Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Page 25
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001
29
I>V
Eiríkur á föstudegi
Kaupmannahöfn
Hlegiö þrátt fyrir allt.
Danskt skop
Danir gantast með gang heimsmála
þó veður séu válynd. Vinsælasta sag-
an í Danmörku í dag er svona:
„Fiölskylda bin Ladens var hand-
tekin í Kaupmannahöfn á fóstudags-
kvöldið. Fjórir ættingjar hans sitja nú
í varðhaldi en þeir eru móðir hans,
Marme Laden, tveir bræður, Choko
Laden og Remou Laden, og systir
hans, Pina co Laden.“
7 metrar
Unnið er að byggingu bamasund-
laugar í Grafarvogslauginni sem fuii-
gerð verður og tekin í notkun eftir
áramót. í
lauginni
verður sjö
metra há
rennibraut
sem höíða
á til barna
í hverfmu.
„Þó Graf-
arvogur sé bammargt hverfl hafa
krakkarnir leitað annað í sund þar
sem meira er um að vera. Við bindum
miklar vonir við nýju rennibrautina
sem verður víst mjög skemmtileg,"
segir baðvörðurinn í Grafarvogslaug-
inni sem hlakkar til líkt og börnin.
Grafarvogslaugin
Börnin sækia annaö.
Tóbaksganga
Boðið
verður upp á
leiðsögn um
myndlistar-
sýningu gegn
tóbaksreyk
sem nú
stendur yfir í
Hafnarborg i
Hafnarfirði.
Sýningin er
á vegum Evr-
ópudeildar Al-
þjóöa heil-
brigðisstofnunarinnar sem fékk
marga af þekktustu myndlistarmönn-
um álfunnar til að leggja baráttunni
gegn tóbaki lið með list sinni. Meðal
listamanna sem eiga verk á sýning-
unni má nefna Lísu Milroy og Chen
Zhen. Gengið verður af stað um sýn-
ingarsalina klukkan 14 á sunnudag-
inn. Reykingar eru bannaðar.
List gegn reyk
Verk Lísu Milroy.
Flóki í friöi
Séra Flóki Krist-
insson situr nú á
friðarstóli og gegnir
störfum sóknar-
prests á Hvanneyri.
Segist hvergi annars
staðar vilja vera:
„Ég vona að mér
endist starfsævin
Séra Rókl
hér. Þetta er lítið, gott Gott í Borgar-
og vel staðsett presta- firQj.
kall. Náttúrufegurð ——
mikO og friðland fyrir fugla. Hér vil
ég vera,“ segir séra Flóki.
Leiðrétting
Ranghermt er í fréttum að Eggert
Magnússon, formaður KSÍ, og félag-
ar hans hafi gist á Hotel d'Angle-
terre í Kaupmannahöfn í tengslum
við landsleik íslendinga og Dana.
Þeir sváfu ekkert þar. Voru and-
vaka yfir úrslitunum.
msmm
Rétta myndin
Astríöa dv-mvnd gva
Guöný Guömundsdóttir strýkur boga um strengi og líkar vel. Hún veröur meö
einleikstónleika í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöldlö, klukkan átta.
Vinslit
Eggert feldskeri hugsar stórt og ætlar langt:
Dýrasti jakki í heimi
- á Skólavöröustíg - Washington Post hrósar - Bryndís kaupir
Á öndinni
Reykvískur bók-
menntaheimur bíður
með eftirvæntingu út-
komu nýjustu bókar
Hallgríms Helgasonar,
Höfundur íslands. Þeir
fáu sem lesið hafa eiga
vart orð til að lýsa
hrifningu sinni á bók-
inni sem þykir bæði ný-
Hallgrímur
Brillerar.
stárleg og firnagóð.
Ganga sumir þeirra svo
langt að spá Hallgrími
nóbelsverðlaunum inn-
an 20 ára. Höfundur ís-
lands fjallar um rithöf-
und sem vaknar upp í
eigin skáldsögu. Bókin
er væntanleg á markað í
næsta mánuði.
Athafnafólk
Herdís Hrönn Gisladóttir (38 ára)
hefur nýverið stofnað fyrirtæki undir
nafninu Wall Street ehf. Tilgangur fé-
lagsins er kráarrekstur. Ólafur Sig-
urðsson (48 ára) hefur stofnað fyrirtæki
um meindýravamir. Fyrirtækið nefnir
hann Geitungabaninn ehf. Þá hefur
Jóna Sigurðardóttir (51 árs) stofnað fyr-
irtæki undir nafninu Anna frænka ehf.
Jóna stundar verslunarrekstur og á
frænku sem heitir Anna.
Aggi með Djöflaeyjuna
Á leiö í villta vestriö.
Ástþór Magn-
ússon og Sverrir
Stormsker talast
ekki lengur við.
Þeir hafa sem
kunnugt er verið
nánir samstarfs-
menn og félagar í
Friöi 2000 um
Sverrir árabil en nú er
Plataði. orðinn endir á.
11,11 Ástæðan er út-
varpsþáttur sem Sverrir Stormsker
sendi út fyrir mánuði þar sem hann
fékk Jóhannes Kristjánsson eftir-
hermu til að leika landbúnaðarráð-
herra, forseta Alþingis og forseta ís-
lands. Á símalínunni frá London
var svo Ástþór
sjálfur sem deildi
hart við gesti
Stormskers án
þess að vita að
allt var þetta leik-
ur. Þegar Ástþór
komst að hinu
sanna setti hann
dreyrrauðan og
sagði við Sverri:
„Ertu að meina
Var plataöur.
að ég hafi verið að rífast um alvar-
leg mál við einhvern trúð í tvo
klukkutíma?"
Sverrir Stormsker ætlar að end-
urflytja þennan þátt sinn á sunnu-
daginn, klukkan 14.00, á FM 89,5.
Eggert Jóhannsson, feldskeri á
Skólavöröustíg, hefur hannað
nýja línu tiskufatnaðar sem unn-
inn er úr fiskroði. Eggert hefur
unnið að vöruþróun línunnar í
tvö ár og kynnti hana á Expo East
2001 í Washington á dögunum.
Samið hefur verið við kanadískar
og bandarískar verslanir um sölu
fatnaðarins sem er mjög dýr en
jakkar úr skinnroöi frá Eggerti
kosta allt að 1,3 milljónum króna.
Ódýrari jakkar eru þó fáanlegir.
Fallegra en leður
„Ég nota roö af karfa, laxi,
steinbít og hlýra,“ segir Eggert
sem bindur miklar vonir við út-
rás sína á markaði vestanhafs. ís-
lenskur markaður þoli ekki
jakkaverð sem þetta en ytra má
auðveldlega finna kaupendur sem
séu tilbúnir til að greiða hátt verð
fyrir sérstaka vöru sem þessa.
„Hér er ég með nýtt efni sem hef-
ur alla bestu eiginleika leðurs en
er sterkara og oft fallegra," segir
Eggert sem lætur súta fyrir sig
roðið á Sauðárkróki. Hann segir
galdurinn felast í sútuninni. „Efn-
ið er sterkt eins og allir vita sem
reynt hafa aö.skera fiskroð. Það
gefur sigekki svo létt.“
„Nature-conscious“
Eggert sýndi jakka sína á tísku-
sýningu á Expo East í Was-
hington og vöktu þeir mikla at-
hygli eins og lesa má um í stór-
blaðinu Washington Post. Þar er
Eggerti hrósað og hann nefndur
A sýningunni Expo - East 2001
Gestir göptu af undrun yfir nýstár-
legri hönnun.
Aggi sáttur
Aggi ljósmyndari (Þórarinn Óskar
Þórarinsson) hefur ákveðið að af-
henda Landsbókasafninu sendibréf
sem honum bárust frá Einari Kára-
syni rithöfundi þegar sá síðamefndi
vann að ritun Djöflaeyjunnar. Sem
kunnugt er hefur Aggi deilt við Ein-
ar um höfundarrétt að bókinni. Með
sendibréfunum ætlar Aggi að láta
fylgja óbirta kafla sem aldrei rötuðu
í bókina. Áður hefur Einar Kárason
afhent Landsbókasafninu segul-
bandsupptökur
með frásögn
Agga af skyld-
mennum hans á
Grímstaðaholt-
inu sem Einar
byggði sögu sína
á.
„Ég stend ekki
lengur í stappi
við þessa stráka
enda nóg annað
að sýsla. Mér hef-
ur verið boðið aö halda ljósmynda-
sýningu í Santa Fe í Nýju-Mexíkó en
ég dvaldi í Villta vestrinu í sumar
og tók þar margar myndir,“ segir
Aggi sem hyggst ganga á fund lands-
bókavarðar í dag með gögn sín.
Einar
Laus viö Agga.
Eggert með jakkann
Hefur sent fiskroðsjakka í tugatali vestur um haf en heldur einum eftir á
Skólavöröustígnum.
„well known nature-conscious
designer in Iceland" (þekktur
vinstri-grænn hönnuður á ís-
landi). í Washington Post er þess
einnig getiö að í móttöku sem
haldin var í íslenska sendiráðinu
að lokinni tískusýningunni hafi
„önnur kona“ verið klædd einum
af þessum ótrúlegu jökkum Egg-
erts úr laxaroði. Konan sem blað-
ið nefnir svo var Bryndís Schram
sendiherrafrú.
Bíöur viðbragða
„Bryndís keypti einn jakka en
fékk hann á sérstöku verði því ég
met auglýsingagildi þess að kona
eins og hún notar svona flík,“ seg-
ir Eggert sem þegar hefur sent
roðskinnsjakka í tugatali vestur
um haf og bíður nú viðbragða
markaðarins. Hann heldur einum
jakka eftir á Skólavörðustíg en sá
er f ódýrari kantinum - kostar 850
þúsund krónur. Hann er óseldur.
Eyþór
Amdlds
Símadrengur
i sambandi.
Markús
Möller
Þverhaus
á landsfundi.
ÁgÚSt
Einarsson
Fööurlegur
fræöimaöur.
Jón Ormur
Halldórsson
Róandi á
stríöstímum
Eggert
Magnússon
Blankur á
d'Angleterre.
Davíð
Oddsson
Allt nema
tvö prósent
Toppsex-listi Kollu byggir á grelnd, útgelslun
og andlegu menntunarstlgl þelrra sem
á honum eru. Nýr listl nœsta föstudag.