Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 I>V Fréttir Tæknifrjóvgunardeild Landspítala lokað vegna fjárskorts: Nær 700 pör á biðlista - engar nýjar meðferðir fyrr en eftir áramót Lokað fram yfir áramót Lokun tæknifrjóvgunardeildar Landspitatans - háskólasjúkrahúss veldur hundruðum landsmanna áhyggjum og vanlíðan. Tæknifrjóvgunardeild Landspítal- ans hefur verið lokað vegna fjár- skorts til kaupa á frjósemislyfjum. Nýjar meðferðir vegna tæknisæð- inga og glasafrjóvgunar verða ekki hafnar aftur fyrr en eftir áramót. Langir biðlistar eru eftir hvoru tveggja, en þeir munu færast yfir á næsta ár og væntanlega lengjast enn. Tæknifrjóvgunardeildin hefur nú verið starfrækt í tíu ár, aö sögn Þórðar Óskarssonar, yfirlæknis á deildinni. Þar til um síðustu áramót voru lyfi afgreidd samkvæmt lyf- seðlum í apótekum. Þá ákvað Trygg- ingastofnun ríkisins að reikna út hvað þessi lyf hefðu kostað á síðasta ári, láta spítalann fá það fjármagn og skyldi hann standa straum af kostnaðinum á þessu ári. Lyfin yrðu einungis fáanleg í apóteki spít- alans. Fyrir tæpum hálfum mánuði var haft samband við yfirlækni deildar- innar og honum tilkynnt að þeir fjármunir sem hefðu verið veittir frá Tryggingastofnun til þessara hluta væru að verða búnir. Leitaö var til heilbrigðisráðuneytisins hvort frekari fjármunir fengjust til að kosta lyfin. Því var hafnað. Frá og með deginum í fyrradag var því tilkynnt að ekki yrði um að ræða nýjar meðferðir fyrr en eftir ára- mót. Þeir sjúklingar sem byrjaðir væru i meðferð fengju að ljúka henni. Hins vegar fá þau 36 pör sem bíða glasafrjóvgunar og 50 pör sem bíða tæknisæðinga á þessu ári ekki meðferð fyrr en á næsta ári. „Þetta er að mínu viti einsdæmi," sagði Þórður. „Ég hef aldrei vitað að lokað hafi veriö fyrir tæknifrjóvg- anir í heilu landi. Svona meðferð er ekki heimiluð utan spítalans. Fólk á enga möguleika. Það fær ekki lyfin því þau er einungis afgreidd í apó- teki spítalans. Ekki er á hvers manns færi að fara til útlanda því ríkið tekur engan þátt i kostnaði við það.“ Um 300-350 glasafrjóvganir hafa verið framkvæmdar á ári og um 300 tæknisæðingar. Fólk hefur þurft að bíða meðferðar í um það bil ár, þannig að á biðlistum nú eru 650-700 pör. Kostnaður hvers pars við meðferð er 80-270 þúsund fyrir glasafrjóvg- un. Fer verðið m.a. eftir því hvort fólk á barn fyrir eða ekki. Meðal- kostnaður vegna lyfja er 170-180 þúsund krónur. Fyrir hverja tækni- sæðingu greiðir parið 18.000 krónur. Árangur glasafrjóvgunar og tæknisæðinga hefur verið mjög góð- ur hér á landi. Á Evrópuþingi lækna síðastliðið sumar kom m.a. fram að árangurinn hér á landi í slíkum meðferðum er sá besti í Evr- ópu. -JSS DV Innkaup - nýtt fylgirit með DV á fimmtudögum: Blað sem DV Innkaup er létt og áhugavert fylgirit um innkaup, verslun og þjón- ustu sem verður í DV í fyrsta sinn á morgun og síðan alla fimmtudaga. Áhersla verður á fjölbreytt efnisval og aðgengilega umfjöllun um allt sem við- kemur innkaupum Islendinga. Tónn- inn verður i senn jákvæður og upplýsandi þannig að bæði neyt- endur og seljendur hagnist og hafi af gagn og gaman. í DV Innkaupum fmna lesendur neysluupp- takt helgarinnar. Meðal efhis í DV Innkaupum á morgun er ítarleg úttekt á tilboðum verslana og umQöllun um nýjar vörur og þjónustu. Farið verður í innkaup með Karli Ágústi Úlfssyni leikara, hallað um bijóstahaldararáðgjöf í Deb- enhams, sagt frá fyrsta bil Valgerðar Sverrisdóttur ráðherra, fjallað um vín, kaffi og ost vikunnar. Gefm eru ráð um verðbréfamarkaðinn og viðtal verður við verslunarkonu sem pakkar borgar sig inn gjöfum af stakri snilld. Straumar í tækjum og tólum fá sinn sess og ýmis fróðleikur verður um vörur og þjón- ustu sem tengjast daglegu lífi. Er þá fátt eitt nefht. Vikulega verður dregið úr hópi áskrifenda DV. Fær sá heppni þrjú 5 þúsund króna gjafakort í verslunum Bónuss, sam- tals 15 þúsund krónur. Hefðbundin umfjöllun DV um neyt- endamál verður áfram á fréttasíðum blaðsins, þar með taldar verðkannanir. DV Innkaup vill eiga náið samstarf bæði við neytendur og seljendur vöru og þjónustu - fá fréttir af nýjungum, tilboðum og áhugaverðum uppákom- um auk ábendinga um það sem vel er gert. Neytendur og seljendur eru hvatt- ir til að hafa samband símleiðis, bréfleiðs eða með tölvupósti. Netfangið er innkaup@dv.is. Heimilisfangið er: DV Innkaup, Þverholti 11,105 Reykjavik. -hlh Viðbygging brann við Lund Viðbygging við bæinn Lund í Kópavogi brann um kvöldmatarleyt- ið í gærkvöldi. í upphafi leit út fyr- ir að um stórbruna gæti verið að ræða og var allt tiltækt lið á höfuð- borgarsvæðinu kallað út. I ljós kom að eldurinn var í einu útihúsa við bæinn, en þar hefur fyr- irtækið Litbolti haft aðsetur. Mik- inn reyk lagði frá útihúsinu yfir Hafnarfjarðarveg og um tíma þufti að loka Nýbýlavegi vegna þess að talin var hætta á að gaskútar sem voru í húsinu myndu springa. Eldurinn komst aldrei í aðrar byggingar og gamli bærinn var aldrei í neinni hættu. Slökkvistarfi var lokið um klukkan 22 en vakt var höfð við húsið fram á nótt, en það er mjög mikið skemmt eftir eldinn. Rannsókn á eldsupptökum átti að hefjast í birtingu í morgun. -gk Mikill samdráttur í tekjum Þjóðleikhússins: Undirboð hinna opinberu - segir Leikfélag íslands. Mismunandi aðsókn, segir þjóðleikhússtjóri Hrun varð á tekjum Þjóðleik- hússins á milli ár- anna 1999 og 2000 á sama tíma og rekstrartekjur stórhækkuðu. Eins og DV greindi frá drógust tekjur saman um 30 milljónir á milli ára. Þar af drógust tekjur af miðasölu saman úr því að vera 134 milljónir árið 1999 í 118 millj- ónir árið 2000. Stjómendur Leikfélags íslands hafa ítrekað bent á misræmi i styrkjum eftir því hvort um er að ræða opinber leikhús eða einkarekin. „Þetta styður þá skoðun okkar að opinbem leikhúsin hafa bragðist við samkeppni einkareknu leikhúsanna með undirboðum," segir Sæmundur Norðfjörð, stjómarmaður í Leikfélagi íslands, vegna rekstramiðurstöðunn- ar. Hann segir að niðurstaða ársreikn- ings Þjóðleikhússins undirstriki að um Sæmundur Norðfjörö. undirboð sé að ræða. Stjómendur Borgarleikhússins hafl þó gengið enn harkalegar fram í undirboðum. „Fyrir sjö árum voru miðar boðnir á tvöfóldu til þre- fóldu bíómiða- verði. Við vitum að verið er að bjóða miða í hópafsláttum á verði sem er um 1400 krónur. Þá hafa verið boðn-. h tveir fyrir einn í Borgarleikhúsinu. Á síðasta ári var hægt að fá miðann á þúsund krónur. Þetta er eitthvað sem við getum ekki keppt við. Við þurfum sjálf að standa undir rekstrinum með eigin aflafé að mestu. Opinberir styrk- ir til okkar nema tæplega 5 prósentum af kostnaði. Við getum ekki sent reikn- ing vegna hallareksturs á almenning og ætlumst ekki til þess. Þama skilur á milli okkar og opinbem leikhús- anna,“ segir Sæmundur. Stefán Baidursson. Leikfélag Islands Stjórnendur saka hina opinberu um undirboð. „Allt er þetta spuming um að sam- keppnisaðstaðan á markaðnum sé í lagi. Gæta þarf jafnræðissjónarmiða í styrkveitingum til leikhúsa enda er það í samræmi við niðurstöðu Sam- keppnisstofnunar í vetur þar sem skýrt segir að misræmi i opinberum stuðningi stríði gegn markmiðum samkeppnislaga. Krafa okkar er ein- fóld. Hlúa þarf að samkeppni og gæta jafnræðis," segir Sæmundur. Rokkandi aðsókn Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri segir að skýringar á samdrættinum felist einfaldlega í því að aðsókn að verkum leikhússins sé mismunandi milli ára. „Aðsókn milli leikára getur rokkað á heilmiklum Qölda. Munurinn getur legið í aðsókn á bilinu 70 þúsund til 100 þúsund manns. í því felst skýringin," segir Stefán. Hann segir að árið í ár hafl farið vel af stað og i góða aðsókn stefni. Stefán þvertekur fyrir að Þjóðleik- húsið hafi staðið að undirboðum til að klekkja á einkareknu leikhúsunum. „Sú skilgreining er alveg fáránleg. Samkeppnisráð hefur þegar úrskurðað um þetta mál. Þar var um að ræða kæru í þremur liðum og úrskurðinum fyigdi 27 blaðsíðna greinargerð. Niður- staða Samkeppnisstofnunar var sú að ekki væri tilefhi til íhlutunar," segir Stefán. -rt Lög um fasteignakaup Sólveig Péturs- dóttir dómsmála- ráðherra kynnti nýtt frumvarp um fasteignakaup á rík- isstjórnarfundi í gær. Meginefni frumvarpsins snýst um réttindi og skyldur kaupenda og seljenda, svo sem kaupsamninga, kostnað, áhættu, galla og aðrar vanefndir. Þá getur löggiltur skoðunarmaður sem gerir úttekt á fasteign orðið skaða- bótaskyldur vegna tjóns sem kaup- andi verður fyrir ef leyndir gallar koma fram. Harpa strandar Nótaveiðiskipið Harpa VE tók niðri í innsiglingunni í Grindavík skömmu fyrir klukkan átta í gær- kvöld. Veður var gott og hætta ekki á ferðum. Byggðakjarnar veikir í nýrri skýrslu Byggðastofnunar um byggðarlög í vörn og sókn segir að byggðakjarnar á landsbyggðinni séu víðast hvar taldir of veikir til að geta staðið undir uppbyggingu við- komandi svæða. Undantekning séu kjarnar í námunda við höfuðborgar- svæðið og Akureyri. Kveikt í bíl í Keflavik Kveikt var í bíl í Keflavík um klukkan 3 í nótt og sáust tveir menn hlaupa af vettvangi sem var við Kirkjuteig. Samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar í Keflavik mun mun svokölluðum „Molotovkokk- teil“ eða bensínsprengju hafa verið kastað í bílinn. . Játar fjárdrátt Aðalbókari Flugleiða hefur játað að hafa dregið að sér rúmar ellefu milljónir króna á þessu ári og því siðasta. Málið telst upplýst og hefur verið kært til efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra. Uppsagnir hjá ÍSAL Starfsmönnum verður fækkað um 20 hjá ísal á næstu mánuðum eða sem nemur um 4%. Alcan, sem á og Írekur álverið í Straumsvík, hyggst fækka starfsmönnum sínum um 3600 vegna þrenginga á álmörkuðum. Ekki endurgreidd I Skólagjöld verða ekki endur- | greidd í tónlistarskólum í Reykjavík þótt kennsla falli niður vegna verk- falls. Ákvörðunin er tekin í sam- ræmi við tvö lögfræðiálit sem Sam- tök tónlistarskóla í Reykjavík hafa látið gera. Tapar 400 milljónum Jón Karl Helga- son, framkvæmda- stjóri Flugfélags ís- lands, ségir í viðtali við Fréttablaðið að eiginfjárstaða fé- lagsins sé sterk eft- ir að félagið seldi flugvélcir og aðrar eignir. Hann telur tap félagsins í ár verða svipað og í fyrra en stefnt sé að hagnaði á næsta ári. Borga meira Hlutur sjúklinga af lyfjaverði er tvöfalt hærri nú en fyrir fjóram árum að sögn framkvæmöastjóra LyQa og heilsu. Hann segir sjúklinga þurfa að greiða enn hærri hlut eigi Trygginga- stofnun að njóta afsláttar af lyQaverði eins og almennir viðskiptavinir. RÚV greindi frá. -aþ/gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.