Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 13 DV Fréttir Hæstiréttur dæmdi bónda í Fljótum eignarhald á jörð: Trúi ekki ööru en málið sé úr sögunni - segir bóndinn sem situr jörð löngu látins afa síns Sigmundi Jónssyni, bónda á Vestari-Hóli í Fljótum, var dæmt eignarhald á jörðinni í Hæstirétti sl. fimmtudag. Héraðsdómur Norö- urlands vestra haföi komist að sömu niðurstöðu þegar dómur féll á liðnu hausti, á grundvelli hefðar- laga, en þeir aðilar sem höfðu krafist eignarhluta í Vestari-Hóli ákváöu að áfrýja málinu og fara með það alla leið í dómskerfmu. Frá þessu máli var greint í DV á sínum tíma en það er mjög sér- stætt fyrir þær sakir að greinilegt er að farist hefur fyrir í kerfinu að þinglýsa eigendabreytingum á Vestari-Hóli og hefur afi og alnafni Sigmundar bónda á Vestari-Hóli, maðm- sem lést nokkru fyrir miðja síðustu öld, verið skráður eigandi jarðarinnar fram undir þetta. Sigmundur, núverandi bóndi, Þingmenn Samfylkingarinnar: Telja erfðafjárlög bitna á landsbyggðinni - kallar á nýja löggjöf Örlygur Hnefill Jónsson, varaþing- maður Samfylkingarinnar á Norður- landi eystra, hefur í félagi við Kristján L. Möller og Einar Má Sigurðarson lagt fram nýtt frumvarp á Alþingi um breyt- ingar á erfðahárskatti. Ef markaðsverð fasteignar er talið lægra en fasteigna- matsverð eignar vilja þremenningamir að erfingjum verði heimilt að óska eftir mati um skipti á dánarbúum. Verði þá heimilt að leggja erfðafjárskatt á mats- verð, enda fylgi nýleg matsgjörð erfða- fiárskýrslu. I greinargerð með frumvarpinu segir að með semingu laga um erfðafiárskatt árið 1984 hafi verið lögbundnar reglur um greiðslu skatts til erfðafiársjóðs af öllum fiárverðmætum og fiármunarétt- indum. „Við setningu laganna var geng- ið út frá þvi að löggjafinn hefði sett regl- ur sem mismunuðu þegnunum ekki með tiiliti til skattlagningar. En tímar breytast og þær reglur sem voru sann- gjamar og réttlátar við setningu geta snúist upp í andhverfu sína,“ segir i greinargerðinni. Þetta er rökstutt með þeim hætti að áður hafi söluverð eigna undantekn- ingalítið verið hærra en gildandi fast- eignamatsverð, óháð því hvar á landinu eignir voru og því hvort þær voru í þétt- býli eða sveit. „Nú er staðan hins vegar sannanlega önnur. Þeim dæmum fiölgar stöðugt, og þá sérstaklega i hinum dreifðu byggðum, að ekki er hægt að Orlygur Hnefill Jonsson. selja eignir fyrir fasteignamatsverð. Með öðrum orðum er fasteignamats- verð, s'em er gjald- stofh, í mörgum til- vikum orðið hærra, og það mikið hærra, en raun- verulegt söluverð eignanna. Til eru einnig þau tilvik að ekki er hægt að koma viðkomandi eign- um í verð. Því er ljóst að erfingjar geta staðið ffammi fyrir því að þurfa að greiða umtalsverðan erfðafiárskatt af eign sem i raun er miklu minna virði. Það er því þannig komið að mikið órétt- læti felst í skattlagningu sem byggð er á A-lið 9. gr. varðandi fasteignir og hallar þar mjög á landsbyggðina og erfingja eigna þar. Hins vegar er ljóst að í öðrum liðum greinarinnar er gert ráð fyrir að hægt sé að byggja á matsverði eða markaðsverði varðandi eignir sem þar er fiallað um,“ segir i greinargerð frum- varpsins. Aðstandendur frumvarpsins segja breytinguna bæði byggðamál og jafn- réttismál þegar svo sé komið að fólk sem búsett er á ákveðnum stöðum landsins þurfi að greiða hlutfallslega hærri skatta miðað við verðmæti en þeir sem búsettir eru eða erfa eignir sem eru t.d. á höfuðborgarsvæðinu. -BÞ Göngugatan á Akureyri: Bílar í götuna að nýju „t>etta er búin að vera slík hringavit- leysa að það er ósköp eðlilegt að menn botni ekkert í því sem er að gerast," seg- ir Ásgeir Magnússon, formaður fram- kvæmdaráðs Akureyrarbæjar og bæjar- ráðs, um málefhi göngugötunnar i Hafh- arstræti sem hafa verið að velkjast í bæjarkerfinu að undanfómu. Það er reyndar ekkert nýtt að göngugatan sé til umfiöllunar i bæjar- kerfmu. Allt frá því að Hafnarstræti var gert að göngugötu og umfangsmiklar breytingar gerðar á Ráðhústorginu hafa verið uppi óánægjuraddir og menn ekki á eitt sáttir um breytingamar eða hvort breyta ætti til að nýju. Gerð var tilraun um tíma með að hleypa bílaumferð á götuna sem þótti ekki gefa þá raun að hugað væri að breytingum á götunni, og það var ekki fyrr en nú á síðustu miss- erum og mánuðum, og þá að frumkvæði Miðbæjarsamtakanna, að farið var að ræða það af alvöru að nýju að hleypa bílaumferð í götuna. Loks þegar bæjaryfirvöld höfðu tekið ákvörðun um breytingar á götunni sem gera ráð fyrir bílaumferð voru breyting- amar boðnar út en tilboðin sem bámst þóttu of há og var hafnað. Aftur var verkið boðið út en tilboðstölur sem þá bámst vom frá sömu aðilum og í fyrra skiptið og nánast þær sömu. Þá gerðist það í haust að formaður *?{" jí'-i} hefur staðfastlega haldið því fram að hann hafi eignast jörðina á sín- um tíma með samkomulagi við móðurfólk sitt en nokkrir afkom- endur einnar móðursystur Sig- mundar hafa haldið öðru fram og gert tilkall til eignarréttar. Sig- mundur hefur samningnum til sönnunar lagt fram bréf frá þáver- andi hreppstjóra til sýslumanns Skagfirðinga. Þar sem Sigmundur, sem kom- inn er á áttræöisaldur, hefur alla tíð átt heimili og búið á Vestari- Hóli þótti héraðsdómi og Hæsta- rétti sýnt að hann hefði ótvírætt hefðarlög með sér í málinu. Sig- mundi var því dæmt í vil, hann heldur óskoruðum eignarrétti á jörðinni og gagnaðilum var gert að greiða honum rúm 600 þúsund i málskostnað. „Ég er feginn aö þessi niður- staða er fengin og trúi ekki öðru en málið sé hér með úr sögunni," sagði Sigmundur. Lögmaður Sig- mundar var Stefán Ólafsson á Blönduósi. -ÞÁ. Sigmundur bóndi í Rjótum Hæstarétti þótti sýnt að hann hefði ótvírætt hefðarlög með sér í málinu, enda hefur hann alla tíð átt heimili og búið á Vestari-Hóli. Göngugatan á Akureyri Bílar munu aka þar um áður en langt um líður. Miðbæjarsamtakanna, sem er hags- munafélag verslunarmanna við götuna, sendi bæjaryfirvöldum erindi þess efnis að bílaumferð yrði hleypt í götuna strax. Bæjarráð sendi þetta erindi til fram- kvæmdaráðs sem hafhaði því. Erindið fór einnig til umhverfisráðs sem sam- þykkti það og að Hafnarstræti skyldi verða vistgata sem væri opin fyrir bíla- umferð alla daga kl. 10-22. Fram- kvæmdaráð tók erindið fyrir að nýju og fól framkvæmdadeild bæjarins að gera nauðsynlegar breytingar á götunni þannig að bílaumferð geti farið þar um. Reiknað er með að það verk taki ekki langan tíma og bilaumferð komist á göt- una fljótlega í nóvember. Eftir stendur að bjóða út varanlegar framkvæmdir við breytingar á götunni í þriðja skipti, en bæjaryfirvöld stefna á að það skuli gert fljótlega eftir áramót. -gk Frjáls og óháður fjölmiðill gegnir því veigamikla hlutverki að skera á hinar ýmsu meinsemdir þjóðfélagsins - og til þess þarf\ beitt blað!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.