Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Page 42
^ 50 Tilvera LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 x>v Árneshreppur á Ströndum: Þar sem áður var flótti er nú uppsveifla íbúar í Árneshreppi hafa lengi verið uggandi yfir því að sveitin væri að leggjast í eyði. Á síöustu áratugum hefur íbúatala hreppsins dregist hratt saman. Þróunin hefur verið í þá átt að unga fólkið fer burt í nám eða vinnu og skilar sér ekki aftur. Þegar núverandi bændur eru orðnir of gamlir til að stunda bú- skap fara jarðirnar i eyði. Snúa þróuninni viö Sveitungarnir eru staðráðnir i að snúa þessari þróun við. íbúarnir í Árnesi eru búnir að reisa minjahús og reka kaffisölu í félagsheimilinu yfir sumartímann. Ungt par hefur sest að í Bæ og hafið búskap ásamt fyrri ábúendum. Hótel Djúpavík er opið allt árið og verið er að koma á laggirnar fornbílageymslu í gömlu síldarverksmiðjunni. Einnig eru uppi áform um að virkja Hvalá í Ófeigsfirði. Þar sem áður var flótti er nú upp- sveifla. Saldramenn o$ nattúrufegurö Árneshreppur er nyrsti hreppur í Strandasýslu og hann nær frá Spena í suðri að Geirólfsgnúpi í norðri. Landslag í hreppnum er stór- DV-MYNDIR V. HANSEN Benni í Noröurfiröi Bernard Andrésson er einn af elstu íbúum Árneshrepps. Hann er enn hress og fékk sér í nefið í Melaréttunum. brotið, margbreytilegt og einstak- lega fallegt. í Trékyllisvík er mesta undirlend- ið í sveitinni en víðast gnæfa fjöll ■ yfir bæjunum sem standa við sjóinn og einna líkast því að fólkið búi í vinkli þar sem fjöll og fjara mætast. Ströndin er vogskorin og fjölbreytt. Á stuttum kafla má ganga um sand-, hnullunga- og klettafjörur og sums staðar eru rekaviöarhlaðarnir svo háir að þá ber við himin. Strandamenn hafa allt frá fyrstu tíð haft á sér það orð að vera göldróttir og árið 1654 voru þrir galdramenn brenndir í klettagjá sem nefnist Kistan. F>’rr á öldum þótti mönnum sem voru upp á kant við lögin gott að flýja norður á Strandirnar og segir sagan að þeir hafi oft komist í skip með hjálp Strandamanna. í upphafi tuttugustu aldarinnar Nemendur í Finnbogastaðaskóla Árný Björk Björnsdóttir, Ellen Björg Björnsdóttir, Guöfinna Hávaröardótt- ir, Róbert Hlífar Ingólfsson og Númi Fjalar Ingólfsson. var iðandi mannlíf í Víkursveit, eins og hreppurinn var einu sinni kallaður. Um miðja öldina risu þar tvær síldarverksmiðjur sem voru þungamiðja atvinnulífsins. Á síð- ustu áratugum hefur fækkað í Ár- neshreppi og núna búa þar fáir tug- ir manna. Þeir eru staðráðnir í að búa þar áfram. -Kip Virkjun Hvalár í Ófeigsfirði: Breytir miklu fyrir sveitina Skyrkoliusteinn Samkvæmt gamalli þjóötrú er bannaö aö benda á Skyrkollustein og þeir sem gera þaö viljandi skera sig í fingurinn. Gjögur Fyrr á tímum var mikil hákarlaútgerö á Gjögri en í dag eru þar sumardvalar- staöir afkomenda þeira sem áöur sóttu sjóinn. Byrgisvíkurfjall í baksýn. Gunnsteinn Gíslason, oddviti í Árneshreppi á Ströndum, segir að það hafi blundað lengi í mönnum að virkja Hvalá en langt sé síðan um- ræðan hafi verið jafn mikil og und- anfarið. „Ef áin verður virkjuð á það eftir að gerbreyta aðstæðum í hreppnum. Atvinnuhættir núver- andi íbúa verða líklega svipaðir en í sveitina kemur nýtt fólk sem vinn- ur við virkjunina og það er af hinu góða. Það er reyndar ekki búið að ákveða hvort áin verður virkjuð eða ekki en ég vona að svo verði.1' Eitt af því sem liklega mundi fylgja virkjun í Hvalá er línuvegur yfir Ófeigsfjarðarheiði og niður í Djúp. „Þetta hefði í för með sér að hringvegur kæmi um Vestfirði og líklegt að ferðamannastraumurinn hingað mundi þá aukast. Annars hefur vegurinn hingað verið mikið lagaður á undanfórnum árum þó langt sé í land að hann verði góð- ur.“ Menn búa aö sínu Gunnsteinn segir að það sé svo sem ekki mikið á döfinni í sveit- inni. „Menn búa að sínu og ekki er nein aukning í atvinnumálum sjá- Hér eigum viö heima Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason, oddviti í Ár- neshreppi. anleg. Reyndar var ungt fólk að hefja búskap á Bæ með eldri hjón- unum sem voru þar fyrir." Að sögn Gunnsteins eru sextíu manns með lögheimili í sveitinni en margir eru þar einungis á sumrin og dvelja oft stutt í sveitinni. „Unga fólkið fór til náms og kemur ekki til baka. íbúamir i sveitinni eru því flestir um miðjan aldur eða eldri.“ Margs konar þjónusta „Það heyrast reyndar annað slagið raddir um að hinir eða þess- ir séu að flytja burt en svo bráir af mönnum og þeir ákveða að vera að minnsta kosti eitt ár enn." Gunnsteinn segir að það sé ótrúlega margt sem þarf að sjá um fyrir svona lítið sveitarfélag. „Hér eru flugsam- göngur og póstafgreiðsla, banki, skóli og verslun, bensínafgreiösla og ýmiss konar þjónusta sem allir þurfa að nota. Menn eru að vísu farnir að versla mikið sjálfir beint frá Reykjavík og viðskiptahættir að breytast en menn kaupa þó enn i matinn hjá okkur.“ -Kip Bæði komin úr barneign - og getum verið hér þess vegna, segja síöustu ábúendurnir viö Ingólfsfjörð I Melaréttunum Hjónin Guðmundur Jónsson og Sólveig Jónsdóttir á Munaöarnesi eiga milli fimm og sex hundruö fjár á fjalli. Auk heföbundins búskapar eiga þau trillu meö ellefu og hálfs tonns þorskkvóta og teljast því sæ- greifar af minni geröinni. Guðmundur Jónsson og Sólveig Jónsdóttir búa að Munaðamesi við ingólfsfjörð sem er nyrsti bær í Strandasýslu. Á sumrin er ótrúleg náttúrufegurð við fjörðinn og þegar Guðmundur fær sér morgunbununa úti á hlaði blasa Drangaskörð við í allri sinni dýrð. Á veturna er oft snjó- þungt í Ingólfsfirði og jafnvel ófært að Munaðamesi dögum og jafnvel vikum saman. í nokkur ár hefur Guðmundur talað um að bregða búi. „Ég er orðinn gamall og slæmur af gigt.“ En á hverju sumri frestar hann því um eitt ár enn og kennir Sólveigu konunni sinni um með þeim orðum að hún vilji ekki fara. Ufum ágætis lífi „Við eram búin að vera með búskap í fjöratíu ár eða frá 1961,“ segir Guð- mundur, „og ótrúlegt hvað Veiga er búin að þola mig lengi.“ Hjónin eiga milli fimm og sex hundrað fjár á fjalli. Auk hefðbundins búskapar eiga þau trillu með ellefu og hálfs tonns þorskkvóta og teljast því sægreifar af minni gerðinni. „Ég er hættur að fara á grásleppu eins og ég gerði í mörg ár, það er ekkert að fá lengur og svo er ég orðinn helvítis garmur til verka." Sólveig segir að þau lifi ágætis lifi. „Búið hefur minnkað og krakkamir eru fluttir burt þannig að við eram farin að geta slappað meira af og eram jafnvel að hugsa um að leggjast í ferðalög á elliárunum." litlll reki undanfarið Munaðameshjónin segja að það sé mikill gestagangur hjá þeim á sumrin og að þau hafi gaman af því að taka á móti gestum. „Það kemur hingað fólk sem hefur gaman af þvi að vera í hey- skap og vill jafnvel eyða sumarfríinu stnu í hann og ekki ætlum við að banna þeim það.“ Eins og aðrir bændur sem eiga land að sjó safnar Guðmundur rekavið og sagar hann í girðingarstaura. „Verst hvað er erfitt að selja staurana, það er víst ódýrara að flytja þá inn.“ Guð- mundur segir að það hafi rekið fremur lítið í ár og varla að hann sjái almenni- lega spýtu lengur. „Það er einhver fjandinn að gerast í hafinu og ég veit ekki hvað verður um rekann. Rekinn er reyndar alltaf meiri eftir að hafis hefur legið við landið og það er langt síðan það var, sem betur fer.“ Ekki bara dans á rósum Veiga viðurkenn- ir að hún hafi verið tregari en Guð- mundur til að fara. „Hvem fjárann ætt- um við svo sem að fara að gera annars staðar. Við kunnum ekki að vinna eftir klukku og hér ráð- um við okkar tíma sjálf." Sólveig man reyndar tímana tvenna i Ingólfsfirði og lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum. „Fyrir rúm- um tuttugu árum, í janúar 1981, var ég ófrísk af yngstu dótt- ur okkar og ákveðið að fara með mig suður vegna of hás blóðþrýstings. Ég átti reyndar ekki að eiga fyrr en í apr- íl. Vegurinn heim að Munaðamesi var kolófær og ekki hægt að moka vegna snjóflóðahættu. Menn gripu þá til þess ráðs að setja litinn gám upp í bát og sigla fyrir nesið frá Norðuifirði og sækja mig. Þeir voru svo hugulsamir að setja stól og teppi í gáminn og þannig fluttu þeir mig í yfir í Norður- flörð í fimmtán stiga gaddi." Guðmundur bætir við að nokkram árum áður hafi hún orðið að fara yfir Eiðið sem liggur úr Ingólfsfirði yfir í Norðurfjörð. „Það var allt á kafi í snjó og ófært eins og svo oft áður þegar Veiga þarf að bregða sér af bæ. Veðrið var ljómandi og við gripum tækifærið og sigldum með hana á skektu inn eft- ir firðinum. Eftir það öslaði hún mitt- isdjúpan snjó rúman kílómetra - kolófrisk að vanda. Uppi á Eiðinu tók á móti henni jarðýta með stóran kassa í eftirdragi. Veigu var stungið í kass- ann og hann dreginn á ýtunni niður í Norðurfjörð." Eftir á að hyggja viðurkennir Ing- ólfsfjarðaraðallinn að þetta hafi verið hrein klikkun en að eitthvað hafi orð- ið að gera. „Blessaður vertu, við eram bæði komin úr bameign þannig við getum verið hér þess vegna." -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.