Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Blaðsíða 8
8 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 DV Mótmæli í Islamabad Mótmæli viö árásunum á Afganistan voru hvaö höröust í Pakistan. Námsmenn mót- mæla árásunum Viðbrögð arabaríkja við árásum Bandaríkjamanna og Breta á Afgan- istan hafa verið misjöfn og hvergi komið til blóðugra átaka nema á Gazasvæðinu og í Pakistan. í Egypta- landi komu til dæmis um 20 þúsund námsmenn saman til mótmæla í Alex- andríu þar sem árásunum var harð- lega mótmælt á meðan yfirvöld sögðu ekki orð. Þaö sama gerðist í Óman, en þar voru það líka námsmenn sem mótmæltu. í Sádi-Arabíu var allt með kyrrum kjörum og sýndu yfirvöld í landinu engin viðbrögð. Viðbrögð annarra múslímskra ríkja voru mismunandi, en hvað hörð- ust í íran og írak, en þar voru árásirn- ar fordæmdar. Þaö sama er að segja um Líbani sem drógu málefni Palest- ínu inn í málið. Önnur arabaríki, eins og Bahrin, Jórdanía og Sameinuðu furstadæmin hörmuðu árásimar, en sögðust styðja aðgerðir gegn hryðju- verkum svo framarlega sem þau bitnuðu ekki á saklausum borgumm. Kjell Magne Bondevlk Kjell Magne Bondevik verður næsti forsætisráðherra Noregs fái hann til þess stuðning Karls Hagens, formanns Framfaraflokksins. Minnihlutastjórn Bondeviks í fæðingu í Noregi Ný minnihlutastjórn Hægri ílokks- ins, Kristilega flokksins og Vinstri er í burðarliðnum í Noregi og var stjóm- arsáttmáli flokkanna kynntur á blaða- mannafundi í gærkvöldi. í sáttmálan- um er væntanleg ríkisstjóm nefnd „Samstarfsstjórnin", til að leggja áherslu á hinn mikla samstarfsvilja stjórnarflokkanna, en ráðherralisti hefur þó ekki verið birtur. Það eina sem er fullkomlega öruggt i þeim mál- um er að Kjell Magne Bondevik, leið- togi Kristilega flokksins, verður næsti forsætisráðherra Noregs fái ríkis- stjómin þingmeirihluta, en hún verð- ur að reiða sig á stuðning Framfara- flokksins og hefur Karl Ivar Hagen, formaður flokksins, tekið sér umhugs- unarfrest til morguns hvort hann styður þríeykið. Á blaðamannafundinum í gær lýstu allir leiðtogar flokkanna þriggja því yfir að þeirra flokkur væri sigurveg- ari við gerð stjómarsáttmálans og lýsti til dæmis Jan Petersen og Hægri yfir mikilli ánægju með hina miklu skattalækkun sem lofað er á meðan Kjell Magne Bondevik var kátur yfir því að fá Hægri til að styðja fjöl- skyldustefnu KristOegra. Hann fékk þó ekki Hægri flokkinn til að hvika frá stefnu sinni í gasorkuversmálinu sem varð til að fella Bondeviksstjórn- ina fyrir rúmlega hálfu öðra ári. Loftárásir á Afganistan aðra nóttina í röð: Ekki búist við skjótum sigri Afganskir björgunarsveitarmenn grófu í morgun í rústum skrifstofu, sem Sameinuðu þjóðirnar fjár- magna og skipuleggur eyðingu jarð- sprengna, þar sem fjórir menn týndu lífi í loftárásum Bandarikja- manna í nótt. Mennimir voru sof- andi í húsinu þegar bandarískt flug- skeyti hitti það. Bandarískar flugvélar gerðu loft- árásir á skotmörk í Afganistan í nótt, aðra nóttina í röð. Embættis- menn vestan hafs drógu hins vegar úr væntingum manna um skjótan hemaöarlegan sigur á talibana- stjórninni. Fréttir bárust um það í morgun frá Kandahar, þar sem andlegur leiðtogi talibana hefur bækistöðvar sínar, að árásir hefðu verið gerðar á borgina eftir að birta tók af degi. Það munu vera fyrstu árásimar í björtu eftir að aðgerðirnar hófust á sunnudagskvöld. Embættismenn í Bandarikjunum juku mjög allan viðbúnað til að koma í veg fyrir hugsanlegar hefnd- araðgerðir harðlínumúslíma. Bresk stjómvöld, sem eru dygg- ustu bandamenn Georges W. Bush Bandaríkjaforseta í baráttunni við hryðjuverkamenn, sögðust eiga von á að fyrsta þreki aðgerðanna í Afganistan yrði lokið eftir nokkra daga. „Ég býst við að þetta verði frekar dagaspursmál en spurning um nokkrar vikur. Þetta er fyrsta þrep árása okkar á talibanastjórnina," sagði Geoff Hoon, landvarnaráð- herra Bretlands, í viðtali við breska sjónvarpið BBC. Hann sagðist vona að talibanar sæju að sér og fram- seldu Osama bin Laden, sem grun- aður er um að hafa skipulagt hryðjuverkin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Bandarísk stjómvöld sendu í gær bréf til Öryggisráðs SÞ þar sem þau ýja að því að árásir kunni að verða gerðar á önnur lönd en Afganistan í baráttunni gegn hryðjuverkamönn- um. Bretar, sem tóku þátt í hernaðar- aðgerðunum á sunnudagskvöld, ítr- ekuðu aftur á móti að aðgerðirnar nú beindust eingöngu að Afganistan. Sérfræðingar segja enn of snemmt að meta skemmdirnar af völdum lofthernaðarins. Fyrstu töl- ur um mannfall bentu til að tuttugu hefðu týnt lifi í árásunum en aðstoð- arheilbrigðisráðherra Afganistans sagði síðar að átta hefðu látið lifið. Bandarískir ráðamenn sögðu í gær að miklar skemmdir hefðu orð- ið á loftvörnum talibana en þær hefðu þó ekki veriö eyðilagðar. Þá sögðu ráðamenn að ekkert benti tO að truflanir hefðu orðið á fjarskiptum milli hermanna á jörðu niðri. TfTr?'l nfÝai^á REUTER-MYND Hreinsað til í rústum í Kabúl Jaröýtu var beitt i morgun á rústir stofnunar í Kabúl, höfuöborg Afganistan, sem Sameinuöu þjóöirnar hafa fjármagn- aö og hefur unniö aö því aö fjarlægja jarösprengjur. Bandarískt flugskeyti eyðilagöi bygginguna og týndu aö minnsta kosti fjórir menn lífi. Þeir voru i fastasvefni þegar flugskeytið hitti húsiö. Rannsóknin beinist aö ratsjá sem ekki var í sambandi: Versta flugslys á Ítalíu kostaði 118 manns lífið Rannsóknarnefnd flugslysa á ital- íu og rannsóknardómarar reyna nú að komast að ástæðum flugslyssins á flugvellinum í Mílanó í gær, sem varð að minnsta kosti 118 manns að bana, og átta sig á því hvort einhver beri lagalega ábyrgð á þessu versta flugslysi á Ítalíu. Þota frá norræna flugfélaginu SAS rakst á litla einkavél i niða- þoku í gærmorgun og endaði för sína á byggingu þar sem farangur er flokkaður. Allir sem voru um borð í vélunum tveimur, 110 manns í þotunni og fjórir í einkavélinni, létust, svo og fjórir starfsmenn í flokkunarstöðinni. Yfirvöld útilokuðu að um hryðju- verk hefði verið að ræða og sögðu nær víst aö flugmanni einkavélar- REUTER-MYND Brunnið flugvélarflak Slökkviliösmaöur gengur fram hjá brunnu flaki SAS-þotunnar í Mílanó. innar væri um að kenna. Og að slæmt veður hefði aðeins gert illt verra. í ljós hefur komið að ratsjá sem gerir flugstjórnarmönnum kleift að fylgjast meö umferð véla á vellinum hafði ekki verið sett í samband vegna skriffinnskuklúðurs. Vist þykir að dómarar muni beina rann- sökn sinni að þessum þætti. SAS-þotan, sem var á leið til Kaupmannahafnar, var komin á 300 km hraða eftir flugbrautinni og nef- hjól hennar hafði lyfst frá jörðu þeg- ar hún rakst á einkavélina. Litla vélin hafði fengið leyfi til flugtaks og var á leið í flugtaksstöðu þegar slysið varð. Flestir farþeganna í þot- unni voru ítalir og margir voru frá Norðurlöndunum. Schröder heimsækir Bush Gerhard Schröder Þýskalandskanslari heimsækir George W. Bush Banda- ríkjaforseta í Hvíta húsið 1 dag til að ræða við hann um baráttuna gegn al- þjóðlegum hryðju- verkamönnum. Schröder hefur lýst yfir einörðum stuðningi við hernað- araðgerðimar i Afganistan en hefur ekki greint frá því hvernig Þjóöverj- ar muni leggja lið. Miltisbrandur á ný Annað tilfelli militisbrandseitr- unar hefur komið upp á Flórida. Samstarfsmaður manns sem lést af völdum eitrunarinnar í síðustu viku hefur smitast. Verið er að kanna hvort smitið geti verið hryðjuverk. Flugfélög lækka miöaverð Evrópsku flugfélögin Aer Lingus frá Irlandi og Swissair frá Sviss hafa ákveðið að lækka fargjöld sín á nokkrum leiðum til að örva við- skiptin sem hafa minnkað í kjölfar hryðjuverkanna í síðasta mánuði. Kristnu fangarnir hræddir Átta erlendir hjálparstarfsmenn, sem eru í haldi talibana í Afganist- an ákærðir fyrir kristniboð, eru óttaslegiiir en óhultir eftir loftárásir Bandaríkjamanna á Kabúl. Blair í arabísku sjónvarpi aTony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, kom fram í arabískri sjónvarpsstöð í gær til að reyna að vinna á sitt band þá araba sem hafa gagnrýnt hernaðaraðgerðimar gegn Osama bin Laden. Blair sagði að bin Laden misnotaði málstað Palestínumanna til að réttlæta hryðjuverk sín. Veðurofsi í Belize Margir íbúar Mið-Ameríkuríkis- ins Belize lögðu í morgun á flótta undan fellibylnum Irisi sem búist er við að eigi eftir að valda miklum skemmdum á mannvirkjum. Cheney á öruggum stað I “| Dick Cheney, ~l varaforseti Banda- M ríkjanna, hefur ver- & J ið fluttur á ókunnan ^ 1 en öruggan stað -'j vegna hernaðarað- ijypsj gerðanna i Afganist- I an. Cheney var flutt- ur frá Washington á sunnudag þegar árásirnar byrjuðu. ESB styður árásir Evrópusambandið lýsti í gær yfir fullum stuðningi sínum við hernað- araðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Afganistan og hvatti jafn- fram til að talibanastjórninni yrði skipt út fyrir stjórn sem er verðugri fulltrúi afgönsku þjóðarinnar. Kúrsk upp af hafsbotni Flaki rússneska kjarnorkukaf- bátsins Kúrsk var lyft af botni Bar- entshafsins í gær og farið með það til hafnar. Kúrsk sökk fyrir rúmu ári og fórust allir 118 mennirnir sem voru um borð. Fimmtán tíma tók að lyfta flakinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.