Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmibja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Stóri bróðir stcekkar Osama bin Laden og fylgismönnum hans hefur óvart tekizt að breyta stjórnarháttum í Bandaríkjunum. Repúblikönsk stjórn George W. Bush hefur látið af störf- um og við tekið demókratísk stjórn George W. Bush með afskiptasamari og dýrari Stóra bróður en hin fyrri. í kjölfar hryðjuverkanna 11. september hefur Bush fall- ið frá ýmsum ráðagerðum, sem þar í landi eru taldar eiga heima til hægri í pólitísku litrófi, svo sem minni ríkisút- gjöldum og lægri sköttum og minni afskiptum ríkisins yf- irleitt af frelsi fólks til að fara sínu fram. Gagnvart útlöndum er breytingin ekki áhrifaminni. í stað afskiptaleysis af utanríkismálum, sem jaðraði við fyr- irlitningu á bandamönnum ríkisins, svo sem neitun á að- ild að ýmsum fjölþjóðasamningum, er bandariska ríkið skyndilega komið á kaf í hefðbundin utanríkismál. Bandaríkin eru jafnvel farin að greiða niður skuldir sínar við Sameinuðu þjóðirnar, sem hægri sinnaðir repúblikanar hafa hingað til hatað eins og pestina. Með sama áframhaldi samþykkja Bandaríkin um síðir jarð- sprengjusáttmálann og stríðsglæpadómstólinn. Heima fyrir kemur stefnubreytingin fram í ýmsum at- riðum, sem snerta líf manna. Menn munu eiga erfiðara með að halda fjármálum og ferðalögum sinum leyndum fyrir Stóra bróður. Farið er að tala um nafnskírteini, sem hingað til hafa verið eitur i beinum þjóðarinnar. Faldar myndavélar á mikilvægum stöðum, skyldunotk- un nafnskírteina og víkkað svigrúm opinberra aðila til að hnýsast í fjármál fólks og notkun þess á símum og net- þjónustu hafa hingað til ekki verið á stefnuskrá repúblik- ana. En nú hefur veruleiki tekið við af draumi. Bandaríkin eru fjarri því að verða neitt lögregluriki i kjölfar hryðjuverkanna. Þau eru hins vegar að færast nær stjórnarháttum, sem hafa lengi þótt sjálfsagðir víðast hvar í Vestur-Evrópu, þar sem nafnskírteini hafa lengi þótt eðlileg og faldar myndavélar eru mikið notaðar. Þar sem hættan á hryðjuverkum hefur tekið við af hættunni á hefðbundinni styrjöld sem nærtækasta örygg- isvandamál vestrænna þjóða, er eðlilegt, að Stóri bróðir verði fyrirferðarmeiri en áður. Róttæk frjálshyggja hent- ar ekki þjóðfélagi á nýrri öld hryðjuverka. Bandarikin og önnur vestræn ríki verða að finna nýtt jafnvægi milli afskipta og afskiptaleysis hins opinbera. Við verðum að laga okkur að breyttum aðstæðum án þess að ýkja vandann. Ekki er ástæða til að gleðja hryðjuverka- menn með því að fara á taugum út af þeim. Á timabili var ástæða til að óttast, að stjórnvöld í Bandaríkjunum hefðu látið taka sig á taugum. Ýmsar til- skipanir í kjölfar hryðjuverkanna voru eins og pantaðar af Osama bin Laden. Flug var stöðvað og flugvöllum lok- að, stóra flugvellinum i Washington vikum saman. Drákonskar aðgerðir af sliku tagi voru til þess fallnar að magna efnahagsáföll Bandaríkjanna í kjölfar hryðju- verkanna. Þær voru svo harðar, að erfitt er að meta, hvort það voru hryðjuverkin sjálf eða viðbrögð stjórnvalda, sem ollu meiri samdrætti efnahags Bandarikjanna. Mikilvægt er, að stjórnvöld á Vesturlöndum grípi ekki til gagnaðgerða sem skaða þjóðarhag, trufli ekki samgöng- ur og aðra innviði kerfisins, heldur leyfi gangverki efna- hagslífsins að hafa sinn gang. Slíkt sparar ómælda pen- inga og lýsir um leið frati á hryðjuverkamenn. Sterkasta vopn Vesturlanda í vörninni gegn hryðju- verkum er traust gangverk efnahagslífsins og varfærni við að efla afskiptasemi Stóra bróður af lífi fólks. Jónas Kristjánsson DV Skoðun Yeitt Veiða og sleppa-aðferðin hefur gengið vel i Vatns- dalsá þar sem hún hefur verið stunduð síðastliðin flögur ár. Góður árangur er þegar kominn í ljós. Mæl- ingar sýna gífurlega aukn- ingu laxaseiða í ánni í sam- anburði við nágrannaámar - öfugt við það sem áður var. Þetta mun skila sér í auk- inni veiði á árunum 2003- 2005 og síðar og ekki er ólík- legt að árangur komi í ljós strax á næsta ári. Þeir fiskifræðing- ar sem halda að veiðiaukning ætti þegar að vera komin fram ættu að huga betur að líffræðinni. Uppvöxtur laxins á þessum slóðum tekur 5-7 ár. Á sama tima hefur orðstír Vatns- dalsár og tekjur veiðibænda marg- faldast og gert þeim kleift að sinna hagnýtum rannsóknum enn betur og aðgerðum til að hlúa að ánni. Allt stefnir í að veiðin í Vatns- dalsá fari langt með að tvöfaldast frá því í fyrrasumar og þeir sem stunda ána eru ánægðir og sannfærðir um að fjárfesting undanfarinna ára skili rikulegum arði í framtíð- inni. Margt bendir til að veiði- álag í íslenskum veiðiám hafi a.m.k. tvöfaldast síðast- liðin 20-30 ár, m.a. er veiði- tími lengri, fleiri menn eru á hverja stöng, greiðari að- koma að öllum hyljum, tæknisprenging á veiðitækj- um- og aðferðum, auk margs annars. Allt hefur þetta komið niður á við- kvæmri auðlind eins og lax- inum sem þolir ekki of mik- ið álag. Hrygningarstofn má ekki fara niður fyrir ákveðin mörk þvi að þá heldur niðursveiflan áfram með vaxandi hraða. Góð þumalfingurs- regla er að taka aldrei meira en 20% af veiðanlegum lífmassa árinnar. Það kæmi ekki á óvart að veiðiálag- ið í íslenskum laxveiðiám sé 40% til 60% og hafi verið of mikið og of lengi. Hugarfarsbreyting hefur orðið hjá Veiðimálastofnunum víða um heim og þær hvetja nú veiöiréttar- eigendur og stangaveiðimenn til að veiða og sleppa laxi í auknum mæli. Allar líkur benda til þess að heild- og sleppt „Góð þumalfingursregla er að taka aldrei meira en 20% af veiðanlegum lífmassa árinnar. Það kœmi ekki á óvart að veiðiálagið í íslenskum laxveiðiám sé 40% til 60% og hafi verið of mikið of lengi.“ Tillaga sem ekki fékkst rædd Þegar til loka dró í starfi endur- skoðunarnefndar um stjórn fisk- veiða freistaði ég þess að koma til móts við þá gagnrýni á tillögur um innköllun veiðiheimilda (fyrningu) aö með tillögum um slíka innköllun væri útgerðinni stefnt í fjárhagsleg- ar ógöngur. Ég lagði til að á næstu 6 árum yrðu innkallaðar aflaheimildir 5% árlega, þeim breytt í aflahlut- deildarsamninga til fimm ára og boðnar fram á markaði þar sem jafn- ræði ríkti milli útgerðaraðila. Hand- hafar kvótans fengu hins vegar þá fjármuni sem inn kæmu við fyrstu sölu hverrar einingar til sín í réttu hlutfalli við þær heimildir sem þeir töpuðu. Sátt um fiskveiðistjórnun Það höfðu farið fram í nefndinni umræður um gerö fyrrnefndra afla- hlutdeildarsamninga og nefndar- menn virtust sammála um að þeir væru vænleg leið til sátta. Hér er átt við skilgreininingu veiðiréttinda þ.e.a.s. afmörkun afla- hlutdeilda hvað varðar magn og tíma ásamt þeim réttindum og skyldum sem ákveðið yrði að fylgdu þeim. Með því að afmarka réttindin yrði staða bæði þjóðarinnar sem eiganda auðlindarinnar og við- komandi útgerðar sem nýtanda réttindanna skýr. Verð á veiðiheim- ildum mundi að sjálf- sögðu breytast og taka mið af tímalengd, magni og öðrum atriðum samn- inganna. Þetta mundi hafa þau áhrif að veiði- heimildir mundu lækka eitthvað í verði frá því sem nú _Jóhann Ársælsson, þingmaöur Samfylkingarinnar Með því að afmarka réttindin yrði staða bœði þjóðarinnar sem eiganda auðlindarinnar og viðkomandi útgerðar sem nýtanda réttindanna skýr. er. Þess ber þó að geta að langtíma- veiðiheimildir hafa borið u.þ.b. 5-6 falt verð heimilda innan ársins. Þannig að út- gerðin gefur ekki mjög mikið fyrir það öryggi sem gjarnan er talað um að sé fólgið í veiðiheimildum til langs tíma. Með gerð slíkra samninga um afla- hlutdeildir sem seldir yrðu á markaði er hægt að ná öllum markmiðum sem nefndinni voru sett en þau voru að ná víðtækri sátt lands- manna um fiskveiði- stjórnunarkerfið án þess að fórna mark- miðum um skynsam- lega nýtingu og bætta umgengni um auð- lindir sjávar eða raska hagkvæmni og stöðug- leika I greininni. Mjúk lending útgerðar Með þessari leið yrði stefnt að jafnræði til nýtingar á auð- lindinni og sameign þjóðar- innar á henni tryggð. Veiði- réttindin yrðu verðlögð á markaði og handhafar réttind- anna fengju fullt verð fyrir við fyrstu sölu þeirra en eftir það rynni andvirði til ríkissjóðs. Útgerðarfyrirtækin í land- inu yrðu því ekki fyrir áföll- um við innköllun réttinda með þessari aðferð. Mjög mikilvægt er að framboð á aflaheimildum yrði strax í upphafi umtalsvert og eftir 5 ár komið f 10 % sem myndi tryggja aðkomu nýliða og eðlilega verð- myndun aflaheimilda. Á tímabilinu yrðu 30 % veiðiheim- dda breytt í hlutdeildarsamninga . Ég tel að þetta gæti verið skynsam- legur áfangi og góður reynslutími en áður en honum lýkur þarf að taka af- stöðu í ljósi þeirrar reynslu sem komin verður á fyrirkomulagið hvort halda eigi áfram óbreyttri stefnu eða gera breytingar á henni. En því var hafnað að nefndin gerði tilraun til að ná sáttum á þessum grundvelli það er miður. Bætur til útgerðarinnnar geta verið skynsam- legri en langur aðlögunartími. Ef þessi leið yrði farin gæti hún orðið mjúk lending fyrir'útgerðina i fjár- hagslegu tilliti. Ég harma að meiri- hlutinn í nefndinni vildi ekki gefa sér tíma til að skoða hana vandlega. Ég hvet til umhugsunar og umræðu um þessa leið. Jóhann Ársælsson arveiði á laxi á stöng í íslenskum ám verði í ár um 30.000 laxar. Ef hafbeit- arárnar og lax af eldisuppruna drag- ast frá er veiðin á villtum laxi vart meiri en 20.000 laxar á móti 35.000 löxum að langtímameðaltali. Eftir standa varla meira en 10.000 villtir laxar sem hrygningarstofn. Þeim fer fjölgandi sem finnst þetta of lítill hrygningarstofn. Engar rannsóknir sýna annað. Því hafa stjórnendur flestra bestu íslensku ánna farið sín- ar eigin leiðir og nota „veiða og sleppa“ sem mikilvægt stjórntæki til að vernda náttúruna. Auk Vatns- dalsár má nefna Selá, Grímsá, Laxá í Aðaldal, Langá, Laxá í Leirásveit, Hofsá, Hafíjarðará og Fljótá, í þess- um ám var í sumar sleppt nær 3.000 löxum sem bætast við hrygningar- stofninn og gera hann sterkari og fjölbreyttari. Þetta mun koma ánum (misjafn- lega, að sjálfsögðu) vel, skila eigend- um auknum arði og verðmætari landareign. Það sem meira er um vert, þetta kostar nánast ekki neitt og verður ferðamannaiðnaðinum í heild til framdráttar. Pétur Pétursson Upprisa miðborgar „Það var bjórinn sem vakti mið- bæinn frá dauðum árið 1989. Kaffi- húsin sem urðu barir á kvöldin, færðu með sér fólk og líf í þennan hluta borgarinnar sem hafði fram að því verið fremur líflaus og drungalegur eftir að kvöldaði. Áður en þau komu var varla hræða á ferð um göturnar frá Skúlagötu upp að Skólavörðustíg eftir lokun verslana og mörg húsanna á þessum slóðum voru í niðurníðslu. Úndanfarin ár hafa orðið kynslóðaskipti meðal íbúa við þessar götur. Úngt fólk hef- ur i stórum stíl keypt þar fasteignir og gert þær upp. ... Er það ekki í hrópandi ósamræmi við sögur um skelfingarástandið í bænum að svona margir vilji búa þar?“ Jón Kaldal I grein I Skýjum. Við gátum ekki litið undan „Nánast dag- lega berast okkur fréttir af voða- verkum í fjarlæg- um heimshlutum. Við höfum til- hneigingu til að líta undan, skipta um sjónvarpsrás og losna þannig við óhugnaðinn. í efnahagslegri upp- sveiflu síðustu ára hafa þægindi okkar aukist og þjáningar annarra að sama skapi aukist. Við gátum hins vegar ekki slökkt á fréttunum frá New York. Atburðirnir stóðu okkur of nærri til að hægt væri að líta undan. Við höfum verið óþyrmi- lega minnt á að ástandið í öðrum heimshlutum kemur okkur við.“ Salvör Nordal í grein I Fálkanum. Spurt og svarað_____Búa öryrkjar á Islandi við lögskipaða Jjárhagsneyð? Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar: Lögskipuð ein- angrunarstefna „Greiðslur til öryrkja á íslandi eru lágar, mikið tekjutengdar og á þeim það miklir jaðarskattar að sá sem missir heilsuna er í fá- tæktargildru. Öryrkjar greiða heila mánaðar- greiðslu á ári til baka í skatta - og reyni þeir hinir sömu að auka tekjur sínar með einhverri vinnu þá standa þeir tekjulega nánast i sömu sporum og þeir ynnu ekkert. Þetta veldur ekki aðeins lögskipaðri fátækt heldur er þetta einnig lögskipuð einangrun- arstefna gagnvart iífeyrisþegum sem búa við kjör sem varla duga fyrir nauðþurftum. Þessi bágu kjör eru í raun mannréttindabrot, auk þess sem vinna væri þessum hópi ómetanleg félagslega, ekki síst ef hún gæfi fólki eitthvað í aðra hönd.“ Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstœðisflokks: Orðbragð Garðars ekki til sóma „Það orðbragð sem Garðar Sverrisson temur sér er hvorki ís- lenskum öryrkjum og hagsmunum þeirra til sóma né framdráttar. Á undanfórnum árum hefur verið unnið af miklum heilindum að velferðarmálum á tslandi og upphróp- anir eins og Garðar kemur með nú eru engum til gagns né sóma. Við höfum um það dæmi að kjör þeirra sem minnst mega sín hafl rýmað eins og til dæmis frá 1989 til 1994. Nú er tryggilega frá því geng- ið í íslenskri löggjöf að ekki hendi oftar að kjör þeirra rýrni, heldur munu aðrir taka það á sig ef þjóðfélagið lendir í niðursveiflu. En öllu máli skipt- ir fyrir frekari uppbyggingu velferðar á íslandi að efnahagslifið sé heilbrigt og í vexti." Garðar Sverrisson, formaöur Öryrkjabandalags íslands, heldur þessu fram í DV í gær. Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins: Þurfa að borða grjónagraut „Að hluta til getur fátæktin verið lögskipuð. Garðar Sverr- isson hefur nefnt að hæstu bæt- ur öryrkja á mánuði séu um 80 þúsund krónur og af því fara 6% í skatta. Og þá er orðið lítið eftir til þess að greiða fæði og klæði og það sem við á að éta dags daglega. Ef til vill hafa ráðamenn ekki sýn á þessar aðstæð- ur því þeir sem standa þeim næst eru ekki á horleggjunum. Öryrkjar þurfa að borða grjónagraut eins og Steingrímur Hermannsson gerði um árið en þeir þyrftu að bjóða þeim sem nú stjórna land- inu í graut - en þyrftu sjálfsagt að sleppa „krumaldinum" en láta saltið eitt duga.“ Hrr Sigurður Þorri Sigurðsson, Alþjóða fjárfestingamiðluninni: Er forgangsröðun rétt? „Það er fullljóst að öryrkjar á íslandi búa við mjög kröpp kjör. Bætur Tryggingastofnunar rík- isins fullnægja engan veginn þörfum einstaklingsins. Það er því mjög mikilvægt að fólk sýni fyrir- hyggju og tryggi sig gegn hugsanlegum áföllum. Hérlendis er það því miður allt of algengt að ein- staklingar gleymi sjálfum sér á sama tíma og þeir tryggja alla lausafjármuni í kringum sig. Það má því velta upp þeirri spurningu hvort for- gangsröðun fólks sé almennt rétt og hvort það sé ekki að leggja meiri áherslu á að tryggja dauða hluti en sitt eigið líf.“ Ferðaspjall Þegar ég yfirgaf götuna mína heima í Reykjavík á dögunum var ótrúlega mik- ið um að vera. Venjulega er þarna fremur rólegt ef und- an eru skildir strætisvagn- arnir sem alltaf keyra eins og heimurinn utan þessa rólega hverfis sé að farast. Undanfarið hefur þó ástandið verið þannig að gegnumkeyrsla vagnanna hefur verið með því róleg- asta sem fer fram. Gang- stéttar eru ílestar horfnar og djúpir skurðir suða og sulla því viða rennur vatn í sífellu, stundum svo heitt að gufurnar minna á litla hveri. Á skiltunum stendur hverjir standa að verkinu en ég man ekki lengur hvað er verið að endurnýja með þessu öllu. Ég veit hins vegar að samhliða þeirri endurnýjun verður lagður kapail í húsið mitt og við það munu valmöguleikar til sjónvarpsgláps gjörbreytast. Verst fellur mér að þurfa að finna leiðir til þess að verja börnin mín og barnapíur fyrir lítið ruglaðri klámrásinni hjá einni stöð- inni í bænum. Sjálf hef ég reyndar bara frétt af þessu og vona að sögu- sagnirnar standist ekki. Egill verður búinn að fara yfir alla Biblíuna þeg- ar húsið verður loks tengt og ekki líklegt að frekari hjálp berist á næst- unni úr þeirri átt. Krassandi með- ferð á boðorðinu um virðingu fyrir foreldrum hefði getað stutt okkur nýtengda liðið í reglusetningunum. Nóg um það. Við fjölskyldan yfir- gáfum vígvöllinn á Teigunum. Ákveðið hafði verið að heimsækja suðræna sól, sjó og hita. Við reynd- umst ekki einar um þetta. Vélin var stútfull af sólþyrstum íslendingum í sömu erindagjörðum. Ótilneydd Ferðin sjálf tekur alltaf miklu lengri tíma í heild en réiknað er með. Því er rétt að reyna að gera hana að hluta af skemmtuninni. Það gera menn með ýmsum hætti. Við röltum til dæmis lengi um fríhöfnina og plokkuðum úr hillum ýmislegt nytsamlegt, s.s. tölvuleiki og reyfara. Við komum á áfangastað í myrkri og eftir að menn höfðu náð sér í vatn og næringu var farið að sofa. Lífs- reyndur ættingi hafði reyndar spurt okkur hvers vegna í ósköpunum nokkur maður færi til Portúgals ótil- neyddur. Við höfðum bara hlegið og bent honum á að við værum ekki einar um að finnast það áhugavert. Okkur varð hins vegar hugsað til viðvarana hans næsta morgun þegar við horfðum yfir svæðið kringum hótelið okkar af svölunum á níundu hæð. Vígvöllurinn á Teigunum bliknaði alveg hjá þessu. Hálfbyggð hótel í allar áttir minntu mest á rústir eftir hræðileg átök. Öðruvísi töfrar Stríðið hér í Portimao i Portúgal fór víst fram með öðrum hætti. Verkamenn fóru í verkfall og í stað þess að hækka launin var tutt- ugu og sex sardínuverk- smiðjum lokað á einu bretti. Það var svo ekki fyrr en ferðamenn fóru að leggja leið sína hingað að eitthvað fór að rætast úr ástandinu. Hvers vegna það hefur ekki gerst hraðar en raun ber vitni er ekki veðrinu að kenna. Hér er stöðug sól og hvílandi gola sem tryggir að engum þarf að líða nema mjög vel. En það getur verið eftir allt saman að við séum að sækjast eftir fleiru en sól og sjó. Héðan hafa til dæmis heil- ar fjölskyldur farið í dagsferðir með það eina markmið að komast í stór- borg. í mikilli umferð um daginn tók bara setan í rútunni tíu tíma og tækifærin til að skoða borgina nýtt- ust illa vegna þreytu. Verslanir voru fáar heimsóttar og virtist beiskja manna helst beinast að þeirri stað- reynd. Aðrir leggja á sig ítrekaða leit að búðum í næsta nágrenni og ein- staka finnur eitthvað smálegt til að kaupa. Þessi hlið dvalarinnar minn- ir helst á sögur frá Kúbu en þar tekst fólki víst að eyöa litlu sem engu. Fyrir hina sem eru þessu fegnir og renna glaðir fyrir hálftóma budduna þá er hér ýmislegt að skoða og upp- lifa. Lítil sjávarþorp þar sem feitir fiskar brenna á grillinu fyrir utan annan hvern veitingastað, stækjan svo mikil að börnin verða að taka fyrir vitin. Ólífuakrar og ólýsanlega fógur strönd þar sem klettar skaga upp úr mjúkum sandinum. Börnin eru alsæl og sprikla alla daga í vatn- inu, brún og hraustleg. Þegar heim er komið kemur í Ijós að ófáir skildingar hafa sloppið úr buddunni þrátt fyrir allt og óvíst hvenær menn herða aftur upp hug- ann og heimsækja fjarlægar slóðir. Minningarnar munu þó verma tærn- ar á köldum vetrarnóttunum fram undan. Sigfríður Björnsdóttir „Verslanir voru fáar heimsóttar og virtist beiskja manna helst beinast að þeirri staðreynd. Aðrir leggja á sig ítrekaða leit að búðum í nœsta nágrenni og ein- staka finnur eitthvað smálegt til að kaupa. “ Sigfríður Björnsdóttir tónmenntakennari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.