Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Síða 6
s
Bíóin eru í góðum málum nú um stundir.
Eins og Islendingar eru bíósjúkir á svo sem
ekki að gera ráð fyrir öðru en undangengnar
vikur gefi heldur betur tilefni til hróss.
Reyndar má alltaf deila um gæði þeirra
mynda sem húsin eru með í sýningum en
um gæði húsanna sjálfra verður ekki lengur
deilt. Ráðist hefur verið í miklar endurbæt-
ur á flestum þeirra og önnur byggð frá
grunni. Því er ekki lengur að skipta að fólk
skelli sér í bíó og þurfi að kvarta yfir aðstfið-
unni. Tilkoma margfrægra Iúxus- og VIP-
sala hefur ekki gert neitt annað en að lyfta
menningunni á nýtt plan og er það vel. Það
er því tilhlökkunarefni að skella sér í bíó,
þeir mættu bara fara að sleppa þessum bölv-
uðum hléum fyrst alþjóðlega gæðastaðlinum
er náð.
Hvað er málið með efnahagsspár? Frá því
í september hafa fjölmiðlar þessa lands ver-
ið uppfullir af fréttum og viðtölum um þessi
undarlegu fyrirbrigði sem eru í rauninni
ekkert annað en völvuspár sprenglærðra
hag- og viðskiptafræðinga. Þar er hver
höndin upp á móti annarri af því að nú hafa
stjórnarherrar vors lands ákveðið að gefa sér
eigin forsendur í stað þess að notast við spá
Þjóðhagsstofnunar. Stjórnarsinnar vilja
fjárlagaspána því hún er góð og andstæð-
ingar þeirra Þjóðhagsstofuspá því hún er
vond fyrir ríkisstjórnina. Svo kemur enn
ein spáin frá útlöndum sem er enn verri.
Meðaljóninn á Skerinu stendur og klórar
sér í höfðinu yfir öllu saman og skilur ekki
hagfræðilingóið. En þær eru allar slæmar.
Vond spá gerir fólk hrætt og góð spá ýtir
undir umframeyðslu almennings og fyrir-
tækja. Af hverju ekki bara að sleppa þessu
bulli og láta þetta bara reddast á hinn alís-
lenska hátt. Því það reddast alltaf fyrir
rest.
Hljómsveitin Lace er ný í íslensku tónlistarsenunni en hún mun á næstu
vikum senda frá sér sína fyrstu breiðskífu. Lace er skipuð reyndu tónlist-
arfólki sem hefur víða komið við en ákvað að taka smááhættu og stofna
nýja hljómsveit með nýjum hugmyndum og úr varð Lace sem lætur ef-
laust mikið að sér kveða á næstu vikum og mánuðum.
Erfið meðgonga en ouðveld fæðing
„Við erum á algerum byrjun-
arreit eins og er,“ segir Móeið-
ur, söngkona Lace, en hljóm-
sveitin er ný af nálinni en
byggð á gömlum grunni. „Þessi
píata er búin að eiga sér langan
aðdraganda. Við byrjuðum að
vinna hana þegar Kiddi og
Halli voru í bandi með mér
þegar við vorum að fylgja eftir
sólóplötunni minni. Þá vakn-
aði þessi þörf fyrir að vinna tón-
list saman þannig að í raun má
segja að drögin að plötunni hafi
byrjað fyrir svona tveimur
árum,“ bætir hún svo við.
„Efnið á plötunni er samt ekk-
ert svo rosalega gamalt," skýt-
ur Guðlaugur trommari svo inn
í. Saman skipa þau hljómsveitina Lace ásamt Kristni Júníussyni,
bróður þeirra, Sindra Má Finnbogasyni gítarleikara og hljóm-
borðsleikaranum Þórhalli Bergmann.
Fyllirí í strætóskýli
„Platan er tekin upp á mettíma í Gróðurhúsinu, hjá manni
sem heitir Valgeir Sigurðsson, og samstarfið við hann var alveg
frábært,“ segir Kristinn. „Við ákváðum í raun að taka þetta frá
hinum endanum, þ.e. semja efnið í bílskúrnum og taka það svo
bara upp þannig að þetta er mjög hrátt þótt það hljómi kannski
ekki þannig. En við vissum alveg hvað við vildum gera og við
ákváðum að eyða ekki of miklum tíma í þetta,“ segir Móeiður. „Það
er rosalega gaman að gera þetta svona eiginlega upp á nýtt, þ.e.
að fara aftur í bílskúrinn með öllu tilheyrandi. Eg var næstum bú-
inn að draga krakkana niður á strætóstöð til þess að detta í það,“
segir Kristinn og hlátur brýst út meðal hinna. „Núna leyfum við
okkur að vera bara hefðbundið band með trommur, gítar, bassa,
söng og hljómborði, eins og venjulegt bílskúrsband, og það er það
skemmtilega við þetta,“ segir
Guðlaugur og Þórhallur bætir
við: „Við vorum kannski komin
út í of flókið dæmi þar sem
maður gleymdi stundum
grunninum en núna erum við
farin að gera þetta svona hefð-
bundið, ef þannig má að orði
kornast."
Hvorki Móa né Vinýll
HELDUR LACE
Fólkið sem skipar hljóm-
sveitina hefur flestallt áður
unnið saman undir hinum
ýmsu nöfnum en þau vilja
engu að síður meina að þessi
hljómsveit sé alveg ný. „V8
Rokk-slut oc gaur með creitt til hliðar
Þau segjast líka vera mjög ánægð með að hafa tekið það skref að
stofna nýja hljómsveit enda segjast þau ekki vilja festast í ein-
hverju ákveðnu hlutverki, eins og Kristinn segir: „Það hefur ver-
ið tiltölulega auðvelt fyrir mig að festast bara sem gaurinn með
greitt til hliðar sem er í hljómsveitinni Vinýl. En það er mjög al-
gengt á íslandi að fólk setji mann í eitthvert ákveðið hlutverk
sem maður er svo bara fastur í. En við viljum láta dæma tónlist-
ina okkar út frá henni sjálfri en ekki fólkinu sem flytur hana.“
Þórhallur bætir svo við: „Það eru allir með einhverja sögu á bak
við sig hérlendis, sem allir þekkja, og þess vegna er oft miklu
skemmtilegra að spila fyrir útlendinga því þá er maður meira met-
inn að eigin verðleikum." Og Kristinn heldur áfram: „Það er t.d.
alveg vonlaust að breyta Móu í eitthvert rokk-slut fyrirbæri
hérna heima því að allir þekkja hana sem söngkonuna í Bong eða
konuna hans Eyþórs Arnalds." Diskur hljómsveitarinnar kemur
út á næstu vikum en hljóm-
sveitin er mjög ánægð með
það hvernig til tókst við gerð
hans. Smekkleysa gefur út
og, eins og áður sagði, er allt
tekið upp í góðurhúsinu. „Vð
erum öll rosalega stolt af
plötunni. Það má segja að
þetta hafi verið erfið með-
ganga en auðveld fæðing á
plötunni. Við hvetjum fólk
til að nálgast hana með opn-
um huga en ekki dæma
hana út ffá því hver við
erum eða hvað við höfúm
gert áður,“ segir Kristinn.
dautt,“ segir Sindri Már.
vildum bara byrja gjörsam-
lega upp á nýtt og þess
vegna gáfum við hljómsveit-
inni alveg nýtt nafn, Lace,“
segir Kristinn og heldur
áfram: „Þetta er nefnilega
annað, þetta er hvorki Móa
né vinýll." Orðið lace þýðir
mjög margt og meðal annars
eitthvað sem heldur ein-
hverju saman, en þau vilja
meina að tónlistin sem verð-
ur á væntanlegri plötu
þeirra geri einmitt það. Þau
vilja ekki skilgreina tónlist-
ina sem þau flytja neitt sér-
staklega og segjast forðast
slíkt. „Um íeið og búið er að
skilgreina eitthvað þá er það
PlayStation 2
■LSV
Drtue
N/nnn /r\
DREIFING
FÁANLEGUR í NÆSTU f»V
TÖLVULEIKJAVERSLUN SS
Nú eru allir að senda miltisbrand með póstinum. get ég sent gyllinæðina mína?_____
f ó k u s
6
26. október 2001