Alþýðublaðið - 15.03.1969, Síða 5
A'l'þýðublaðið 15. nrarz 1969 5
Álþýdublaðið
kanoar ódýr
ferðalðg
Enn höldum við af stað í leit að
ódýrum ferðalögum til útlanda og
snúum okkur til Eimskipafélags ís-
lands. Við leitum uppi Sigurlaug
Þorkelsson og spyrjum hann um
ferðir Gullfoss í sumar.
Sagði hann, að farnar verði tvær
20 daga ferðir, önnur í vor en hin í
haust. Kosta þær 13.975 krónur, og
er þá miðað við fjögurra manna
klefa á 2. farrými. Dýrasta fargjald-
ið er kr. 27.843, en þá er miðað við
eins manns klefa á 1. farrými. Sölu-
skattu.r er reiknaður með í verðun-
Farið er í vorferðina frá Reykja-
vík 14. maí, siglt til London,
Anrsterdam, Hamborgar, Kaup--
mannahafnar, Leith og komið til
Reykjavíkur 2. júní. Fæði og þjón-
usta um borð í skipinu alla. ferðina
og skoðunarferðir í hverri höfn er
innifalið í þessu verði. — Fljótt á
Svipmyndir úr Gullfossferðum
litið virðist þefta vera. all góð ferð, .
tilvalin fyrir þá, sem leita þurfa.
hvíldar frá amstri dagsins, þar sem.
verið er mikinn hluta ferðarinnar
á sjó. Ferðin er áberandi ódýr, þ.e. •
ef, menn er.u nægjusamir og láta sér,
lynda að ferðast við fjórða mann í
klefa, á 2. farrými.
I sumar er áætlað að fara nokkr-
ar 13 daga ferðir. Farið verður til
Leith og þaðan til Kaupmannahafn-
ar og sömu leið til baka. Geta menn
orðið eftir í Leiíh og dvalið í Skot-.
landi þar til skipið kemur til baka,
en.þ-að eru um 6 dagar. Hefur Eim-
skipafélagið undirbúið ýmsar ferð-
ir innari Skotlands og til Englands.
Þessar ferðir eru mjög fjölbreyti-
legar, að sögn Sigurlaugs, og sem
dæmi má nefna, að golfáhugamönn-
um gefst- kostur á að dvelja nálægt
golfvöllum um lengri eða skemmri-
tíma.
Einnig er fyrir hendi að fara með
Gullfossi alla leið til Kaupmanna-
hafnar. Þá er hægt að fara í skoð-
unarferðir um borgina, til Sjálands,
eða jafnvel yfir sUndið til Svíþjóðar.
Verð þessara ferða er frá 12.030
krónum upp í 18.000 krónur, og er
þá reiknað með fullu fæði um borð,
en gistingu, morgun- og kvöldverð
á meðan dvalið er í landi. Éinnig
er í þessu verði reiknað með þrem-
ur skoðunarferðum.
3
Athygli manna skal vakin ú því
að brottfarartímar frá Rey.jtjavík
verða í sumar á miðvikudögum,
ekki laugardögum, eins og .verið
hefur.
ferð fyrfr 13.975 króniir
inöguleikar á tryggingu fyrir
úrvalsverkun á heimaöfluðu
fóðri, (heyinu.
r Hvað fyrsta atriðið varðar,
er tialið heppilegast að nota tví-
eða fleirskorna plóga, en hægt
er að fá allt upp í sexskorna
plóga fyrir iheimilsdráttarvélar
af stærri gerðum. Sivonefndir
(hnífaplógar hafa verið töluvert
notaðir í Bretlandi og gefizt
vel, en þeir kosta aðeins uim kr.
26.000.
f'
ÁburSurinn skol-
ast burt
Annað atriðið er mjög mikils
vert og auk þess ódýrast í fram
kvæmd. Flestir bændur hafa
kotnizt að þeirri niðurstöðu, að
hagkvæmast sé að nota húsdýra
áburð á tún sín. En algengast
er að hann sé borinn á freðna
jörð_ og er fullvíst, að við það
tapast mikið af nséringargldi
ábiurðarins, þar sem mikill hluti
ihans skolast í burtu í leysing
um. Benda mætti á, að áburður-
inn nýtist mun betur, ef honum
er fíndreift á túnin í byrjun
gróanda, eða jafnvel á milli
slátta. Mögulegt er nð búa drátt
arvélina og átourðardreifarann
þannig úr garði, að unnt sé að
aika um blauit tún. Einnig má
benda á tæki, sem er heppilegt
í þessu tilviki, það er ihaugsug-
an. Til þess lað nýta haugsuguna
sem bezt, má nota þá aðferð
að veita vatni inn í haughús og
þynna þanng skítinn út. Ætti
>þá að vera auðvelt að ná hoinum
upp og dreifa lionum með
nefndri haugsugu sem raiumar
*
er þegar notúð víða um land
með góðum ánangri.
BVIeiri nýtlng
Hvað þriðja atriðið viðvíkur,
má benda á, lað meira en helm
ingur fóðurgildis 'heys tapast ef
það hrekst, og ekki er unnt að
fá meiri nýtingu en umi 60%
við venjiuilega þurrkun. En með
notkun heytuma -af svipaðri
■gerð og SÍS sýndi á Landbúnað-
arsýninguinni sl. sumar, er ihæg.t
iað fá mun meiri nýtingu á fóðr
iniu. Er talið, að 1000 hesta hey
turn muni kosta um ikr. 600
þús. með núvcrandi tollaálagn
ingu. í Danmörku hafa veirið
igerðar tilraunir í nokkur ár
með graskögglaverks’miðju, sem
auðvelt er að færa á milli staða.
Er þessi samstæða, sem vegur
lalls 6 tonn, og er um 10 m.. að
lengd mjög hraðvirk og lætur
nærri, að hún geti aifliað fóðurs
fyrir um iþað bil 20 meðaistór
toýli á tveimur mánuðuim, Er
samlstæðan því mjög hentug
fyrir stærri félagsbú, sem fjölg
ar nú !hér á landi og jafnvel
fyrir búnaðarfélög einstakra
sveita. Kögglarnir, sem verk-
smiðjan skilar enui um 6 sm. í
Iþvermál, grófsaxaðir, og er
þessi stærð sérstaklega sniðin
fyrir nautgripi. Með þessari
fóðurverkun er talið, að ekkert
fóðurtap eigi sér stað.
Búvéladeild SÍS mun á
næstu mán!uðuni kynna sér
þessa nýju verkumaraðferð, og
thvaða erindi hún á til íslenzkra
bænda.
Rokdreifarinn á ntyndinni er íslenzk framleið'sla.