Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 Fréttir DV Dómsmálaráðherra varar við óábyrgri umræðu um lögregluna: Þingmenn ósammála um öryggi borgara - Jóhanna Sigurðardóttir telur að Sólveig eigi að skammast sín Sólveig Pétursdóttir ráðherra sagði á Alþingi í gær að henni þætti miður að enn einu sinni væri rætt um lög- regluna í Reykjavík með neikvæðum formerkjum. Hún vísaði því algjörlega á bug að ófremdarástand rikti í lög- gæslu í borginni. Þeir sem því héldu fram væru aðeins að kynda undir óör- yggi hjá borgurunum. Hins vegar væri ástandið í miðbænum ekki nógu gott en það væri ekki ríkinu að kenna. Frá stjómartíð R-listans hefði orðið 60% fjölgun vinleyfa i borginni auk lengri afgreiðslutíma og sú þróun kallaði á aukin vandamál. „Þjóðarskútan væri löngu komin á hliðina ef tiilögur Jó- hönnu og samþingmanna hennar í Samfylkingunni hefðu náð fram að ganga,“ sagði Sólveig um málflutning Jóhönnu Sigurðardóttur (S). Jóhanna var málshefjandi í fyrir- spumatima og sagði að 35 lögreglu- menn vantaði til starfa í Reykjavík og hundrað milljóna til málaflokksins. Hún sagði að ráðherra ætti að skamm- ast sín fyrir stöðu mála. Stjómarandstöðuþingmenn gáfú al- mennt lítið fyrir aö Sólveig teldi borg- ina öragga. Kolbrún Halldórsdóttir (U) sagði að Sólveig færi allra sinna ferða varin í ráð- herrabílnum en sumir þingmenn yrðu að ganga í gegnum miðbæinn og kenndu á tíðum ótta. Hjálmar Áma- son (B) varaði við að þingmenn töl- uðu ógætilega um öryggi borgaranna. Hann sagði málið ekki flokkspólitískt heldur þverpólitískt og ræða yrði al- vöra þess af vandvirkni. Hjálmar setti hins vegar spumingarmerki við hvort peningar væra nægir til lögreglu og hvort þeim væri rétt beint. Guðrún Ögmundsdóttir (S) sagði allt að því kómískt að sjá hve sjálfstæðis- menn væra slegn- ir mikilli blindu í því að reyna að koma höggi á Reykjavíkurlist- ann. Það væri ekki Reykjavíkurborg- ar að koma með viðbótarfé til að styrkja löggæslu í borginni þótt hún fjölgaði vínveitinga- leyfum. Ögmundur Jónasson (U) sagði merg málsins að lögreglan væri of fámenn og of fátæk. Niðurskurður yfirvinnu hjá lögreglunni væri hluti vandans og það væri jákvætt að taka málið upp á Alþingi en ekki neikvætt. Fölsk örygg- ingarmerki viö hvort það sé í lagi. Undir vissum kringumstæðum er það ekki í lagi, aö þeirra mati.“ Óskar sagði enn fremur alrangt hjá Birni Jósef Amviðarsyni, for- manni samninganefndar sýslu- manna, ef hann héldi því fram að gerð stofnanasamningsins væri í hnút vegna heimilda um að semja um heildarlaunagreiðslur til lög- reglumanna. Hins vegar strönduðu iskennd væri hættuleg. Einar Oddur Kristjánsson (D) benti á að íslendingar legðu meira til örygg- ismála en flestar aðrar þjóðir. Fjárlög- um yrði ekki breytt. Það væri ekki leiðin að krefja ríkið sífellt um meiri framlög. Guðmundm- Ámi Stefánsson (S) sagði að Sólveig Pétursdóttir væri sannleikanum sárrreiðust og dapur- legt væri að fylgjast með afheitun hennar. Hann minnti á að landsfundur sjálfstæðismanna og lögreglumenn sjálflr hefðu varað við ástandinu en ekki Jóhanna Sigurðardóttir ein og sér. „Það var strax á fyrstu vikum dómsmálaráðherra sem hún tók upp stríð við lögreglu," sagði Guðmundur Ámi. -BÞ viðræðurnar á því að lögreglumenn fengju ekki ákvæði um starfsheiti inn í stofnanasamninginn, svo og vegna launaröðunar þeirra i A-, B- og C-kassa. „Það eru þessi tvö mál sem ágreiningur er um og málin steyta á,“ sagði Óskar. „Þá eru engin ákvæði um að friðarskylda sé rikj- andi, önnur en sú sem lög setja á lögreglumenn.“ -JSS Ríkisábyrgð á flugi: Sátt um að framlengja Samfylkingin vill að efnahags- og viðskiptanefnd fái upplýsingar um hvernig nágrannalöndin hyggjast bregðast við gagnvart endurtrygg- ingaábyrgð flugfélaga. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær þar sem mælt var fyrir nýjum lögum um framlengingu rikisábyrgðar. Trygg- ingamar nema 50 milljörðum króna á hverja flugvél eða 200.000 kr. á hvern íbúa. Samstaða var um það innan Al- þingis að framlengja ríkisábyrgðina frá því sem áður hafði verið sam- þykkt með bráðabirgðalögum. -BÞ Óánægjuraddir lögreglunnar æ háværari: Segja allt á suðupunkti - og aukaverkefnum hlaöið á alltof fámennt liö „Hér er allt á suðupunkti vegna óánægju með að ekki skuli hafa ver- ið gengið frá stofnanasamningnum. Að auki er alltof fámennt í liðinu. Samt er hlaðið á okkur aukaverk- efnum, svo sem sendiráðsgæslu og fleiru." Þetta sagði lögreglumaður í Reykja- vik viö DV í gær og kvaðst tala fyrir munn starfsfélaga sinna. Hann vildi í ljósi stöðu sinnar ekki koma fram und- ir nafui. Eins og blaðið hefur greint frá era viðræður Landssambands lög- reglumanna og sýslumanna í hörðum hnút. Samkvæmt ákvæði í nýgerðum aðalkjarasamningi lögreglumanna við ríkið átti að ljúka gerð stofnanasamn- ingsins 1. október sl. Hann átti að taka gildi 1. nóvember nk. í honum felst m.a. 14 prósenta hækkun á launatöflu. Formaður Lögreglufélags Reykjavikur hefur að undanfómu fundað með sín- um mönnum. Þar hefur meðal annars verið rætt um stöðu viðræðna um stofnanasamninginn. „Það er rétt að það er mikið álag á lögreglumönnum og mikil óá- nægja meðal þeirra," sagði Óskar Bjartmarz, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. „Þegar verið er að tala um öryggi þá horfi ég fyrst og fremst á öryggi minna manna. Þeir setja orðið margir hverjir spurn- Viöræöur iögreglumanna og sýslumanna í hnút Öskar Bjartmarz, formaöur Lögreglufélags íslands, segir mikiö álag á lögreglumönnum og vinnuálagiö mikiö. Sjálfstæðismenn deildu innbyrðis á þingi um hnefaleika: Eina frumvarp Gunnars til þessa - heföi betur haldið sig við vegagerðina, aö mati Steingríms J. Sigfússonar Gunnar Birgisson lagði hnefa- leikafrumvarpið fram í gær í þriðja skipti ásamt stuðnings- mönnum og eru skiptar og þverpólitískar skoðanir um málið eins og fyrri daginn. Guðmundur Hallvarðsson, flokksbróðir Gunn- ars, spurði hvort Gunnar teldi að ofbeldi í miöborg Reykjavíkur myndi minnka ef frumvarpið yrði samþykkt. Gunnar sagði það ótrú- legan málflutning hjá Guðmundi ef hann teldi að menn væru að læra íþrótt til að nota hana í slagsmál- um á götum úti. Hundruð manna stunduðu þegar sjálfsvarnarlist hér á landi án þess að standa í slagsmálum á götum úti. Guðmundur hvessti sig til baka og sagðist ekki hafa gert annað en að spyija hvort flutningsmenn væru vissir um að ofbeldi myndi minnka Gunnar Sigríöur Birgisson. Jóhannesdóttir. í miðbænum þótt hnefaleikar væru leyfðir. Því sagðist Gunnar ekki geta svarað en benti á að ísland væri eina landið í heiminum sem bannaði ólympíska hnefaleika. Mis- skilningur hefði valdið því að það var bannað á sínum tima á 6. ára- tugnum. Sigríöur Jóhannesdóttir (S) sagði að ein ástæða þess að boxið hefði Guömundur Steingrimur J. Hallvarösson. Sfgfússon. verið bannað á sínum tima hefði verið sú að lærðir hnefaleikamenn hefðu setið fyrir fólki i bænum og „slegið það kalt“. Hún hvatti til þess að menntamálanefnd vandaði mjög til skoðunar á frumvarpinu. Katrín Fjeldsted (D) sagði boxiö hættulega íþrótt og lagðist gegn keppnishaldi. Steingrímur J. Sigfús- son (U) sagði með ólíkindum að málið væri enn á dagskrá eftir að hafa verið fellt fyrr. Það virtist Gunnari sáluhjálparatriði að berja höfðinu við steininn en tími Alþing- is væri dýrmætari en svo að menn mættu við því. Þingmenn hefðu margt þarfara að gera þótt þetta væri eina þingmálið sem „hinn mikli leiðtogi Gunnar Birgisson“ hefði lagt fram. Það væri ekki tfl einskis fyrir kjósendur hans að sjá alla hans þingvinnu. „Sennilega heföi hann betur haldið sig við vegagerðina,“ sagði Steingrímur. Gunnar svaraði að Steingrímur væri formaður afturhaldsflokks og því kæmi afstaða hans ekki á óvart. Ef hann ætti að fara aftur í vega- gerðina væri eðlilegt að Steingrím- ur færi aftur í sjónvarpið eða sinnti kindum heima í sveitinni. -BÞ Umsjón: Höröur Krsstjánsson netfang: hkrist@dv.is 1“ ■ ■■■ „Onnur kona Bandaríkjamenn ku vera spenntir fyrir öUu sem íslenskt er. Skemmst er að minnast siglingar víkingaskips- ins íslendings vestur um haf sem þar- lendir héldu víst. varla vatni yfir. Nú er það þátttaka íslands í Expo East 2001 sýningunni í Washington DC sem vekur athygli íjölmiðla. í hinu | þekkta blaði Wash- ington Post er sagt frá islenskri hönn- un sem er á mörkum hins snæðan- lega og klæðanlega - nefnUega fót úr fiskroði! Þar sýndi fyrrv. ungfrú Skandinavía m.a. fatnað eftir Eggert feldskera. Segir blaðið frá boði i sendiráði Islands kvöldið fyrir opnun sýningarinnar. Þar hafi „önnur kona“ klæðst „stunning jacket" unnum úr laxi (jakka, unnum af Eggerti úr leðri af sútuðu laxaroði). Ekki er þó minnst frekar á hver þessi „önnur kona“ er. Pottverjum þykir þó líklegt að sú kona sé ekkert hress með um- ijöUun blaðsins því þar var engin önnur á ferð en sjálf Bryndís okkar Schram sendflierrafrú...! Þvert á Davíð Niðurstaða liggur nú fyrir í könn- un sem gerð var á meðal félaga í Framsóknarfélagi Reykjavíkur um framtíðarstefnu varðandi fiskveiði- málin. Niðurstaðan er mjög skýr. AUs vUdu 87,9% fara svonefhda fyrning- arleið. Niðurstöö- urnar era mjóg í anda þess sem Kristinn H. Gunn- arsson hefur barist fyrir. í ljósi þess að búist er við að HaUdór Ásgrímsson taki sér sæti á lista í höfuðborginni í framtíðinni þykir einsýnt að hann verði nú að spUa í takt við þessa niðurstööu. Þar yrði HaUdór hins vegar í algjörri and- stöðu við Davíð Oddsson og nýsam- þykkta ályktun um þetta efni á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins ... Lausn fyrir rjúpnaskyttur AUir landsmenn vita upp á hár hvenær rjúpnaveiðitíminn hefst á haustin. Venjulega era ekki liðnir margir klukkutímar af veiðitimabU- inu þegar fyrsta frétt- in kemur í útvarpi um að leit standi yfir að rjúpna- skyttum. Virðist sem rjúpnaskyttur kunni hvorki að útbúa sig eftir aö- stæðum né rata eftir korti eða átta- vita. Sumir pottverjar hafa reyndar efasemdir um að rjúpnaskyttur hafl hugmynd um hvemig rjúpur líti út. Því hefur kviknað sú hugmynd að hóa rjúpnaskyttum landsins saman. Síðan verði farið með þær á afvikinn stað þar sem búið er að koma fyrir hænsnum í girðingu. Þar geti rjúpnaskyttur síðan athafnað sig án þess að týnast. Breyti engu þótt þær hafi hænur en ekki rjúpur til að freta á. Þær þekki hvort sem er ekki muninn og báðar eru þetta jú teg- undir af hænsfuglaætt... Hið besta mál Akureyringar hafa farið í herferð til að reyna að fjölga íbúum í bænum. Fallegar sjónvarps- og blaðaauglýsing- ar eiga að laða fólk til bæjarins. Ein- hverjar efasemda- raddir munu þó finnast um að hægt væri að brúka þá auglýsingafjármuni á betri veg. Sagt er að Kristján Þór Júlíusson sé hvergi banginn við gagn- rýni pólitískra andstæðinga. Ef átakið klikki þá sé næsta víst að sjö sveitar- félög sameinist á næstunni í Þingeyj- arsýslum. Með því að sameina þann pakka síðan við Akureyri megi fjölga íbúunum á einu bretti um 3.800 manns. Allt þetta megi síðan þakka hinni bráðsnjöllu auglýsingaherferð...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.