Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2001, Qupperneq 24
28
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001
Tilvera I>V
Galdrar í
Borgarnesi
Samar, menning þeirra og saga
er megininntak sýningar Sigrid
Österby í Listasafni Borgarness.
Þar eru grafíklist og verk unnin
með blandaðri tækni.
Listakonan hefur sjálf dvalist 1
Vestur-Finnmörku á ýmsum
árstímum. Sýningin er opin
virka daga frá 13-18 og á
þriðjudags- og fimmtu-
dagskvöldum til 20.
Tónleikar
i RÚSSÍBANAR Á
HASKOLATONLEIKUM
Háskólatónleikar verða haldnir á
morgun, miðvikudag, kl. 12.30. í
hátíðasal háskólans. Rússíbanar
leika en hhljómsveitina skipa þeir
Guðni Franzson, klarinett, Einar
Kristján Einarsson, gítar, Jón
Skuggi, bassi, Matthías M.D.
Hemstock, á slagverk og Tatu
Kantomaa á harmóníku.
Síðustu forvöð
■ BUBBI I LISTHUSI OFEIGS I dag
lýkur Bubbi, Guöbjörn Gunnarsson,
höggmyndasýningu í Listhúsi Ófeigs,
Skólavörðustíg 5, Reykjavík. Megin-
þema t verkum Bubba eru andstæð-
ur íslenskrar náttúru í deiglu tímans.
jarðlögin, eldur og ís tvinna sögu
landnáms. Hann notar efni eins og
járn, stein og timbur sem megin-
uppistöðu í verkum sínum.
Fundir og fyrirlestrar
■ GAUTI KRISTMANNSSON Þýð
ingarfræðingurinn Gauti Krist-
mannsson mun í dag kl. 12.05
halda fýrirlestur I Norræna húsinu
sem ber yfirskriftina Þjóð eöa
óþjóðalýður? Togstreitan um Kelta
og norræna menn um 1800.
■ KYNNINGARFUNDUR UM MBA
Kynningarfundur um alþjóðlegt MBA-
nám við Háskólann í Reykjavík
verður í skólanum í dag kl. 17.15.
■ HVERNIG LESBLINDAN BRAUT
NIÐUR SJALFSMYNDINA Geisli.
félag um sorg og sorgarviöbrögð
teldur fund í kvóld kl. 20 í
Safnaðarheimili Selfosskirkju. Erindi
tvöldsins heitir: Hvernig lesblindan
braut niöur sjálfsmyndina og er
haldið af Bjarna E. Sigurðssyni. Allir
eru hjartanlega velkomnir.
■ HEIMSPEKIFYRIRLESTUR Saul
Traiger, heimspekiprófessor við
Occidental College og forseti Humi-
félagsins, heldur hádegisfyrirlestur á
vegum Hugvísindastofnunar á
morgun, miðvikudag. Hann verður í
stofu 101 í Odda og hefst kl. 12.
Titill hans er The Authority og the
imagination.
■ HVAÐ VERÐUR UM VATNS-
MYRINA? Morgunverðarfundur
verður á Grand Hóteli á morgun,
miðvikudag kl. 8.30. Yfirskrift hans
er Hvað verður um Vatnsmýrina?
Framsögumenn eru: Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Páll
Skúlason rektor, Árni Þór
Sigurösson, formaður
skipulagsnefndar Reykjavíkur, og
Stefán Olafsson, forstóöumaður
Borgarfræöaseturs.
■ KYNNINGARFUNPUR AMNESTY
íslandsdeild Amnesty International
efnir til kynninga-og umræðufundar í
Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20.
Kynntar verða niöurstöður
heimsþings samtakanna.
■ SAMKÓP - FUNDUR Aðalfundur
SAMKOP verður haldinn í kvöld kl.
20 í Smárskóla í Kópavogi.
DV-MYNDIR EINAR J
Tröllvaxnir fjórhjólungar
Alls kyns tryllltæki voru til sýnis fyrir framan Laugardalshöllina, sem og innandyra.
Ferða- og útivistarsýning í Laugardalshöll:
Torfærutröll
og tryllitæki
Áhugamenn um torfærutröll og önnur tryllitæki lögðu
leið sina í Laugardalshöll um helgina þar sem ferða- og
útivistarsýning fjölskyldunnar var haldin í áttunda sinn.
Fjórhjóladrifnir jeppar og ijallabílar af öllum stærðum
og gerðum fylltu Höllina og næsta nágrenni, auk þess
sem aðilar í ferðaþjónustu og útivist kynntu starfsemi
sína. Ferðaklúbburinn 4 sinnum 4 átti veg og vanda af
sýningunni í ár eins og áður og er óhætt að segja að sýn-
ingin hafi aldrei verið glæsilegri.
Sungið af list
Kór Flensborgarskóla í Hafnarfiröi tók nokkur útivistar-
og ættjaröarlög viö setningu sýningarinnar.
Minnie Driver
slítur trúlofun
Ekkert verður úr því að leikkonan
Minnie Driver gerist tengdadóttir
hinnar stórfenglegu Börbru Streisand.
Þannig er að Minnie og Josh Brolin,
sonur eiginmanns Börbru, hafa ákveð-
ið að slíta trúlofun sinni sem var
kunngerðu fyrir tæpu hálfu ári. Þau
höfðu víst ekki ákveðið sjálfan brúð-
kaupsdaginn sem nú hefur verið af-
lýst.
Ástarlíf Minniar hinnar bresku hef-
ur áður verið fóður slúðurdálka.
Margir minnast þess þegar þáverandi
kærasti hennar, stórleikarinn Matt
Damon, tilkynnti í sjónvarpsþætti að
hann væri einhleypur. Minnie greyið
kom af fjöllum.
Josh er leikari eins og Minnie og
hefur meðal annars leikið í hinni víð-
frægu Hollow Man. Hann var áður
kvæntur Alice Adair leikkonu.
Weller á afmælis-
tónleikum Oasis
Maður Irfandi
Súpergrúppan Oasis hóf um helg-
ina hljómleikaferð sína í tilefni að tíu
ára afmæli hljómsveitarinnar og voru
þeir fyrstu haldnir fyrir framan 2500
manns á skemmtistaðnum „Shep-
herds Bush Empire" í London.
Djassgoðið Paul Weller tróð þar upp
með hljómsveitinni, en Weller er góð-
vinur Nigels Gallagers gítarleikara
Oasis. Hljómsveitin, sem er vanari að
spila á stærri leikvöllum, ákvað að
einskorða afmælistúrinn við smærri
sali og mun því strax hafa selst upp á
alla tónleika sveitarinnar eftir að þeir
voru auglýstir. Oasis mun ekki hafa
brugðist aðdáendum sínum um
helgina frekar en fyrri daginn og
frumfluttu sveitin þar þrjú ný lög sem
verða á næstu skífu hennar sem
væntanleg er um
áramótin.
Stjórnmálamenn á fjölmiðlavakt
Kolbrún
Bergþórsdóttir
skrifar.
Snemma beygist krókurinn
Þeir sem ekki hafa aldur til aö aka gátu fengiö útrás á
kassabílabraut fyrir utan Laugardalshöllina.
Landgræöslan styrkt
Viö setningu sýningarinnar var fulltrúa Landgræöslunn-
ar afhentur styrkur frá Ferðaklúbbnum 4 sinnum 4 en
klúbburinn leggur mikla áherslu á aö félagar gangi vel
um náttúruna á feröum sínum.
Alltaf er jafn hvimleitt að hlusta á
stjórnmálamenn skamma fjölmiðla-
fólk. Á dögunum var Halldór Blön-
dal, forseti Alþingis, mættur í Viku-
lokum Þorfinns Ómarssonar og með
honum Einar Már Sigurðarson,
þingmaður Samfylkingar. Skyndi-
lega hóf Halldór einkennilega tölu
um RÚV og svæðisútvarpið sem ég
botnaði lítið í. Fréttastofa RÚV
skildi betur hvað Halldór var að
segja og bjó úr orðum hans frétt þar
sem niðurstaðan var sú að Halldór
hefði farið meö fleipur. Það staðfesti
sjálfur útvarpsstjóri í viðtali.
Það var reyndar annað sem Hall-
dór sagði í þættinum sem vakti
óskipta athygli mína en þar hélt
hann því fram að fréttastofa Ríkis-
útvarpsins ætti til að stunda vill-
andi fréttaflutning. Þorfinnur
Ómarsson spurði Halldór hvort
þetta væru ekki alvarlegar ásakanir
og Halldór hváði við, rétt eins og
orð hans ættu að vera öllum augljós
sannleikur. Ég beið eftir því að Ein-
ar Már tæki upp hanskann fyrir
fréttastofuna en það gerði hann
ekki. Eftir þáttinn sat fréttastofan á
sakamannabekk. Þessari köldu
kveðju Halldórs voru ekki gerð skil
i fréttatímanum þótt önnur orð
hans rötuðu í fréttatíma enda frétta-
stofan ekki í góðri aðstöðu til að
svara fyrir sig. Hvað áttu menn þar
svosem að segja við fullyrðingum
eins og þessari? Auðvitað gerir
fréttastofa útvarps sér ekki að leik
að stunda villandi fréttaflutning. Og
hvað er villandi fréttaflutningur í
huga Halldórs Blöndals? Getur ver-
ið að það séu fréttir sem henta ekki
flokknum hans?
Nú er Halldór Blöndal ekki eini
stjórnmálamaðurinn sem hefur
skammað fjölmiðla opinberlega.
Þetta tíðka þeir alltof margir. Meira
að segja Jón Baldvin minn er enn að
skamma fréttastofu Stöðvar 2 fyrir
eitthvað sem þar var sagt og sýnt
fyrir mörgum árum. Og í einkasam-
tölum hefja stjórnmálamenn iðulega
langa ræðu um einstaka fréttamenn
eða fjölmiðla sem þeir telja snið-
ganga sig eða vinna meðvitað gegn
sér. Afar þreytandi ræður, satt að
segja.
Fjölmiðlafólk leggur ekki stjórn-
málamenn í einelti heldur er það að
vinna vinnuna sína, alveg óháð sín-
um pólitísku skoðunum, ef þær eru
þá einhverjar. Samt eru stjórnmála-
menn alltof oft að leita að óvinum í
„Auðvitað gerir frétta-
stofa útvarps sér ekki að
leik að stunda villandi
fréttaflutning. Og hvað er
villandi fréttaflutningur
í huga Halldórs Blön-
dals? Getur verið að það
séu fréttir sem henta ekki
flokknum hans?“
fjölmiðlafólki. Vinstri menn sjá
sumir ungan frjálshyggjumann í
Gísla Marteini og djöfluðust lengi í
Kastljóssinnkomu hans og Elín
Hirst átti heldur ekki rólega daga
lengi vel. Hægri menn horfa
grimmdarlega til fréttastofu Ríkis-
útvarpsins og sjá þar komma í
hverju horni. Stjórnmálamenn vilja
mörgu ráða en það er ekki þeirra
hlutverk að stjórna fréttaflutningi.
Einkennilegt hvað þeir eiga erfitt
með að sætta sig við það.