsmynd um kvik- Þetta vélbyssusigti meö gikknum fannst nýlega á jöklinum. myndagerð á millistríðsárunum og þá áttaði ég mig á því að ég þekkti margrar vinsælar kvikmyndir sem sýndar voru á þessum tíma, vissi hvernig þær enduðu. Mörg nasista- lögin eru lög sem ég kannast vel við þótt ég hafi aldrei lært þau,“ segir Hörður sem finnst þetta afskaplega eðlilegur hlutur. „Ég hef aldrei verið nasisti. Ég skil samt vel hvernig fólki líður í slíku samfélagi." Hörður segist muna eftir fleiri líf- um en því sem hann lifði í Þýska- landi stríðsáranna en segist ekki vilja fara út í frekari upprifjun. En finnst fólki hann ekki skrýtinn þeg- ar hann er að segja frá hlutum eins og þessum? „Mér er svo nákvæmlega sama hvað fólki finnst," segir hann. -PÁÁ Ur fórum jokulsins Á sýningu í Minjasafni Akureyrar sem lýkur um helgina má sjá ýmsa persónu- lega muni úr eigu þeirra fjögurra sem fórust meö flugvélinni. Hlutir sem jök- ullinn hefur varöveitt í nærri 60 ár. Kallaö á hjálp Þessi merkjabyssa eöa leifarnar af henni fundust í flaki vélarinnar. Slíkar byssur voru notaöar til aö skjóta um neyöarbiysum sem hefur þó áreiöanlega ekki veriö gert í þessu tilviki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.