Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Qupperneq 9
9 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 DV Neytendur Guðmundur Ólafsson lektor með erindi á ráðstefnu matvæla- og næringarfræðinga í dag: Mikil hækkun á matvöru Guðmundur Ólafsson lektor mun í erindi sinu á Matvæladegi matvæla- og næringarráðgjafafélags íslands (MNÍ) í dag, kynna niður- stöður könnunar sem byggð er á rannsóknum á verðþróun á mat- vörumarkaði. Niðurstööurnar eru forvitnilegar. Þar segir m.a. „Undir lok áratugarins 1990-2000 fer að bera á sérstökum hækkunum sem engar samsvaranir eiga í þróun er- lendis. Vörur sem hækka eru: mat- og drykkjarvörur, svo sem græn- meti og ávextir, brauð og kornmeti, olíur og feitmeti, sykur, súkkulaði og sælgæti, gosdrykkir og safar og ýmsar aðrar matvörur. Hækkanir á þessum vörum virðast eingöngu eiga rætur að rekja til markaðsað- stæðna innanlands. Þessar mikil- vægu vörur taka undir sig stökk og hækka mikið upp úr 1998 og sér- staklega eftir vorið 1999.“ Guð- mundur segir sínar rannsóknir lýsa því sem gerðist en ekki sé farið út í ástæðumar fyrir hækkununum. „Ég tel þó líklegt að tveir þættir hafi stuðlað að þessum hækkunum," seg- - segir að fákeppni og verðbólguvæntingum mega kenna þar um Jóhannes Gunnarsson. Guömundur Sigurösson. Guömundur Olafsson, lektor viö viöskipta- og hagfræöideiid HÍ ir hann. „Þeir eru fákeppni á mat- vörumarkaði eins og Samkeppnis- stofnun hefur rökstutt, svo og verð- bólguvæntingar. Það er tvennt sem ýtti undir verðbólguvæntingarnar, annars vegar hækkun á húsnæðis- verði og olíu og hins vegar fullyrð- ingar ákveðinna stjórnmálamanna um að verðbólgan væri að fara af stað. Því gerðu menn því skóna að verðbólga væri að aukast og hækk- uðu vöruverö til þess að íirra sig verðbólgutapi." Hækkar hér, lækkar annars staðar Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, tekur undir niðurstöður Guðmundar Ólafsson- ar. „Á þeim tíma sem Guðmundur talar um að verð hafi farið upp sendu Neytendasamtökin Valgerði Sverrisdóttur erindi og báðu um rannsókn á þessum hækkunum. Áhrif þeirra höfðu komið fram, bæði í pyngju almennings, svo og í framfærsluvísitölunni. I ljós kom að mjög óeðlilegir hlutir voru að ger- ast. Verð á matvöru var að hækka hér á meðan það lækkaði í flestum nágrannalöndum okkar. Viðskipta- ráðherra fól Samkeppnisstofnun að skoða málið og ég bíð enn eftir end- anlegum niðurstöðum. En það sem Guðmundur Ólafsson bendir á í sín- um skrifum er hárrétt og kemur því miður ekki á óvart. Ef hann heldur því fram að fákeppni á markaði sé m.a. um að kenna tek ég undir það. Því á sama tíma verður veruleg fá- keppni innan smásölumarkaðar og samrunar hefjast t.a.m. hjá fram- leiðendum. Þannig að það dregur úr samkeppninni á meðan hún er nægileg meðal nágrannaþjóðanna. Því lækkar verð þar en hækkar • hér. Sam- keppnin á íslandi er komin á það stig að erfitt er að halda henni þar út frá hagsmunum neytenda. Nú hlýtur eitthvað að verða að brotna. Við hljótum að vænta þess að Sam- keppnisstofnun, sem er hlutlaus aðili, leiði hið sanna í ljós og þá hvort við verðum að sætta okkur við það lögmál að verðlag er hærra hér. Ég á erfitt með að sætta mig við það.“ Álagning hækkaði Guðmundur Sig- urðsson, forstöðumað- ur samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, segir að Samkeppnis- stofnun hafi sent frá sér skýrslu um mat- vörumarkaðinn í vor. „Sú athugun var gerð að undirlagi ríkis- stjórnarinnar og var tímabilið 1996-2000 skoðað. Ein af niður- stöðum hennar var að álagning í smásölu- verslun hafi hækkað á milli upphafs ársins 1996 og loka ársins 2000. Þegar Baugur keypti Vöruveltuna (10-11 búðimar) voru þau kaup rannsökuð af Samkeppnisstofnun og var niðurstaðan birt í júlí 1999. Það samrunaákvæði samkeppnislaga sem þá var í gildi gerði það að verk- um að samkeppnisráð taldi ekki unnt að beita þvi til að hlutast til um samrunann. Á þessum tíma var nýlega genginn dómur í Hæstarétti um samþjöppun í innanlandsflugi sem Samkeppnisstofnun tapaði og var það mat okkar að miðað við þann dóm væru ekki forsendur til að grípa inn í samrunann á mat- vörumarkaði. Ný samkeppnislög tóku gildi í desember á síðasta ári og ef við hefðum verið að vinna eft- ir þeim á þessum tíma hefðum við e.t.v. getað gripið til einhverra að- gerða. En ekki er hægt að gera at- hugasemdir við samruna sem varð fyrir þann tima.“ Ámi Pétur Jónsson, fram- kvæmdastjóri matvörusviðs Baugs, vildi ekki tjá sig um þessi ummæli Guðmundar fyrr en hann hefði tækifæri til að kynna sér forsendur og niðurstöður útreikninga nánar. Ekki tókst að ná í forsvarsmenn Kaupáss til að fá viðbrögð þeirra. -ÓSB BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Augjýsing, um tillögur til breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur og Kjalarness, breytinga á deiliskipulagsáætlunum og tillögur að deiliáætlunum í Reykjavík. í samræmi við 21. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar eftirfarandi tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, Aðalskipulagi Kjalarness 1990-2010, tillögur að deiliskipulagáætlunum og breytingum á deilskipulagsáætlum í Reykjavík. Miklabraut milli Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar, breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi. Tillögurnar gera ráð fyrir að heimilt verði að byggja göngubrú yfir Miklubraut, austan Kringlunnar og íþróttasvæðis Fram. Deiliskipulagstillagan gerir jafnframt ráð fyrir nokkrum breytingum á legu göngustíga vegna brúarinnar. Hólmsheiði/Nesjavallavegur, deiliskipulag lóðar fyrir móttöku- og gæslu- varðhaldsfangelsi. Um er að ræða u.þ.b. 35.000 fm lóð á Hólmsheiði norðan Nesjavallavegar, skammt suðvestan við spennuvirkið að Geithálsi.Tillagan gerir ráð fyrir að á lóðinni verði heimilt að reisa móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi á allt að tveimur hæðum ásamt tengdum byggingum og mannvirkjum. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður allt að 0,2. Efstaland 26 (Grímsbær), svæði gæsluvallar sunnan Grímsbæjar og bílastæðalóðir að Efstalandi 2-24 og Gautlandi 1 -21, deiliskipulag. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt verði að byggja eina hæð ofan á verslunarmiðstöðina Grímsbæ að Efstalandi 26, í stað gæsluvallar sunnan Grímsbæjar verði afmörkuð um 2000 fm lóð og heimilt verði að byggja á henni tveggja deilda, um 350 fm, leikskóla. Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir breytingum á bílastæðalóðum Efstalands 2-24 og Gautlands 1-21. Skálafell, skíðasvæði, deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi Kjalarness. Um er að ræða deiliskipulagsáætlun fyrir skíðasvæðið í Skálafelli, þar sem gerð er grein fyrir framtíðarskipulagi svæðisins, afmörkun lóða, byggingaráformum og mannvirkjum tengdum skíðaiðkun. Jafnframt er auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kjalarness 1990-2010 sem gerir ráð fyrir stækkun skíðasvæðisins. Deiliskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt verði að byggja um 2000 fm þjónustumiðstöð, þjónustuhús að grunnfleti 80 fm og 10 smáhýsi að grunnfleti um 30 fm. Tillögurnar verða til sýnis í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 19. október til 16. nóvember 2001. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 7. desember 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 19. október 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.