Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 Skoðun I>V Spurning dagsins Óttast þú að miltisbrandur berist til íslands? Spurt á Akureyri Trausti Haraldsson bensínafgreiðslumaöur: Nei, ég tel aö viö íslendingar séum þaö lítil þjóö og afskekkt aö ótti sé ástæöulaus. Þórunn Gunnarsdóttir bankagjaldkeri: Ég óttast gluggabréfin á öörum for- sendum en miltisbrandsins. Kristinn Tómasson bílaleigustarfsmaöur: Þaö geri ég ekki og finnst þetta vera lítiö í umræöunni meöal fólks. Hjörleifur Gíslason bílasali: Miltisbrandinn óttast ég ekki en allir þurfa aö hafa varann á - nú þegar nýjar hættur steöja aö í heiminum. Bjarni Magnússon hreppstjóri: Á feröalögum um heiminn er sjálf- sagt aö vera á varöbergi, samanber þingmennina íslensku sem fóru til Bandaríkjanna. Sjálfur bý ég í Gríms- ey og þar held ég aö viö séum óhult. Guöni Hermannsson verslunarmaöur: Viö vorum aö tala um þetta í vinn- unni í morgun og töldum þar aö milt- isbrandsins vegna væru aörir í verri málum en viö. Dæmigerðir Gaflarar Þessi fallega fjölskylda er hin dæmigeröa Gaflarafjölskylda. Hér eru þaö þau hjónin Bergsveinn Bergsveinsson, markmaöurinn landsfrægi og starfsmaöur Hafnarfjaröarbæjar, og kona hans, Gígja Eiðsdóttir, ásamt börnunum Björgu litlu og Katrínu Erlu. Netfrjósemi Hafnfirðinga! Jöhann Guöni Reynisson s krifar: Nú um nokkurt skeið hefur verið í „loftinu" nýr vefur Hafnarfjarðar- bæjar á www.hafnarflordur.is en bæjarfélagið hefur um nokkurra ára skeið haldið úti þjónustu og upplýsingaveitu með þessari ágætu tækni. Nýi vefurinn hefur mælst prýði- lega fyrir en á honum er fyrst og fremst leitast við að veita upplýs- ingamar hratt og vel, auk þess sem þar er ýmis þjónusta, m.a. rafrænar umsóknir í samstarfi við Form.is. Nýjustu fundargerðirnar eru til dæmis sýnilegar um leið og þær eru settar inn og heimasíðan er lika Svo mikil er frjósemin að með samlegðaráhrifum sín- um á einni heimasíðu ná starfsmenn Hafnarfjarðar- bœjar að geta af sér að jafnaði eina til tvœr nýjar fréttir sem fœðast síðan í beinni útsendingu á heima- síðunni á degi hverjum. kjörinn vettvangur fyrir auglýsing- ar frá bæjarstofnunum. Nú, svo eru fréttimar alltaf mið- punkturinn og kann mörgum að koma á óvart hversu margar fréttir verða til hjá einu sveitarfélagi - enda er starfsemi Hafnaflarðarbæj- ar blómleg með afbrigðum og starfs- fólk í flölmörgum stofnunum og deildum hugmyndafrjótt í meira lagi. Svo mikil er frjósemin að með samlegðaráhrifum sínum á einni heimasíðu ná starfsmenn Hafnar- flarðarbæjar að geta af sér að jafn- aði eina til tvær nýjar fréttir sem fæðast síðan í beinni útsendingu á heimasíðunni á degi hverjum. Og oft fylgja myndir af brosandi Hafn- firðingum með í kaupunum. Sjáðu brosandi fólk á www.hafnarflord- ur.is. Heimasíða Hafnarflarðarbæj- ar: Séð en ekki heyrt. Samstaða um Sunnuhlíð Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson skrifar: Kópavogsbúar hafa sýnt þaö í gegnum tíðina að þeir standa saman þegar samstöðu er þörf. Það gerðu þeir með eftirminnilegum hætti þegar þeir reistu Kópavogskirkju fyrir flörutíu árum. Bygging kirkj- unnar var mikið afrek á sínum tima fyrir flárvana söfnuð en með sam- stilltu átaki reistu bæjarbúar sér fagran helgidóm, Annað dæmi um samstöðu og samtakamátt Kópavogsbúa var bygging Sunnuhlíðar. Þar stóðu bæjarbúar svo að verki að eftirtekt vakti um allt land. Með samhug bæjarbúa og fyrir forystu mikilhæfra manna og kvenna reis hjúkrunarheimili í bænum okkar. Hjúkrunarheimili sem fékk hið bjarta og fallega nafn Sunnuhlíð. Þökk sé öllum þeim sem „Um leið og fólkinu fjölgar vex þörfin fyrir þá þjón- ustu sem Sunnuhlíð veitir og vill veita. Því var ráðist í það brýna verkefni að byggja nýja álmu til að auka hjúkrunarrými og bœta aðstöðu. “ þar að unnu og þeim sem þar fóru fyrir. Bærinn okkar stækkar og íbúum hans hefur flölgað mjög hin síðari ár. Um leið og fólkinu flölgar vex þörfin fyrir þá þjónustu sem Sunnu- hlíð veitir og vill veita. Því var ráö- ist í það brýna verkefni að byggja nýja álmu til að auka hjúkrunar- rými og bæta aðstöðu. Vinnu við hina nýju álmu hefur miðað vel áfram og það styttist í að hún verði tilbúin. Sunnuhlíðarsamtökin hafa ávallt lagt áherslu á að byggja af myndar- skap en um leið að gæta ýtrustu hagkvæmni og nýta flármuni vel. Það er dýrt að byggja, það vitum við, jafnvel þó byggt sé af fyrir- hyggju og ráðdeild. Viö Kópavogs- búar þurfum því aö taka höndum saman og láta fé af hendi rakna svo að takast megi að ljúka nýju álm- unni í Sunnuhlíð. I raun er það fagnaðarefni og þakkarvert fyrir okkur öll sem af- lögufær erum að eiga þess kost að leggja Sunnuhlíðarsamtökunum lið. Með því stuðlum við aö því að fleiri aldraðir og sjúkir úr okkar hópi fái að dvelja við góðar aðstæður í Sunnuhlíð og njóta kærleiksríkrar umönnunar þar. mmmmm • - Ræktunarmaðurinn Garra hlýnaöi um hjartarætur þegar hann hlustaöi á fréttir frá Alþingi og sá að Páll Péturs- son hélt þar uppi merki hins íslenska bónda og ræktunarmanns. Páll er nefnilega ekki einvörð- ungu ráðherra, heldur er hann líka bóndi. Að vísu stýrir hann búinu á Höllustöðum ekki leng- ur sjálfur en hann er engu að síður bóndi í eöli og hugsun. Sem slíkur hefur hann næmt auga fyrir skepnum, bæði mannskepnum og öðrum skepnum, og ekki er að efa aö hann hefur náð að rækta upp góða stofna búflár og gildir það bæöi um ær og hesta. Þar fetar Páll í fótspor flöl- margra íslenskra bænda sem sérhæft hafa sig í því aö rækta upp afurðamikiö sauðfé og velgang- andi hross. Garra býður raunar svo í grun að á síðustu árum hafi þessum eiginleikum bænda- stéttarinnar farið nokkuð aftur og menn sett óþarflega mikið á, sérstaklega af hrossum, þannig að í bithögum ráfi nú um heilu stóðin af vita gagnslausum og illa ræktuðum hrossum. Sérfræðingur í kynbótum En ekki hjá Páli. Garri telur sig vita að Páll eigi engar bikkjur, einungis úrvalshross. Og ekki er annað vitað en sauðflárkynið á Höllustöðum hafi verið til mikillar fyrirmyndar. Það er því óhætt að líta til félagsmálaráðherra sem sérfræð- ings þegar kemur að ræktun og kynbótum bú- flár. En þessi sérfræðiþekking ráðherrans er hins vegar síður en svo bundin við skepnumar þvi Páll getur auðvitað af yfirsýn sinni yfirfært hana á mannfólkið. Enda hefur hann óspart not- fært sér hana í því skyni. Þannig má ljóst vera að Páll metur húnvetnskt kyn meira en önnur mannakyn. Guðlaugsstaðakynið er þó að sjálf- sögðu í alveg sérstöku uppáhaldi, ef frá er talinn frjálshyggjuprófessorinn, en Hannes Hólmsteinn hlýtur þó að skoðast sem undantekning sem sanni regluna um gæði Guðlaugsstaðastofnsins. Kvennablómi Það var einmitt ræktunarmaöurinn og bónd- inn Páll, frekar en ráðherrann Páll, sem kom í pontu í fyrradag og svaraði fyrirspumum þing- kvenna af mölinni um hagi erlendra kvenna á ís- lenskum heimilum. Páll kvaðst ekki þekkja til mikilla vandamála á þessu sviði og hafði til sannindamerkis um það að margar erlendar kon- ur hefðu ílengst hér og oröið mjög til kynbóta. Og hafi einhver velkst í vafa um að þessar kon- ur kynnu vel við sig hér þá upplýsti ræktunar- maðurinn þetta: „Það þarf ekki annað en koma á hestamannamót til að sjá hverslags kvennablómi hefur sótt okkur heim á undanlbrnum árum.“ Garri í það minnsta þarf ekki frekari vitnanna við. Þessi úrskurður ræktunarmannsins hlýtur af öllum sanngjörnum mönnum að teljast loka- dómur um þetta málefni. Það er ekki oft sem spumingar í þinginu fá jafn afdráttarlaus, óyggj- andi og skýr svör og felast í þessum kynbóta- dómi ráðherra. Og menn geta því í raun þakkað fyrir að Páll Pétursson skoðar greinilega fleira en kynbótahryssurnar þegar hann fer á hesta- mannamót! Garri Lögreglan á götunni - sjaldgæf sjón í dag. Ónýt lögregla Reykvíkingur hringdi: Þegar Georg Lárusson hvarf úr starfi lögreglustjóra í Reykjavík hurfu lögreglumenn af götunum. Á götum Reykjavíkur geta bófar og óeirðamenn athafnað sig að vild, lög- reglan er ósýnileg með öliu. Hvar er allur þessi mannskapur? Áðan var ég að lesa í DV, fimmtudaginn 18. októ- ber, að menn væru greinilega hættir að treysta lögreglunni, hringdu frek- ar í sendibílastöðvarnar þegar bOum þeirra hefur verið stolið. Og það virk- ar fljótt og vel: bíllinn finnst brátt. Þetta segir í raun stóra sögu. Ég skora á lögregluna og dómsmálaráð- herra að ganga nú til verka við lög- gæslu, tæma setustofur löggunnar og senda menn út á mörkina. Ekki mun af veita. Atvinnuleysi aö bresta á Sigurður M, hringdi: Mér finnst eins og flölmiðlar þori ekki almennilega að taka á þeim stóru vandamálum sem greinilega blasa við okkur. Þar á ég aðallega við atvinnuleysi sem þegar er farið að bóla á. Það er sama við hvern maður talar, allir þekkja dæmi þess að hóp- um fólks hefur verið sagt upp, og það í hinum ýmsu atvinnugreinum. Blöð- in eiga að segja sannleikann um erf- iðleika sem virðast bíða okkar í vet- ur. Ef til vill er þá hægt að bregðast við vandanum áður en hann skellur á okkur. Hvaö með Línu- Net, Alfreð? Alexander hringdi: Alfreð Þorsteins- son borgarfulltrúi hafnar því í DV mið- vikudaginn 17. októ- ber að Orkuveitan verði einkavina- vædd eins og segir I fyrirsögn. Mér líst vel á það sem Alfreð boðar í blaðinu, að Orkuveita Reykja- víkur eigi að veita grunnþjónustu á sem lægstu verði. Þannig muni þetta verða áfram og ekki verði um einkavinavæðingu né heldur einkavæðingu að ræða. En það er með Alfreð eins og marga aðra að hann minnist ekki á óþægilegu málin og þar á ég við Línu-Net. Borg- arbúar þurfa að fá skýringar á því mikla og óþarfa bruðli sem þar hefur átt sér stað með tilheyrandi kostnaði sem lendir á Orkuveitunni. Hvergi hvíld í Smáralind Aðkomumaður í Kópavogi sagði meðal annars: „Mér leist bara vel á mig í Smára- lind, þetta er eins og að koma til út- landa. Það eina sem bjátaði á var að geta ekki sest niður og hvílt lúin bein. Hvergi var að sjá bekki eða stóla á þessu stóra svæði. í búðunum er óvíða boðið upp á sæti, nema þá í skóbúð sem ég kom inn í. En þá þarf maður að kaupa skó, ef nota á hæg- indið. Ég þykist viss um að arkitekt- arnir hafa ekki gleymt þessu, þetta er eitt af því sem hlýtur að koma síðar. Aifreð Þorsteinsson borgarfulltrúi. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.