Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Síða 20
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001
tölvu-i takni og vísinda
Kynin hlæja ólíkt
- samkvæmt nýrri rannsókn um hlátur
Samkvæmt
nýrri rannsókn
sem birt var fyr-
ir stuttu er hlát-
ur mun flóknara
fyrirbæri en
bara verkfæri til
að tjá mikla gleði. Jo-Anne
Bachorowski, prófessor í sálfræði
við Vanderbilt-háskólann, og Mich-
ael Owren, prófessor í sálfræði við
Cornell-háskólann, einbeita sér að
þvi að safna upplýsingum um hlát-
ur sem lítið hefur verið vitað um
hingað tU.
Menn á háa C-inu
í rannsóknum sínum fengu þau
sjálfboðaliða til að horfa á 11 mynd-
skeið, þ.a. tvö fyndin. Annað var
gervifullnægingaratriðið úr When
Harry Met Sally og hitt var líksöfn-
unaratriðið úr Monty Python and
the Holy Grail. Þetta gaf 1024 stykki
af hláturrokum. Rokurnar voru
teknar upp og hljóðgreining sýndi
fram á að breidd hljóða sem notuð
eru í hlátur er mjög mikil, auk þess
sem hlátur kynjanna var ólíkur.
Menn nota oftar hrotu- og rýthljóð á
meðan hlátur kvenna minnir meira
á einhvers konar laglínu vegna þess
að þær nota sömu hluta raddband-
anna og notaðir eru til að mynda
sérhljóða og skyld hljóð. Auk þess
er tíðni hláturs afskaplega há. Tíðni
hláturs hjá konum er yfirleitt um
Hlátur er talinn hafa þróast sem tæki til að tryggja vinabönd meðal frummanna.
Menn nota oftar
hrotu- og rýthljóð á
meðan hlátur kvenna
minnir meira á ein-
hvers konar laglínu
vegna þess að þær
nota sömu hluta radd-
handanna og notaðir
eru til að mynda sér-
hljóð og skyld hljóð.
tvisvar sinnum hærri en eðlileg tal-
hæð og hjá karlmönnum 2,5 sinnum
hærri. Þeir náðu jafnvel háu C-i á
við sópransöngkonu.
Ekki bara aö tjá tilfinningar
Bachorowski og Owren telja að
hlátur hafi þróast sem hjálpartæki
til að mynda vinabönd hjá frum-
mönnum. í fyrstu telja þeir að bros
hafi verið látið duga en þar sem
slíkt er auðvelt að falsa þá hafi
flóknari aðferð komið til, hláturinn,
sem er mun erfiðara að gera sér
upp. Með hlátrinum hafi verið
mynduð vinabönd sem aftur þýddi
meiri möguleika á að komast af.
Þessi kenning tengist einnig þeirri
kenningu prófessoranna tveggja að
hlátur sé ekki aðeins til að tjá til-
finningar okkar heldur einnig til að
hafa áhrif á tilfinningar annarra.
Þessa kenningu eru þau Bach-
orowski og Owren að rannsaka
núna með því að nota fullkomna
tækni til að skanna heila einstak-
linga um leið og þeir heyra mis-
munandi útgáfur af hlátri.
Klippt á háhraðanettengingar
- ef tölvan er sýkt af tölvuormum
Tölvufyrirtæk-
in Speakeasy
og DSL Inc. í
Bandarlkjun-
um og Telewest
í Bretlandi eru
farin að klippa á háhraöatenging-
ar til viðskiptavina sem taka ekki
á málunum ef tölvur þeirra fá í sig
einhvern af þeim fjölmörgu
*> netormum sem eru á sveimi í dag.
Þetta er í fyrsta lagi gert til að
koma í veg fyrir að tölvurnar
haldi áfram að smita aðrar
nettengdar tölvur.
Einnig geta ormar á borð við
Code Red og Nimda valdið ákaf-
lega miklum gagnaflutningum.
Þetta gerir í sjálfu sér lítið við
Netið í heild sinni. Það eru hins
vegar smærri hlutar Netsins sem
finna fyrir þessu, t.d. hjá við-
skiptavinum netmiðlunarfyrir-
tækis. Gagnaflutningarnir verða
oft á tíðum svo miklir að öll um-
ferð um Netið verður hægari og
netþjónar eiga það til að bila
vegna of mikillar umferðar.
í tilkynningu sem slóðar sem
nenna ekki að redda tölvunni
sinni fá er bent á að til að fá teng-
inguna aftur þá þurfi þeir að
hringja í þjónustuborð viðkom-
andi netmiðlunarfyrirtækis. Þar
er þeim leiðbeint um hvemig
hreinsa á orminn úr tölvunni og
hvemig eigi að setja upp forrit
sem verja tölvuna fyrir þessum
leiðindafyrirbærum. Þegar það er
búið og staðfest er að tölvan er
ósýkt er sambandinu hleypt á aft-
ur.
Tölvuormar taka upp
mikið pláss með
gagnaflutningum á Net-
inu sem getur hægt á
umferð og boriö net-
þjóna ofurliöi í minni
einingum Netsins.
Microsoft í vandræöum í Suöur-Kóreu:
Lögbannskrafa á Windows XP
Suður-kóreska
fyrirtækið
Daum Comm-
unications fór í
seinustu viku
fram á lögbann
á sölu Windows XP, nýja stýrikerf-
inu frá Microsoft, sem kemur á
markað í lok októbermánaðar.
Ástæðan fyrir lögbanninu er sú að
Daum telur að Windows XP komi
til með að kæfa alla sölu á net-
Friöhelgi persónuupplýsinga notenda Windows XP er talin í hættu vegna
þess magns af persónuupplýsingum sem fólk þarf aö slá inn þegar þaö set-
ur stýrikerfiö upp í tölvunni sinni.
skilaboðaforriti þess. Microsoft er
með sitt netskilaboðaforrit, MSN
Messenger, innbyggt í Windows
XP. Daum telur að með því að hafa j
MSN Messenger innbyggt í stýri- ;
kerfiö, auk fjölda annarra forrita,
þá sé Microsoft með óréttlátt for-
skot á keppinauta sína í hverju
landi fyrir sig þar sem notkun á
Windows-stýrikerfinu er mjög út- ;
breidd. Daum er ekki eitt í þessari 1
baráttu því önnur 18 suöur-kóresk •
fyrirtæki taka þátt í þessum mála-
rekstri.
Talsmenn Daum benda einnig á
að friðhelgi persónuupplýsinga I
notenda Windows XP sé í hættu. j
Þeir segja þetta vegna þess magns I
af persónuupplýsingum sem fólk :
þarf að slá inn þegar það setur j
stýrikerfið upp í tölvunni sinni.
Talsmenn Microsoft hafa ekki vilj- j
að tjá sig um málið og segjast ekki :
ætla að gera það fyrr en dómstólar
í Suður-Kóreu hafi tekið ákvörðun ;
um hvort taka skuli málið fyrir. I
Microsoft er hins vegar tilbúið að
leysa deiluna utan réttarsalar ef I
Daum fellst á það.
Markaðsrann-
sóknir á
handtölvum
Gallup á ís-
landi hefur ný-
lega keypt hug-
búnað frá
Handtölvum
ehf. (hand-
Point) sem ger-
ir fyrirtækinu kleift að fram-
kvæma markaðsrannsóknir á
handtölvum. Hugbúnaðurinn, sem
kallast handPoint Orbit, er þannig
uppbyggður að notandinn getur á
einfaldan hátt hannað skoðana-
kannanir á PC-vél og flutt þær
yflr á handtölvur, WAP-síma eða
sent þær sem vefhlekk í tölvu-
pósti.
Hugbúnaðurinn kemur að
miklu leyti í staðinn fyrir hefð-
bundnar skoðanakannanir á papp-
ír hjá Gallup og sparar þannig all-
an innslátt á gögnum auk þess
sem innsláttarvillur heyra sög-
unni til. „Við erum að spara okk-
ur nokkurra daga innsláttarvinnu
með því að nota handtölvur í stað
hefðbundinna pappírseyöublaða,"
segir Helena Jónsdóttir hjá
Gallup. „Kerfið flýtir auk þess
allri úrvinnslu á gögnum og trygg-
ir betri gæði á niðurstööum."
Hugbúnaðurinn er framleiddur af
hugbúnaðarhúsinu Handtölvum
ehf. sem er fyrsta og eina hugbún-
aðarhúsið á íslandi sem sérhæfir
sig í hugbúnaðarlausnum fyrir
handtölvur. Fyrirtækið þróar hug-
búnað fyrir iðnaðar-, verslunar-
og heilbrigðisgeirann sem gerir
fyrirtækjum mögulegt að fram-
lengja gagnagrunna sina þangað
sem þeirra er þörf.
r—---------
í ö 1711 i'
Irtwti -