Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Page 51
1
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001
DV
59
Tilvera
Evrópukeppni taflfélaga á Krít:
Hannes lagði „barniðc< að velli
Myndbandarýni
One Day in September ★★★
Fyrsta stóra hryðjuverkaárásin
Evrópukeppni taflfélaga á Krít
lýkur um helgina. íslensku taflfélög-
in 2, Hellir og TR, bítast hart um að
vera fyrir ofan hvort annað. Hannes
H. Stefánsson, Helli, náði enn ein-
um áfangasigrinum, „barnið" Rom-
an Ponomariov er stigahæsti ein-
staklingur sem Hannes hefur lagt að
velli. Ingvar Ásmundsson lagði stór-
meistarann Gennady Kuzmin að
velli einnig en vegna plássleysis
biður sú skák betri tíma. Hún birt-
ist reyndar hér í DV í vikunni,
óskýrð, í litla dálkinum sem oft er
með glóandi heitar skákir, eins og
þessar þrjár sem hér birtast!
Hvítt: Hannes H. Stefánsson (2586)
Svart: Roman Ponomariov (2684)
Pirc-vörn.
Krít, Grikklandi (1), 23.09. 2001
l.e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4.
Be3 c6 5. Dd2 b5 6. Bd3 Rbd7 7.
Rf3 e5 8. 0-0 Bb7 9. h3 Bg7 10. a4
a6 11. dxe5 dxe5 12. Re2 0-0 13.
Rg3 He8.
Þetta þykir nokkuð hefðbundin
uppbygging. Hannes er um 10 árum
eldri en andstæðingurinn og þó
ekki orðinn þrítugur. Skák er fyrir
alla aldursflokka, frá 4 ára þar til
yfír lýkur!
14. c4 bxa4 15. c5 Bf8 16. Hfcl
a5 17. Hxa4 Dc7 18. Dc3 Ba6 19.
Bxa6 Hxa6 20. Dc4 Ha7 21. Rel
Hea8 22. Rd3 Re8 23. Hcal Rg7
24. Rfl Re6 25. Rd2 Db7 26. Hla3
Db5.
Hannes hefur náð góðum þrýst-
ingi á a5-peðið og það fellur að lok-
um. Stöðubarátta af hæsta gæða-
flokki.
27. b4 Be7 28. Da2 Bg5 29. Rc4
Bxe3 30. fxe3 Db8 31. Hxa5 Hxa5
32. Hxa5 Hxa5 33. Dxa5 h5 34.
Da6 Rd8 35. Rd6 Kg7 36. Kf2 Rf6
37. Kf3 Re6.
Hannes nær nú drottningarupp-
skiptum og sú gamla, góða regla er
enn í gildi að sama lögmál gildir um
peðs- og riddaraendatöfl. Ef peð-
sendataflið er unnið þá skiptir oft-
ast litlu máli hvort riddaramir eru
með, staðan er jafnunnin fyrir það.
Þetta veit Hannes og „krakkinn"
fær fyrir ferðina!
38. Db7 Dxb7 39. Rxb7 Rd7 40.
Ra5 Rd8 41. Rb2 Kf6 42. Ke2 Ke7
43. Rbc4 f6 44. Kd3 Rf8 45. Rd6
Kd7 46. Kc4 g5 47. b5 cxb5+ 48.
Kxb5 Rde6 49. Rf5 Rc7+ 50. Kb6
Rfe6 51. c6+ Kc8 52. Re7+ Kb8 53.
Rc4 Ra8+ 54. Kb5 Rac7+ 55. Ka5
Rc5 56. Rd6 h4 57. Rg8 R7e6 58.
Kb5 Rd3 59. Rxf6 Rc7+ 60. Ka5
Rel 61. Rd7+ Ka7 62. Rc8+ Ka8
63. Kb6 Re6 64. c7 Rc2 65. Rd6
Rxc7 66. Kxc7 Rxe3 67. Rb5 Rxg2
68. Rb6+ og mát. 1-0.
Umræðuhorn skákmanna er oft
skemmtilegur vettvangur. Eins
og ég lýsti hér fyrir stuttu skák-
ltfi ungu mannanna þá birtist eft-
irfarandi pistill frá Jóni Viktori
Gunnarssyni sem teflir fyrir
hönd TR á horninu. Ég brá skjótt
við og birti skákirnar á umræðu-
horni skákmanna. Eins og Jón
Viktor bendir á þá eru þetta um
margt ótrúlegar skákir. En sjón
er sögu ríkari. Þó er lýsing Jóns
Viktors skemmtileg og ég bætti
einungis skákunum við með fá-
tæklegum skýringum.
Sælir félagar, ég ætla að upp-
lýsa ykkur um afar einkennilegt
atvik sem ég varð vitni að í gær.
Þannig var mál med vexti að Al-
exander Grischuk var að búta
Smirin niður í Marshall-árásinni
í Spánverjanum. Spurning hvort
Ingvar Þór Jóhannesson, Eyjólfur
Ármannsson, Sævar Bjarnason
eða einhverjir aðrir snillingar
væru ekki til í að setja skákirnar
hans Grischuks upp, það er að
segja Marshall-skákina gegn
Smirin og þegar hann bútaði
Bareev niður í Frakkanum. Ég
held að þessar skákir hafi verið
um 20 leikir báðar og allir skák-
mennirnir eru svokallaðir ofur-
stórmeistarar, ÓTRÚLEGT.
Áfram með söguna. Ég kom að
borðinu tegar Grischuk gerði sig
liklegan til að leika g4 og þar med
að klára skákina. Grischuk kom
glottandi að borðinu, hallaði sér
aftur f stólnum og leit til Rublev-
skys sem sat við hliðina á honum.
Rublevsky leit á Grischuk á móti
og allt í einu fóru þeir bara báðir
að skellihlæja og auminga Smirin
varð rauður í framan og alveg eins
og aumingi, greyið. Spuming um
það hvort þeir félagar hafi haft
þetta allt saman á eldhúsborðinu
kvöldið áður, það kæmi mér ekki
á óvart. Jæja, best að fara að stúd-
era fyrir undrabarnið sem ég fæ 1
dag, hann er fæddur 1985, held ég,
og með yfir 2400 Elo-stig - best að
passa sig á honum!
Hvítt: Ilja Smirin (2702)
Svart: Alexander Grischuk (2669)
Spánski leikurinn
Krít, Grikklandi. (4), 26.09. 2001
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3
0-0 8. c3 d5. Frank Marshall er
uppafsmaðurinn að þessari peðsfórn
- frægur skákmaður sem var upp á
sitt besta fyrir 90-70 árum. Marshall-
árásin í spænska leiknum þykir
hættuleg ef menn eru ekki með á
nótunum. En hún hefur líka jafn-
teflisstimpil á sér! En eru stimplar
ekki gamaldags? 9. exd5 Rxd5 10.
Rxe5 Rxe5 11. Hxe5 c6 12. d4 Bd6
13. Hel Dh4 14. g3 Dh3 15. He4.
Hvítur hótar að leika hróknum yfir á
h4. En það er auðvelt að koma í veg
Ég man þá tið þegar þessi leikur
þótti algjör snilld hjá svörtum. Það
var um 1971 og ekki gengur 16. Bxg5
vegna Df5! Svona eftir á að hyggja
er kannski betra að leika 16. Df3,
16. Rd2, 16. Bd2 eða a4. E.t.v. er
skiptamunsfómin ekki nógu góð.
Og ekki má gleyma að hvítur getur
skotið inn Bxd5+ og kannski He3 á
eftir. En liklega er það of passíft. En
eldhúsborðið kemur sér oft vel...
16. De2 f5 17. He6 Bxe6 18.
Dxe6+ Kh8 19. Dxd6 Hae8 20. Bd2
f4.
Er hvíta staðan töpuð? Sennilega
verður að leita að endurbótum fyrr!
21. Bxd5 cxd5 22. f3 g4 0-1.
Peð á léið til f3, fylgt af máti, er
erfitt við að eiga. Já, maður skUur
svona leiðindayfirlætisglott stundum!
Hvítt: Alexander Grischuk (2669)
Svart: Evgenij Bareev (2719)
Frönsk vörn.
Krít, Grikklandi. (3), 25.09. 2001
1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3
Rc6 5. Rf3 Rh6 6. Bd3 cxd4 7.
Bxh6 gxh6 8. cxd4 Bd7 9. Rc3 Db6
Þetta afbrigði á ekki að vera neitt
sérstakt fyrir hvítan. En mótherjinn
verður að bregðast rétt (?) við. 10.
Bb5 Hg8 11. 0-0 Rxe5.
Svona „fórnir" sjá allir. En er
þetta ekki bara peðsrán á kostnað
stöðunnar?
12. Rxe5 Bxb5 13. Dh5 Hg7 14.
Hfel Hd8 15. Rxb5 Dxb5.
Og næstu fórn sjá allir líka! Aðal-
vandinn er að fá upp þessar stöður.
Og fylgja þeim rétt eftir. Eru þessir
karlar með 2700 stig? 1700? 700?
3700? Skiptir ekki máli, þeir verða
að leika mannganginum eins og
Keres forðum. 16. Rxf7 Hxf7 17.
Hxe6+ 1-0.
One Day in September er
óskarsverðlaunakvikmynd,
heimildamynd sem segir frá
þeim örlagaríku atburðum
sem áttu sér stað í Múnchen
5. september árið 1972 þegar
Ólympíuleikarnir stóðu yfir.
Palestínskir hryðjuverka-
menn réðust tjl inngöngu þar sem
ísraelskir þáttfakendur bjuggu og
drápu tvo og tóku aðra í gíslingu.
Þetta var fyrsía stóra hryðjuverka-
árás araba og kom hún hinum vest-
ræna heimi í opna skjöldu. Kunnáttu-
leysi og stjórnleysi gerði það að verk-
um að allir gíslarnir voru drepnir.
Það sem þessi ágæta heimilda-
mynd segir okkur fyrst og fremst er
að það vissi enginn hvernig átti að
taka á þessu máli. Klúður eftir klúð-
ur leiddi til harmleiksins í lokin. í
myndinni eru viðtöl við þá sem komu
nálægt aðgerðunum, auk þess sem
viðtal er við eina eftirlifandi hryðju-
verkamanninn og er hann enn í fel-
um. Það' voru þrír hryðjuverkamenn
sem komust lífs af. ísraelska leyni-
þjónustan er þegar búin að drepa tvo.
Miðað við hvernig tekið
er á þessum málum í dag er
ótrúlegt að sjá reynda lögreglu-
menn haga sér eins og þeir séu
á byrjendanámskeiði. Eitt
klúðrið sem situr eftir, og er í
raun hlægilegt eftir á, var þegar
lögreglan ákvað að ráðast til
inngöngu í íbúðina þar sem gíslarnir
voru. Lögreglumennirnir voru
klæddir íþróttagöllum og komu sér
fyrir í stöðu tilbúnir til innrásar. Að-
gerðin var flautuð af þegar i ljós kom
að sjónvarpsstöð var að sýna aðgerð-
ina í beinni útsendingu og hryöju-
verkamennirnir gátu því fylgst með
öllu. Þetta er aðeins eitt af mörgum
mistökum sem gerð voru þennan ör-
lagaríka sólarhring.
One Day in September er vel gerð
og athyglisverð heimildamynd og góð
lexía fyrir alla á timum þegar heim-
urinn er á barmi styrjaldar vegna
hryðjuverkaárása. -HK
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Kevin
McDonald. Bandaríkin, 1999. Lengd: 94
mín. Leyfð öllum aldurshópum.
Den sista kontraktet ★★
Morðiö á Olof Palme
Den sista kontraktet flallar
eins og One Day in September
um voðaatburð sem hafði mik-
il áhrif á heimsbyggðina,
morðið á Olof Palme 28. febrú-
ar 1986. Ekki er um heimilda-
mynd að ræða heldur leikna
mynd sem byggð er á skáld-
sögu eftir John W. Grow. í sögunni eru
líkur leiddar að því að háttsettir
sænskir stjórnmálamenn og viðskipta-
jöfrar hafi skipulagt morðið. Enn þann
dag í dag er ekki búið að flnna morð-
ingjann. Það verður því að líta á sam-
særið i Sista kontraktet sem einn
möguleika af mörgum. í myndinni eru
tvær aðalpersónur. Annar er lögreglu-
maðurinn Roger Nymann (Mikael
Persbrandt) sem vegna hræðslu eigin-
konunnar lætur færa sig úr morðdeild
sænsku lögreglunnar yfir í fjármála-
deild. Þar kemst hann yfir upplýsingar
um að frægur atvinnumorðingi, John
Gales (Michael Kitchen), sé staddur í
Svíþjóð. í hans augum táknar þetta að-
eins eitt. Það á að myrða einhvern
mektarmann. Hver það er veit hann
ekki. Þegar hann leggur spilin á borð-
ið fyrir yfirmenn sína koma
skipanir að ofan að láta málið
kyrrt liggja. Gales getur ekki
samvisku sinnar hætt við mál-
ið og stofnar ekki aðeins ferli
sínum í hættu heldur einnig
hjónabandinu. Þegar hann um
síðir kemst að tOgangi morð-
ingjans getur hann litið gert og er of
seinn til að aðhafast nokkuð. Sagan er
kannski ekki mjög trúverðug en verð-
ur trúverðugri með innskeyttum
myndum frá síðustu dögum Palmes.
Myndin er rakin út frá tveimur
sjónarhornum, lögreglumannsins og
morðingjans. Því miður nær leikstjór-
inn Kjell Sundvall (Jægeme) ekki að
fella þessi tvö sjónarhorn saman í eina
heild þannig að aldrei næst upp nauð-
synleg spenna til að halda við þessari
tilgátu sem hlýtur að vera meira sann-
færandi á pappír en í mynd. -HK
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Kjell
Sundvall. Leikarar: Mikael Persbrandt,
Michael Kitchen, Pernilla August og
Reine Brynolfsson. Lengd: 110 nnin.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
HYDRAMASTER
f
Meira afl
—► Styttri vinnutími
—► Betri hreinsun
—► Stuttur þurrktími
Ný tækni á Islandi í
teppahreinsun
Hreint fyrir afla!
Heimili, fyrirtæki
eöa stofnanir.
m
-
SKÚfU}
SKUFUR
Kleppsvegur 152 • 104 Reykjavík
Sími 568 8813 • Gsm 896 0206
www.teppahreinsun.com email: skufur@islandia.is