Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 20
24 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 DV ^ Tilvera Elton þarfnast ekki Dalai Lama Brjóst áhuga- verðari en plata Kryddpíunni Victoriu Adams og Beckham finnst það mikil synd að fólk skuli hafa meiri áhuga á brjóst- unum á henni en tónlistinni sem hún dundar við að syngja og leika. Victoria er nýbúin að senda frá sér fyrstu sólóplötuna sína og er hæstá- nægð með árangurinn þótt platan hafi nú ekki beint stormað upp vinsælda- listana, meðal annars vegna áhuga fólks á öðru í fari stúlkunnar, nefni- lega því hvort hvelfdur barmur henn- ar sé ekta eður ei. „Ég hef ekkert á móti fegrunarað- gerðum en ég hef sjálf aldrei gengist undir slíka,“ segir Victoria og þar með að ekkert sé hæft í fullyrðingum um að hún hafl látið blása í sig síli- koni. Breski skallapopparinn Elton John vandar tíbetska trúarleiðtoganum Dalai Lama ekki kveðjurnar í nýlegu tímaritsviðtali. Elton segir trúarleið- togann, sem gefi sig út fyrir að vera friðelskandi mann, ekki hafa verið sýnilegan að undanfómu þegar heim- urinn hefur verið á suðupunkti vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum og afleiðinga þeirra. „Bölvaður bjáni,“ segir Elton um Dalai Lama í viðtalinu og rekur víst upp skellihlátur. Hurley þvertekur fyrir aö vera ólétt Ofurfyrirsætan og leikkonan Liz Hurley segir ekkert hæft í þeim orðrómi, sem fer eins og eldur í sinu um byggðir Hollywood, að hún sé kona ekki einsömul. Slefberar halda því fram að Liz sé komin þrjá mánuði á leið og að faðir bamsins sé kvikmyndaframleiðand- inn og margmilljónamæringurinn Stephen Bing. Þau Liz og Stephen hafa verið saman i ár. Vinir leikkonunnar segja að hún hafi klæðst víðum fötum upp á síðkastið til að fela óléttuna. Liz segir - y aftur á móti að hún sé ekkert annað er fórnarlamb „illkvittins slúðurs". Hún hefur líka viðurkennt í viðtölum við blaðamenn aö hún sé ekki sérstak- lega móðurleg í sér. Samband Liz og Stephens hefur verið heldur stormasamt upp á síðkastið en hún segist engu að síður vera mjög hamingjusöm. Gönguleiöir Sögurík perla á Sundunum - gönguferð um Viðey með Eddu Waage sem glöggt má sjá þarna í sjávar- bakka. Við horfum til Þórsness sem skagar fram í fjör- una. Tilgátur eru um að þar hafi Ingólfur blótað sinn guð þegar hann bjó i Reykja- vík. Brátt fara leyf- ar af Milljónafé- lagsframkvæmd- unum að birtast okkur. Fyrst er það lýsisbræðslan. Edda kann söguna. Það var semsagt um 1907 sem P.J. Thorsteinsson og co hófu fiskverkun og bræðslu á Aust- ureyjunni undir merki Milljónafé- lagsins og á Sund- bakkanum, austast á Viðey reis 100 manna þorp. Merki um það sjást enn víða. Meðal þeirra er hafnar- bakkinn, búinn til úr höggnu grjóti, mikið mannvirki á sinni tið. Þarna var eina hafskipa- bryggjan í Reykja- vík á þessum tima og erlendu kaup- skipin lögðu þar að. Talsvert uppi á bakkanum stóð Glaumbær, skemmtistaður og verbúð. Fjör þar. En skólahúsið er eina byggingin sem enn er uppi- standandi og vel við haldið. Þar komum við við á heimleiöinni og skoðum sýninguna Klaustur á íslandi. Meðan rölt er h'eim götuna rifjar Edda upp þrjú tímabil í sögu Við- eyjar sem teljast máttu mikil blóma- skeið. Það fyrsta var klausturtíma- bilið þegar munkamir héldu uppi mennt og iðni. Annað er tímabil Skúla fógeta í eynni og öll sú fræðsla og menning sem fylgdi með honum. Þriðja er tímabil Miiljóna- félagsins, sem einnig tengist iðn- byltingu landsins. Sem dæmi nefnir Edda að enn sést móta fyrir lestar- teinum milli bræðslunnar og bryggjunnar. En við röltum með fram útihúsum og búpeningi Ragnars ráðsmanns og erum komnar heim á hlað á Viðeyjarstofu. Áður en við kveðjum eyna komum við aðeins við í grafreitnum að heiðra Gunnar Gunnarsson skáld og aðra sem þar hvíla i friði. Gun. Reykvíkingar eiga sannkallaða perlu úti á sundunum þar sem Við- ey er. Enda þótt reglubundnar áætl- unarferðir hafi lagst niður út í eyj- una þegar þessi tími er kominn þá er minnsta mál fyrir gönguhópa, saumaklúbba eða annan félagsskap að taka sig saman, panta ferjuna með dags fyrirvara og vinda sér úr erli stórborgarinnar á örfáum mín- útum. Ekki spillir að eiga vísa hressingu í Viðeyjarstofu eftir góð- an göngutúr. Gönguleiðir eru um alla eyjuna en í þetta sinn fræðumst við um Austureyna og fáum Eddu Ruth Hín Waage til að segja okkur frá því sem fyrir augu ber og líka því sem landið geymir af sögum og fróðleik. Edda er nemandi í ferða- máiafræðum við Háskóla íslands og er líka leiðsögumaöur. Við byrjum á að rölta upp stíginn frá bryggjunni upp að Viðeyjar- stofu. Hún er elsta steinhús á ís- landi og var byggð af Skúla fógeta árið 1755. Kirkjan við hlið hennar er næstelsta kirkja landsins, vigð árið 1774. Þá er að skyggnast að húsabaki. Þar blasa við rústir sem taldar eru vera frá klausturtíman- um en klaustur var reist i Viðey 1225 og stóð til siðaskipta. Nú tök- um við stefnuna í austur frá húsun- um og að klettunum skammt frá. Þar ber eyjuna hæst en þó er ör- nefnið Sjónarhóli á öðrum hól, sunnanvert við húsin. Þangað hef- ur fólk eflaust frekar farið til að fá útsýni vestur á sundin. En þarna á klettunum austan við húsin, á svo- kallaðri Heljarkinn er minnisvarði um Skúla fógeta. Þaðan liggur leið- in austur eftir túninu, niður dálitla brekku sem nefnist Aftanköld, enda snýr hún móti norðaustri og er því köld á kvöldin. Þaraustan undir er tjaldstæðið sem öllum er opið end- urgjaldslaust á sumrin. Túngarður- inn hans Skúla, sem í fornöld náði karlmanni í brjóst er nú orðinn sig- inn í jörð, en þó sést vel móta fyrir honum. Við röltum fram grónum götum með stefnuna á svokallaða Kvennagönguhóla. Til að sprengja okkur ekki í klifri förum við mefram þeim vestanverðum og göngum upp sunnamegin. Edda seg- ir ýmsar sagnir tengjast Kvenna- gönguhólum og flestar trúarlegar. Þar muni hafa verið tilbeiðslustað- ur kvenna fyrr á öldum og nú er þar maríulíkneski sem sett var upp árið 2000 til að minnast 1000 ára kristni í landinu. Næst mælir Edda með fjöruferð. Sem betur fer er fjara en ekki flóð og því hægt að labba um fjöruna sjálfa. Enda þótt hún beri þess merki að stór hafnarborg sé hinum megin við sundið og sendi henni ýmsan hroða þá hafa fjörur alltaf vissan sjarma og Reykvikingar eru orðnir býsna fátækir af þannig munaði. Það kemur í ljós þarna nið- ur við sjóinn að Edda er sjófróð um jarðsöguna líka. Hún bendir á lög úr Heklugosum frá ýmsum tímum DV-MYND BRINK Leiðsögumaöurinn Edda Ruth Hlín Vaage er sjófróö um sögu Viöeyjar. pórsnes

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.