Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2001, Síða 12
+
Fyrir fáeinum árum þekktist það varla að íslenskir fótboltamenn fengju
greitt fyrir knattspyrnuiðkun sína en síðastliðin ár hefur þetta tekið
örum breytingum. Sífellt fleiri leikmenn leita á erlenda grund til þess
að leika knattspyrnu og laun leikmanna hér heima fara hækkandi með
hverju ári. Miklar vangaveltur hafa verið um hversu háar upphæðir sé
hér um að ræða en yfir því virðist ríkja mikil leynd. Við leituðum því til
nokkurra sérfræðinga innan knattspyrnuheimsins til þess að forvitnast
um kaup og kjör íslenskra knattspyrnumanna. Hér á eftir fylgja niður-
stöðurnar - þetta segja heimildarmenn Fókuss að strákarnir fái borgað.
Milljónabransirm
Uncir leikmenn á Íslandi
Þegar ungum og efnilegum leikmönnum á
Islandi er kippt upp í meistaraflokk til að
spila með aðalliði félagsins verða þeir ekki
löglegir fyrr en þeir hafa skrifað undir samn-
ing við viðkomandi félag. Mjög algengt er að
þeir séu settir á svokallaðar bónusgreiðslur
þar sem þeir fá ákveðna upphæð fyrir hvem
leik sem þeir spila, svo framarlega sem sá
leikur vinnst. Upphæðimir eru á bilinu
15—25.000 krónur fyrir hvem leik sem þeir
byrja en 5-10.000 krónur ef þeir koma inn á
sem varamenn. Þessum greiðslum er síðan
safnað saman og heildarupphæðin greidd
leikmanninum í lok tímabils. Þetta er gert
svo að ekki þurfi að setja hvem einn og ein-
asta leikmann á fastar mánaðarlegar greiðsÞ
ur enda myndi það stórauka launakostnað
félaganna. Þess í stað fær leikmaðurinn laun
eftir því hversu mikið hann spilar og hversu
vel hann stendur sig.
Reyndari leikmenn á Íslandi
Leikmenn sem hafa fest sig í sessi innan íslensku knatt-
spymunnar og kannski leikið við góðan orðstír í nokkur ár
hafá það flestir mun betra en þeir yngri, launalega séð. Það er
að sjálfsögðu allt háð getu félagsins og fjárhag þess hversu
mikið menn fá í laun en ekki er óalgengt að leikmenn haldi
áfram að þiggja þessar svokölluðu bónusgreiðslur. Það gefur
augaleið að þeir bestu fá mest og hinir lakari minna en eins
og áður sagði fer það alfarið eftir fjárhagsstöðu og getu við-
komandi félags. Þegar leikmenn hafa náð svo
langt innan knattspymunnar geta þeir
einnig byrjað að fara fram á enn ffekari
bónusgreiðslur. Þá geta menn fengið sér-.
staklega greitt fyrir t.d. hvert mark sem '
þeir skora eða leggja upp. Hins vegar er
það einnig vel þekkt að menn í þessum
klassa fái greidda mánaðarlega einhverja
ákveðna upphæð. Ofan á það geta síðan
bæst við bónusgreiðslur sem sérstak-
lega er samið um.
TOPP LEIKMENN Á ÍS-
LANDI
Þeir leikmenn
sem spila hér-
lendis og
teljast til topp leikmanna em
flestir seldir til stærri liða eins
fljótt og unnt er enda em
miklir peningar í boði fyrír ís-
lensku félögin sem og leik- ■
mennina. Flestir okkar leik-
menn em seldir til Noregs
þar sem þeir spila í nokk-
ur ár og ef þeir taka
framförum og standa
sig vel geta þeir átt
von á því að stær- iBHKB
ri lið á megin-
landi Evrópu
fái áhuga á _____
þeim og
kaupi þá til
>fn. Ef leik-
menn standa sig
hins vegar ekki eins
og til var ætlast eða lenda f meiðslum er lítið sem þeir geta
gert að samningi sínum loknum. Því er ansi algengt að þeir
leiti aftur heim á klakann til að spila knattspymu þar sem þeir
hafa ekki í nein önnur hús að vemda. Það em einmitt þessir
leikmenn sem verða að teljast til topp leikmanna á íslandi og
þeir fá hæstu launin af þeim sem spila hérlendis. Þetta em
lfka einu leikmennimir sem lifa alfarið á knattspymuiðkun
sinni þó svo að flestir þeirra vinni eitthvað með. Dæmi um
slíka menn em Guðmundur Benediktsson hjá KR, Hilmar
Bjömsson hjá FH, Haukur Ingi Guðnason Keflvíkingur, Val-
ur Fannar Gíslason, leikmaður Fram, og Sverrir Sverrisson
sem leikur með Fylki. Allt em þetta menn sem keyptir vom
til liða í Evrópu en stóðust ekki væntingar og urðu að snúa
heim aftur. Mjög misjafnt er hversu mikið þessir leikmenn fá
svo í laun þegar heim er komið enda fjárhagur liðanna mis-
góður. Vitað er að leikmenn líkt og Guðmundur Benedikts-
son hjá KR em með eitthvað í kringum 400.000 krónur á
mánuði, óháð frammistöðu á vellinum. Sfðan leggjast bónus-
greiðslur ofan á þá upphæð þannig að ef leikmaður-
inn stendur sig vel getur hann hækkað laun sín
töluvert og eflaust náð yfir hálfa milljón á
mánuði, aðrir fá þó eitthvað minna enda
greiðir KR mjög há laun á íslenskan
mælikvarða. Leikmenn Fram vom
einnig margir hverjir á svimandi
háum launum sumarið 2000
enda var mikill fjöldi leik-
manna fenginn til liðsins til
f v, Ik að bæta gengi þess. Svo
fór að allt gekk á aftur-
______________________________ fómnum hjá Fröm-
umm og á end-
anum þurftu þeir að
rifta samningum við fjölda
' leikmanna vegna fjárhags-
vandræða.
Oft snúa reyndir leikmenn heim til Islands að lok-
inni dvöl sinni hjá erlendum liðum til að spila eitt
lokatímabil. Nærtækasta dæmið er Amór Guðjohnsen
sem fenginn var til Valsmanna til að bjarga þeim frá falli
sumarið 1998. Valsmönnum hafði gengið afleitlega fram-
an af tímabilinu og eitthvað þurfti að gerast til að liðið félli
ekki f fyrsta skipti í sögunni. Heyrst hefúr að það hafi kostað
um 5 milljónir að fá kappann til að leika með sínum gömlu
félögum en einnig er vitað að fjárhagsstaða Valsmanna var
ekkert sérstaklega góð á þessum tíma og því var leitað til
„bakvarða" félagsins til þess að endar næðu saman. Með
þessu herbragði náði Valur að koma í veg fyrir fall það tíma-
bilið þó að ekki gengi eins vel árið eftir. Aðrir reynsluboltar
sem snúið hafa heim til að spila síðustu árin í „rólegheitum"
heima á Islandi eru t.d. Sigurður Jónsson, Atli Eðvaldsson,
núverandi landsliðsþjálfari, og mikið er rætt um að Eyjólfúr
Sverrisson muni gera slíkt hið sama næsta tímabil.
Útlendincar á Íslandi
Fyrir nokkrum árum hófu íslendingar að flytja inn
erlenda leikmenn til þess að spila með félögum hér-
lendis. 1 fyrstu var mikið um að leikmenn frá fyrrum
Júgóslavfu kæmu hingað til lands til að leika knatt-
spyrnu enda auðvelt að fá þá hingað vegna ástandsins
í beimalöndum þeirra og kostnaður við að fá þá til
landsins var í lágmarki. Leikmenn líkt og Izudin Daði
Dervic, Lúkas Kostic, Mihajlo Bibercic, Salih Heimir
Porca og Zoran Micovic eru dæmi um leikmenn sem
fengnir voru hingað til lands á fyrri hluta síðasta ára-
tugar. Þessir leikmenn hafa margir sest hér að og feng-
ið íslenskan ríkisborgararétt eins og nöfnin bera með
sér. I framhaldi af því komu síðan leikmenn frá öðrum
löndum. Nú leikur talsverður fjöldi erlendra leik-
manna í efstu deild karla og er kostnaðurinn við það
talsverður. Knattspyrnufélagið Leiftur fékk t.d. á sín-
um tíma leikmenn frá Brasilíu og fleiri löndum og var
kostnaður við það mikill en félagið hafði sterka bak-
hjarla sem stóðu straum af honum. Fjárhagsstaða félag-
anna hefur þó batnað mikið undanfarin ár vegna þess
hversu mörgum félögum hefur verið breytt í hlutafélög
og því hafa félögin meira svigrúm til að greiða mönn-
um laun og versla með leikmenn.
Oft eru leikmenn lánaðir frá stærri félögum í
Evrópu til íslands, líkt og Stoke-leikmennirnir
tveir sem léku með ÍBV hluta úr síðasta
sumri, en kostnaður við slík lán er ekki eins
mikill og ef leikmennirnir eru hreinlega
keyptir til liðanna. Kostnaður við slíkt er
þó mjög mismunandi og fer það að sjálf-
sögðu eftir getu leikmannsins. Moussa
Dagnogo er franskur leikmaður sem £
fenginn var til KR síðastliðið sumar
og átti hann glæstan feril að baki.
Samningur hans hljóðaði upp á litl-
ar 700.000 krónur á mánuði. Þetta
er upphæð sem vesturbæingar
hefðu eflaust sætt sig við að
greiða ef leikmaðurinn hefði
gert það sem honum bar að
gera, þ.e. að skora mörk. Þau
Iétu hins vegar á sér standa og
skoraði hann aðeins eitt mark
í deildarkeppninni. Hann var
í herbúðum KR frá byrjun
maí og þangað til í byrjun
ágústmánaðar. Þetta gerir
u.þ.b. 3 mánuði og kostn-
aðurinn er því í heild um 2
m
milljónir króna. Þetta eina mark hans verður þv( að telj-
ast dýrasta mark sem skorað hefur verið á Islandsmótinu
í knattspyrnu
ÍSLENDINCAR í NORECI
Islendingar eiga atvinnumenn í knattspymu víðs vegar
um Evrópu en hvergi eru þeir fleiri heldur en í Noregi.
Knattspyman þar í landi hefur verið í mikilli sókn síðustu ár
en eftir olíufund Norðmanna hafa þeir dælt peningum í
uppbyggingu íþrótta. Það virðist vera mjög hentug og árang-
ursrík leið fyrir íslenska knattspymumenn að halda til Nor-
egs. Þar fá þeir að spila með betri leikmönnum, fá betri þjálf-
un og umfram allt betri laun. Einnig ná þeir sér í dýrmæta
reynslu og ef þeir standa sig vel getur áhugi stærri liða í Evr-
ópu vaknað. Rúnar Kristinsson, Auðun Helgason, Ríkarður
Daðason og Heiðar Helguson eru dæmi um leikmenn sem
hófu atvinnumannsferilinn hjá norskum liðum en hafa far-
ið þaðan til stærri liða. Launin í Noregi þykja bara nokkuð
góð en ungir leikmenn þar, t.d. Indriði Sigurðsson, Veigar
Páll Gunnarsson og Marel Baldvinsson, fá á bilinu
4-500.000 krónur á mánuði sem verður að teljast dágóð
summa fyrir svo óreynda leikmenn, en aðrir t.d. Stefán
Gíslason fá minna. Reyndari leikmenn í Noregi, lfkt og
Tryggvi Guðmundsson, Pétur Marteinsson og Ami Gautur
Arason, fá hins vegar nokkuð hærri summur. Pétur er launa-
hæstur tslensku leikmannanna í Noregi með um 2 milljón-
ir á mánuði en Tryggvi Guðmundsson mun fá eitthvað að-
eins minna. Ámi Gautur Arason leikur nú með liði sínu
Rosenborg í Meistaradeild Evrópu og fyrir það fær hann gre-
itt aukalega þannig að samtals fær hann um 1,5 miljónir á
mánuði. Laun fslensku leikmannanna í Noregi eru því á bil-
inu 250.000 -2 milljónir á mánuði.
ÍSLENDINCAR í HEIMSKLASSA
Islendingar eiga ekki marga knattspymumenn sem geta
talist f heimsklassa en þau nöfn sem koma upp í hug-
ann em Eiður Smári Guðjohnsen sem var seldur til
Chelsea ffá Bolton á 460 milljónir króna og Her-
mann Hreiðarsson sem gekk á sínum tíma kaupum
og sölum á milli liða á Englandi en endaði loks hjá
^ Ipswich Town en þeir greiddu um 530 milljónir fyr-
^ ir kappan. Eyjólfur Sverrisson er einnig vafalaust
einn besti leikmaður íslands en hann spilar í Þýska-
landi með Herthu Berlín. Guðni Bergsson hefur ein-
nig spilað vel upp á síðkastið með liði sínu Bolton sem
leikur í ensku úrvalsdeildinni. Aðrir sem vert er að
nefna em Jóhannes Karl Guðjónsson sem var ný-
verið seldur til Real Betis á Spáni fyrir um
t 600 milljónir króna og Amar Gunnlaugs-
son sem var á sínum tíma seldur til
k Leicester, einnig f ensku úrvalsdeild-
inni, fyrir tæpar 300 milljónir króna.
Auk þessara leikmanna spila margir
íslendingar í neðri deildunum á
Englandi og með öðmm liðum_ í
Evrópu. Sem dæmi leika fjórir Is-
lendingar með Lokeren í Belgíu en
það eru þeir Amar Viðarsson, Rún-
ar Kristinsson, Auðun Helgason
og Amar Grétarsson. Þeir em all-
ir mjög góðir leikmenn en kanns-
ki ekki alveg nægilega góðir til
þess að komast að hjá stærstu lið-
unum en verðmiðinn á þeim er á
bilinu 40-70 milljónir króna og
laun þeirra eitthvað í kring um 1-2
milljónir á mánuði en Rúnar mun víst
vera með eitthvað meira.
Laun þessara svokölluðu toppleikmanna em ekki
beint opinber en þó er nokkum veginn vitað hvað
þeir fá í vasann. Laun knattspymumanna em yfir-
íeitt greidd vikulega en ekki mánaðarlega og sem
dæmi fær enski landsliðsmaðurinn
Michael Owen um 60.000 pund í viku-
laun eða um 9 milljónir íslenskra króna.
Þetta eru aðeins þau laun sem menn á borð við hann fá
frá félögum sínum en slíkir menn em að sjálfsögðu
með alls kyns auglýsingasamninga sem færa þeim
meira í aðra hönd. Við íslendingar eigum því mið
ur engan kappa sem getur talist svo stór enda em
ekki margir sem fá slík laun þótt Owen sé fjarri
því að vera hæst launaði leikmaður heims.
Launahæsti íslenski leikmaðurinn er hins vegar
Eyjólfur Sverrisson og þótt hann fái ekki nærri
jafn há laun og áðumefndur Englendingur
halar hann inn upphæðir sem flestir myndu
sætta sig við. Vegna þess hversu vel honum
og hans liði hefur gengið upp á síðkastið hef-
ur hann grætt dágóða summu á alls konar
bónusgreiðslum. Lið hans Hertha Berlin tók
þátt í Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur ámm
og fyrir það fá leikmenn greiddar háar summur.
Ef ffá em taldir bónusar sem
enginn veit í raun hve
háir em fær Eyjólf-
ur yfir 100 millj-
ónir á ári f laun
eða rúmlega
tvær milljónir á
viku. Fast á hæla
honum kemur
Eiður • Smári
Guðjohnsen en
hann fær um 15.000
sterlingspund á viku
eða um 2 milljónir.
Margt er þó á huldu um hin ýmsu
fríðindi og bónusa sem leikmenn
á borð við Eið Smára hafa í
samningum sínum. Líklegt þykir
að hann fái aukalega greitt fyrir
hvem sigurleik sem hann tekur
þátt í, hvert mark sem hann
skorar eða leggur upp og
svo fá leikmenn oft greitt
aukalega ef liðið nælir
sér í einhver titil. Að
auki birtist andlit Eiðs
á vörum frá Ölgerð Eg-
ils Skallagrímssonar og
væntanlega hefur
hann fengið ein-
hverjar krónur fyrir
það. Jóhannes Karl
Guðjónsson skip-
ar svo að öllum
líkindum þriðja
sætið ásamt
H e r m a n n i
Hreiðarssyni
og bróður sín-
um Þórði
Guðjónssyni,
eftir nýgerðan
samning hans
við spænska liðið
Real Betis en talið er að sá
samningur muni tryggja honum á
bilinu 50-60 milljónir f árslaun.
Hermann Hreiðarsson fær eitthvað um
8000 pund á viku eða um 60 milljónir á ári
og Þórður Guðjónsson fær að lfkindum slíkt
hið sama hjá liði sínu Las Palmas á Spáni. Am
Þaö þarf tæplega 25 eintök af Guömundi Benediktssyni til að fylla
upp í einn Eið Smára Guöjohnsen. Mörkin sem Eiður er farinn aö
raða inn í vetur geta svo ekkert annaö en breikkað það bil.
f ó k u s 12. október 2001
12. október 2001 f ó k u s