Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Blaðsíða 22
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
85 ára___________________________
Baldvin Sigurösson,
Eyvindarhólum 2, Rangárvallasýslu.
80 ára_________________________
Kristín Jónsdóttir,
Espigeröi 4, Reykjavík.
Sveinn Guölaugsson,
Skálagerði 9, Reykjavík.
Lilja Emilía Gunnlaugsdóttir,
Vogatungu 93, Kópavogi.
75 ára_________________________
Haraldur Sigurösson,
Vogatungu 97, Kópavogi.
Eiríkur Nielsen,
Rfulind 15, Kópavogi.
Guörún Katrín J. Ólafsdóttir,
Suðurgötu 4a, Keflavík.
Þorsteinn Björgvin Júlíusson,
Kjalarsíðu 16d, Akureyri.
Júlíus D. Friöriksson,
Svarfaðarbraut 4, Dalvík.
70 ára ________________________
Valgeröur Á. Siguröardóttir,
Funalind 13, Kópavogi.
Siguröur Th. Ingvarsson,
Lyngholti 1, ísafirði.
60 ára_________________________
Hafsteinn Oddsson,
Barðaströnd 16, Seltjarnarnesi.
Hulda Sóley Petersen,
Björtuhlíð 31, Mosfellsbæ.
Þórir Adolf Kristjánsson,
Ennisbraut 4, Snæfellsbæ.
50 ára_________________________
Lárus Konráösson,
Hverfisgötu 32b, Reykjavík.
Þórhallur Geir Gíslason,
Vallarási 2, Reykjavík.
Ólafur Sigmar Andrésson,
Þverási 21, Reykjavík.
Sigurjón Matthíasson,
Krókahrauni 8, Hafnarfiröi.
Guömundur R. Reynisson,
Grenigrund 4, Akranesi.
Sigurveig M. Andersen,
Fossheiði 52, Selfossi.
40 ára_________________________
Herborg Þorláksdóttir,
Vesturhúsum 11, Reykjavík.
Sif Þorsteinsdóttir,
Eiðismýri 10, Seltjarnarnesi.
Hrafnhildur Bergsdóttir,
Hlaðbrekku 7, Kópavogi.
Bjarni 0. Sigursveinsson,
Breiövangi 16, Hafnarfirði.
Valdimar Pétursson,
Breiðvangi 24, Hafnarfirði.
Anne Karin Vik,
Suðurbraut 20, Hafnarfiröi.
Ásta Guöný Kristjánsdóttir,
Hjallalundi 7d, Akureyri.
löunn Dísa Jóhannesdóttir,
Áshamri 53, Vestmannaeyjum.
Ingunn Lísa Jóhannesdóttir,
Búhamri 42, Vestmannaeyjum.
Smáauglýsingar
Þjónustu-
auglýsingar
►I550 5000
Andlát
Jón Trausti Gunnarsson, Hjallavegi 37,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir
föstudagskvöldið 28.9. Jarðarförin hefur
farið fram I kyrrþey að ósk hins látna.
Steinunn Ágústsdóttir, Bjarkarlundi,
Hofsósi, andaðist á Dvalarheimili
aldraðra, Sauðárkróki, að kvöldi
miövikud. 3.10.
Smáauglýsingar
550 5000
ÞRIDJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001
I>V
Fólk í fréttum
Þórir Guðmundsson
upplýsingfulltrúi Rauöa kross íslands
Þórir Guömundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross íslands.
Þórir hefur starfaö á vegum Rauða krossins frá 1996 en var áður
blaðamaður við Vísi og DV, fréttamaður á Ríkisútvarpinu og loks á Stöð 2.
Þórir Guðmundsson, upplýsinga-
og fræðslufulltrúi Rauða kross ís-
lands, hefur sl. tvær vikur unnið
við að koma upp flóttamannabúðum
í Pakistan í nánd við Afganistan.
Hann telur að langvarandi vatns-
skortur á svæðinu geti haft alvar-
legar afleiðingar fyrir flóttafólkið
sem Rauði krossinn býst við á þess-
um slóðum.
Starfsferill
Þórir fæddist í Reykjavík 18.10.
1960 og ólst þar upp. Hann stundaði
nám við Verslunarskóla Islands
1976-77, við Rhode Island School of
Photography 1979-80, lauk BS-prófi í
fjölmiðlafræði við University of
Kansas 1984, og MA-prófi í alþjóða-
samskiptum við Boston University
Brussels 1994.
Þórir var blaöamaður við Vísi og
síðar DV, í fullu starfi eða meðfram
skóla á árunum 1976-85, var frétta-
maður á fréttastofu Ríkisútvarpsins
1985-86 og yfirmaður erlendra frétta
á fréttastofu Stöðvar tvö 1986-96.
Þórir starfaði við hjálparstörf á
vegum Alþjóða Rauða krossins sem
sendifulltrúi Rauða kross íslands
1996-99, fyrst sem upplýsingafull-
trúi á svæðisskrifstofu fyrir Mið-
Asíu í fyrrum Sovétríkjunum og
siðar sem upplýsingafulltrúi í Asíu-
og Kyrrahafslöndum. Hann hefur
verið upplýsingafulltrúi Rauða
kross íslands frá 1999.
Þórir var umsjónarmaður íjölda
sjónvarpsþátta um alþjóðleg mál-
efni og skrifaði bókina Úr álögum,
ásamt eiginkonu minni, Öddu
Steinu Björnsdóttur.
Fjölskylda
Þórir kvæntist 27.8. 1988 Öddu
Steinu Björnsdóttur, f. 14.10. 1963,
guðfræðingi. Hún er dóttir Björns
Friðfinnssonar, f. 23.12. 1939, ráðu-
neytisstjóra og k.h., Iðunnar Steins-
dóttur, f. 5.1. 1940, rithöfundur í
Reykjavík.
Börn Þóris og Öddu Steinu eru
Unnar Þór Þórisson, f. 14.9. 1991;
Björn Þórisson, f. 1.5. 1995.
Systkini Þóris eru Erlendur Guð-
mundsson, f. 2.1.1968, kafari, búsett-
ur í Mosfellsbæ; Kristinn Guð-
mundsson, f. 15.10. 1969, kvik-
myndagerðarmaður og útsendinga-
stjóri, búsettur á Seltjarnarnesi.
Dætur Guðmundar, kjörföður
Þóris, frá fyrra hjónabandi: Hafdís
Guðmundsdóttir, f. 5.8. 1964, versl-
unarmaður, búsett í Reykjavík;
Berglind Magneudóttir, f. 10.8. 1962,
verslunarmaður, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Þóris: Guðmundur
Kristinsson 17.8. 1936, innrammari,
búsettur á Seltjarnarnesi, og k.h.,
Þórunn Erlendsdóttir, f. 31.7. 1935,
skólastarfsmaður.
Ætt
Guðmundur er sonur Kristins,
togarasjómanns í Reykjavík, Guð-
mundssonar, verkamanns í Reykja-
vík, Þorsteinssonar frá Geldingalæk
á Rangárvöllum. Móðir Kristins var
Gróa Hannesdóttir, b. á Stéttum í
Hraunshverfi við Eyrarbakka,
Hannessonar, b. á Landi, Þorleifs-
sonar, b. á Minnivöllum, Jónssonar.
Móðir Gróu var Kristbjörg Gott-
vinsdóttir yngra Gottvinssonar.
Móðir Guðmundar var Dýrleif
Árnadóttir, b., búfræðings og smiðs
á Akri í Hrísey, Sigurðssonar, frá
Rútsstöðum í Austur-Húnavatns-
sýslu. Móðir Dýrleifar var Guðrún
Jónasdóttir.
Þórunn er dóttir Erlends, bíl-
stjóra hjá Kveldúlfi í Reykjavík,
Guðjónssonar, bátasmiðs í stein-
bænum að Lindargötu 22 í Reykja-
vík, Einarssonar. Móðir Erlends var
Þórunn, systir Vigdísar, móður
Maríu Hallgrímsdóttur læknis og
Önnu kennara, móður Hallgríms
Magnússonar geðlæknis. Þórunn
var dóttir Erlends, hreppstjóra á
Breiðabólsstöðum á Álftanesi, Er-
lendssonar og Þuríðar Jónsdóttur,
b. Hraunshjáleigu í Ölfusi,
Ólafssonar, b. og formanns i Tungu
í Grafningi, Jónssonar, hreppstjóra
og formanns á Ölfusvatni,
Snorrasonar, b. í Bakkárholtsparti,
Ásbjörnssonar. Móðir Þuríðar var
Þórunn Jónsdóttir
Móðir Þórunnar var Sigurfljóð
Olgeirsdóttir, skósmiðs og hárskera
í Stykkishólmi, Kristjánssonar, og
Guðfinnu Árnadóttur.
Fertug
in i
Bryndís Sævarsdóttir
hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri
Unnur Jóna Sigurjónsdóttir
skrifstofumaður í Vestmannaeyjum
Bryndis Sævarsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur og deildarstjóri við
Hjúkrunardeild Heilsustofnunar
Suðurnesja, Óðinsvöllum 6, Kefla-
vik, er fertug í dag.
Starfsferill
Bryndís fæddist í Keflavík og ólst
þar upp. Hún var í Barnaskóla
Keflavíkur, stundaði nám við Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja, lauk stúd-
entsprófi þaðan, stundaði síðan
nám við Hjúkrunarskóla íslands og
útskrifaðist þaðan sem hjúkrunar-
fræðingur.
Bryndís var í fiskvinnslu og
stundaði verslunarstörf á unglings-
árunum, starfaði við Sjúkrahúsið i
Keflavík með námi og hefur síðan
starfað við Heilsustofnun Suður-
nesja þar sem hún er nú deildar-
stjóri á almennri legudeild.
Bryndis hefur starfað í Sor-
optimistaklúbbi Suðurnesja og
starfað í Félagi hjúkrunarfræðinga
á Suðurnesjum í nokkur ár og sat í
stjórn félagsins.
Fjölskylda
Bryndís giftist 2.4. 1983 Einari Þ.
Magnússyni,
f. 30.8. 1959,
skipstjóra og
útgerðar-
manni. Hann
Geirs Þórarinssonar, f. 20.9. 1937, d.
8.1. 1988, skipstjóra og
útgerðarmanns í Keflavík, og k.h.,
Ástu Einarsdóttur, f. 1.8. 1938,
húsmóður.
Börn Bryndísar og Einars eru
Sævar Magnús Einarsson, f. 23.8.
1986, nemi; Unnar Geir Einarsson, f.
27.12. 1994, nemi; Einar Sveinn
Einarsson, f. 4.11. 1998.
Bræður Bryndísar eru Hafliði
Sævarsson, kerfisfræðingur í
Reykjavík, kvæntur Kolbrúnu
Hjartardóttir listakonu og eiga eina
dóttur, Ingibjörgu Ýri Hafliða-
dóttur; Brynjólfur Ægir Sævarsson,
háskólanemi og skrifstofumaður
Póstbrunni, búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Bryndisar eru Sævar
Brynjólfsson, f. 15.2. 1942, skipstjóri
og útgerðarmaður, búsettur í
Reykjavík, og k.h. Ingibjörg
Hafliðadóttir, f. 25.11. 1940,
starfsmaður við Borgarbókasafnið í
Reykjavík.
Unnur Jóna Sigurjónsdóttir,
skrifstofumaður hjá Flutningaþjón-
ustu Magnúsar í Vestmannaeyjum,
Hásteinsvegi 34, Vestmannaeyjum,
er fimmtug í dag.
Starfsferill
Unnur Jóna fæddist í Vestmanna-
eyjum og ólst þar upp. Hún var í
Barnaskóla Vestmannaeyja og lauk
gagnfræðaprófi frá Bóknámsdeild
Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja.
Unnur Jóna hefur stundað ýmis
almenn störf um ævina, verið í fisk-
vinnslu, stundaö verslunar- og
skrifstofustörf og unnið við leik-
skóla. Hún hefur verið búsett í Vest-
mannaeyjum alla tíð, að undan-
skildu einu og hálfu ári á meðan á
gosinu stóð en þá var hún búsett á
Selfossi.
Fjölskylda
Unnur Jóna giftist 27.7. 1974
Benno Georg Ægissyni, f. 7.5. 1945,
myndlistarmanni og verkamanni
frá Prag í Tékklandi. Hann er sonur
Benno Juza, listmálara í Vimperk i
Tékklandi, og Jarmilu Veru Frið-
riksdóttur sem nú er látin, sjúkra-
liða í Reykjavík. Fósturfaðir Bennos
er Ægir Ólafsson, forstjóri i Reykja-
vík.
Dóttir Unnar og Bennos er Sús-
anna Georgsdóttir, f. 4.3.1974, dans-
kennari í Vestmannaeyjum, en sam-
býlismaður hennar er Magnús Jóns-
son sjómaður og er sonur þeirra
Oliver Magnússon.
Systkini Unnar eru Þóra Sigur-
jónsdóttir, f. 26.4. 1939, starfsmaöur
við leikskóla, búsett í Kópavogi; Sig-
urgeir Linberg Sigurjónsson, f. 15.3.
1941, d. 28.9. 1993, verkstjóri i Vest-
mannaeyjum; Guðmundur Sigur-
jónsson, f. 27.9. 1944, verkstjóri á
Eyrarbakka; Sigurlína Sigurjóns-
dóttir, f. 15.5.1959, atvinnurekandi í
Vestmannaeyjum.
Foreldrar Unnar: Sigurjón
Vídalín Guðmundsson, f. 27.9. 1911,
d. 20.1.1999, sjómaður, verkstjóri og
verkalýðsleiðtogi í Vestmannaeyj-
um, frá Moldnúpi undir Vestur-
Eyjafjöllum, og Guðlaug Sigurgeirs-
dóttir, f. 1.3.1918, verkakona og hús-
móðir í Vestmannaeyjum, frá Hlíð
undir Austur-Eyjafjöllum.
Unnur verður að heiman á
afmælisdaginn.
er sonur Magnúsar
Merkir Islendingar
Snorri Hallgrimsson, læknaprófessor og
yfirlæknir, fæddist á Hrafnsstöðum í
Svarfaðardal 9. október 1912. Hann var
sonur Hallgríms Sigurðssonar, bónda á
Hrafnsstöðum, og Þorláksínu Sigurðar-
dóttur húsfreyju.
Margrét, dóttir Snorra, er læknir,
gift Halldóri Baldurssyni yfirlækni og
sömuleiðis Finnur, sonur hans, kvænt-
ur Lise Bratlie hjúkrunarfræðingi. Þá
er önnur dóttir hans, Auður, hjúkrun-
arfræðingur, gift Ólafi Siemsen lyfja-
fræðingi. Önnur börn Snorra og konu
hans, Þuríðar Finnsdóttur, eru Hallgrím-
ur hagstofustjóri og Gunnar raftæknir.
Snorri lauk stúdentsprófi frá MA 1932,
embættispróf í læknisfræði frá HÍ 1936,
Snorri Hallgrímsson
dr.med.-prófi frá Karolinska Institutet 1943 og
öðlaðist sérfræðingsleyfi í handlækningum
og bæklunarsjúkdómum 1948.
Snorri var í hópi þekktustu lækna hér
á landi. Hann var starfandi læknir í
Reykjavík 1943-47 og síðan sérfræðing-
ur þar 1948-62, deildarlæknir við Land-
spítalann frá 1947 og prófessor i hand-
læknisfræði við HÍ og jafnframt yflr-
læknir við handlækningadeild Land-
spítalans frá 1951 og til æviloka.
Snorri var herlæknir í sjálfboðliði
Svía í Finnlandsstyrjöldinni 1939-40.
Hann var mikill áhugamaður um laxeldi
og stofnaði, ásamt fleiri, fiskeldi að
Öxnalæk í Ölfusi 1969.
Snorri lést 27. janúar 1973.
Vilborg Kristjánsdóttir, Miðholti 5, Þórs-
höfn, verður jarðsungin frá Þórshafnar-
kirkju laugard. 13.10. kl. 14.00.
Henrik Jóhannesson, Holtsgötu 1,
Sandgerði, verður jarðsunginn frá Safn-
aöarheimilinu í Sandgeröi föstud.
12.10. kl. 14.00.
Útför Ólafar Sigurborgar Sylveríusdóttur,
Litlageröi 8, Reykjavík, fer fram frá Bú-
staöakirkju miðvikud. 10.10. kl. 10.30.
Guðríður Jónsdóttir, Tjarnargötu 47,
Reykjavík, veröurjarðsungin frá Foss-
vogskirkju þriðjud. 9.10. kl. 15.00.
Ólafur Þórólfsson, Skeiðarvogi 93,
Reykjavík, verður jarösunginn frá Ás-
kirkju miðvikud. 10.10. kl. 13.30.