Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2001, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2001, Qupperneq 6
4 Leikfélagið The lcelandic Take Away Theatre var stofnað af þremur konum í Lundúnum árið 1996 en hóf þó ekki starfsemi sína hérlendis fyrr en á síð- asta ári. Þær eru nú í óða önn við að leggja lokahönd á nýja sýningu sem ber heitið Veröidin er vasaklútur og verður verkið frumsýnt næstkomandi miðvikudag í Kaffileikhúsinu. Við litum inn á æfingu og fengum að vita hvað væri um að vera. SÚrsætur gamortleikur „Við erum núna að klára allan frágang f sýningunni s.s ljós, hljóð og önnur svona tæknimál," segir Agústa Skúladóttir leikkona og einn af stofnendum leikfélagsins. Hún stofnaði leikfélagið The Icelandic Take Away Theatre ásamt vinkonum sínum, Völu Þórsdóttur og Onnu Hildi Hildibrandsdóttur, fyrir um það bil fimm árum þegar þær voru bú- settar í London. „Við Agústa leik- um bara tvær í þessari sýningu en hinir í leikfélaginu taka einnig þátt í að semja leikritið en það eru þau Neil Haigh sem leikstýrir verkinu og Katrín Þorvaldsdóttir sér svo um búninga og leikmynda- hönnun. Tónlistin er svo í hönd- um Péturs Hallgrímssonar en Jó- hann Bjarni Pálmason er svo sér- legur lýsingarmeistari sýningar- innar. Um grín og ekki grín Kristján skrifar: Eg vildi bara koma þvf á framfæri að mér finnst alveg með ólíkindum hvernig sumt fólk leyfir sér að snúa árásunum á Bandaríkin upp í ein- hvern skrfpaleik. Flestir eru sem betur fer greinilega með á nótunum og átta sig á hvers lags harmleikur þetta er en aðrir haga sér bókstaf- lega barnalega. Ég hef til dæmis rekist á klausur í fjölmiðlum þar sem fólk virðist gera lítið úr alvar- leika atburðanna og talar um að ekki skipti miklu máli þótt nokkrir hafi verið steiktir eða verði steiktir í gagnárásum Bandaríkjanna. Skilur þetta fólk ekki að hér er um manns- líf að ræða? Líf saklausra einstak- linga í flestum tilfellum? Hvernig dirfist þetta fólk að leyfa sér að snúa svona harmleik upp í gamanleik? Getur það ekki séð að þetta er ekk- ert til að grínast með? Ég vona svo sannarlega að þetta fólk fari að komast til vits og ára og hætti þess- ari vitleysu. Það er nefnilega nóg af kjánalegri umræðu í gangi í þjóðfé- laginu fyrir. Annars fagna ég þessum nýja dálki í blaðinu ykkar. Það er alltaf gaman þegar rödd fólksins fær að heyrast. Þó menn séu nú misgáfaðir er oft eins gaman að lesa kjánaleg skrif og þau sem eitthvað vit er í. Þó ég fagni þessum vettvangi umræðna hér vil ég vara ykkur við að fara að leyfa einhverjum ungpólitíkusum að viðra skoðanir sínar. Það er nefnilega fátt eins leiðinlegt og ungt fólk sem telur sig þurfa að vera á móti öllu. Sérstaklega það fólk sem er í leiðinni að reyna að koma sjálfum sér á framfæri. í Guðs bæn- www.menw- holookli- kekenn- yrogers.com Það vita allir að Kenny Rogers er snillingur. Það vita líka allir að það er fátt fyndnara en eiga sér tvífara. Enn fyndnara er þó þegar tvífarinn er frægur. Það er því ekki skrýtið að síða sem þessi skuli njóta nokkurra vinsælda úti í hinum stóra heimi. Síðan er líka stórskemmtileg, fjöldi þeirra sem líta út eins og Kenny er ótrúlegur. Og þeir virðast bara nokkuð ánægðir með það.. Skakkir Uncverjar Þær Vala og Ágústa eru eins konar stýrur félagsins en saman hafa þær sett upp fjölda sýninga. „Við stofnuðum leikfélagið í London þar sem við höfum sett upp nokkrar sýningar.Þar komumst við í kynni við Neil sem lék með okkur í okkar stærsta verki hingað til, Dóttur skáldsins. Þar fór hann með hlutverk nokk- urra kappa úr Egilssögu og Lax- dælu en hann hefur verið með okkur síðan,“ segir Ágústa. Leikfé- lagið hefur sett upp tíu leikverk og farið víða til að sýna þær. „Við fór- um á tvær leikhátíðir í vor. Fyrst fórum við til Búdapest þar sem við settum upp Háaloft sem var sýnt hér á landi en þar fórum við líka með einleik, sem Neil gerði leik- gerðina af, upp úr Englum al- heimsins. Þar kynntumst við mjög áhugaverðu fólki eins og sviðs- manninum okkar sem talaði ekki stakt orð í ensku og var þar að auki meira eða minna skakkur all- an tímann. Þrátt fyrir það fékk leikfélagið gagnrýnendaverðlaun hátíðarinnar fyrir þessi tvö verk,“ segir Vala um ferðir þeirra á fjar- lægum slóðum. „Því næst fórum við með leikritið Háaloft á kvennaleikhúshátíðina í Finnlandi og þar fengum við fyrstu verð- laun,“ bætir Vala við. Skyndibitaleikhús „Þessi hátíð er hún stofnuð til að styðja við bakið á konum í leikhúsum vítt og breitt um heiminn sama hvort þær eru leikkonur, leikhússtýrur, höfundar eða hvað sem er,“ segir Ágústa um hátíðina. „Á þessari hátíð voru líka strákar þótt svo að þeir hafi verið t talsverðum minnihluta,“ segir Vala. Nafn leikhússins, The Icelandic Take Away Theatre, er nokkuð frábrugðið öðrum leikhúsnöfnum en það kom til vegna hugsanlegra ferðalaga félagsins. „Við erum alltaf eitthvað að bögglast út t' heim og þess vegna stendur leikfélagið undir nafni sem „Take Away Theatre", við erum búin að vinna meirihlutann af starfstíman- um í Bretlandi en svo komum við heim í fyrra til að taka þátt í leiklistarhátíðinni Á mörkunum," segir Ágústa. Leikfélagið hef- ur einnig fengið boð um að taka þátt í leik- listarhátíðum á næsta ári á Ítalíu og f Kanada. Veröldin er vasaklútur Nýjasta leikrit þeirra, sem sýningar hefj- ast á í næstu viku, heitir Veröldin er vasa- klútur en þar fara þær stöllur, Agústa og Vala, með hlutverk tveggja bakara. „Leik- ritið fjallar um tvo bakara sem flækjast inn í andspymuhreyfingu og hvernig þær snúa sér í þeim málum því þær eru fyrst og fremst bakarar en eru ekki þjálfaðar í ein- hverjum björgunarstörfum eða neitt slíkt. Það er alltaf stutt í grínið og þá má eigin- lega segja að þetta sé súrsætur gamanleik- ur,“ segir Vala. „Þegar við segjum frá þessu með andspyrnuhreyfinguna hugsa allir til Frakklands á tímum seinni heimsstyrjaldar en í leikritinu er hins vegar um óræðan tíma að ræða og það getur í raun gerst hvar sem er hvemær sem er. Þetta er ekki beint einhver ákveðinn söguþráður heldur förum við fram og aftur í tíma,“ segir Ágústa um uppfærsluna. Þær segja ennfremur að bak- ararnir séu einu hlutverkin sem þær leika í raun og veru en þó séu fleiri karakterar í leikritinu. „Við komum öðrum karakterum til skila án þess að leika þá, við vinnum með hluti sem taka á sig karakter eins og t.d. lampa,“ segir Ágústa. Leikritið verður frumsýnt, eins og áður sagði, á miðviku- dagskvöld í Kaffileikhúsinu. Á þessum vinnustað skíta yfirmennirnir á efri hæðinni. f ó k u s 12. október 2001 Fókus giskar á að maðurinn í bakgrunni komi til með að éta horið sem hann er að næla sér í á myndinni. Þarna fer ófeiminn sæðisbanki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.