Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Blaðsíða 26
34
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001
íslendingaþættir_________________________________________________________________________________________________________X>'V
Umsjón: KJartan Gunnar Kjartansson
Árni Gunnarsson
framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ
90 ára________________________________
Ingunn Júlíusdóttir,
Kleifahrauni 2b, Vestmannaeyjar.
85 ára________________________________
Björg Árnadóttir,
Aöalgötu 5, Keflavík.
80 ára________________________________
Skarpheiöur Gunnlaugsdóttir,
Háholti 20, Akranesi.
Hún tekur á móti vinum og ættingjum I
veitingastofunni Barbró, Kirkjubraut 11,
Akranesi, laugard. 27.10. milli kl.
15.00 og 18.00.
Elísabet Guönadóttir,
Strandgötu 91, Eskifirði.
75 ára________________________________
Ágúst G. Breiödal,
Sogavegi 118, Reykjavík.
70 ára________________________________
Agnes Siguröardóttir,
Seljabraut 52, Reykjavík.
Lauritz Jörgensen,
Asparfelli 6, Reykjavík.
Kristín Björnsdóttir,
Lágholti 1, Stykkishólmi.
60 ára________________________________
Jón G. Vestmann,
Garöavegi 13, Keflavík.
50 ára________________________________
Ragnar Gíslason,
Efstalundi 4, Garöabæ.
Erla Karelsdóttir,
Álfholti 14a, Hafnarfiröi.
Shyamaly Ghosh,
Sunnubraut 19, Akranesi.
Davíö Guðmundsson,
Sílatjörn 13, Seífóssi.
40 ára________________________________
Jón ívarsson,
Fálkagötu 8, Reykjavík.
Ágúst Júlíusson,
Sogavegi 172, Reykjavík,
Ágúst Guömundsson,
Dalseli 38, Reykjavík.
Hafdís Magnúsdóttir,
Stelkshólum 8, Reykjavík.
Hólmfríöur Þorvaldsdóttir,
Herjólfsgötu 34, Hafnarfirði.
Jónas Rögnvaldsson,
Laufási 3, Egilsstööum.
Þorgeröur Siguröardóttir,
Lagarfelli 8, Egilsstööum.
Valgeröur Bjarnadóttir,
Stapavegi 1, Vestmannaeyjum.
Fólk í fréttum
Árni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Heilsustofnunar NLFÍ, hefur
verið í fréttum vegna fyrirhugaðrar
byggingar á nýju baðhúsi fyrir
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði,
Starfsferill
Árni fæddist á ísafirði 14.4. 1940.
Að loknu almennu námi stundaði
hann flugnám í Reykjavík, kynnti
sér blaðamennsku í Bandarikjunum
og lauk áfangaprófi í heilsuhag-
fræði við Endurmenntunarstofnun
Hí 1996.
Árni var blaðamaður við Alþýðu-
blaðið, fréttastjóri þar 1959-65, rit-
stjóri 1976-77 og 1985-87, fréttamað-
ur og varafréttastjóri við Ríkisút-
varpið 1965-76 og fór þá fréttaferð
til Víetnam, fréttaritstjóri Vísis um
tíma, alþm. Norðurlandskjördæmis
eystra fyrir Alþýðuflokkinn 1978-83
og 1987-91 og vþm. 1983-87, starfaði
hjá Hjálparstofnun kirkjunnar í
hungursneyðinni í Eþíópíu 1985,
formaður Hjálparstofnunar kirkj-
unnar 1986-90, framkvæmdastjóri
Slysavarnafélagsins um tíma og hef-
ur verið framkvæmdastjóri Heilsu-
stofnunar NLFÍ frá 1992.
Árni átti sæti í stjórn Blaða-
prents og var formaður þar, i stjórn
Alprents, formaður Starfsmannafé-
lags Ríkisútyarpsins og Blaða-
mannafélags íslands, sat í stjórn
Landverndar, formaður undirbún-
ingsnefndar árs fatlaðra 1982, í
stjórn FUJ, SUJ, ritari Alþýðu-
flokksins, i flokksstjórn og fram-
kvæmdastjórn, var varaborgarfull-
trúi 1970-74, forseti Neðri deildar
Alþingis 1979 og 1989-91, sat í út-
varpsráði, útvarpslaganefnd og hef-
ur setið um árabil í útvarpsréttar-
nefnd, formaður menningarmála-
nefndar Norðurlandaráðs 1980-81,
átti sæti í Vestnorræna þingmanna-
ráðinu, var varaformaður Jafnrétt-
isráðs og formaður Stjórnarnefndar
Ríkisspítalanna.
Fjölskylda
Árni kvæntist 27.7. 1962 Hrefnu
Filippusdóttur, f. 30.1.1942, húsmóð-
ur. Foreldrar hennar: Filippus
Gunnlaugsson frá Ósi í Steingríms-
firði, nú látinn, og k.h., Sigríður
Gissurardóttir frá Drangshlíð undir
Eyjafjöllum.
Dætur Árna og Hrefnu eru Sigrið-
ur Ásta, f. 14.10.1963, flugfreyja, gift
Rúnari Aðalsteinssyni flugvirkja;
Gunnhildur, f. 17.11. 1983, nemi í
Kvennaskólanum í Reykjavík.
Systir Árna er Valgerður Þor-
björg, f. 8.12. 1942, húsmóðir í
Seattle í Bandaríkjunum, gift
Jónasi Friðrikssyni verkfræðingi.
Foreldrar Árna: Gunnar Stefáns-
son, f. 24.3. 1915, fórst með Glitfaxa
31.1. 1951, starfsmaður hjá Ferða-
skrifstofu ríkisins, og k.h., Ásta
Árnadóttir, f. 6.7. 1911, húsmóðir.
Ætt
Gunnar var sonur Stefáns, b. á
Ósi á Skógarströnd Guðmundsson-
ar, b. þar Björnssonar. Móðir Gunn-
ars var Valgerður Hallvarðsdóttir,
b. í Litla-Langadal, bróður Daníels,
langafa Sigfúsar Daðasonar skálds
og Kristínar, móður Ingólfs Mar-
geirssonar. Hallvarður var sonur
Sigurðar, b. í Litla-Langadal, Sig-
urðssonar, hreppstjóra þar og
skálds Daðasonar. Móðir Sigurðar
var Þorbjörg Sigurðardóttir, systir
Sigurðar, langafa Eliasar, afa Elías-
ar Snæland, fyrrverandi ritstjóra
Dags. Móðir Hallvarðs var Ingibjörg
Daðadóttir, systir Sigurðar skálds.
Þorbjörg var dóttir Sigurðar, b. á
Setbergi, Vigfússonar og Solveigar
Sigurðardóttur. Móðir Solveigar var
Sigríður Magnúsdóttir, systir Jar-
þrúðar, langömmu Ólafs, langafa
Pálma, afa Einars Guðmundssonar
rithöfundar. Móðir Valgerðar var
Guðný Sveinsdóttir, b. í Purkey,
Jónssonar og Steinunnar Hannes-
dóttur, b. í Knarrarnesi, bróður
Brynjólfs, langafa Sigurbjargar,
ömmu Friðjóns Þórðarsonar, fyrrv.
ráðherra, og langömmu Svavars
Gestssonar sendiherra. Móðir Stein-
unnar var Guðný Guðmundsdóttir,
b. á Þverfelli, Bjarnasonar, bróður
Ingibjargar, langömmu Ingibjargar,
langömmu Guðlaugs Tryggva Karls-
sonar hagfræðings.
Ásta er dóttir Árna, skipstjóra á
ísafirði, Jónssonar, húsmanns á Sæ-
bóli, Jóakimssonar. Móðir Árna var
Sigurfljóð, systir Ingibjargar,
langömmu rithöfundanna Jakobínu
og Fríðu Sigurðardætra. Bróðir Sig-
urfljóðar var Sakarías, langafi
Rannveigar Guðmundsdóttur alþm.
Sigurfljóð var dóttir Sakaríasar, b. í
Stakkadal, Guðlaugssonar, b. í Efri-
Miðvík, Jónssonar, bróður Jóns,
langafa Oddnýjar, ömmu Óla Þ.
Guðbjartssonar, fyrrv. ráðherra.
Móðir Sigurfljóðar var Björg Árna-
dóttir, hreppstjóra á Látrum, Hall-
dórssonar og Ástu Guðmundsdótt-
ur, pr. á Stað í Aðalvík, Sigurðsson-
ar. Móðir Ástu var Ingibjörg Vern-
harðsdóttir, pr. í Otradal, Guð-
mundssonar, bróður Þorláks, föður
Jóns, pr. og skálds á Bægisá.
Móðir Ástu er Þorbjörg Magnús-
dóttir, b. á Gaul, Jónssonar og Ing-
unnar, systur Steinunnar, ömmu
Ólafs Thors. Ingunn var dóttir Jóns,
b. í Beigsholtskoti, Sveinssonar.
Móðir Jóns var Vigdís Ólafsdóttir, á
Lundum, langafa Ólafs, langafa
Bjarna forsætisráðherra, föður
Björns menntamálaráðherra.
Góður þílótjÓM
Shyamali Ghosh
lífefnafræðingur hjá íslenskri erfðagreiningu
Shyamali Ghosh, líf-
efnafræðingur hjá ís-
lenskri erfðagreiningu,
Sunnubraut 19, Akranesi,
er fimmtug í dag.
Starfsferill
Shyamali fæddist í
Kalkútta á Indlandi og
ólst þar upp. Hún lauk
Ph.D.-prófi i lífefnafræði
við Calcutta University.
Shyamali kenndi við Calcutta
University 1983-98. Þá flutti hún til
íslands þar sem hún hefur síðan
stundað rannsóknarstörf hjá ísl-
enskri erfðagreiningu.
Fjölskylda
Shyamali giftist 25.7. 1975 Dipu
Ghosh, f. 17.6.1940, íþróttamanni og
þjálfara i badminton á Akranesi og
jafnframt þjálfari unglingalands-
liðsins í þeirri grein. Dipu er fyrrv.
Indlandsmeistari í badminton en
hann lék fyrir Indland á öllum al-
þjóðlegum mótum í
badminton til 1973 og var
landsliðsþjálfari fyrir ír-
an 1973-77.
Sonur Shyamali og
Dipu er Sayan Ghosh, f.
21.11. 1977, rafmagns- og
rafeindaverkfræðingur
hjá Solomon Smith &
Barney Investments í
Bankina í Singapore.
Systkini Shyamali eru Suhita
Ganguly, f. 6.9. 1954, landfræðingur
og kennari í Hyderabad á Indlandi
en hún er gift og á eina dóttur; As-
him Mukeijee, f. 22.11. 1957, raf-
magnsfræðingur, í Bombay á Ind-
landi en hann er kvæntur og á eina
dóttur.
Foreldrar Shyamali: B.S.
Mukerjee, rafmagnsverkfræðingur í
Kalkútta á Indlandi, og Pratima
Mukerjee húsmóðir sem lést 1990.
Fertugur
Halldór Svanur Jóhannsson
verkamaður, Kolsholtshelli í Villingaholtshreppi
Halldór Svanur Jóhannsson,
verkamaður í Kolsholtshelli í Vill-
ingaholtshreppi, er fertugur í dag.
Starfsferill
Halldór fæddist á Selfossi en ólst
upp í foreldrahúsum í Kolsholts-
helli við öll almenn sveitastörf.
Hann var í barnaskóla í Villinga-
holti og í skóla að Þingborg í
Hraungerðishreppi um skeið.
Halldór stundaði landbúnaðar-
störf í Kolsholtshelli hjá foreldrum
sínum á unglingsárunum, var í
byggingarvinnu í Reykjavík 1983-85
og vann við rörasteypu hjá Ósi í
Kópavogi 1985-86. Hann flutti þá aft-
ur austur og hefur verið þar búsett-
ur síðan.
Eftir að Halldór kom aftur austur
stundað hann fyrst landbúnaðar-
störf og ýmis almenn verkamanna-
störf en hefur lengst af unnið við
uppsetningar á girðingum hjá verk-
taka á vegum Vegagerðar ríksins
frá 1993.
Fjolskylda
Systkini Halldórs eru Brynjólfur
Þór Jóhannsson, f. 13.4. 1965, bóndi
í Kolsholtshelli; Guðrún Ósk Jó-
hannsdóttir, f. 20.3. 1967, bóndi að
Markarskarði í Hvolhreppi, maður
hennar er Jón B. Ingvarsson, bóndi
þar; Dagmar Jóhannsdóttir, f. 12.8.
1969, húsmóðir og starfsmaður við
þvottahús í Hveragerði, maður
hennar er Óskar Helgi Helgason
verslunarmaður.
Foreldrar Halldórs: Jóhann Guð-
mundsson, f. 11.2. 1920, d. 1999,
bóndi og skipasmiður i Kolsholts-
helli, og k.h., Gyða Oddsdóttir, f.
10.7. 1936, húsfreyja.
Ætt
Jóhann var sonur Guðmundar
Kristins Sigurjónssonar, b. í Kols-
holtshelli, og k.h., Mörtu Brynjólfs-
dóttur.
Gyða er dóttir Odds, b. í Kols-
holtshelli, Jónssonar, og k.h., Svan-
hildar Sigurðardóttur.
Einar Einarsson, Álfaskeiöi 74, Hafnar-
firði, lést á Landspitala viö Hringbraut
sunnud. 21.10.
Erlendur Þóröarson, Engihjalla 11, lést
föstud. 19.10.
Ragnheiöur Kristín Magnúsdóttir, Gull-
smára 11, andaðist á Landspítala Foss-
vogi mánud. 22.10.
Hulda Gunnarsdóttir Larson lést í Kali-
spell, Montana í Bandaríkjunum, 14.10.
Jaröarförin hefur fariö fram.
Kristín Siguröardóttir, Ólafsvegi 9,
Ólafsfiröi, lést sunnud. 21.10.
Kristinn Sigvaldi Valdimarsson frá
Skarði á Skagaströnd lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans í Fossvogi að
morgni laugard. 20.10.
Aöaibjörg Zophoníasdóttir, áöur að
Birkimel 6a, lést á hjúkrunarheimilinu
Eir að kvöldi föstud. 19.10.
Merkir Islendingar
Karl Ottó Runólfsson
Karl Ottó Runólfsson tónskáld fæddist í
Reykjavík 24. október 1900. Hann var
sonur Runólfs Guðmundssonar, sjpmanns
og verkamanns í Reykjavik, frá Árdal í
Andakílshreppi i Borgarfirði, og k.h.,
Guðlaugar Margrétar Guðmundsdóttur
frá Saltvík á Kjalamesi.
Karl lærði við Iðnskólann í Reykja-
vik, lauk sveinsprófi 1918 í prentiðn og
stundaði þá iðju til 1925. Hann hélt þá
til Kaupmannahafnar og stundaði nám
á trompetleik, fiðluleik og útsetningum
fyrir lúðrasveitir. Hann stundaði síðan
nám við Tónlistarskólann í Reykjavík
1934-39 þar sem hann lærði tónsmiöar hjá
Frans Mixa og hljómsveitarútsetningar hjá
Victor Urbancic.
Karl æfði íslenskar lúðrasveitir, öðrum
fremur, um árabil. Hann kenndi og stjórn-
aði Lúðrasveit Ísaíjarðar og Lúðrasveit
Hafnarfjarðar, var einn af stofnendum
Lúðarsveitar Reykjavíkur, meðlimur
hennar og formaður í fjölda ára, stjórn-
andi hennar 1941-42, stjórnaði Lúðra-
sveitinni Svani í tuttugu og eitt ár og
Lúðrasveit barna- og unglingaskóla
Reykjavíkur. Þá var hann formaður
Sambands íslenskra lúðrasveita fyrstu
tíu árin. Auk þess lék hann á trompet
meö Sinfóníuhljómsveitinni og kenndi
hljómfræði og trompetleik við Tónlistar-
skólann. Síöast en ekki síst var hann mik-
ilsvirt tónskáld en mörg sönglaga hans eru
bísna vinsæl. Hann lést 29. nóvember 1970.
Stefán Bogason læknir, Sporöagrunni
19, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá
Dómkirkjunni miövikud. 24.10. kl.
15.00.
Valgeröur S. Þóröardóttir, Baröaströnd
31, Seltjarnarnesi, veröur jarðsungin frá
Fossvogskirkju miövikud. 24.10. kl.
10.30.
Sólrún Guðmundsdóttir, Ránargötu 2,
Grindavík, veröur jarösungin frá
Grindavíkurkirkju miövikud. 24.10. kl.
15.00.
IJrval
— gott í hægindastólinn