Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Síða 7
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001
DV
7
Fréttir
Olgandi leirhverir dv-myndir gva
Fram undan Hverahlíö viö suöausturhorn vatnsins er mjög virkt svæöi meö mörgum misstórum leirhverum. Þarna var áöur fjögurra metra dýpi.
• ^ Kleifarvatn streymir enn niður um sprungur:
Oflug hverasvæði
komin á þurrt
- yfirborðið hefur lækkað um fjóra metra á rúmu ári
Kristjana G. Eyþórsdóttir, jarðfræð-
ingur hjá Vatnamælingum Orkustofn-
unar, segir að rennsli úr Kleifarvatni
haldi enn áfram. Eins og DV greindi
frá i gær er vatnsborð Kleifarvatns nú
lægra en mælst hefur allt frá aldamót-
Þarna hverfur vatniö niöur
Tvær sprungur viröast hafa opnast í
jaröskjálftunum í fyrra.
um 1900, eða i rúm 100 ár. Þetta þriðja
stærsta stöðuvatn á Suðurlandi
minnkar því ört.
í byrjun ágúst síðastliðins bárust
Vatnamælingum Orkustofnunar upp-
lýsingar frá glöggum vegfaranda um
sprungur við norðurenda Kleifarvatns
þar sem vatn fossaði niður. Sprung-
Kleifarvatns hefur minnkaö.
urnar eru á svæði sem undanfarna
áratugi hefur verið undir vatnsborð-
inu. Blaðamaður og ljósmyndari DV
skoðuðu sprungurnar í gær. Þá fossaði
vatn niður um tvær sprungur sem
greinilega höfðu opnast í jarðskjálfta.
Samkvæmt mælingum Orkustofn-
unar hefur leki aukist mjög um
sprungur i kjölfar jarðhræringanna i
júní 2000. Kristjana G. Eyþórsdóttir
jarðfræðingur sagði í samtali við DV
að ekkert lát væri á lekanum úr vatn-
inu. Því væri erfitt að segja hvenær
þetta rennsli stöðvaöist.
Þá hafa miklir hverir komið í ljós
við suðurenda vatnsins. Þeir eru nú á
þurru. Blaðamenn DV skoðuðu
verksumerki á þriðjudag og einnig í
gær og var virkni mjög mikil í
hverunum. Hverasvæðin eru i raun
tvö, með nokkur hundruð metra milli-
bBi. Annað við Lambatanga, en hitt
fram undan Hverahlíð skammt vestan
Geithöfða við suðausturhorn vatnsins.
Það síðamefnda er þó sýnu öflugra.
Þar em margir kraumandi leirhverir
og einn áberandi stærstur, líklega um
20 metrar i þvermál. Hverirnir virðast
vera á spmngum sem liggja frá suðri
tO norðurs.
Síðan í júní
2000 hefur vatns-
borð Kleifarvatns
farið stöðugt
lækkandi. Það
hefur lækkað um
fjóra metra á
rúmu ári og var
við síðustu mæl-
ingar 4. október
136,4 metrar yfir
sjó. Em nú grynn-
ingar á stómm
svæðum við norð-
ur- og suðurenda
vatnsins komnar
140,5
139,5
137,5
137
,____ tkn
Œca 2000
Lækkun vatnsyfirborðs
Kleifarvatns
á þurrt. Ekkert rennsli er frá vatninu
á yfirborði en leki um botn vatnsins
hefur undanfarna áratugi valdið tæp-
lega 1 cm lækkun á vatnshæðinni á
dag. Er þá miðað við enga úrkomu og
fasta uppgufun. Þessi leki tvöfaldaðist
fyrsta hálfa árið eftir Suðurlands-
skjálftana í júní 2000. Lekinn hefur
minnkað aftur en er þó um 50% meiri
en var fyrir jarðskjálftana og vatns-
borðið lækkar enn. Á 51. degi, eöa frá
14. ágúst til 4. október, hefur yfirborð-
ið lækkað um tæpa 30 sentilmetra. Það
er nokkru minni yfirborðslækkun en
afrennsliö um sprungur gefur til
kynna en skýrist af mikilli úrkomu og
rennsli í vatnið nú síðsumars.
Kleifarvatn var, áður en það tók að
minnka, um 10 ferkflómetrar að stærð.
Þá hefur það verið talið eitt dýpsta
stöðuvatn landsins, með allt að 97
metra dýpi. Mesta dýpið í dag er þó
trúlega orðið innan við 93 metrar.
-HKr.
Tvo hverasvæöi viö Kieifarvatn eru nú á þurru
Skóiakrakkar ganga þarna á fyrrum botni Kleifarvatns og viröa fyrir sér hverasvæöin. Nær er svæöiö viö Lambatanga,
en fjær sést enn öflugra hverasvæöi fram undan Hverahlíö.
Hvammstangi:
Lögbanni afstýrt
Þessa dagana eru að hefjast að nýju
framkvæmdir við byggingu íþrótta-
húss á Hvammstanga, en náðst hefur
samkomulag við arkitekta sundlaug-
arinnar, þá Ormarr Þór Guðmunds-
son og Örnólf Hall sem hótuðu lög-
banni á íþróttahússbygginguna. Arki-
tektarnir töldu að húsið sem verktak-
arnir Tveir smiðir völdu, hentaði ekki
útliti sundlaugarinnar sem iþrótthús-
ið byggist við.
Niðurstaðan var sú að Tveir smiðir
breyttu um hús og verður byggt hús
með rislaga þaki eins og sundlaugin, í
stað þess bogalaga húss sem uppruna-
legur verksamningur gerði ráð fyrir.
Gengið hefur verið frá samkomulagi.
Guðmundur Haukur Sigurðsson,
oddviti Húnaþings vestra, kvaðst
ánægður með lausn málsins. Húsið
verður ekki afhent fyrr en i vor og
mun því ekki nýtast við grunnskóla-
kennslu 1 vetur eins og gert var ráð
fyrir, þegar byggingin var boðin út á
siðasta ári. -ÞÁ
Umboðsmaður barna:
Skriflegum
erindum fjölgar
Skriflegum er-
indum sem Þór-
hildi Líndal, um-
boðsmanni barna,
berast hefur fiölgað
mjög mikið á síð-
ustu árum. í árs-
skýrslu embættis-
ins kemur fram að
nýskráð erindi árið
2000 voru 120 en
árið áður voru þau 86 og árið þar áður
41. Þrátt fyrir þessa aukningu er
starfsmannafiöldi enn óbreyttur og
vinnuálag því oft mikið.
Jafnvægi virðist hins vegar vera á
þeim fiölda símaerinda sem berast á
ári hverju. Árið 2000 voru skráð síma-
erindi alls 977 en voru 978 árið 1999.
Flest símaerindin sem upp komu á
síðasta ári snertu vandamál sem upp
koma innan fiölskyldna, til að mynda
í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita.
Algengast er að erindi varði bamið og
fiölskylduna, menntun og skólamál og
Sérstaklega er kvartað yfir flóknu
kerfi og seinagangi við meðferð ein-
stakra barna. Nærri helmingi fleiri
símaerindi berast frá konum en körl-
um og nokkuð er um að erindi komi
frá börnunum sjálfum. Til dæmis
kvartaði lítið barn yfir svikum móður
við sig og annað barn vildi kæra
kennarann sinn fyrir ofbeldi, svo eitt-
hvað sé nefnt. -MA
Blesgæsir kveðja Hvanneyri:
2500 gæsir og
20 vísindamenn
Sá tími sem blesgæsir dvelja á
hverju hausti á Hvanneyri á leið sinni
austur yfir haf til vetrardvalar er
senn á enda. Ný árangursrík aðferð
var að þessu sinni notuð til að verja
sérstakar túnspildur fyrir ágangi gæs-
arinnar. Að þessu sinni fylgdust er-
lendir vísindamenn með gæsinni á
meðan hún dvaldi á Hvanneyri. Þeir
hafa komið nokkrum sinnum áður í
sömu erindagjörðum, en þá að vori og
er þetta í fyrsta sinn sem þeir koma
að haustinu. Þegar mest var dvöldu á
Hvanneyri um 2.500 gæsir og um 20
vísindamenn.
Gæsin hefur sömu skoðun og kým-
ar á gæðum túngrasa, og bestu
túnspildur og nýræktir hafa stundum
orðið illa úti, en flest varnarráð hafa
gegnum tíðina reynst hafdlítil. í haust
var prófað að „girða“ yfir nokkur til-
raunalönd með því að strengja bagga-
bönd þvert yfir þau, raunar líka langs
svo út komu 12-15 m möskvar.
DVÓ/GJ
Þórhildur
Lindal.