Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Qupperneq 17
16 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 25 Útgáfufélag: Útgáfufélaglö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson rramkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Bjðrn Kárason A&stoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreiflng@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf, Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Varðstaða um stöðnun Jón Kristjánsson heilbrigðisráöherra mun ekki leiða íslenskt heilbrigðiskerfi út úr þeim ógöngum sem það hefur ratað í síðustu ár og áratugi. Hafi verið bundnar einhverjar vonir við slíkt þá voru þær reistar á sandi. Því miður hefur Jón Kristjánsson skipað sér í langa röð fyrirrennara sinna. Á ársfundi Tryggingastofnunar, sem haldinn var í liðinni viku, kom berlega í ljós að heilbrigðisráðherra er varðmaður stöðnunar og ríkjandi kerfis. Fátt er verra fyrir stjórnmálamann en að taka að sér sérstakt gæsluhlutverk kerfis sem ekki þjónar almenningi með þeim hætti sem lofað hefur verið né stendur við þau fyrirheit sem starfsfólki hafa verið gefin. Heilbrigðisráðherra neitar því alfarið að einstakling- um verði gert kleift að kaupa sér sérstakar tryggingar til að standa undir hluta af kostnaði við aðgerðir á einkareknum heilbrigðisstofnunum. Á sama tíma og ráðherrann hafnar alfarið nýjum hugmyndum glímir íslenskt heilbrigðiskerfi við alvarlegan vanda. Biðlistar lengjast og kostnaður hækkar. Öllum má ljóst vera að heilbrigðiskerfið glímir við gríðarlegan vanda og að nauðsynlegt er að leita nýrra leiða til að tryggja að landsmenn eigi í framtíðinni allir kost á öflugri og góðri þjónustu. Það er því miður þegar heilbrigðisráð- herra forðast eins og heitan eldinn hugmyndir um úr- bætur en grípur til gamalla slagorða og innantómra klisjusetninga. í leiðara DV i apríl síðastliðnum, stuttu eftir að Jón Kristjánsson tók við embætti heilbrigðisráðherra, var á það bent að hann hefði alla möguleika á að marka djúp spor í íslenska stjórnmálasögu sem heilbrigðisráð- herra, enda tæki hann í mörgu við ágætu búi: „Innan íslenska heilbrigðiskerfisins er starfsfólk sem er á við það besta í heiminum. Efniviðurinn er fyrir hendi en því miður hefur flókið kerfi komið í veg fyrir að hæfi- leikafólk hafi fengið að njóta sín til fullnustu. Forverar Jóns Kristjánssonar í stóli heilbrigðisráðherra hafa all- ir staðið vörð um flókið kerfi sem fyrir löngu hefur rat- að í ógöngur. Enginn þeirra hafði raunverulegan áhuga á að leita nýrra leiða - höfðu annaðhvort ekki vilja eða pólitískan kjark til rata út úr ógöngunum.“ Með ræðu sinni á ársfundi Tryggingastofnunar hefur Jón Kristjánsson skipað sér á bekk með forverum sínum. Afleiðingarnar verða þær að biðlistar halda áfram að lengjast, kostnaðurinn heldur áfram að hækka en þjón- ustan verður lakari. Lokun einstakra deilda sjúkrahúsa er árviss atburður og lýsir aðeins í hnotskurn þeim vanda sem við er að glíma. Sjúklingar standa berskjald- aðir gagnvart kerfinu og starfsfólki er skipulega haldið niðri eins og kjaradeilur bera merki um. Fátt bendir til þess að ráðist verði að rótum vandans. Jón Kristjánsson mun að líkindum halda áfram með þær smáskammtalækningar sem stundaðar hafa verið og skipta engu. Ef ekkert verður að gert mun heilbrigð- iskerfið sigla í strand. íslendingar færast hægt en ör- ugglega fjær því marki að viðhalda og byggja upp góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla. En varðmaður stöðnunar mun standa sína vakt. Óli Björn Kárason I>V Skoðun Islenskt í dag, 24. október, gangast Iönnemasamband íslands og Félag framhaldsskólanema fyrir merku og þörfu átaki undir yflrskriftinni: ís- lenskt dagsverk 2001. Mark- mið verkefnisins er að ungt fólk á norðurhveli jarðar sýni jafnöldrum sínum á suðurhveli stuðning og sam- stöðu með því að afla fjár til menntunar. Menntun til frelsis! Fjöldi framhaldsskóla- nema mun yfirgefa skólastofurnar og eyða deginum í dag við margs konar störf hjá íslenskum fyrirtækjum. Laun fyrir þessa vinnu renna óskipt til þess að byggja upp iðnnám fyrir stéttleysingja, eða dalita, í tveimur héruðum á Indlandi. Þannig helga ís- lenskir námsmenn jafnöldrum sín- um á Indlandi einn skóladag undir kjörorðinu: Menntun til frelsis! Iðnnemasambandið og Félag fram- haldsskólakennara stóðu fyrst fyrir islensku dagsverki árið 1997. Fram- kvæmd þess gekk betur en bjartsýn- ustu menn þorðu að vona og 5 millj- ónir króna söfnuðust til verkefna á Indlandi. Nú, íjórum árum síðar, hefur verið ákveðið að halda áfram stuðningi við indversk ungmenni í samvinnu við Hjálparstarf kirkjunnar. Enn er mikil þörf fyrir hendi til þess að styðja stéttleysingja til náms og ánægjulegt til þess að vita að ágóði íslensks dagsverks skuli aftur renna til frjálsra félagasamtaka, eins og Social Action Movement og The United Christian Church of India, sem hafa sett á laggirnar iðnnám fyr- ir stéttlaus börn og ungmenni. Vitundin um hag annarra Forystufólk íslensks dagsverks veit sem er að ekkert hjálpar fólki betur til sjálfshjálpar en menntun, ekki síst starfsmenntun hvers konar, sem getur gjörbreytt skilyrðum stétt- leysingja til þátttöku í samfélaginu og um leið aukið möguleikana á því að þeir fái notið annarra sjálfsagðra mannréttinda. Islenskt dagsverk er ekki síöur lofsvert framtak fyrir þær sakir að það beinir sjónum íslenskra framhaldsskólanema að lífsskilyrð- dagsverk 2001 „Fjöldi framhaldsskólanema mun yfirgefa skólastof- urnar og eyða deginum í dag við margs konar störf hjá íslenskum fyrirtœkjum. Laun fyrir þessa vinnu renna óskipt til þess að byggja upp iðnnám fyrir stéttleys- ingja, eða dalíta, í tveimur héruðum á Indlandi. “ um jafnaldra þeirra hinum megin á Það vekur athygli þeirra á fátækt- hnettinum. inni sem meirihluti mannkyns má búa við og vekur þá vonandi til vit- undar um gildi þeirra gæða og mannréttinda sem við eigum að venj- ast hér á landi. Að því leyti til er íslenskt dags- verk einnig mikilsvert innlegg í al- menna umræðu hér á landi um mis- skiptingu gæðanna á jörðinni, enda er það yfirlýst markmið verkefnisins að efla umræðu og meðvitund um málefni Suðursins og önnur hnatt- ræn vandamál meðal íslendinga, ekki síst unga fólksins. Raunverulegar úrbætur Umræðan um gildi þróunarsam- vinnu við fátækustu ríki jarðar er um margt skammt á veg komin hér á landi. Nái íslenskt dagsverk að kveikja umræðu um samskipti norð- urs og suöurs í framhaldsskólunum og áhuga ungs fólks á þeim gríðar- legu verkefnum sem enn eru óunnin á þessu sviði, má vænta nýrri og betri tíma í umræðunni um alþjóða- málin og vonandi fleiri raunveru- legra úrbóta, eins og íslensks dags- verks, í framtíðinni. Iðnnemasam- bandið og Félag framhaldsskólanema eiga heiður skilinn fyrir framtakið. Þórunn Sveinbjamardóttir Lalli Johns Myndin er vel gerð og ef hún gefur raunsanna mynd er hún mikið umhugsunar- efni. Ég er dálitið undrandi á því að þessi myr.d skuli ekki hafa orðið umræðuefni i einhverjum af fjölmörgum umræðuþáttum útvarps og sjónvarps. Ekki staðsettur í húsi í honum virðist ekki vera eðli ills manns eða afbrota- manns. Hann kemur út af Hrauninu og er eins og hann orðar það ekki staðsettur í húsi. Hann hefur í raun ekki neitt til neins. Hann leitar til stofnana þjóð- félagsins sem eiga að annast slík mál en viðkomandi starfsmaður er á fundi, ég var búinn að segja þér að hún er á fundi, þú átt að fara upp í Skógarhlíð. Það er komin helgi, það næst þá ekki í neinn fyrr en eftir helgi, segir brotamaðurinn vinsam- lega og gatan blasir við. Hvað eftir annað eru menn á fundi í þessu fundaþjóðfélagi. Auðnuleys- inginn gengur eigi að síður bjart- sýnn út á götuna með ný fyrirheit. „Ég ætla að gera eitthvað í mínum málum, breyta lífinu." En allt sækir í sama horf. Ef um hefði verið að ræða kvikmyndun á bókmennta- verki hefði það hlotið viðhlítandi umfjöllun. En mér virtist sem verið væri að kvikmynda raunveruleik- ann sem stundum er lygilegri en all- ar lygasögur. Á ég aö gæta bróður míns? Ég sem hélt að við værum með hverja stofnunina upp af annarri og fullt af fólki á launum til þess að sjá um svona mál. Við verjum allnokkru fé til þessara þarfa. Eru menn virkilega sendir út af Hrauninu allslausir og fá síðan þau svör hjá þeim stofnunum sem við rekum til þess að annast þessi mál, að starfsfólkið sé á fundi? Erum við með fólk sem vinnur til fjögur og koma þessi mál ekkert við? Funkerar þetta kerfi ekki? Á ársfundi Trygginga- stofnunar ríkisins var varpað fram spurningunni: „Fyrir hvern er heil- brigðisþjónustan?" Og fyrir hvem eru félagsmálastofnanir okkar - fyr- ir starfsfólkið? Er svo komið að vel þjálfað starfsfólk okkar vilji helst vinna við skýrslur og tölfræði en ekki koma nálægt vandamálinu sjálfu? Minnir þetta ef til vill á manninn sem gat sagt orðið hestur á sjö tungumálum en fór á bak belju þegar hann fór í reiðtúr? Þetta lærða fólk okkar ritar fróð- legar greinar um vandann. Rúss- neska aðalskonan grét hástöfum yfir sorgaratriði í leikhúsinu meðan ek- illinn hennar fraus í hel utan við leikhúsið þar sem hann beið eftir henni. Hinn almenni borgari telur sig með sköttum sínum halda uppi félagsmála- og aðstoðarstofnunum og tekur þátt í umræðu lýðræðisþjóðfé- lagsins viö að koma þeim á fót. Og svo virkar kerfiö bara ekki? - Ef kvikmyndin um Lalla Johns er sönn þá er meira en lítið að i þessu kerfi okkar. Guðmundur G. Þórarinsson Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur Ég veit ekkert hver Lalli Johns er, ég þekki hann ekki. Sjónvarpið sýndi mynd um þennan ógæfumann, ekki einu sinni heldur tvisvar núna fyrir nokkru. I myndinni segir í frá- sögn sjónvarpsins að fylgst sé með grátbroslegum ferli síbrotamanns. Sýnt var frá fimm ára baráttu hans við kerfið og tilraunum hans tO þess að sigrast á mótlætinu í lífi sínu. Vissulega virtist mér myndin grát- brosleg í fyrstu. Þegar á leið fannst mér hún óþægileg og þegar henni lauk var ég orðinn öskureiður. „Hinn almenni borgari telur sig með sköttum sínum halda uppi félagsmála- og aðstoðarstofnunum og tekur þátt í umrceðu lýðræðisþjóðfélagsins við að koma þeim á fót. Og svo virkar kerfið bara ekki? Ef kvikmyndin um Lalla Johns er sönn þá er meira en lítið að í þessu kerfi okkar. “ Auka virðingu fyrir lífinu „En það má líka spyrja hvort aukin þekking á erfðameng- inu og erfðasjúkdóm- um eigi ekki eftir að útvíkka fötlunarhug- takið svo mikið að aðalvandinn verði að setja fósturgreiningunni mörk ... Vel má hugsa sér að ný tækni í lækna- vísindum geri það mögulegt að greina sykursýkissjúklinga á fóstur- stigi og þá væri hægt að útrýma sykursýki með fóstureyðingum. Það er bersýnilega fráleitt að telja að slíkum börnum væri sjálfum fyrir bestu að fæðast ekki. Énnþá fráleit- ara væri þó að ætla að slíkar hreinsanir ykju á gæði lifsins." Vilhjálmur Árnason heimspekingur í Læknablaöinu. Þögn og þjóðaröryggi „Þrátt fyrir að undirritaður hafi skilning á þjóðaröryggi þá hlýtur fjölmiðlafrelsi og málfrelsi að vera meira virði. Það er aldrei hægt að réttlæta það að stjómvöld þaggi nið- ur í fjölmiðlum. Hins vegar er það sjálfsögð og nauðsynleg skylda fjöl- miðla að sýna ábyrgð í fréttaflutn- ingi, sérstaklega á stríðstímum þeg- ar þjóðaröryggi er í húfi. Fjölmiðlar verða að axla þessa ábyrgð því hún hlýtur að fylgja frelsinu sem þús- undir hafa látið lífið við að verja. ... Osama bin Laden notar hvert tæki- færi til að hvetja til ofbeldis, ofstæk- is og til þess að menn verði myrtir vegna trúarskoðana. Slíkan mál- flutning ætti enginn ábyrgur fjöl- miðill að verja." Borgar Þór Einarsson í grein á Deiglan.com Spurt og svarað Eru menn að fara á taugum vegna hœttunnar á miltisbrandi? mmm *. Katrírt Fjeldsted, alþingismaður og lœknir. Eftirlit bráð- nauðsynlegt „Það skiptir miklu máli að til stað- ar sé í landinu næg þekking á þessum sjúkdómi sem leggst bæði á dýr og menn, og ég tel að svo sé. Einnig verða nægar birgðir af réttum lyfjum að vera tiltækar. Líkumar á að miltis- brandur berist í fólk hér á landi eru auðvitað afar litlar. Við skulum muna að miltisbrandur hefur komist í skepur hér á landi, sbr. fróðlega grein eftir Pál A. Pálsson, fv. yf- irdýralækni, sem birtist um helgina. Síðast þegar miltis- brandur kom upp hér á landi, fyrir þremur til fjórum ára- tugum, vora skrokkarnir urðaðir en við jarðrask getur smitið aftur farið af stað. Þetta sýnir okkur að hvers kon- ar eftirlit með sjúkdómum, bæði meðal manna og dýra, er bráðnauðsynlegt og án þess getum viö ekki verið.“ Guðmundur Bjömsson lœknir. Litlar líkur á miltisbrandi „Nei, ég held að menn taki þessu tiltölulega afslappað, að minnsta kosti verð ég sjálfur ekki var við annað. Hins vegar skil ég eiginlega ekki þetta atvik hjá Borgarendurskoðun á mánudaginn, mér fannst þaö vera óþarfa upp- hlaup, satt best að segja. Mitt mat er að það séu afar litlar líkur á því að miltisbrandur berist hingað tO lands, ekki nema þá að ísland sé eitt- hvert skotmark í hryðjuverkahemaði sem ég sé ekki að ætti að verða. Hafa verður í huga aö miltisbrandur er ekki alltaf bráðdrepandi, það hættulegasta sem hingað gæti borist er svo- nefnd E-bóla, sem er meinskæð Afrikuveira." Bjöm Jósep Amviðarson sýslumaöur. Hœttan ekki fráleit „Það held ég varla. Okkur hjá lögreglu- og sýslumannsemb- ættum úti um land hefur nýlega borist bréf frá Ríkislögreglustjóra þar sem vak- ið er máls á þessari hættu og nefndar ýmsar upplýsingalindir sem hægt er að leita í, svo sem á Netinu. Við fáum stundum svona umburðar- bréf vegna einstakra mála, svo sem vegna hætt- unnar á gin- og klaufaveiki fyrr á þessu ári. Það er sjálfsagt að menn hafi á sér andvara vegna hættunnar af miltisbrandi, því hvers vegna ætti það endilega að vera fráleitur mögxdeiki að Is- land sé skotmark hryðjuverkamanna? Ég bara spyr.“ Björgvin G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samfylkingar. Varkámin mun skila sér „Ég held að það sé kannski ekki hægt aö segja það að menn séu að fara á taugum. Það er eðlilegt að menn fyllist varkárni og séu á varðbergi miðað við þær hörmulegu fréttir sem berast af tíðum sendingum glæpamanna á mUtisbrandi í bréfum. Þegar svo auvirði- lega að verki er staðið þá skyldi engan undra þó að al- menningur á Vesturlöndum fyllist ótta og taki enga áhættu leiki minnsti vafi á því að eitthvað shkt gæti verið á ferðinni. Slík varkárni mun skila sér. Hins veg- ar má óþverrunum sem að þessum hryðjuverkum standa ekki takast að lama heilu samfélögin af hræðslu. Lífið verður að halda áiram og ganga sinn vanagang á meðan verið er að uppræta hryðjuverkasamtökin." Viðbúnaður hjá RUV og hvítt duft, væntanlega meinlaust, barst til Borgarendurskoðunar. Fyllstu varúðar er gætt. Enn meiri viðbúnaður er erlendis þar sem nokkrir hafa látist. Hvern er verið að plata? Rúmir fjórir áratugir liðu frá því að ökufær veg- ur var lagður milli Reykja- víkur og Keflavíkur þar tO Reykjanesbrautin var lýst upp tO að auka öryggi á þeim þjóðvegi þar sem slysatíðni er hæst. Umferð- arþunginn á þessari leið hefur verið mikill aUt frá því að hún varð sæmOega akfær. En þá þegar var brautin aUtof mjó, tvær samliggjandi akreinar sin í hvora áttina. Af dularfull- um og óútskýrðum ástæðum hafa umferðaryfirvöld komið sér undan að betrumbæta Reykjanesbrautina og koma á greiðfærum og sem hættu- minnstum samgöngum á þessari fjöl- förnu leið. Það eru stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á þvi að Reykjanesbrautin mætir aUtaf afgangi í annars stór- huga vegaáætlunum. Þeir koma í veg fyrir hverja tilraun í þá átt að greiða fyrir samgöngum á þessu svæði. Reykjanesbær og umfram allt KeflavíkurflugvöUur eiga að vera í órafjarlægð frá miðbæjarflugveUin- um og best af öUu er að hafa torleiði þar á milli. Sú stefna á ótrúlegu fylgi að fagna meðal áhrifamanna og gengur núverandi formaður sam- göngunefndar þar framarlega í Uokki, eins og forverar hans úr fá- menningskjördæmum. Nú er enn ein tiUagan um hvernig á að losna við að gera brautina brúk- lega fyrir alla þá umferð sem um hana fer komin á flugstig og er borg- arstjórn Reykjavíkur þar í farar- broddi. 30 miUjarða króna járnbraut á að koma í veg fyrir eðlOegar vega- bætur. Nú verður hægt að þvæla um járnbrautarlagninguna næstu ára- tugina á meðan nokkrir tugir manna farast í bílslysum á leiðinni sem brautin á að liggja um. En tillagan um járnbrautina er aðeins skálka- skjól borgarstjórnar til aö drepa á dreif umræðum um viðkvæm skipu- lagsmál. Hitamál Um og upp úr aldamótunum 1900 var jámbrautarlagning um Suður- land til höfuðborgarinnar mikið hitamál og tengdist áformum um orkuver sem áttu að bæta hag lands- manna. En áhrifamenn í öðrum landshlutum sáu ofsjónum yfir því famfaraspori og harðneituðu að leggja opinbert fé í járn- braut sem þeir héldu sig ekki koma til með að njóta. Um þetta má fræðast í rit- verki Guðjóns Friðriksson- ar um Einar Benediktsson, sem og í öðrum heimildum. Þeir sem nú eru að velta fyrir sér rokdýrri járn- brautarlagningu milli mið- bæjar Reykjavíkur og Kefla- víkurflugvaUar sjá ekki fyr- ir sér aðra flutningsþörf en þá sem við kemur flugfar- þegum. Járnbrautin mun aldrei koma að notum fyrir Reyknes- inga sem bregða sér á Laugaveginn, í Þjóðleikhúsið eða Smárahvamm. BOlinn verður eftir sem áður þeirra eðlilega farartæki til að bregða sér á mOli bæja, enda verður líka að nota hann til að hreyfa sig um dreifbýli höfuðborgarsvæðisins. Það er nokkurn veginn sama hvernig komið er að málinu, hug- myndin um 50 km langa járnbraut, sem ekki kostar undir 30 mOljörðum, er eins víðáttuvitlaus og að forsmá ahar óskir um aö leggja ökufæra Reykjanesbraut og halda henni við. Vafasöm hagkvæmni Allt er gert til að mikla fyrir sér og öðrum hvílík óravegalengd er á milli flugvallanna á Miðnesheiði og í Vatnsmýrinni. Hún er sögð 50 km. Þá er mælt frá Bryggjuhúsinu vestur í bæ. En byggðaþróunin er sú að vegalengdin er í raun miklu styttri. Ef mælt er frá Smárahvammi sem sagður er miðsvæðis er vegalengdin mun styttri, svo ekki sé talað um sí- vaxandi byggð í og suður af Hafnar- firði. Ef íbúar á Hvaleyrarholti ætla að flúga eftir að járnbrautin verður lögð verða þeir væntanlega að byrja á að aka til Reykjavíkur til að taka járnbrautina aftur suður eftir. Nema að það sé meiningin að hraðlestin á teinunum stansi nokkrum sinnum á stuttri leið sinni. Þá er hætt við að margir kjósi heldur að taka flugrút- una til að flýta fyrir sér. Skilvirk Reykjanesbraut kostar ekki nema brot af því sem járnbraut- in mun leggja sig á. Og það sem meira er, það verður fljótlegra og á margan hátt hagvkæmara að fara þessa leið í bOum en að binda sig við járnbrautarsamgöngur sem hafa sína kosti og galla, eins og önnur ferðaform. En hvernig sem á málið er litið hlýtur 50 km járnbraut fyrir hraðlest aö vera fásinna. Nema náttúrlega fyrir hönnuði og verktaka sem með einum og öðrum hætti munu deila milljörðunum með sér. „En hvernig sem á málið er litið hlýtur 50 km jám- braut fyrir hraðlest að vera fásinna. Nema náttúrlega fyrir hönnuði og verktaka sem með einum eða öðrum hœtti munu deila milljörðunum með sér. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.