Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 DV Fréttir Betri byggö óttast um flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli: Vill flugið til Keflavíkur - ekkert slíkt á döfinni, segir fulltrúi Flugmálastjórnar Samtökin Betri byggð í Reykjavík hafa ítrekað sent frá sér athugasemd- ir varðandi hættu sem þau telja stafa af flugi um Reykja- víkurflugvöll. í kjöl- far hryðjuverka í Bandarikjunum hafa samtökin lýst áhyggjum vegna þess hversu opinn Reykjavíkurílug- völlur sé gagnvart mögulegum hryðjuverkum. örn Sigurðsson, varaformaður Betri byggðar, segir ástandið í raun skelfilegt. Á sama tíma og utanríkis- ráðherra lýsir möguleikum á að taka heilu þjóðirnar i gíslingu þar sem t.d. farþegaflugvélar eru nýttar sem vopn þá séu engar ráðstafanir gerðar varðandi Reykjavíkurflug- völl. Samt sé flugvöllurinn í næsta nágrenni helstu stjórnsýslumiðstöð íslendinga. Þess má geta að um 20 þúsund millilandafarþegar lentu á Reykjavikurflugvelli árið 1999, mest vegna Færeyja- og Grænlandsflugs. „Viö vöruðum við þessu fyrir einu ári og báðum Almannavamir að gefa álit sitt á málinu. Þá sendum við erindi á einar tíu stofnanir en um helmingur þeirra hefur svarað. Við teljum því að það verði strax að flytja allt flug tii Keflavikurflugvall- ar. Þann 14. september og aftur 1. október sendum við öllum borgar- fulltrúum og varaborgarfulltrúum ásamt þingmönnum Reykvíkinga erindi um málið. Eins sendum við fjölmiðlum afrit af erindinu. Við höfum hins vegar ekki fengið nein viðbrögð," segir Örn og vill að í kringum Reykjavík verði skilgreint flugbannssvæði til að koma í veg fyrir tjón. Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir engin áform uppi um að flytja flug- umferð sem nú fer um Reykjavíkur- flugvöll til Keflavíkur. Hann segir eriendar vélar sem koma til Reykja- víkur flestar fá þjónustu hjá Flug- þjónustunni. Til þeirra berist upp- lýsingar um hvaðan vélar koma og hvernig flug sé um að ræða. Þá fái Flugstjórn líka upp- lýsingar um allar vélar sem hingað koma. „Langmest af þeim ferjuvélum sem koma eru með þekkta flugmenn innanborðs. Einkaþotur sem hingað koma senda líka sín flugplön og er þá yfirleitt vitað hvaða fólk er þar á ferðinni. Þeir sem koma hingað á einkavélum líta á það sem ótviræð- an kost að geta lent á Reykjavíkur- flugvelli. Það hefur því ekki komið til tals að flytja þetta flug til Kefla- víkur.“ Heimir segir það ekki rétt sem Betri byggð haldi fram að erlendis séu flugbannssvæði í kringum flug- velli í borgum. í London sé t.d. flog- ið yfir miðborgina og kastala drottningar. Að vísu hafi þó alltaf verið nokkur hundruð metra flug- bannssvæði í kringum Hvíta húsið í Bandaríkjunum. -HKr. Örn Sigurðsson. Heimir Már Pétursson. .. Fjárlögin: Okuprófin einkavædd Kolbrún Hall- dórsdóttir, þing- maður Vinstri grænna, lýsti á þingi í gær yfir áhyggjum af fyrir- huguðum breyting- um á framkvæmd ökuprófa. Sam- kvæmt fjárlögunum munu framlög til Umferðarráðs lækka um tugi milljóna þar sem lík- ur eru á að framkvæmd bílprófa verði tekin úr höndum Umferðar- ráðs. Kolbrún spurði dómsmálaráð- herra, Sólveigu Pétursdóttur, á hverra vegum framkvæmdin yrði næsta ár, hver rökin væru fyrir fyr- irhuguðúm breytingum og hvort starfsmönnum úti á landi yrði fækk- að vegna þessa. Sólveig Péturs- dóttir dómsmála- ráðherra svaraði að heppilegt væri að bjóða út fram- kvæmd ökuprófa en ekki væri frágengið hvemig breytingin yrði. Vonir stæðu til að ekki yrði fækkun hjá starfs- mönnum Umferðar- ráðs vegna þessa og óvíst væri hverjir hlytu hnossið. „Ég tel að breytingar sem þessar geti haft já- kvæð áhrif,“ sagði ráðherra. Kolbrún taldi aðgerðina dæmi um enn eina einkavæðingarfram- kvæmd rikisstjórnarinnar og hún varaði við því að farið yrði í breyt- ingar á svo alvarlegum málaflokki án þess að búið væri að ígrunda dæmið til enda. Sólveig minnti á að hún hefði margt gott látið af sér leiða, s.s. ýmiss konar umferðar- átök, herta löggæslu og hækkun sekta. -BÞ Sólveig Pétursdóttir. Kolbrún Halldórsdóttir. Selfossprestakall verður auglýst: Þjóðkirkjan aldrei samstæðari - segir prófasturinn á Eyrarbakka Selfossprestakall verður auglýst þar sem sóknarprestur- inn sr. Þórir Jökuil Þorsteinsson hefur verið skipaður til embættis prests ís- lendinga í Kaup- mannahöfn. Ekki hef- ur þó verið ákveðið hvenær prestakallið verður auglýst enda eru uppi hugmyndir um að breyta sóknarmörkum til að koma á meira jafnvægi í prófastsdæminu. Upphaflega sótti Þórir Jökull um níu mánaða námsleyfi. Honum var veitt það 0g Gunnar Bjömsson settur prest- ur á Selfossi í níu mánuði. Síðan breyttust aðstæður og Þórir Jökull var skipaður prestur i Kaupmannahöfn. Sr. Úlfar Gunnarsson, prófastur á Eyrarbakka, sagði við DV að skipting- in í prófastsdæminu væri orðin mjög ójöfn. Söfnuðurinn á Selfossi teldi tæp- Úlfar Guömundsson. Gunnar Björnsson. I lega fimm þúsund manns og væri það nær helmingur sókn- arbama í öllum tíu prestaköllunum inn- an prófastsdæmisins. Spumingin væri því hvort rétt væri að | breyta sóknarmörk- unum. Mikil endur- skipulagning hefði þegar farið fram inn- an kirkjunnar til þess að reyna aö nýta starfskrafta innan hennar sem best. Úlfar sagði að þessar breytingar hefðu ekki verið ræddar tfl hlítar enda ekkert ákveðið í þeim efnum enn. Ræða þyrfti málið við viðkomandi presta og sóknamefndir. Ákvörðunar- valdið væri biskups. Þá benti hann á að ekkert prestsset- ur væri á Selfossi. Ailt þyrfti þetta að liggja ljóst fyrir áður en auglýst yrði þannig að menn vissu hvað þeir væm að sækja um. Um þann ágrein- ing sem risið hefur innan kirkjunnar vegna skipunar í embætti innan henn- ar sagði Úlfar að þjóð- kirkjan hefði aldrei verið samstæðari heldur en um siðustu aldamót. Áður hefðu Þorsteinsson. verið uppi hatramm- ar deilur sem rist hefðu djúpt, um trúmál og helgisiði, spíritisma og fleira. „Þetta er allt saman horfið," sagði Úlfar. „Predikun prestanna hefur ekki verið eins samstæð lengi eins og hún er á okkar dögum. Það hefur verið ágrein- ingur um persónulega framgöngu ein- staklinga. Þau tilvik má telja á fingram annarrar handar. Það er ekki svo mik- ið hjá svo fjölmennri grasrótarhreyf- ingu sem þjóðkirkjan er, með fleiri þús- und manns að störfum, bæði á launum og í sjálfboðavinnu." -JSS Snerra hjá forsætisráðherra og formanni Vinstri grænna: Davíð segir sýn Stein- gríms óviðfelldna - lög sniögengin meö því að kalla ekki saman utanríkismálanefnd að mati VG Skoðanir Steingrims J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, eru óvið- felldnar í utanríkismálum að mati Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrir- spurnum á Alþingi í gær en Steingrímur benti á að hann hefði fullan rétt á sínum skoðunum þótt öðruvísi væru en hugmyndir forsætis- ráðherra. Steingrímur sagðist langt í frá vera einn um sína sýn á við- brögð vegna refsiaðgerða Banda- ríkjamanna gegn Afganistan. Óbreyttir borgarar væru þegar fallnir vegna loft- árásanna. Tilefni orðaskipt- anna var að Steingrím- ur gagnrýndi að utan- ríkismálanefnd hefði ekki verið kölluð sam- an áður en ríkisstjórn landsins lýsti opinber- lega stuðningi við loft- árásir Bandaríkja- manna. Formaður Vinstri grænna hélt því fram að rík- isstjórnin hefði farið á skjön við lög með því að kalla ekki nefndina sam- an en Davíð svaraði að viðbrögð ís- lenskra stjórnvalda væru í sam- .Œim við tvær ályktanir Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóð- anna og í samræmi við fyrri ályktanir utanríkismála- nefndar. Davíð vísaði sér- staklega til þess að formaður Samfylkingarinnar væri á öðru máli en Steingrímur í þessu máli. Fram kom í umræðunum að búast mætti við að íslend- ingar myndu styrkja hjálpar- starf vegna atburðanna enn frekar en þegar er orðið. Ríkisstjórnin hef- ur þegar samþykkt að veita 10 millj- ónir króna til hjálpar flóttamönn- um. -BÞ Davíö Oddsson. Steingrímur J. Sigfússon. Umsjón: Bírgír Guömundssoíi netfang: birgir@dv.is Kristinn umdeildur Mjög er nú rætt um stöðu Krist- ins H. Gunnarssonar í þingflokki Framsóknarflokksins eftir að hann hlaut aðeins 7 atkvæði i kosningu til formanns þingflokksins. Er þetta talið endurspegla hversu umdeildur Kristinn er meðal kollega sinna. Kristinn mun hafa notið stuðnings ráðherra flokksins enda Halldór Ás- grímsson ákveðinn I í að láta Kristin ekki gjalda sérstöðu sinnar í sjávarútvegsmálum, þrátt fyrir að á þvi sviði sé Kristinn sagð- ur hafa farið fram á ystu nöf gagn- vart formanni sínum. Fullyrt er að þótt Halldór sé mjög ósammáia Kristni telji formaðurinn það póli- tískt óklókt að gengisfella þann þing- mann sem opinberlega hefur talað hvað mest gegn honum í sjávarút- vegsmálum. Betra væri að halda Kristni sem þingflokksformanni og undirstrika lýðræðisást flokksins ... Hver lak atkvæðatölunum? En það eru fleiri hliðar á þessu máli þvi í pottinum er líka fullyrt að forustu flokksins hafi ekki verið skemmt við það að niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar í þingflokknum hafi lekið út. Er talið víst að þar hafi verið á ferð- inni þingmenn sem þyki ekki verra ef staða Kristins veikist, enda er Kristinn óhjákvæmilega ráð- herraefni en margir þingmenn ganga með ráðherra í maganum. Sú stað- reynd að málið var komið í fjölmiðla hefur jafnframt orðið til þess að nú eru uppi margar kenningar í þing- flokknum um hver hafi lekið þessum atkvæðatölum og hvers vegna og fyr- ir vikið hefur pirringurinn þar á bæ ekki beinst að Kristni heldur að meintum fjandmanni Kristins ... Virkjaö af kappi í pottinum hafa menn verið að skoða drögin að landsfundarályktun- um Sjálfstæðisflokksins. Heyrst hefur að einn af höfundum ályktunar um umhverfis- og virkjunarmál hafi ver- ið Jónas Eliasson sem er mikill virkjunarsinni. Fuflyrt er að á ein- hverju stigi þegar verið var að skrifa drögin og menn að kasta þeim á mifli sín hafi Jónas verið inni með setningu sem hljómaði eitt- hvaö á þessa leið: „Landsfundurinn hvetur til þess að virkjað verði af kappi." Þetta mun einhverjum flokks- mönnum og skoðanabræðrum Ólafs F. Magnússonar hafa þótt heldur bratt í málið farið og mótmælt. Segir sagan að Jónas hafl þá verið tilbúinn með málamiðlun: „Landsfundurinn hvetur til þess að virkjað verði af kappi - og forsjá." Ekki virðist þessi málamiðlun þó hafa gengið eftir því ekkert þessu líkt er að finna í endan- legu ályktunardrögunum ... „Ungir VG á Akureyri" Hinir kratísku Kremlverjar geta verið andstyggilegir á vef sínum, sérstaklega ef VG er annars vegar. Þar má nú finna eftirfarandi klásúlu: „Ungir vinstri grænir á Akureyri kunna svo sannar- lega að nýta sér vefinn tfl að koma i málstað sínum á framfæri. Þetta er geysiöflugur miðill sem þeir reka og gaman að sjá að það er kraftur í unga fólkinu í heimakjördæmi Steingríms Joð. Hressandi og vel uppfærður vefur sem gleður í lá- deyðu hversdagsins." Sé vefur ung- liðanna skoðaður kemur í ljós að þar eru fréttir af og hvatningar til fólks um að koma í 1. maí-gönguna - sem haldin var fyrir næstum hálfu ári...!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.