Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Qupperneq 22
30 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 Tilvera I>"V Kylie litla ad deyja úr þreytu Gífurlegar vinsældir áströlsku söngdísinnar Kylie Minogue að undanförnu eru farnar að taka sinn toll. Er nú svo komið að hin ofursmávaxana Kylie er aðfram- komin af þreytu. „Ég er alltaf svo þreytt," segir Kylie í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet og bætir við að hún megi varla til þess hugsa að þurfa að fara i aðra tónleikaferð. Hún sé hreinlega ekki búin að jafna sig al- mennilega eftir þá síðustu. Kylie heimsótti frændur okkar í Noregi og Svíþjóð um daginn til að kynna nýju plötuna sína. Hún hef- ur hins vegar ekki lofað tónleikum nema í heimalandinu, einhvern tíma með vorinu. Hún segist þó eiga von á að reynt verði að tala hana til og fá hana til að koma fram i Evrópu þar sem aðdáenda- skarinn er mikill, eins og nærri má geta. Lauren Hutton Hvergi bangin og aftur á baki mótorhjólsins. Lauren Hutton aftur komin á mótorhjólið Leikkonan og fyrirsætan Lauren Hutton er hvergi bangin. Hún lét sig ekki muna um það í byrjun mánaö- arins að þeysa yfir eyðimörkina í Nevada á kraftmiklu BMW-mótor- hjóli þótt hún hefði stórslasað sig á þessari sömu leið fyrir einu ári. „Ég er við góða heilsu, nema hvað ég haltra aðeins," sagði Lauren við þetta tækifæri. Hún hafði þá ekki sest klofvega á mótorhjól frá því hún lenti í slysinu. „Það er afskaplega sexí að vefja leggjunum utan um ólgandi stálið," bætti hún svo við. Hutton var á leið til Las Vegas þann 22. október í fyrra þegar vél- fákur hennar hófst á loft og hún sjálf rann fimmtíu metra eftir mal- bikinu. Leikkonan var í öndunarvél í fimm daga og í dái i heilar tvær vik- ur. Hún þurfti að gangast undir átta klukkustunda aðgerð til að fjar- lægja þrjú rifbein sem höföu sett gat á bæði lungu hennar. Minningarmót í skák um Jóhann Póri: Tólf stórmeistarar mættir til leiks Minningarmót um Jóhann Þóri Jónsson, einn helsta velgjörðar- mann skákíþróttarinnar á íslandi, var sett í ráðhúsinu í Reykjavík síð- degis i gær. Fjörutíu og tveir skák- menn taka þátt í mótinu, þar af tólf stórmeistarar. Á mótinu, sem þykir mjög sterkt, verða tefldar tíu um- ferðir eftir svissnesku kerfl á jafn- mörgum dögum. Að sögn Hrafns Jökulssonar, sem situr í mótsstjórn, er þetta alþjóð- legt mót. „Stórmeistarinn Jan Timman er stigahæstur en hér eru líka gríðarlega sterkir menn eins og Jan Ehlves og Friðrik Ólafsson." Hann segir að þetta sé tvimælalaust eitt af sterkari mótum sem haldið hefur verið hér á landi og tímabær virðingarvottur við starf Jóhanns Þóris. virðingu mína. Hann vann ötullega að framgangi skákarinnar og marg- ar af hugsjónum hans náðu að ræt- ast. í tilfellum sem þessu rennur manni blóðið til skyldunnar." Aðspurður segist Friðrik vera nokkuð spenntur. „Það er alltaf fiðr- ingur i manni rétt áður en mót hefst og ekki síst þegar það er langt síðan maður hefur teflt. Ég verð þess heið- urs aðnjótandi að leika fyrsta leik- inn á mótinu, ég leik hann að vísu ekki sjálfur þvi ekkja Jóhanns leik- ur hann fyrir mig.“ Yngsti stórmeistari Breta „Já, það er rétt,“ segir Luke Mc- Shane þegar hann er spurður hvort hann sé yngsti stórmeistari Breta. Hann er seytján ára en varð heims- meistari bama tíu ára og yngri átta Stórmeistarinn Jan Timman og Arnar Gunnarsson Timman er líklega þekktastur erlendu keppendanna hér á landi en hann verö- ur fimmtugur í desember. íslenskir meistarar Friörik Ólafsson stórmeistari og Sævar Bjarnason, alþjóölegur meistari og höfundur pistla um skák fyrir DV. Vinir og keppinautar Stórmeistararnir Ivan Sokolov og Helgi Ólafsson tóku tal saman áöur en mót- iö hófst og eiga eflaust eftir aö hittast aftur viö taflboröiö þegar líöa tekur á mótiö. Fjöldi stórmeistara Allir helstu skákmenn landsins taka þátt í mót- inu og má þar á meðal nefna stórmeistarana Hannes Hlífar Stefáns- son, Helga Ólafsson. Þröst Þórhallsson og Friðrik Ólafsson sem sest að skákborðinu eftir langt hlé. Meðal erlendra stórmeistara á mótinu eru Danirnir Peter Heine Nielsen og Lars Shcan- dorff, Bretinn Murray Chandler, Hollendingur- inn Jan Timman og Bosn- íumaðurinn Ivan Sokolov. Einnig tekur Luke McShane þátt í mótinu en hann mun vera yngsti stórmeistari Breta og er nýbúið að velja hann í landslið Englands i skák. Rennur blóðið til skyldunnar Friðrik Ólafsson stórmeistari seg- ir að Jóhann Þórir hafi unnið ómet- anlegt starf i þágu skáklífsins í landinu. „Ég tek fyrst og fremst þátt á þessu móti til að votta Jóhanni Ungir og efnilegir Luke McShane, yngsti stórmeistari Breta, og Hrafn Jökulsson, áhugamaöur um skák, sem sit- ur í mótsstjórn. ára gamall. „Ég byrjaði að tefla tæp- lega sex ára og hef mjög gaman af því.“ McShane segir að hann hafi ferðast mikið í sambandi við skák- ina. „Síðan ég kom til landsins hef ég farið í Bláa lónið og skoðað borg- ina. Ég held að þetta sé mjög sterkt mót og verði bæðið erfitt og spenn- andi.“ -Kip DV-MYNDIR E.ÓL Mótiö sett Guömundur G. Þórarinsson setti mótið og lét þess getiö hversu Jóhann Þórir hefði unniö gott og óeigingjarnt starf í þágu skákíþróttarinnar um allt land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.