Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Blaðsíða 23
27 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 _____________________________________________________ X>v Tilvera John Le Carré sjötugur Breski rithöfund- urinn John Le Carre á stórafmæli i dag. Carre er talinn einn besti njósnasöguhöf- undur heimsins og hafa mörg snilld- arverkin á því sviði komið frá hon- um. Hann hlaut heimsfrægð þegar hann sendi frá sér Njósnarann sem kom inn úr kuldanum en hún, ásamt fleiri bókum hans, hefur komið út á íslensku. Af öðrum bók- um hans má nefna njósnarann Smiley sem Alec Guinness gerði ódauðlegan í sjónvarpsmyndum. Le Carre býr í Cornwall ásamt eigin- konu sinni, Jane. Gildir fyrir iaugardaginn 20. október Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: » Þú ert búinn að koma ■ M þér í einhver vandræði og enginn nema þú sjálfur getur losað þig út úr þeim. Happatölur þínar eru 5, 27 og 31. Fiskarnlr (19. febr.-20. mars): ■ Það ríkir glainnur og gleði í kringum þig og fleira er í boði en þú getur með góöu móti sinnt. Ferðalag er á döfinni. Happatölur þínar eru 2, 22 og 28. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): . Vinir þínir eru eitt- ' hvað að bralla sem þú mátt ekki vita af. Það skýrist í kvöld hvað um er að vera. Happatölur þínar eru 7, 15 og 23. Nautið (20. april-20. maíi: / Einhver biður þig um greiða og þér er Ijúft að verða við þeirri bón. Hugsaðu þó um það sem þú þarft sjálfur að gera. Tvíburarnir (21. mai-21. iúníi: Ástin er í aðalhlut- verki hjá þér og fer _ X I mikill tími í að sinna henni. Bjartir tlmar eru fram undan hjá þér. Þú færð óvæntar fréttir í kvöld. Krabbinn (22. iúní-22. iúiíi: Morgunninn verður I drýgsti tími dagsins til að sinna nauðsynleg- um verkefnum. Síðdeg- is verður þér litið úr verki vegna truflana sem þú verður fyrir. Uónið (23. iúlí- 22. ðeúst): Þú þarft að sinna mörgu í einu og átt í erfiðleikum með að koma öllu sem þér ftnnst þú þurfa að gera á dag- skrána hjá þér. Mevian (23. áaúst-22. sept.): Gerðu ekkert sem þú ert ekki viss um að sé rétt. Einhver er að ' r reyna að fá þig til að ' taka þátt í einhverju vafasömu. Happatölur þínar eru 5,11 og 21. Vogln (23. sept.-23. okt.l: Þér gengur best aö vinna einn þar sem aðrir virðast aðeins trufla þig. Þú nýtur aukmnar virðingar í vinnunni. Happatölur þínar eru 9, 14 og 26. Sporðdrekl (24. okt.-2l. nðv.l: Gerðu ekkert nema að vel athugðu máli. I Það er ýmislegt sem þú þarft að varast og því nauðsynlegt að fara varlega. Bogmaðurinn (22. nóv.-2l. des.): .011 viðskipti ættu að r ganga einstaklega vel og þú nýtur þess að J vasast í þeim. Liklegt er að þú flytjir búferlum á næstunni. Stelngeltln (22. des.-19. ia.nj: •j - Vertu ekki of trúgjarn, það gæti komið þér í rr koll. Það er ekki öllum að treysta þó að þeir láti sem svo sé. Gamall vinur skýtur upp kollinum. Aniston leitar að góðu hlutverki Vinalega leikkonan, Jennifer Ani- ston, gerir sér vonir um að fá heit- ustu ósk sína uppfyllta. Óskin sú er að fá að leika ofurkonuna Wonder Woman á hvíta tjaldinu. Vestur í Hollywood eru menn í óðaönn að undirbúa kvikmynd um þessa frægu teiknimyndahetju, eins konar kvenútgáfu Supermans, og Jennifer hikar ekki við að lýsa yfir áhuga sínum. Framleiðendur myndarinnar höfðu Söndru Bullock í huga fyrir hlutverkið en nú hefur hún ákveðið að þiggja það ekki. Það er því aldrei að vita nema Jennifer fái tilboð sem hún getur ekki hafnað. Dylan úthýst af eigin tónleikum Gamli tónlistarrefurinn Bob Dyl- an féll á eigin bragði á dögunum. Snillingurinn fór fram á að öryggis- gæsla á tónleikaferð hans yrði hert til muna og var orðið við þeirri ósk. Þegar kappinn ætlaði hins vegar sjálfur að fara inn i tónleikahús í Oregon fékk hann ekki inngöngu þar sem hann var ekki með nein skilríki í vasanum og gat því ekki fært sönnur á hver hann var. Ekki er ljóst hvort öryggisverðirnir, sem voru konur á fertugsaldri, hafi ekki þekkt stjömuna eða hvort reglunum var bara fylgt út í ystu æsar. Smaladrengirnir Bragi Þór Vaisson, Hugi Þóröarson, Óskar Þór Þráinsson og Daníel Brandur Sigurgeirsson. Smaladrengirnir á Kaffi Reykjavík: Eina nafn- iö sem var laust „Við ætlum að spila og syngja alls konar lög og reyna að smita einhverjum krafti út til gesta - helst fá þá alla til að syngja með okkur,“ segir Bragi Þór Valsson, einn í hópi Smaladrengja, en þeir ætla að halda útgáfutónleika á Kaffi Reykjavík í kvöld. Smala- drengirnir eru kvartett, skipaður þeim Braga Þór Valssyni, Huga Þórðarsyni, Óskari Þór Þráins- syni og Daníel Brandi Sigurgeirs- syni. Þeir eru að gefa út sinn fysta disk undir heitinu Strákapör. Nöfnin Smaladrengirnir og Strákapör eru svo glaðleg og vina- leg að undrum sætir. Bragi er krafinn skýringa: „Ja, það er nú það. Kallar inn til hinna: „Strákar af hverju heitum við Smaladreng- ir? „Þetta var eina hljómsveitar- nafnið sem var laust er svarað og hann endurómar það. Þá vitum við það. Þeir drengir hafa verið vinsælir sem skemmtikraftar í veislum og að sögn Braga eru þeir með blandaða tegund tónlistar, „hefðbundna rakaratónlist, ís- lensk þjóðlög í djössuðum stíl og léttari lög af ýmsu tagi. Svo fáum við gestasöngvara með okkur á diskinn, séra Pálma Matthíasson, Ólaf Þórðarson og sjálfan eyja- peyjann, Árna Johnsen." -Gun. Blessað barnalán frumsýnt á Akureyri Bráðfyndiö barnalán - segir Þráinn Karlsson leikstjóri “Blessað barnalán er bráðsmellinn gamanleikur og einn af fáum slíkum íslenskum sem til er. Leikritið hefur staðist timans tönn býsna vel, enda er eðli gamanleiksins slíkt,“ segir Þrá- inn Karlsson. Undir hans leikstjóm fmmsýnir Leikfélag Akureyrar Bless- að barnalán eftir Kjartan Ragnarsson nú á fóstudagskvöld. Leikritið er al- þekkt; ærslafullur gamanleikur sem settur var fyrst upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir um tuttugu árum. Leikarar í þessari uppfærslu Leikfé- lags Akureyrar á Blessuðu barnaláni eru Saga Jónsdóttir, Skúli Gautason, Hildigunnur Þráinsdóttir, Laufey Brá Jónsdóttir, María Pálsdóttir, Þor- steinn Bachmann, Sunna Borg, Hjör- dís Pálmadóttir, Siguröur Hallmars- son, Aðalsteinn Bergdal og Aino Freyja Jarvelá. í Blessuðu barnalána, sem gerist um 1970, segir frá ekkjunni Þorgerði, sem býr ásamt Ingu, elstu dóttur sinni, í litlu þorpi austur á fjörðum. Þorgerður býr við mikið og blessað barnalán, en yngri börnin hafa öll hleypt heimdraganum fyrir margt löngu og búa víða um heim. Mæðgumar fá þá hugmynd að smala öllum börnunum saman og halda eins konar ættarmót í húsi þeirra fyrir austan. Fyrst fær hugmyndin góðar undirtektir en svo boða systkinin for- fóll, hver á fætur öðru. Því grípur Inga til þess örþrifaráös í einlægri viðleitni sinni til að ná öllum hópnum saman að senda öllum samtímis skeyti: „Mamma er dáin. Komið strax. Inga.“ Þá mæta systkinin öll og við tekur sérkennilegur feluleikur og hver uppákoman rekur aðra. „Þetta leikrit gæti þess vegna gerst í dag en við færum söguþráðinn aftur á áttunda áratuginn, til áranna á milli 1970 og 1980. Klæðaburður leikara er frá þeim tima og sviðsmynd öll. Sögu- þráðurinn er ýktur, óraunverulegur og bráðfyndinn," segir Þráinn Karls- son. Hann segist vona að leikhúsgest- um þyki sýningin bráðfyndin en flétt- an í leikritinu sé þannig að menn ættu að hafa ærna ástæðu til að skella upp úr. -sbs Ærslafullur gamanleikur Skúli Gautason og Saga Jónsdóttir í hlutverkum sínum í Blessuöu barnaláni. MYND SBS Hljómsveitin PAPARNIR Laugardag kl. 14.00: Man. Utd. - Bolton Sunnudagskvöld: Karioke-keppni útvarpsstöðvarinnar Létts 96,7 frá kl. 21.00 Allir íþróttaviðburðir í beinni á risaskjám. Pool. Góður matseðill. Tökum að okkur hópa, starfmannafélög. Stórt og gott dansgólf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.