Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2001, Blaðsíða 10
Poppmolor Klassískur Ian Brown Fyrrum Stone Roses söngvarinn, marijúana stromp- urinn og íslandsvinurinn lan Brown var að senda frá sér sfna þriðju plötu. Hún heitir Music of The Speres og er mjög fanda fyrri platnanna tveggja. Stone Roses hættu fyrir fimm árum en þeir félagar hafa tekið sér ýmislegt fyrir hendur sfðan, John Squire stofnaði hljómsveitina The Seahorses en hún gaf upp öndina eftir eina plötu og það hefur farið frekar Iftið fyrir hinum félögunum, nema hvað Mani er auðvitað kominn f Primal Scream. En lan Brown virðist vera fágætum málum. Hann sat að vfsu af sér tveggja mánaða dóm fyrir óspektir f háloftunum f þvf margfræga Strangeways fangelsi en sfðan hann losnaði þaðan hefur honum gengið ágætlega. Hann seg- ist hafa viljað búa til klassfska plötu: „10 alvöru lög með góðum textum og góðum melódfum44. Platan inniheldur m.a. smáskffulagið F.E.A.R., sem hefur fengið nokkra spilun f útvarpi hér- lendis, og svo lagið Gravy Train sem fjallar um ákveðinn kókafnsala sem starfar á vinsælum bar fLondon en lan Brown erjafnmikill kókafnandstæðingur og maríjúanaunnandi. Music of The Speres hefur fengið ágætar viðtökur. lan Brown er ekki að gera neitt alveg nýtt á plöt- unni enda búinn að f'mna sinn stíl sem er öðruvfsi en allt annað f bransanum. Nóg að gerast í danstónlistinni Eftir nokkra lægð f danstónlistarútgáfunni sfðustu mánuði er nú allt komið á fullt aftur og hver ómissandi platan rekur aðra. Við sögðum f sfðustu viku frá Röyksopp-plötunni Meldoy ÆM.og Daft Punk var að senda frá sér tónleika- plötu og nýjar plötur eru sömuleiðis að koma út með Groove Armada, Richie Hawtin, Up Bustle & Out, 4 Hero, Way Out West o.fl. Ein þeirra platna sem hefurverið að gera það gott undanfarnarvik- ur fdanstónlistarheiminum er fyrsta plata Bristol drum & bass poppsveitarinnar Kosheen, Sú plata heitir Resist og inniheldur m.a. lagið Hide You sem sló fgegn f Bretlandi og fleiri Evrópulönd- um fyrr f haust og sem töluvert hefur heyrst á útvarpsstöðvum eins og muzik.is og Sterfó. Kosheen er skipuð þeim Darren Beale og Markee Substance sem forrita og pródúsera og svo söngkonunni Sian Evans. Resist er tilraun til þess að blanda saman drum & bass og popptón- list og tekst á köflum mjög vel, ekki sfst vegna söngs Sians sem er fyrsta flokks. En það er ekki bara verið að gefa út nýjar dansónlistarplötur, það er líka fjör fendurútgáfunum, Atlant- ic Jaxx safnplatan, sem Basement Jaxx gaf út hér um árið, er nýkomin út aftur og eins eru ný- komnar á markaðinn tvöfaldar útgáf ur af tveimur af flottustu danstónlistarplötunum f rá þvf j f fyrra, Since Then með lan Pooley (sem nú inniheldur aukadisk með remixum og myndbönd- um og sungnu útgáfuna af laginu Balmes) og Tempovision með Frakkanum Etienne De Crecy ; sem inniheldur aukadisk með fjórum nýjum lögum, myndböndum og tölvuef ni. Nitin Sawhneyoc heimspoppið Indverskættaðirtónlistarmenn fBretlandi hafa vak- ið mikla athygli undanfarin ár. Það þekkja margir Tal- vin Singh sem hlaut Mercury-verðlaunin fyrir plötuna ; sfna OK sem kom út fyrir þremur árum og nöfn eins og Transglobal Underground, Cornershop (Hver man ekki í eftir Brimful of Asha) og Badmarsh 6 Shri eru sömu- leiðis orðin kunnugleg. Að ógleymdum pólitfsku orku- boltunum f Asian Dub Foundation sem heimsóttu okk- ur Islendinga f fyrra. Eitt af þeim útgáfufyrirtækjum sem hafa verið hvað duglegust að gefa út þessa tónlist heitir Outcaste. Platan Second Skin með tónlistarmanninum Nitin Sawhney, sem kom út árið 1999, er sennilega vinsælasta platan frá útgáfunni en f framhaldinu gerði Nitin samning við V2 fyrirtækið og nýlega kom út fyrsta platan hans þar og er hún nú nýkomin fverslanir hér á Islandi. Platan heitir Prophesy og hefur alls staðar fengið frábæra dóma. Tónlistin á plötunni er eins og við var að búast sambland af indverskum tónum og vestrænum en að auki fékk Nitin til liðs við sig listamenn frá ýmsum heimshornum, m.a. Natösju Atlas, fyrrum Transglobal Underground söngkonu, Spánverjann Jose Miguel Carmona, franska arabann Cheb Mami og . ýmsa aðra listamenn frá Bandaríkjunum, Suður-Afríku, Indlandi og Bretlandi. Útkoman er einhvers konar heimspopp sem er f senn hefðbundið og framsækið. Tónlistin er mjög Ijúf og hljómföguren um leið krefjandi, poppuð en líka framandi... Allt það besta af öllu... Nú er farið að styttast f jólin, aðalgeisladiska- sölutfminn fram undan og plötufyrirtækin kepp- ast við að setja saman kræsilegar „best ofM safn- plötur og annað sem þau treysta á að neytendur kaupi f jólagjafir þetta árið. Það er m.a. von á best of plötum með Cure, Smashing Pumpkins, Nir- vana, Pink Floyd, Simple Minds, Green Day, Enigma, Backstreet Boys, Abba, Bee Gees, Snoop Dogg, OutKast, lce Cube, Busta Rhymes, Beauti- ful South, Tracy Chapman og All Saints. Af inn- lendum plötum má nefna Stuðmenn, Magga Kjartans, Magga Eiríks og Egó auk þess sem Pétur Kristjánsson er að safna saman þvf besta sem hann hefur sent frá sér á ferlinum með hinum ýmsu hljómsveitum, þ.á m. Pelican, Para- dís og Póker... Ein af óvæntustu safnplötunum þetta árið er samt örugglega remix platan Limp Remizkit með Limp Bizkit sem væntanleg er f lok nóvember. Á henni verða endurunnar útgáfur af lögum hljómsveitarinnar og það eru m.a. þeir Fred Durst og Wes Borland sem sjá um endurvinnsluna en líka DJ Premier,Timbaland, DJ Lethal, P. Diddy,The Neptunes, William Orbit og Josh Abraham. Að auki er von á DVD plötu frá Kexinu og mun hún innihalda ýmsar upptökur með sveitinni allt frá fyrstu dögum hennar til dagsins fdag. Limp Bizkit-aðdáend- um ætti sem sagt ekki að þurfa að leiðast þessi jólin... Platan Deserter’s Songs með Mercury Rev sem kom út fyrir þremur árum bjargaði ekki bara lífi sveitarinnar heldur þótti hún ein af bestu plötum ársins 1998. Nú er komin ný plata, All Is Dream, og þykir jafnvel enn betri. Trausti Júlíusson rifj- aði upp sögu þessarar einstöku hljómsveitar. Fortfðin er nútfð Hljómsveitin Mercury Rev var stofnuð í Buffalo í New York-ríki árið 1988. Stofnmeðlim- ir voru þau Jonathan Donahue, gítarleikari og aðallagasmiður, Sean „Grasshopper“ Mackowi- ak gítarleikari, Dave Fridmann bassaleikari, Suzanne Thorpe flautuleikari, Jimy Chambers trommari og David Baker söngvari. Þau voru öll í námi og voru strax í byrjun opin fyrir allskon- ar tilraunamennsku. Þau byrjuðu fer- ilinn á því að djamma und- ir dýralífsmynd- Þegar fyrsta platan þeirra Yerself Is Steam kom út árið 1991 var Mercury Rev komin í hóp framsækinna hljómsveita sem störfuðu við jaðar gröns tónlistarinnar sem réði ríkjum á þessum árum og var gjarnan nefnd í sömu andrá og sveit- ir eins og Jane’s Addiction og Pavement. Platan þótti æði óreiðukennd, einn blaðamaðurinn lfkti henni við „Buffalo Springfield og Butthole Surfers að djamma í sitthvoru herberginu". Frid- mann hljóðblandaði alla plötuna á sýru sem kannski skýrir eitthvað, en Yerself Is Stream fékk ágætis dóma og náði töluverðri útbreiðslu í neð- anjarðargeiranum.. DÓP, SLACSMÁL OG GEÐVEIKI Óreiðan ríkti ekki bara í tónlistinni. Næstu ár einkenndust af eiturlyfjaneyslu og ólátum. Það var mikil spenna í sveitinni og ekki óalgengt að meðlimirnir slægjust á tónleikum. Þau voru rek- in af Lollapaooza tónleikaferðinni og hámarkið á ruglinu var svo þegar Donahue reyndi að stinga augað úr Grasshopper með skeið f flugvél á leið yfir Atlantshafið. Önnur platan þeirra Boces kom út árið 1993. Hljómsveitin fór með ósættið og óreiðuna með sér í hljóðverið og útkoman er ein af villtari plötum sögunnar. í kjölfar Boces hætti Baker. Hann hafði verið einna erfiðastur í samstarfi, alltaf fullur og með læti (átti það til að fara af sviðinu í miðju prógrammi) og ieit þar að auki alltaf á sig sem aðalstjörnu bandsins. í framhald- inu tók Donahue við sem aðalsöngvari. Á svip- uðum tíma hætti Fridmann að koma fram á tón- leikum með sveitinni, en var áfram þeirra aðal- upptökumaður og bassaleikari þeirra í hljóð veri. Fridmann á við geð- ræn vandamál að stríða og þoldi mjög illa álagið á tón- leikaferðunum. A Botninum náð ■ Þriðja platan R þeirra, See You H \ On The Other Hi Side, sem kom út árið 1995 fékk mjög lé- BÉ legar viðtökur |A „Við lögðum allt sem við áttum B hana,“ segir Donahue B það B keypti B hana eng- enginn mætti á tónleik- Eftir að platan floppaði leit um tíma út fyrir að Mercury Rev heyrði sögunni til. Chambers og Thorpe létu sig hverfa, Donahue fékk taugaáfall sem tók hann meira en hálft ár að jafna sig á og Grass- hopper flúði í jesúítaklaustur án þess að láta nokkurn mann vita. En hljómsveitin ákvað samt að gera eina plötu enn. Þau gerðu samning við V2 fyrirtækið árið 1996 og byrjuðu þá að taka upp plötuna Desert- er’s Songs sem kom út tveimur árum seinna. Nafnið merkti bæði það að meðlimir höfðu yfir- gefið hvern annan, en líka tónlistarbransann. Á plötunni sækir Donahue í allskonar tónlist sem hann heyrði þegar hann var krakki, amerískar söngvamyndir, pólska þjóðlagatónlist, Disney tónlist o.fl. Áhrif alls þessa heyrast á plötunni, en að auki setur hljóðfæraskipanin mjög sterkan svip á hana. Wurlitzer rafmagnspíanó, flautur, sagir og mellotron eru áberandi og útkoman er sérstakur seiður sem er bæði mótaður af rokktón- list samtímans og amerískri tónlistarhefð. Fortíð oc nútíð Deserter’s Songs þótti mikið meistaraverk og var víða valin besta plata ársins 1998. Það var því beðið eftir nýju plötunni með miklum spenn- ingi. All Is Dream þykir rökrétt framhald af Des- erter’s Songs og hljómsveitinni þykir hafa tekist hið ómögulega: Að toppa snilldarverkið. Lykill- inn að velgengni Mercury Rev er kannski falinn f þessum orðum Jonathan Donahue: „Fyrir okkur er þetta allt tímalaust. Við dáum Cole Porter og við dáum The Ramones. Fyrir okkur eru báðir til í núinu. Fyrir okkur er fortíðin nútíð.” fókus 12. október 2001 p I ö d ó m 0 r Flytjandi: Daft Punk Platan: Útgefandi: Virgin/Skífan Lengd: 45:30 mín. IFIytjandi: Macy Gray Platan: Útgefandi:Sony/Skifan Lengd: 52:13 mín. 1 hvað fvrir skemmtileaar niðurstaða hvern? staðreyndir Þetta er tónleikaupptaka meö franska danstónlistardúóinu Daft Punk, tekin upp í Birmingham áriö 1997 þegar þeir félagar voru aö fylgja eftir fyrstu plötunni sinni „Homework* meö tón- leikaferðalagi. Platan inniheldur 45 mínútur af óslitinni tónlist. Þetta er efni af Homework, en töluvert breyttar útgáfur. Þetta er Ðaft Punk í sinni hráustu mynd. Þeir sem fíluðu fyrstu plötuna, en voru ekki sáttir viö „Disoovery" ættu aö tékka á þessum upptökum. Þaö má segja aö lög eins og „One More Time'og „Aerodynamic" séu svolítiö Daft, en þessi plata er hreint Punk. Þaö var ekkert á dagskránni hjá Daft Punk að gefa út einhverja tónleika- plötu, en þeir rákust á þessar upptök- ur og skelltu þeim í tækiö og voru svo ánægöir með þaö sem þeir heyrðu að plötunni var umsvifalaust skellt á út- gáfuplanið. „Þetta eru bestu tónleik- arnir okkar á ferlinum,” segja þeir. Það má segja að Daft Punk fullkomni þrennuna meö þessari plötu. Hinar fyrri tvær eru algjör meistaraverk og þessi er ekkert minna en iangflottasta danstónlistar-tónleikaplatan sem maö- ur hefur heyrt. Þaö er svo mikiö af villtri orku á þessum upptökum að maður næstum tryllist. Spilist hátt og aftur og aftur... trausti júlíusson Þetta er önnur þlata bandarisku soul söngkonunnar Maoy Gray. en hún sló í gegn meö fyrstu plötunni sinni „On How Life ls“ fyrir tveimur árum. The Id er sálfræðihugtak sem er notað um frumsjálfiö, þann hluta persónuleik- ans sem tengist frumhvötunum. Inni- heldur smáskífulagið „Sweet Baby". Tónlist Macy Gray er sambland af soul, poppi og rokki og höföar þess vegna til mjög margra. Fyrri platan hennar sló fyrst í gegn í Bretlandi, svo I öðrum Evrópulöndum, m.a. íslandi og loks í heimalandinu, Bandaríkjun- um. Þetta er plata fyrir alla sem hafa áhuga á vandaðri popptónlist með innihaldsrikum textum. Eitt af aðalsmerkjum Macy Gray er röddin ráma sem hefur bæöi veriö líkt viö Janis Joplin og Andrés Önd! Macy hefur verið mjög vinsæl síðan hún sló í gegn og hefur m.a. sungið inn á plöt- ur meö Fatboy Slim, Black Eyed Peas og Guru's Jazzmatazz. Á meðal gesta á The Id eru Erykah Badu, Slick Rick, Angie Stone og Mos Def. Þetta er ennþá betri plata en „Oh How Life ls“. Lögin hér eru ekkert síðri og útsetningarnar og hljómurinn eru mun flottari. Það er fullt af lögum hér sem eiga eftir aö slá í gegn. Ég spái því aö þessi plata eigi eftir aö seljast vel og lengi, hún hefur allt með sér, það er bara spurning hvað fólk er flott að fatta þaö! trausti júlíusson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.