Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Page 56
i FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Subaru Impreza LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 S j álf stæöisf lokkur: Helmings- skattalækkun - á fyrirtæki Skattamál verða eitt helsta mál Landsfundar Sjálfstæðisflokksins ef marka má drög að ályktunum fund- arins sem fer fram eftir tæpan hálf- an mánuð. Ýmsar róttækar breytingar eru lagðar til. Sjálfstæöismenn vilja minnka umsvif ríkisins og fá þar með svigrúm til skattalækkana á bæði fyrirtæki og einstaklinga. Lagt er til að tekjuskattur á einstaklinga lækki úr 38% í 35% en brýnna er talið að létta álögur fyrirtækjanna samkvæmt drögunum. Þannig vilja sjálfstæðismenn að tekjuskattur fyr- irtækja verði lækkaður úr 30% í 15%. -BÞ Heimsmarkaðsverð: Bensínlækkun Heimsmarkaðsverð á olíuvörum hefur lækkað jafnt og þétt frá því um miðjan september. Það hefur þó heldur stigið aftur í lok vik- unnar. Á Rott- erdammarkaði var tonnið af 95 oktana bensíni skráð á ríflega 200 dollara í gær. 11. og 12. september sl. steig það hvað hæst og fór þá í 295 dollara. Síðustu daga hefur það nálgast mjög meðalverð síðasta mánaðar. Engin ákvörðun um verðbreyt- ingar lá fyrir hjá olíufélögunum í gærkvöld þegar blaðið fór í prentun. -JSS ÁTVR lögð niður: Tjái mig ekki - segir forstjórinn „Þetta er alfarið stjórnvaldsleg ákvörðun þannig að ég tjái mig ekki um þessar hugmyndir," segir Hösk- uldur Jónsson, forstjóri ÁTVR. í drögum að ályktunum Landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins er lagt til að ríkið dragi sig út úr öllum verslun- arrekstri og þess vegna sé rétt að leggja niður Áfengis- og tó- bakssölu ríkisins. Þessar hugmyndir hafa lengi verið baráttumál hjá hluta sjálfstæöis- manna en aldrei reynst meirihluti á þingi til að taka þetta skref. Sjálfstæðismenn sem DV ræddi við vildu ekki meta líkur þess að ályktunin yrði samþykkt. -BÞ Höskuldur Jónsson. Oryggisráöstafanir í millilandaflugi hafa nú veriö stórhertar w-mmd hari / gær var byrjaö aö skoöa ítarlega farangur allra farþega sem fara meö Flugfélagi íslands til Grænlands og Færeyja og var þessi mynd tekin á Reykjavíkurflug- velli þegar farþegarnir fóru utan. Lögregluþjónar stóðu vaktina og leituöu gaumgæfilega í öllum farangri - öryggisins vegna. íslenska hugbúnaðarfyrirtækið smartVR: Stórsamningur við fyrirtækið Orange - vinnur að fjölbreyttum þrívíddarlausnum, m.a. fyrir NASA íslenska fyrirtækið smartVR hef- ur gert stórsamning við breska símafyrirtækið Orange. Hefur síma- fyrirtækið valið smartVR sem lykil- aðila ásamt Microsoft við þróun ým- issa lausna á fjarskiptasviði. Jón Hördal, einn af eigendum smartVR, segir samninginn mjög mikilvægan. „Hann þýðir fyrst og fremst aðgengi að þróunarvinnu og mörkuðum í tengslum við Orange." Hann segir þó ekki gefið upp hversu stór samningurinn er í peningum talið. „Við erum með tækni sem öll þessi fyrirtæki, sem við erum í sam- vinnu við, telja algjörlega einstaka í heiminum í dag. Það er búið að gera væntingar um notkun þrívíddar á Netinu síðastliðin fimm ár. Það eru væntingar sem ekki hefur verið hægt að standa undir tii þessa. Okkar vinna hefúr hins vegar verið að skila því sem aðrir hafa verið að lofa. Við höfum verið að vinna verkefni á þessu sviði fyrir risastór fyrirtæki Merki smartVR. þar sem öll vinna er borguð fyrir fram. Við erum m.a að byrja á þró- unarverkefni fyrir NASA. Þetta gerist á sama tíma og önnur fyrirtæki á þessu sviði hafa orðið að bjóða sínar lausnir frítt til að reyna að komast inn á markaðinn." íslensk þrívíddartækni Orange er þriðja stærsta farsíma- fyrirtækið i Bretlandi og er i tengsl- um við France Telecom og marga aðila sem bjóða þjónustu á víðu sviði töívu- og símasamskipta. smartVR hefur aftur á móti sérhæft sig í hönnun á þrívíddartækni í tölvusamskiptum. Það var einmitt grunnurinn að starfsemi hugbúnað- arfyrirtækisins OZ, en smartVR spratt út úr OZ sem sjálfstætt fyrir- tæki. Það er nú dótturfyrirtæki OZ, en móðurfyrirtækið er þó enn stærsti eignaraðilinn ásamt starfs- mönnum og innlendum fjárfestum. Jón segir að smartVR hafi þróað þríviddartæknina áfram til nota á mjög víðu sviði i tækniheiminum. „Við erum að búa tii samskipta og samvinnulausnir, m.a. fyrir funda- höld og verkefnavinnu á Netinu þar sem fólk getur unnið saman í þrí- víðu umhverfi." Jón segir samningin við Orange auðvelda mjög aðgengi fyrirtækis- ins að fjármagni til þróunarvinnu. Starfsmenn eru i dag um 10 til 12 sem flestir starfa á íslandi. Þá er fyrirtækið með sölumenn í Bret- landi og samstarfsaðila þar og í Bandaríkjunum. Jón segir að á síð- ustu mánuðum sé fyrirtækið búið að ná samningum við íjögur stórfyr- irtæki á heimsvísu en Orange er eitt þeirra. Þetta eru fyrirtæki i af- þreyingariðnaði, símaiðnaði og fréttageiranum ásamt geimferða- stofnuninni NASA. -HKr. Samkeppnisráð: Harpa sektuö Málningarverksmiðjan Harpa þarf samkvæmt úrskurði Samkeppnisráðs frá í gær að greiða 400 þúsund króna stjórnvaldssekt fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrir- tækið er sagt hafa beitt þrýstingi við að fá verkefni við gólflagningu i Prentsmiðjunni Odda þótt annað fyr- irtæki hafi átt lægra tilboð. DV greindi frá þessu máli á sínum tíma. Málavextir eru þeir að Odda- verjar tóku lægsta tilboði Mallands í Garðabæ í lagningu iðnaðargólfs í prentsmiðjunni. Tveimur dögum áður en framkvæmdir átti að hefjast sagði einn starfsmönnum prentsmiöj- unnar Mallands-mönnum að ekki yrði af viðskiptunum. Harpa fengi verkið. Stjórnendur Mallands fuliyrða að Oddaverjum hafi snúist hugur eftir hótanir framkvæmdastjóra Hörpu um að málningarverksmiðjan myndi beina prentviðskiptum sínum annað ef þeir fengju ekki að leggja iðnaðar- góLfið í prentsmiðjunni. í úrskurðin- um segir aftur á móti að ákvörðunin hafi verið tekin „á grundvelli gagn- kvæmra viðskipta um árabil". -sbs Millilandaflutningar Eimskips: Hert eftirlit með laumufarþegum Eimskip hefur síðustu daga stór- hert allt eftirlit með hugsanlegum laumufarþegum sem verið gætu í þeim tveimur flutningaskipum fé- lagsins sem sigla til Bandaríkjanna. Sólarhringsgæsla er viö skipin í Sundahöfn og er þetta gert þar sem eftir hryðjuverkin á dögunum er mun stífara eftirlit með öllum sem koma inn i landið. „Við gætum lent í miklum vandræðum ef við værum með laumufarþega um borð,“ sagði Haukur Már Stefánsson, forstöðu- maður skiparekstrardeildar, i sam- tali við DV. Fyrst eftir hryöjuverkin var eftir- lit meö flutningaskipum í banda- I Sundahöfn Sólarhringsgæsla meö Ameríkuskipum. rískum höfnum raunar svo stíft að skipverjar á Skógafossi sem komu til Boston 12. september fengu aldrei að fara í land þann tíma sem skipið var í höfn þar. Slakað hefur verið á eftirlitsreglum síðan þetta var en þær eru þó áfram á hæstu stigum. í sumar var byrjað að láta hunda leita um borð í Ameríkuskipum Eimskips fyrir brottför, allt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir laumu- farþega. Hafa þessar leitaraðgerðir verið efldar upp á síðkastið. í nokkrum tilvikum hafa hundar fundið óboðna farþega um borð. -sbs Útiljós Rafkaup Armúla 24 • S. 585 2800 bnother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.